Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ármúla 38 - Sími 588-5010
ifcn
Sound Space 5
nk Nakamichi
- hljómtækin nú loksins
fáanleg á íslandi
Verslaðu við fagmenn
- það borgar sig!
Sound Space 8
1 Nakamichi
Studio Series
rcii'ciuiyi 11
Verðlaunahátalarar áratugarins.
Frábær hljómgæði frábært verð!
Macau orðin hluti alþýðulýðveldisins
Aróður fyrir samein-
ingu Kína og Tævans
Chen Chien-jen (annar frá vinstri), utanríkisráðherra Tævans, skoðar
skjal frá 16. öld sem varðveitt er í safni í Taipei. Er þar skráður samn-
ingur keisarastjórnarinnar gömlu um að Portúgal fái Macau til eignar.
Taipei, Peking. AP, AFP.
FJÖLMIÐLAR í Kínverska alþýðu-
lýðveldinu fógnuðu í gær að Macau
skyldi eftir meira en fjórar aldir á ný
vera orðin hluti ríkisins. Jiang Zemin
forseti og fleiri valdhafar hvöttu Tæv-
ana til að feta í fótspor íbúa Hong
Kong og Macau og semja um samein-
ingu við kommúnistaríkið með loforði
um að eyríkið fengi að halda sjálfræði
í innanlandsmálum og markaðshag-
kerfi sínu næstu 50 árin.
Sjónvarpsstöðvar og dagblöð í
Kína tjáðu þjóðinni að yfirtakan á
Macau væri aðeins undanfari þess að
Tævan yrði aftur hluti Kína, en eyrík-
ið hefur haft eigin stjóm frá 1949, er
kommúnistar lögðu undir sig megin-
landið. Dagblað alþýðunnar fór fjálg-
um orðum um að hugsjónin um ein-
ingu ríkisins og þjóðemisást væra frá
fomu fari samofin menningu Kín-
veija. Bent er að kommúnistastjómin
geti verið að reyna að blása nýju lífi í
flokkinn, sem þjakaður er af spillingu
og hugmyndafræðilegri kreppu og
sameiningin við Tævan sé talin geta
nýst í því skyni.
Þolinmæði sögð
vera að bresta
Forsetakosningar verða á Tævan í
mars. Er síðast var kosið, árið 1996,
skutu Kínverjar eldflaugum í til-
raunaskyni og lentu þær skammt frá
ströndum eyjarinnar, einnig var efnt
til ógnandi heræfinga á hafinu milli
Kína og Tævans og mikilla æfinga á
landi. Tævanar hafa þó getað treyst á
að Bandaríkin verðu þá ef gerð yrði
alvara úr innrásarfyrirætlunum.
Jiang forseti sagði þó í ræðu á við-
hafnarfundi á mánudag að Kína vildi
friðsamlega lausn en gæti ekki beðið
hennar til eilífðamóns.
Fréttaskýrendur telja að þolin-
mæði Pekingstjómarinnar geti verið
að bresta og vitna í orð sérfræðinga í
málefnum Tævans í Kína þeirri skoð-
un til stuðnings. Víst þykir að margir
af æðstu leiðtogunum óttist að Tævan
sé að renna þeim endanlega úr greip-
um.
Skoðanakannanir á Tævan gefa til
kynna að 90% landsmanna líti á sig
sem sjálfstæða þjóð og meira en
helmingurinn er beinlínis andvígur
sameiningu. Lýðræði hefur eflst í eyr-
íkinu á undanfömum ámm, forsetinn
er frá 1996, þjóðkjörinn og efnahag-
urinn með miklum blóma. Bent er á
að því rótfastara sem lýðræðið verði
þeim mun erfiðara verði að fá samein-
ingu samþykkta þar sem þá verður
ekki um að ræða ákvörðun sem fáein-
ir menn taka án umboðs almennings.
Opinber stefna Tævana er að ekki
sé hægt að sameina löndin nema á
jafnréttisgrundvelli og ekki fyrr en
lýðræði hefur verið radd braut í Kfna
og hefur þeirri stefnu vaxið ásmegin
hjá almenningi.
Er Lee Teng-hui, forseti Tævans,
stakk upp á því sl. sumar að Tævan og
Kína semdu á jafnréttisgrandvelli um
deilumálin. Brást kommúnistastjóm-
in ókvæða við, en hún krefst þess að
litið sé á Tævan sem hérað í Kína.
Segja Tævanar að meginlandsríkið sé
nú búið að koma upp stöðvum með
100 skammdrægum eldflaugum er
geti dregið til eyjarinnar.
Forsætisráðherra Tævans,
Vincent Siew, sagði í gær að lands-
menn yrðu að vera á varðbergi gagn-
vart Pekingstjóminni sem myndi nú
beita vaxandi þrýstingi í sameiningar-
málunum. Kommúnistastjómin
myndi nota bolabrögð og reyna að
einangra eyríkið enn frekar.
Viðskipti í hættu?
Tævan hefur verið með skrifstofu
sendifulltrúa í Maeau en lét fjarlægja
skilti skrifstofunnar á húsinu áður en
nýlendan var sameinuð Kína á sunnu-
dag. Sagði fulltrúi Tævana á staðnum
að gripið yrði til gagnráðstafana ef ný
borgaryfirvöld í Macau breyttu um
stefnu í samskiptunum við Tævan,
reyndu að torvelda þau eða auðmýkja
Tævana.
Þrátt fyrir áratuga baráttu stjóm-
valda á Tævan og Pekingstjómarinn-
ar era verslunarviðskipti milli land-
anna mikil og hafa Hong Kong og
Macau verið helstu milliliðimir í
þeim. Þess má geta að Tævan er með
óopinbera sendiskrifstofu í Hong
Kong undir heiti ferðaskrifstofu þótt
borgin hafi í tvö ár tilheyrt Kína.
Veittar era vegabréfsáritanir á báð-
um skrifstofunum.
• >
sjonvorps-
tæki ofundin
Þú eignast sjónvarpstæki ef þú finnur silfurbaun
í kaffipakka frá Kaaber.
Kíktu í þakkay
*J&aberKaffi
Jólaskórinn!
BT Skeifunni - 550-4444 • BT Kringlunni - 550-4499
Kasper
draugurtnn
vinalegi á
myndbandi!
22. desember • Cáttaþefur
I Jólaskó BT er nýtt tilboð daqlega. Fylgstu vel með
því að hvert tilboð gildir aðeins I einn dag!
BT Hafnarfirði - 550-4020 • BT Reykjanesbæ - 421-4040 • BT Akureyri - 461-5500
Trúarlögreglan í Afganistan
39 refsað fyrir að
snyrta skegg sitt
Kabul.AFP.
TALEBANSKA trúarlögreglan í
Afganistan refsaði nýlega 39
karlmönnum fyrir að snyrta
skegg sitt. En skeggsnyrting get-
ur varðað allt að 10 daga fangels-
isvist.
Einnig hafa þeir sætt refsing-
um sem ekki sóttu bænasamkom-
ur fimm sinnum á dag, sem og
ökumenn sem staðnir voru að því
að hlusta á tónlist. Trúarlögregl-
an hefur staði fyrir aðgerðunum
um Ramadam, sem er ein trúar-
hátiða múslima, en í þann tíma
fastar fólk m.a. milli sólarupprás-
ar og sólseturs.
Vestræn klipping bönnuð
í viðtali við dagblaðið Heywad
sagði ráðherra trúarlögreglunn-
ar, Mawlawi Mohammad Salim
Haqani, að trúarlögreglan léti
klippa unga menn í Kabul nauð-
uga, sæist til þeirra með vest-
ræna klippingu. „Þessir strákar
sem láta klippa sig á vestræna
vísu eru gripnir og klipptir al-
mennilega hjá næsta rakara,“
sagði Haqani. „Ef ungmenni eru
síðan staðin að því að hlusta á
tónlist eru þau vistuð á ungl-
ingaheimili þar til þau hafa til-
einkað sér rétta siði,“ bætti hann
við.
Stærstur hluti Afganistan er
undir stjórn talebana, en sam-
kvæmt strangtrúartúlkun þeirra
á múhammeðstrú mega konur
ekki mennta sig eða vinna utan
heimilis, auk þess sem þeim ber
að hylja andlit sitt og líkama ut-
andyra, þá skulu karlar láta
skegg sitt vaxa óhindrað. Þeir
sem brjóta gegn þessum reglum
kann að vera refsað og gildir það
einnig karlkynsættingja og eigin-
menn þeirra kvenna sem refsað
er.
Heyrst hefur að trúarlögreglan
láti svipuhögg dynja á þeim kon-
ur sem sýna andlit eða ökkla og í
síðustu viku sagði Haqani að
þeim sem svikjust um daglegan
bænalestur skyldi refsað með
vandarhöggum þar til úr blæddi.
Haqani neitaði ásökunum um að
trúarlögreglan áreitti fólk. Ein-
ungis væri farið inn á heimili
fólks með leyfi eiganda og þorps-
höfðingja. „Okkar hlutverk er að
gæta velferðar íbúa, ekki að
áreita þá.“
Mikil talgæði - Frí skráning - Lægri rekstrarkostnaður
Bandaríkin .... kr. 19,91 mínútan *
*Verð án viðbótargjalds fyrir innanlandssímtal
Landsnet
http://www.landsnet.ls
Landsnet ahf. Hafnarstræti 15 101 Reykjavík
Sími 562 5050 Fax 562 5066
Dilbert á Netinu
mbl.is
_077HIMÍ7 PJÝTT