Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tölvunefnd kynnir drög að öryggisreglum vegna gagnagrunns á heilbrigðissviði Öryggiskröfur byggðar á al- þjóðlega viðurkenndum staðli TÖLVUNEFND hefur unnið drög að öryggisskilmálum sem settir verða vegna starfsrækslu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Ör- yggiskröfurnar eru byggðar á al- þjóðlega viðurkenndum staðli. Eru drögin birt á heimasíðu tölvu- nefndar á Netinu og er öllum gefinn kostur á að kynna sér efni þeirra og koma að athugasemdum. Mun nefndin fara yfir allar athugasemdir sem berast fyrir 28. desember og taka mið af þeim þegar endanlegir öryggisskilmálar verða gefnir út. Tölvunefnd hefur unnið verkefnið í samráði við innlenda og erlenda sér- fræðinga og hefur sérstaklega verið fengist við gagnaöryggi með tilliti til persónuvemdar. Enginn einn þáttur nægilegur til að tryggja öryggi Tekið er fram í kynningu tölvu- nefndar að til að tryggja öryggi tövlukerfa þurfi að beita markvissum aðferðum, sem felist í tæknilausnum, stjórnun og virku eftirliti. „Enginn EINAR Þorgeirsson, sem rekið hef- ur gróðrastöðina Birkihlíð í mörg ár stækkaði við sig á dögunum. Nú er nýopnuð blómabúð á sama stað og óhætt að segja að hún sé nokkuð óvenjuleg. „Það Iiggur gata í gegn- um húsnæðið og markmiðið er að líkja eftir þorpstemmningu," segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Einar segir hugmyndina að blómabúðinni hafa fæðst er gróðr- astöðin var flutt á núverandi stað við Dalbraut í Kópavoginum. Hús- næði blómabúðarinnar er hannað af Stefáni Emi arkitekt að utan en einn þessara þriggja þátta er nægi- legur til að tryggja öryggi gagna- grunnsins,“ segir í drögum tölvu- nefndar. Gerðar eru tilraunir til að skil- greina hættur og hvemig bregðast megi við þeim og taldar upp helstu leiðir til árása, sérstaklega þær sem litið er á sem tilraun til að rekja upp- lýsingarnar til einstakra manna. Bent er á að jafnvel besti undirbún- ingur geti ekki tekið á öllum ófyrir- sjáanlegum atriðum og leggur tölvu- nefnd því áherslu á sívirkt eftirlit og stöðuga endurskoðun á skipulagi og markmiðum öryggismála. Tekið er fram að í almennum öryggisskilmál- um tölvunefndar verði ákvæði sem heimili tölvunefnd að endurmeta tækni-, öryggis- og skipulagsskil- mála sem rekstrarleyfishafa ber að uppfylla í ljósi nýrrar tækni, reynslu eða breyttra viðhorfa. Tölvubúnaður í læstu rými Tekið er fram að ýmsar stjómun- arlegar aðferðir verði notaðar við Einar sjá sjálfur um hönnun innan- húss sem er nokkuð óvenjuleg sem og efniviðurinn. „Sem dæmi má nefna að gólfið sem er lagt grágrýtishellum til- höggnum hér á staðnum," segir Einar. Timbur sem notað var í inn- réttinguna á sér einnig óvenjulega sögu en það á rætur sínar að rekja til Barónsfjóssins sem stendur við Barónsstíg í Reykjavík, en þar er nú rekin matvöruverslun. Þetta er fyrsta verslun sem Einar hannar en hann starfaði sem skrúð- garðyrkjumeislari lengi vel og hef- starfrækslu og eftirlit með rekstri gagnagrunnsins og mikilvægt sé að vanda val á mönnum í ábyrgðarstöð- ur. Mælt er íyrir um dreifða ábyrgð þegar tveir eða fleiri koma saman til að samþykkja aðgerðir í tengslum við starfsemi gagnagrunnsins. Þá er sett það skilyrði að tölvubún- aður gagnagrunnsins skuli vera í læstu rými sem enginn aðgangur sé að í daglegum rekstri grunnsins. Oll persónuauðkenni dulkóðuð með auðkennisnúmerum Tæknilegum öryggiskröfum, s.s. um bann við tengingu gagnagrunns- ins við Netið og um rekjanleika allr- ar vinnslu, er ætlað að auka mjög á öryggi grunnsins. ,A-ð auki lúta kröf- urnar að því að einungis dulkóðuð persónuauðkenni (nöfn/kennitölur) verði að finna í MGH (miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði, innsk. Mbl.) og að rannsóknamiður- stöður verði ópersónugreinanlegar. Mikilvægustu tæknilegu aðferðirnar eru þær sem styðja stjómunalegar ur því reynslu af hönnun garða. Vel hefur tekist til og segir Ein- ari viðskiptavinum líða vel í versl- uninni. Framkvæmdum er þó ekki aðferðir, t.d. eftirlit og aðgangs- hindranir. Hvenær sem gögnum verður bætt við MGH verða öll per- sónuauðkenni dulkóðuð. Það er gert þannig að kennitölum er skipt út og auðkennisnúmer sett í þeirra stað. Dulkóðunarstofa, sem verður undir stjóm tölvunefndar, framkvæmir frekari dulkóðun á auðkennisnúmer- um. Að auki verða þar felldar út færslur um þá einstaklinga sem hafnað hafa þátttöku í granninum. Sérstakur hugbúnaður er notaður til að „leggja spurningar“ fyrir gagna- grunninn og er hann hluti af svoköll- uðu fyrirspumarlagi MGH. Niður- stöður úr fyrirspumarlaginu, eins og það verður úr garði gert, geta ein- vörðungu innihaldið upplýsingar um hópa þar sem ekki verður hægt að bera kennsl á upplýsingai’ um ein- staka menn. Þetta verður tryggt með tækniaðferðum og með skráningu og eftirliti. Sérhver hluti fyrirspurnar- lagsins mun sæta sérstakri úttekt af hálfu eftirlitsaðila," segh' í drögum að öryggisskilmálum tölvunefndar. lokið enn. Með vorinu er stefnt að því að opna veitingasal í húsnæði verslunarinnar sem alls er um 400 fm og full af spennandi vöru. Örygg- iskröfur taka til margra aðila ÖRYGGISKRÖFUR tölvu- nefndar ná til eftirtalinna aðila og gagna, skv. drögum að ör- yggisskilmálum nefndarinnar: 1. Listi yfir úrsagnir úr gagnagranninum, sem geymd- ur er hjá landlækni. 2. Dulkóðunarstofa verður undir stjórn tölvunefndar. 3. Heilbrigðisstofnanir sem safna heilbrigðisupplýsingum og senda þær í gegnum Dul- kóðunarstofu til gagnagranns- ins. 4. Önnur gögn rekstrarleyf- ishafa gagnagrannsins, s.s. ættfræði- og erfðafræðiupp- lýsingar, sem hugsanlega verða notuð til rannsókna ásamt gagnagranninum ef til þess fæst leyfi tölvunefndar. 5. Öruggt flutningslag fyrir gögn frá utanaðkomandi stofnunum. 6. Rekstrarleyfishafi og starfsmenn hans sem vinna með gagnagrunninn. 7. Þverfagleg siðanefnd sem samþykkir eða hafnar rann- sóknum. 8. Starfrækslunefnd sem hefur efth-lit með daglegum rekstri og tryggir að farið sé að lögum, kröfum tölvunefnd- ar og áliti þverfaglegrar siða- nefndar. 9. Fyrirspurnarlag sem inniheldur hugbúnað og gögn fyrir rannsóknaraðferðir sem eftirlitsaðilar hafa samþykkt. 10. Skrá sem starfrækslun- efnd hefur aðgang að yfir alla notkun á fyrirspurnarlagi. 11. Starfsmenn rekstrar- leyfishafa aðrir en rannsókna- raðilar sem sjá um gagna- grunninn. 12. Viðskiptavinir rekstrar- leyfishafa. Öðruvísi blómabúð opnuð í Kópavogi Leitast við að skapa þorpsstemmningu við verslunina Morgunblaðið/Jón Svavarsson KRISTÍN Magnúsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir, Gróa Ágústsdóttir og Einar Þorgeirsson eigandi Birkihlíðar. Athugasemd frá Barnaverndarstofu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Barna- verndarstofu vegna fréttatilkynn- ingar dómstólaráðs, í Morgunblað- inu 21. desember 1999: „Dómstólaráð hefur sent frá sér fréttatilkynningu varðandi þá opin- bera umfjöllun sem orðið hefur um skýrslutöku fyrir dómi. Barna- verndarstofa telur óhjákvæmilegt að koma á framfæri nokkram at- hugasemdum af þessu tilefni. í til- kynningu dómstólaráðs er því hald- ið fram að það sé ein af grandvallarreglum íslensks réttar- fars að jafnræði ríki milli sakborn- ings og brotaþola í kynferðisbrota- málum. Þá segir: „Dómarar hafa talið að jafnræði sé betur tryggt á þeim hlutlausa stað sem húsnæði dómstóls óneitanlega er en í Barna- húsi sem leynd á að hvíla yfir og jafnframt fer fram starfsemi sem lýtur að velferð meints brotaþola." Barnaverndarstofa bendir á eft- irfarandi atriði í þessu sambandi: 1. í Barnahúsi hafa nú verið tekin 139 rannsóknarviðtöl af börnum, þar af 83 skýrslutökur fyrir lögreglu og dómara. Með þeim skýrslutökum hafa verjendur sakborninga ætíð fylgst og sakborningar sjálfir jafn- framt átt kost á því ef svo ber undir. Þannig hafa þeir haft fullt tækifæri til að koma að spurningum til brota- þola svo og öðram athugasemdum um skýrslutökuna. Aldrei hefur til þess komið að verjendur eða sak- borningar sjálfir hafi komið á fram- færi mótmælum við að skýrslutaka fari fram í Barnahúsi eða um fram- kvæmd hennar að öðru leyti, svo að Barnaverndarstofu sé kunnugt um. Spyrja má hvort dómstólaráð gangi ekki skrefi lengra í réttindagæslu sakborninga en þeirra eigin lög- menn með því að draga í efa hlut- leysi Barnahúss, sem vettvang skýrslutöku. 2. Rétt er að taka fram að áður en til skýrslutöku kemur hafa sér- fræðingar Barnahúss engin sam- skipti átt við barnið. Sá sérfræðing- ur sem tekur viðtalið er því í sömu stöðu og allir aðrir sem að skýrslu- tökunni koma. Sú vinnuregla er jafnframt höfð í heiðri að sá sérf- ræðingur sem tekur skýrslu af barni er ekki sá hinn sami og síðar annast greiningu og veitir barninu meðferð. Sú staðhæfing dómstólar- áðs að það dragi úr hlutlægni við skýrslutöku að starfsfólk Barna- húss starfi jafnframt að velferðar- málum barna er því byggð á mis- skilningi. Sú tilhögun er að ofan greinir er einmitt til að tryggja hlutlægni sérfræðings sem rann- sakanda enda er hans starf undir stjórn og eftirliti dómara og áður lögreglu fyrir 1. maí sl. 3. Sjónarmið dómstólaráðs þess efnis að það kunni að vekja upp spurningar um hlutlægni þegar mál kemur fyrir dóm ef starfsfólk sem starfar einnig að barnaverndarmál- um annist skýrslutöku, er lítt skilj- anleg í ljósi þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sjálfur leitað eftir samningum við a.m.k. tvo starfsmenn barnaverndarnefnda um að veita liðsinni sitt við skýrslu- töku barna í dómhúsinu í framtíð- inni. Sömuleiðis hefur nýlega verið óskað eftir samningi við sérfræð- inga Barnahúss vegna sama máls. 4. Dómstólaráð gefur til kynna að sú leynd sem hvílir yfir Barnahúsi gangi gegn jafnræðisreglunni. I ljósi þess að umrædd mál eru gjarna flutt í lokuðu þinghaldi er erfitt að skilja hvað hér er átt við. Það skal tekið fram að ábendingar um að rétt væri að halda heimilis- fangi Barnahúss leyndu eftir föng- um kom á sínum tíma frá réttar- vörslukerfinu, eins og margt annað gagnlegt við undirbúning starfsem- innar. Ekkert er því til fyrirstöðu að aflétta leyndinni ef dómarar telja það rétt. 5. I breytingu á lögum um með- ferð opinberra mála frá maí sl., sem fól í sér að dómarar bera nú ábyrgð á skýrslutöku, er að finna frávik frá meginreglu íslensks réttarfars, sem er að lögregla og ákæravald axli þessa ábyrgð. í þessu ljósi verður að telja að sjónarmið dómstólaráðs þess efnis að almenn ákvæði réttar- farslaga um að dómsathafnir skuli fara fram í dómsölum, eigi síður við. Með lagabreytingunni verður að líta svo á að löggjafinn hafi ætlast til sérstakrar meðferðar á umrædd- um málum þannig að sérstakt tillit sé tekið til þarfa barns, sem er brotaþoli. Þess vegna er það sjónar- mið Barnaverndarstofu, að skýrslu- taka af barni í Barnahúsi sé nær anda laganna en skýrslutaka í dóm- húsi. 6. Þeir aðilar sem hafa komið að stofnun og starfrækslu Barnahúss eru ríkissaksóknari, ríkislögregl- ustjóri og lögreglustjórinn í Reykjavík, auk barnaverndaryfir- valda og lækna. Skv. ákvæðum rétt- arfarslaga og lögreglulaga ber lög- reglu og ákæruvaldi ávallt að gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Lög- regla og ákæruvald báru ábyrgð á skýrslutöku í Barnahúsi fram að gildistöku umræddrar lagabreyt- ingar auk þess sem verjanda og sakborningi hefur gefist kostur á að fylgjast með skýrslutöku og koma að spurningum. Þannig hefur Barnahúsið ætíð starfað í anda jafnræðisreglunnar. Það er sjónar- mið Barnaverndarstofu að dómarar séu ekkert síður hæfir til að gæta þess að jafnræðisreglan sé í háveg- um höfð, ef þeir kjósa að nota Barnahús, en lögregla og ákæru- vald var fyrrum. Margir dómarar virðast vera sömu skoðunar enda hafa verið sett 29 dómþing í Barnahúsi frá 1. maí sl. þar sem skýrsla hefur verið tek- in af brotaþola. 7. Rannsóknir hafa leitt í ljós að í yfir 90% mála sem varða meint kyn- ferðisbrot gegn börnum eru hvorki fyrir hendi læknisfræðileg sönnun- argögn né vitni að broti. Því hvílir málið einatt á framburði barnsins. Þess vegna er brýnt að þjálfaðir kunnáttumenn taki skýrslu af barni. Þá hefur verið sýnt fram á að hætta er á að framburður barns taki breytingum þurfi það að segja mörgum ólíkum viðmælendum sögu sína. Loks hafa rannsóknir sýnt fram á gildi þess að viðtal við barn fari fram í umhverfi sem er því vin- veitt. Því lægra sem kvíðastig barnsins er, því líklegra er það til að geta tjáð sig um erfiða lífs- reynslu. Barnahúsið er þannig til þess fallið að leiða hið sanna í ljós og dregur úr líkum þess að sak- borningur sé hafður fyrir rangri sök. A grundvelli þessara stað- reynda var Barnahúsið sett á stofn sem samstarfsvettvangur allra þeirra opinberu aðila sem hlutverki hafa að gegna við rannsókn og með- ferð þessara mála. Dómhús getur aldrei komið í stað þess. Það er og verður ætíð heimavöllur hinna ful- lorðnu og skiptir þá innrétting í einu herbergi ekki sköpum. Því er jafnræðisreglu réttarfarslaganna snúið upp í andhverfu sína, ef þau eru túlkuð hinum fullorðnu í hag, allt frá rannsóknarstigi til loka málsmeðferðar fyrir rétti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.