Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Margit Elva Þorlákur Sigurðsson, oddviti Grímseyjarhrepps, afhendir Örlygi Ing- ólfssyni, skipstjóra á ferjunni Sæfara, og eiginkonu hans, Ásu Jónsdótt- ur, kveðjugjafir. Skipstjóri Sæfara kvaddur Grímsey. Morgunblaðið. Milljónatjón í eldsvoða Morgunblaðið/Kristján Slökkviliðsmaður að störfum á svölum íbúðarinnar í Tjarnarlundi. GRIMSEYINGAR héldu Örlygi Ing- ólfssyni, skipstjóra á ferjunni Sæf- ara, kveðjuhóf í síðustu viku en hann lætur af störfum um ára- mótin. Áhöfn Sæfara og öllum eyj- arskeggjum var boðið í hófið. Örlygur hefur verið skipstjóri á Sæfara frá árinu 1990 er skipið var keypt frá Noregi. Hann var skip- stjóri á Drangi sem einnig var í áætlunarferðum til Grímseyjar og fleiri staða frá 1972. Örlygur hefur stundað ýmis störf til sjós allt frá ATVINNUMÁLANEFND Akur- eyrar samþykkti á fundi sínum í vik- unni að afhenda Sveini Jónsson, ferðamálafrömuði í Kálfsskinni, hvatningarverðlaun fyrir ómetan- legt starf að atvinnumálum, sérstak- lega fyrir þátt hans í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar, afhenti Sveini viðurkenningu og fjárframlag frá nefndinni að upphæð 500 þúsund krónur. Valur sagði við þetta tæki- færi að gamall draumur sem Sveinn hefði borið í brjósti væri um það bil að rætast en það væri bygging kláf- ferju upp á Hlíðarfjall. Hann sagði að Sveinn hefði unnið því verkefni um árabil og hvorki sparað tíma né peninga til þess að sjá þennan draum sinn verða að veruleika. Valur sagð- ist vonast til að þetta framlag yrði Sveini til gagns í undirbúningi hans AKUREYRINGURINN Frímann Frímannsson er kominn í hóp þeirra þriggja sem gefið hafa blóð í Blóðbankanum á FSA í 50 skipti. Frimann náði þessum merka áf- anga er hann lagðist á bekkinn í Blóðbankanum í gær. Því til stað- festingar fékk hann penna og merki að gjöf frá Blóðbankanum. Frímann hefur gefið blóð frá árinu 1970 og sagðist oftast hafa gefið blóð á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Frímann sagði það bæði gott að geta hjálpað öðrum, auk þess sem blóðgjöfin hefði mjög jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi sína. „Eg hef ver- ið nokkuð heilsuhraustur sjálfur og finnst því gott að geta orðið öðrum að liði. Ég hef aldrei fundið fyrir því að gefa blóð en er mun hressari á eftir. Mestan mun finn ég þó varð- andi svefninn en ég þarf að sofa árinu 1952. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1958. Örlygur sagði það leggjast vel í sig að hætta störfum til sjós og hann ætlar nú loksins að fara að sinna áhugamálum si'num ásamt konu sinni Ásu Jónsdóttur. Si'ðasta ferð Örlygs sem skipstjóra á Sæf- ara til Grímseyjar verður farin 29. desember nk. og tekur Sigurjón Herbertsson við af honum. Sigurjón hefur verið stýrimaður á Sæfara. að stofnun félags um kláffeiju í Hlíð- arfjalli. I máli Vals kom einnig fram að vonir stæðu til að stofnun félags um uppsetningu og rekstur kláffeijunn- ar yrði í byrjun næsta árs og stefnir Sveinn að því að flytja fyrstu farþeg- ana upp á topp Hlíðarfjalls í maí árið 2001. „Atvinnumálanefnd Akureyrar telur Svein einn af þeim frumkvöðl- um sem ekki hafa notið þeirrar við- urkenningar sem hann á skilið, því fáir menn hafa lagt meira af mörkum til atvinnulífsins og enginn beygur í honum þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiðinu. Mætti margur yngri maðurinn taka hann sér til fyr- irmyndar hvað varðar dugnað og þrautseigju í því sem hann tekur sér fyrir hendur," sagði Valur. Sveinn sagðist nú bæði hafa spar- að tíma og peninga vegna þessa máls mun meira áður en ég gef blóð. Ég mun því halda áfram að heimsækja þessar elskur hér á meðan heilsan leyfir,“ sagði Frímann. Hann bætti því jafnframt við að eina bankainn- stæða sín væri í blóðbankanum. Mikil arðsemi í innlögn í Blóðbankann Vilborg Gautadóttir meinafræð- ingur sagði að Frímann ætti banka- bók í Blóðbankanum með mikilli innistæðu. Hún sagði það oft gleym- ast í umræðunni um bankaviðskipti, sem er einmitt nokkuð hávær um þessar mundir, að reikna með þeirri miklu arðsemi sem fylgdi því að leggja inn í blóðbankann. Vilborg sagði að ein blóðgjöf nýttist að jafn- aði tveimur sjúklinguin, þótt vissu- lega væri um miklar sveiflur að ræða í þessum efnum, eins og gefur MILLJÓNATJÓN varð í eldsvoða í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Tjarnarlund 11 um miðjan dag í gær. Allt tiltækt lið slökkviliðsins fór þegar á vettvang og gekk greið- lega að ráða niðurlögum eldsins. Ibúðin var mannlaus er slökkviliðið kom á staðinn. Að sögn Birgis Finnssonar vara- slökkvistjóra er allt innbú í íbúðinni ónýtt, auk þess sem skemmdir urðu á stigagangi af völdum hita og reyks. Birgir sagði að eldurinn hefði komið upp á baðherbergi íbúðarinnar og að þar hafi verið mikill eldur. „Þegar við komum á staðinn var mikill reykur svalameg- in í íbúðinni og þetta leit alls ekki vel út. Okkur tókst þó fljótlega að slá á eldinn og leita af okkur grun um að ekki væri fólk í hættu. Hitinn í íbúðinni var gífurlegur og það fengu þeir að reyna slökkviliðs- mennirnir sem fyrstir fóru inn í íbúðina." Birgir sagði að menn hefðu haft af því áhyggjur að eldurinn bærist í þak hússins en sem betur fer hefði tekist að koma í veg fyrir að það gerðist. Tilkynning barst til slökkviliðsins um kl. 14.40, eftir að íbúar urðu varir við væl í reyk- skynjara í stigaganginum, sem og því væri það ekki komið lengra. Hann sagði Akureyringa hafa talið þetta svo dýrt verkefni að það yrði ekki að veruleika fyrr en mun síðar. „Við erum farnir að snúa okkur að að skilja. Hún sagði að staðan í blóðbankanum á FSA væri nokkuð góð en ekki mætti slaka á og eru gamlir og nýir blóðgjafar því ávallt velkomnir. Hjá karlmönnum þurfa að líða þrír mánuðir á milli blóð- gjafa en fjórir mánuðir hjá konum. þarna kom að góðum notum, þótt vissulega sé tjónið mikið. Daníel Snorrason lögreglufull- trúi á rannsóknardeild lögreglunn- ar á Akureyri sagði að unnið væri að rannsókn á eldsupptökum en að grunur beindist að kertaskreytingu á baðherbergi. Sprenging í íbúðinni Ingibjörg Tómasdóttir sem býr í þessu verkefni og ég hef fullan hug á því að vinna með atvinnumálefnd að ferðamálum og vil gjarnan fá fleiri aðila til liðs við okkur. Við tökum fast á þessu verkefni," sagði Valur. Við þetta tækifæri í gærmorgun komu einnig í heimsókn í Blóðbank- ann á FSA fulltrúar frá Verði vá- tryggingafélagi, Elín Guðmunds- dóttir og Fylkir Þór Guðmundsson. Þau afhentu fyrir hönd fyrirtækis síns tæki að gjöf til mælinga á blóði, næsta fjölbýlishúsi, sagðist hafa orðið vör við mikinn reyk í íbúðinni er hún var að keyra inn á bílaplanið heima hjá sér. Hún sagðist hafa hlaupið um og kallað til nágranna sinna að hringja á slökkviliðið. Um það leyti varð hún svo vör við mikla sprengingu inni í íbúðinni. Ingi- björg fór því næst inn í stigagang- inn þar sem eldurinn logaði á efstu hæð og hringdi þar öllum dyrabjöll- um til þess að vekja athygli íbúanna á því sem gerst hefði. Þá heyrði hún í reykskynjara. „Eldurinn hefur ör- ugglega kraumað drjúga stund en ég sá ekki mikinn eld en gífurlegan reyk,“ sagði Ingibjörg. Breytingar á rekstri bíóhúsanna ALLT stefnir í að miklar breytingar verði á rekstri kvikmyndahúsanna á Akur- eyri á næstunni, Borgarbíós og Nýja bíós. Fjögur fyrirtæki í Reykjavík taka við rekstri Borgarbíós strax á nýju ári og þá hefur Morgunblaðið heim- ildir fyrir því að Sam-bíóin séu að taka yfir rekstur Nýja bíós. Árni Samúelsson hjá Sam- bíóunum vildi ekkert tjá sig um þetta mál í gær að öðru leyti en því að Nýja bíó sýndi myndir Sam-bíóanna. Fyrir- tækin fjögur sem taka yfir rekstur Borgarbíós, eru Há- skólabíó, Myndform, Skífan og Stjörnubíó. Einar Valdimars- son, framkvæmdastjóri Há- skólabíós, sagði að nýir rekstraraðilar stefndu að því að hefja Borgarbíó til vegs og virðingar á ný. Hann sagði að gerðar yrðu endurbætur á tækjakosti og útliti og THX- hljóðkerfi verður sett í aðalsal bíósins fljótlega. Besta bíóið á Akureyri „Við ætlum að þjónusta okkar viðskiptavini vel og vera með forsýningar og frumsýn- ingar á mörgum spennandi myndum. Við lítum björtum augum fram á veginn og þess verður ekki langt að bíða að Borgarbíó verði besta bíóið í bænum,“ sagði Einar. Góðtemplarar á Akureyri hafa rekið Borgarbíó í tugi ára. Arnfinnur Arnfinnsson, sem séð hefur um reksturinn síðustu 30 ár, lætur nú af störfum og mun daglegur rekstur verða í höndum Jó- hanns Norðfjörð. Að sögn Einars eru ekki fyrirhugaðar frekari breytingar á starfs- mannahaldi. Sveinn í Kálfsskinni fær hvatningarverðlaun Morgunblaðið/Kristján Valur Knútsson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar, afhendir Sveini Jónssyni hvatningarverðlaun nefndarinnar. Frímann Frímannsson hefur gefíð blóð 50 sinnum í Bldðbankanum á FSA Gott að geta öðrum Morgunblaðið/Kristján Frímann Fri'mannsson mættur til að gefa blóð í 50. skipti. Með honum á myndinni eru Vilborg Gautadóttir meinatæknir og Vigfús Þorsteinsson, yfirlæknir rannsóknardeildar FSA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.