Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
afsláttur af
öllum bókum
<m\m
MÖUtt
Laugavegi 54,
s. 552 5201.
ii**
Ullarjakkar 'V'- a
Kr. 9.990
Góðar rekstrarhorfur Balkanpharma
sem Iconsjóðurinn á verulegan hlut í
Búist við 720 millj-
óna króna hagnaði á
næsta ári
ÁÆTLAÐ er að hagnaður lyfjafyr-
irtækisins Balkanpharma, sem á
þrjár af fjórum stærstu lyfja-
verksmiðjunum í Búlgaríu, verði um
10 milljónir bandaríkjadollara á
næsta ári, eða um 720 milljónir
ki-óna, en fjárfestingarfélagið Icon-
sjóðurinn ehf., sem er í eigu lyfjafyr-
irtækisins Pharmaco og Amber Int-
ernational Ltd. keypti meirihluta
hlutafjár í Balkanpharma fyrr á
þessu ári ásamt Deutsche Bank.
Að sögn Sindra Sindrasonar,
framkvæmdastjóra Phaimaco, er
Balkanpharma orðið að eignarhalds-
félagi með höfuðstöðvar í Sofiu í
Búlgaríu, og þaðan er aðdráttum,
sölu- og markaðsmálum fyrir lyfja-
verksmiðjurnar, stjórnað.
Sindri sagði í samtali við Morgun-
blaðið að lyfjaverksmiðjurnar væru
reknar sem framleiðslueiningar
undir stjórn eignarhaldsfélagsins,
og töluverður árangur hefði nú þeg-
ar náðst í samlegðaráhrifum með því
að semja í heildina fyrir öll fyrirtæk-
in í hráefnakaupum og þess háttar.
„Menn hafa samið nú þegar um
HÆKKANIR á gengi hlutabréfa
Össurar hf. voru gerðar að umtals-
efni í Morgunfréttum F&M í gær, en
þar sagði að rekja mætti hækkanirn-
ar til orðróms um að stutt sé í til-
kynningu um kaup fyrirtækisins á
erlendum keppinaut, og tilgangur
nýafstaðins hlutafjárútboðs hafi ver-
ið að auka fjárhagslegan styrk Öss-
urar til slíkra aðgerða.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ekkert hefði gerst sem gæfi tilefni til
slíkrar fréttar, en það væri hins veg-
verulega fækkun starfsmanna, en
þarna voru samtals um 6.000 starfs-
menn þegar við komum að þessu.
Það er búið að semja um fækkun um
1.800 manns sem klárast nú út jan-
úar. Einungis þetta þýðir lækkun
launakostnaðar um 4-5 milljónir
dollara. Áætlað er að salan á næsta
ári verði um 114 milljónir dollara í
heildina og af því er um það bil helm-
ingurinn útflutningur," sagði Sindri.
Hagnaðurinn í ár um 72 millj-
ónir króna
Hann sagði að áætlaður hagnaður
á næsta ári væri um 10 milljónir
dollara, en á þessu ári er gert ráð
fyrir að hagnaðurinn verði um ein
milljón dollara, eða um 72 milljónir
króna.
„Á þessu ári erum við 1 rauninni
eingöngu með hálft ár í rekstri
þarna inni, og auðvitað hefur verið
ákveðinn byrjunarkostnaður í
tengslum við þetta og það hefur ver-
ið tekið til á ýmsan hátt upp á fram-
tíðina að gera. Næsta ár verður hins
vegar gott,“ sagði Sindri.
ar ekkert launungarmál að það væri
eitt af markmiðum fyiirtækisins að
nýta fjárhagslegan styrk til þess að
kaupa fyrirtæki erlendis eða taka
upp samstarf við fyrirtæki.
„Þetta kom fram í útboðslýsing-
unni á sínum tíma og þetta er ein-
ungis eitt af þeim markmiðum sem
við vinnum að. Eg get staðfest að við
erum að skoða fleiri en eitt fyrirtæki
erlendis, en það er ekki komið að
neinum þeim vatnaskilum að hægt
sé að segja eitthvað afgerandi um
þróun mála,“ sagði Jón.
Flugleiðir selja
þriðjung hlutabréfa
sinna í Equant
Hagnað-
urinn 430
milljónir
króna
FLUGLEIÐIR hafa selt 34%
af hlut sínum í alþjóða fjar-
skiptafélaginu Equant, og er
söluverð bréfanna að frádregn-
um sölukostnaði 430 milljónir
króna, sem er beinn hagnaður
félagsins og kemur í rekstrar-
reikning og efnahagsreikning
ársins 1999.
Equant varð til út úr starf-
semi SITA, fjarskiptafélags
flugfélaga. Fyrirtækið er al-
hliða fjarskiptafyrirtæki á al-
þjóðamarkaði. Hlut SITA í
Equant var skipt milli aðildar-
flugfélaga SITÁ í hlutfalli við
viðskipti félaganna við SITA á
árunum 1990-1998. Samkvæmt
upplýsingum frá Flugleiðum
komu þannig liðlega 200 þús-
und hlutir í Equant í hlut Flug-
leiða fyrr á þessu ári. Verðmæti
þeirra bréfa, sem Flugleiðir
eiga eftir í Equant, er um 920
milljónir króna miðað við mark-
aðsverð um þessar mundir.
Verslun með bréf í Equant
háð ákvörðun SITA Found-
ation
Verslun með bréf flugfélaga í
Equant er ekki frjáls heldur
háð ákvörðunum SITA
Foundation, dótturfélags
SITA. Það var fyrir milligöngu
SITA Foundation að Flugleiðir
seldu um þriðjung hlutabréfa
sinna í Equant á opnum mark-
aði. Félagið heldur eftir um
tveimur þriðju hluta bréfanna.
Ákvarðanir SITA Foundation
um viðskipti með hlutabréf
flugfélaga í Equant eru teknar
með það að markmiði að há-
marka afrakstur eigenda bréf-
anna af viðskiptunum.
• •
Ossur skoðar
erlend fyrirtæki
Viðskiptaverðlaun DV, Viðskiptablaðsins og
Stöðvar 2 árið 1999
Morgunblaðiö/Þorkell
Össur Kristinsson, stofnandi Össurar hf., og Gunnar Örn Kristjánsson, for-
stjóri Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðcnda.
• •
Gunnar Orn
Kristjáns-
son maður
ársins
GUNNAR Örn Kristjánsson, for-
sijóri Sölusamtaka íslenskra fisk-
framleiðenda, hlaut Viðskiptaverð-
launin 1999 sem maður ársins í
i'slensku viðskiptalífi, sem veitt eru
af Viðskiptablaðinu, Stöð 2 og DV.
Verðlaunin voru veitt í gær af Hall-
dóri Ásgrímssyni utanríkis-
ráðherra, og við sama tækifæri var
tilkynnt að Össur Kristinsson, stoð-
tækjasmiður og stofnandi stoð-
tækjafyrirtækisins Össurar hf.,
hefði verið valinn frumkvöðull árs-
ins.
Halldór Ásgrímsson sagði m.a.
við þetta tækifæri að þau verðlaun
sem veitt væru snertu mjög utan-
ríkisviðskipti. Hann sagði að miklar
breytingar hefðu átt sór stað hjá
SÍF, sem stofhað var árið 1932, og
ekki síst í tíð Gunnars sem tók við
stöðu forstjóra árið 1994, en fyrir-
tækið hefði farið út í mikla al-
þjóðavæðingu. „Undir forystu
Gunnars hefur SIF náð einstökum
árangri á þessu sviði. Fyrirtækinu
hefur tekist að stofna mörg fyrir-
tæki sem hafa eflt fyrirtækið og ís-
lenskan sjávarútveg í heild sinni,“
sagði Halldór.
Hann sagði jafnframt um Össur
Kristinsson að hann þekkti til þess
sem Össur hf. hefði gert fyrir fólk
sem orðið hefði fyrir útlimamissi
vegna stríðsins í Bosníu. „Það sem
þeir hafa gert hefur skipt fólk
miklu máli og aukið hróður fslensks
samfélags, og lagt sitt af mörkum
við að hjálpa stríðshijáðum þjóð-
um.“
Gunnar Örn Kristjánsson sagði í
ávarpi sfnu m.a. að seinustu 4-5 ár-
in hefðu orðið miklar breytingar
hjá SIF og væri ekki séð fyrir end-
ann á þeim. Hann sagðist vona þeir
myndu ná að búa til öflugt fyrir-
tæki sem yrði íslensku atvinnulífi,
fiskframleiðendum og útgerðar-
mönnum til hagsbóta. „Það þarf á
því að halda að við höfum sterk og
öflug fyrirtæki í samkeppni erlend-
is. Sú samkcppni mun ckki minnka
á næstu árum heldur þvert á móti
sjáum við fram á mun harðari sam-
keppni," sagði Gunnar Örn.
Össur Kristinsson sagði að bak
við frumkvöðla stæðu ávallt ein-
hverjar máttarstoðir. Hann sagði
að ótalmargir hefðu komið að upp-
byggingu Össurar hf. en þakkaði
sérstaklega konu sinni Björgu
Rafnar og Jóni Sigurðssyni, for-
stjóra fyrirtækisins, og Pétri Guð-
mundarsyni. „Það er ánægjulegt að
sjá að í staðinn fyrir að vera í for-
ystu er maður farinn að styðja við
bakið á þeim sem raunverulega láta
hlutina gerast. Eg hef dregið mig í
hlé og sit í stjórn fyrirtækins auk
þess að taka þátt í þróunarstarfi, en
mitt hlutverk er nú að styðja við
bakið á frábæru starfsliði Ossurar,“
sagði Össur Kristinsson.