Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bjálka- kofi skíða manna Skuldir og fjármálastjórn sveitarfélaganna Hafnarfjörður skuldar mest, fjárhagur Seltjarnarness bestur Hafnarfjörður HAFNARFJÖRÐUR hefur mestar heildarskuldir á hvei-n íbúa af sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Fjámiál eru í bestu horfi á Seltjamar- nesi, að mati tímaritsins Vís- bendingar, sem gefur þeim 32 sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 1.000 íbúa ein- kunnir íyrir fjármálastjóm. Þetta hefur tímaritið gert und- anfarin ár og hefur nýlega birt útreikninga fyrir árið 1998. Skuldugustu sveitarfélög í landinu, miðað við skuldir á hvern íbúa, eru Vesturbyggð, Ólafsfjörður og Skagafjörður, öll með 3-400 þúsund krónur á hvern íbúa. Hafnarfjörður er í fimmta sæti yfir landið allt og efstur sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu með um 300 þúsund króna skuldir á hvem íbúa. Kópavogsbær er 9. yfii- landið og næst skuldugastur sveitarfélaga á svæðinu með rétt innan við 250 þús. kr. skuldir á íbúa. Mosfellsbær er í 11. sæti yfir landið og skuldar um 255 þús. kr. á íbúa. í 15. sæti yfir landið og því 4. á höf- uðborgarsvæðinu er Garða- bær, sem skuldar um 180 þús. kr. á hvem íbúa. Reykjavík er í 24. sæti listans. Skuldir borg- arinnar eru rétt innan við 150 þús. kr. á íbúa. Bessastaða- hreppur er í 27. sæti með um 120 þús. kr. á íbúa en Seltjam- ames er í 29. sæti af 32. með um 110 þús. kr. skuldir á hvem íbúa. Seltjarnarnes er jafnframt það sveitarfélag sem fær hæsta einkunn fyrir fjármál- astjórn fyrir 1998, líkt og 1997, fær einkunnina 7,2. Reykjavík er í öðra sæti á listanum en var í því 6.; fær 6,4. Garðabær er í 7. sæti listans en var í öðra sæti, fær 5,5 í einkunn. Bes- sastaðahreppur er nú í 9. sæti en var í því 27. Einkunnin er 5,3. Hafnarfjörður fellur úr 11. í 14. sæti og fær einkunnina 4,8. Mosfellsbær fellur úr 12. sæti í það 26. og fær einkunn- ina 3,4. Lægsta einkunn sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæð- inu fær Kópavogur, sem lfkt og 1997 er í 30. sæti. Einkunn- iner2,9. Heimar ÞESSU bjálkahúsi hefur ver- ið komið upp á lóðinni við Glæsibæ til að minna á lands- mótið í skíðum, sem haldið verður í Skálafelli við Reykjavík í aprfl næstkom- andi. Sigrún Grímsdóttir, fram- kvæmdastjóri undirbúnings- nefndar landsmótsins, segir að í bjálkahúsinu verði hald- ið uppi kynningarstarfsemi vegna mótsins; það verði tákn mótsins meðan á undir- búningi og kynningu stend- ur. Fær Reykjavík hornstein næsta sumar? Vesturgata 2, var áður kallað Álafosshúsið en upphaflega nefndist það Bryggjuhúsið. Húsið er byggt 1863 og við það er húsnúmerakerfi borgarinnar miðað. Morgunblaðið/Þorkell Bálkahúsið, sem á að minna á skíðalandsmótið í Skálafelli. Miðborgin FRAMKVÆMDIR við færslu Hringbrautar niður fyrir umferðarmiðstöð hefj- ast árið 2001 og er ráðgert að þeim ljúki árið 2002. Að sögn Ólafs Bjarnasonar, yf- irverkfræðings hjá Borgar- verkfræðingi, er áætlaður kostnaður vegna fram- kvæmdanna rúmur hálfur milljarður króna. Hringbrautin verður færð suður fyrir Vatnsmýr- arveg og kemur til með að tengjast Miklubrautinni undir brúnni á Bústaðavegi, sem nú tengir Vatnsmýrar- veg við Bústaðaveg. Mikla- brautin verður því einnig færð suður á þessu svæði. Ólafur sagði að deilis- kipulag flugvallarsvæðisins gerði ráð fyrir þessum framkvæmdum og því yrði norður-suður flugbrautin stytt um 90 metra. Þótt Hringbrautin verði færð til mun gatan, sem nú þekkist sem Hringbraut, áfram verða notuð, en að sögn Ólafs mun umferð minnka til muna um hana, þar sem hún verður fyrst og fremst notuð til að kom- ast inn í nálæg hverfí, sem og inn á Landspítalalóð. Þar sem um er að ræða framkvæmdir við þjóðveg verður verkið unnið í sam- einingu af Reykjavfkurborg og Vegagerðinni. Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mið- borgarinnar, sagði að þar sem Reykjavík væri ein af menningarborgum Evrópu á næsta ári yrði reynt halda framkvæmdum í lágmarki í miðbænum og þá sérstak- lega gatnaframkvæmdum. Listasafn Reykjavíkur flytur í aprfl Að sögn Kristínar verður þó haldið áfram að vinna í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu á næsta ári, en gert er ráð fyrir því að Listasafn Reykjavíkur flytji þangað í aprfl. Þá hefur 75 milljónum króna verið veitt í endur- bætur á tveimur sögufræg- um timburhúsum í miðbæn- um. Meirihlutinn, eða um 65 milljónir, fara í endur- bætur á Hafnarstræti 16, en um 10 milljónir í endur- bætur á Aðalstræti 2, svo- kölluðu Geysishúsi. Kristín sagði að gengið yrði frá Austurvelli fyrir vorið, en þar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir, m.a. við Dómkirkjuna og AI- þingishúsið, en næsta haust verður ráðist í framkvæmd- ir við þjónustuskála Al- þingis, en ráðgert er að þeim ljúki ári síðar, eða haustið 2001. Að sögn Kristínar er einnig í bígerð að laga svæðið á horni Aðalstrætis og Túngötu, m.a. endur- byggja Aðalstræti 16, en hún sagði að enn væri ekki búið að ákveða nákvæm- lega hvað yrði gert. Miðborgin MENNINGARMÁLA- NEFND Reykjavíkur hefur tekið fagnandi tillögu sem Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavörður, lagði fyrir nefndina um að plata, eða homsteinn, verði felld inn í gangstéttina fyrir framan Vesturgötu 2, sem löngum var kallað Bryggjuhúsin en er nú kennt við Kaffi Reykjavík, til þess að greina frá upphafi númera húsa í Reykjavík. Tillagan er komin frá Niku- lási Ulíári Mássyni, arkitekt hjá Árbæjarsafni. „Þetta er hugmynd sem ég hef sett frarn nokkram sinn- um,“ sagði Nikulás Úlfar í samtali við Morgunblaðið og nefndi að upphaflega hefði hugmyndin tengst verkefni sem tengdist endurbyggingu húsa í Aðalstræti, þ.e. Isafold- arhússins, Aðalstrætis 16 og Aðalstrætis 2. „Það hefur ver- ið tekið vel í tillöguna og mér sýnist að hún ætli að verða að veraleika.“ Bryggjuhúsið svonefnda, þar sem nú er Kaffi Reykja- vík, var byggt 1863. Það stóð upphafiega við endann á aðal- bryggju Reykjavíkur og dró nafn sitt af henni. „Það var gat í gegnum húsið þar sem stóri glugginn er núna á húsinu miðju. Þetta var hálfgert borgarhlið," segir Nikulás. Hann segir að árið 1848 hafi komið skipun frá stiftamt- manni um að númera hús í Reykjavík og gefa götum nöfn. „Menn hlógu að því og fannst það algjör óþarfi, en 1888 var samþykkt í bæjarstjóm að nú væri bærinn orðinn það stór að það yrði að fara númera húsin. Mennimir þurfa alltaf að búa sér til „system" og það var ákveðið að þetta borgar- hlið yrði upphafspunkturinn; öll númer til hægri handar skyldu vera slétt en oddatölur til vinstri handar. Númer gatna skyldu byija á þeim enda sem er nær Bryggjuhús- inu. Þetta hefur verið staðið við nokkuð stíft og það hefur aldrei verið fallið frá þessari meginreglu," segir Nikulás. „Mér finnst þetta mjög góð meginregla og finnst að menn ættu að virða hana áfram.“ Árið 1928 gerði Sigurður Guðmundsson arkitekt tillögu á uppdrætti um að borgarhlið- inu á Bryggjuhúsinu yrði lok- að og var það gert á áranum þar á eftir. Þá var bryggjan neðan við húsið ekki lengur sá miðpunktur bæjarlífsins og hafnarinnar sem hún hafði verið. Á þessum áram vora sjónarmið um menningarlega varðveislu húsa einnig lítt áberandi í þjóðfélagsumræð- unni. „Það væri gaman að fá hliðið þarna aftur,“ segir Nikulás Úlfar. Framkvæmdum í miðbænum haldið í lágmarki á næsta ári Hringbrautin færð árið 2001

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.