Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ LISTIR Hillingar Heming- ways BÆKUR Skáldsaga SATT VIÐ FYRSTU SÝN eftir Ernest Hemingway. Sigurður A. Magnússon þýddi. Setberg 1999. 320 bls. SÍÐASTLIÐIÐ sumar voru hundrað ár liðin frá fæðingu hins þekkta rithöfundar Ernests Hem- ingways en af því tilefni kemur þessi áður óbirta skáldsaga út í fjörutíu löndum. Drög að sögunni eru skrifuð ári eftir að Hemingway og Mary eig- inkona hans dvöldu mánuðum saman í Kenýa, 1953-1954. Hemingway svipti sig lífi nokkrum árum seinna, árið 1961, og það er svo eftir þrjátíu og átta ár sem Patrick sonur hans hefur búið handritið til prentunar. I inngangi hans að sögunni tekur hann skýrt fram að um skáldverk sé að ræða, en ekki dagbók, þó að það sé byggt á því sem Hemingway skrifaði við síðustu glæður eldsins við fyrstu morgunskímu í tjaldbúðunum. Hið nafnlausa handrit hefur hlotið nafnið True at First Light á frummálinu og er það vel til fundið þar sem það er tekið úr klausu í bókinni þar sem heimspekileg lífsskoðun Heming- ways kjarnast. Það sem er hér og nú er satt og rétt ef maður finnur kyrrð í hjarta sínu. Stöðuvatnið stóra sem Eyrnalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stœrðir Hárgreiðslustofan Klapparstíg (simi 5513010) 1 XStofnað 1918 O SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhmru tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 55^ r Fróbærir ksamkvæmiskjólar og dragtir til sölu eða leigu, í öllum stærðum. ! eitt í nr. Fataleiga Garðabæjar Sími 565 6680 Opið 9-16, Inu. 10-12 hillir undh' í morgunsólinni er horfið eftir hádegið og það er allt í lagi. Það eru sérstaklega vangaveltur hans sem gera bókina áhugaverða því að hann er sjálfur sögumaður og gerandi. Fyrir aðdáendur Heming- ways er þetta nokkur fengur þar sem þarna fæst eins konar staðfest- ing á mörgum af þeim viðhorfum og lífsskoðunum sem koma fram í verkum hans. Það er líka merkilegt að sjá hug- leiðingar hans og end- urminningar um París, Spán, æskuna og margt það sem fyrir hann bar á lífsleiðinni, svo sem styrjaldimar sem hann tók þátt í. Það glittir þarna í tregann og hinn harm- ræna undirtón sem er svo dæmigerður fyrir mörg verka hans, söknuðinn eftir liðinni tíð og eftir því sem aldrei gat orðið. í þess- um hugleiðingum kemur einnig fram löngun og von um fullkomna ham- ingju sem hann veit að er ekki til. Vonin sú kristallast raunar í allri þessari bók. Sögumaðurinn Heming- way er kominn aftur til Afríku eftir áratuga fjarveru. Hann er að kynna þetta draumaland sitt fyrir fjórðu eiginkonu sinni eftir að hafa reynt mjög margt í lífinu og hann vonast til þess að finna þarna hamingjuna. Að vísu kemst hann furðu nálægt því þrátt fyrir lífsskoðun sem markast dálítið af tómhyggju, kaldhæðni og sjálfsgagnrýni. Honum þykir mjög vænt um Afr- íku og Kambamennina sem hann langar til þess að tilheyra, er glaður yfir því að vera talinn kynblendingur en ekki venjulegur Bwana, eða hvít- ur maður. Þessi löngun lætur hann líka hrífast af Kambastúlkunni Debbu, hann langar að sameinast þessu fólki. Um leið er hann ofur meðvitandi um menningarlegan muninn því stór hluti bókarinnar er í raun rannsókn hans á siðum og venj- um Afríkumannanna og kaldhæðnis- legur samanburður á samfélagi þeirra og hinu yfirborðslega, vest- ræna samfélagi hans. Ekki síst er deilt hart á innrás hvítra og útrým- Emest Hemingway ingu innfæddra og er því líkt við meðferðina á indjánum í Ameríku en Hemingway lét sig mjög varða hag hinna innfæddu Norður-Ameríku- manna. Hér eru mjög skýr þau ein- kenni í verkum Hemingways sem eni ákveðnar skoðanir á misbeitingu valds og átroðningi og almennt á yf- irgangi og heimsku margra þeirra sem hafa yfir fólki að segja. Nákvæmar lýsingar á orðaskipt- um og athöfnum er annað frægt ein- kenni hjá Hemingway. Hugsanlega hefði hann sjálfur skorið samtölin öðruvísi niður í bókinni en gert er því þau verða stundum dálítið langdreg- in þó að oft megi sannarlega sjá í þeim spennuþrungin átök. Það er einmitt einn stærsti kostur Heming- ways að búa til spennu og tilfinn- ingaþrungin átök í nákvæmum sam- tölum og smámunasömum lýsingum, hvort sem er á borðhaldi eða ljóna- drápi svo eitthvað sé nefnt. Megin framvinda bókarinnar snýst um eig- inkonuna Mary, hvort henni muni takast að drepa ljónið sitt, og um samskipti þeirra hjóna en samtölum þeirra er lýst mjög vel og oft ríkir þar mikil togstreita í bland við einlægar ást- arjátningar á báða bóga og vitsmunalegar sam- ræður blandaðar kald- hæðni. Það er eðlilegt að beðið hafi verið svo lengi með að gefa bók- ina út því að það mætti túlka samskipti hjón- anna á marga vegu og hefur hrifning Heming- ways á Afríkustúlkunni verið viðkvæmt mál og valdið eigin- konunni afbrýði eins og er reyndar lýst nokkuð vel. Á köflum er jafnvel of miklu púðri eytt samræður hjón- anna. Handritið sem Patrick Hem- ingway þurfti að stytta var helmingi lengra en bókin og það hvarflar að lesanda að málið sé syninum of skylt. Það eru margir mjög góðir kaflar í þessai’i bók þar sem sérstæður stíll Hemingways nýtur sín vel, og farið er fram og aftur í tíma og rúmi í anda vitundarflæðis eða hugstreymis. Hefði alveg mátt vera meira af slíku. Stíll Hemingways heldur oftast krafti sínum í íslensku þýðingunni þó að stundum verði fyrir óþarfa stirð- leiki. Það sem er svo mikilvægt í verkum hans skilar sér hér, en þar er mest um verð einlægni milli línanna og áköf náttúrudýrkun, í bland við greindarlega skoðun á mannlegu samfélagi og hið heimspekilega við- horf að maðurinn sé alltaf einmana í sálu sinni og þess vegna í sífelldri leit að rétta félagsskapnum. Eins og aðr- ar bækur eftir Hemingway er þessi saga góð til að eiga í hillunni. Hrund Ólafsdóttir Ævintýrin breyta um svip BÆKUR llnglingasaga GÆSAHÚÐ 3 Gula geimskipið. Höfundur: Hel Jónsson. Setning og umbrot: HJ Tindur. Próförk: Þórir Jónsson. Kápuhönnun: Sumarliði E. Daða- son. Prentun: Ásprent / POB Akur- eyri. Útgefandi: Tindur 1999.86 síður. ¥ O/ „SPENNUSAGA fyrir krakka...“ stendur á kápu, og mér ber vissu- lega að trúa því, svo mjög sem róið er hér á sömu mið og spennuhöfund- ar barnaefnis í sjónvarpi damla. Þetta er sem sé hinn nýi stíll ævin- týranna, - jörð og gufuhvolf ein ekki lengur vettvangur þeirra, heldur hnattahylurinn allur. Auðvitað er heimahlað með hundi, ketti og heim- alning of þröngt fyrir athafnir tæknialdar, það skilur gamlingi sem staulaðist þar um með litlu gulu hænunni. Það og að taktstig við raunheim barna verða ævintýri þeirra að hafa. Því vekja geimskip ævintýranna nýju, mér engrar undr- unar, - ekki heldur geimskotabyss- ur, heldur hitt, hver útlitsafskræmi eru talin byggja aðra hnetti: Ein- eygðar verur; tvíhöfðaverur; verur með eyru allt frá rabarbarablöðkum til frakkahnappa, svo einhverra þeirra sé minnst. Eðlið, það er hins vegar mennskt, illska og góðvilji takast á. Kannske er þetta allt rétt, þeir sem skrapa sjávarbotninn finna marga undraskepnuna, - hví skyldu þær þá ekki finnast í himnahylnum líka? Hugsi nú enginn svo, að Helgi lýsi í bók sinni einhverjum afskræm- um, nei, það væri rangt. Geimverur hans eru að vísu eineygðar, en eðlið ákaflega mennskt. Vinir tveir, Hafþór og Sindri, eru Bréfasafn fjölskyldu BÆKUR A1 þ ý ð u m e n ii i n g ELSKULEGA MÓÐIR MÍN Systir, bróðir, faðir og sonur. Fjöl- skyldubréf frá 19. öld. Sigrún Sig- urðardóttir tók saman. Sýnisbók ís- lenskrar alþýðumenningar. 3. bindi. Ritstjórar: Kári Bjarnason og Sigurður Gylfi Magnússon. Há- skólaútgáfan, Reykjavík 1999, 366 bls. í ÞRIÐJA bindi Sýnisbókar ís- lenskrar alþýðumenningar er birt úrval einkabréfa Jóns Jónssonar Borgfirðings, Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur og barna þeirra frá árunum 1878-1902. Bréfunum er skipt í efnislega kafla sem raðað er þannig upp að þau myndi sam- hangandi sögu. I upp- hafi hvers kafla ritar Sigrún Sigurðardóttir stuttan inngang sem setur bréfin í það sam- hengi sem heldur utan um söguþráð fjöl- skyldusögunnar. Lesa- ndinn er leiddur áfram af skýringartextum Sigrúnar þar sem hún gerir grein fyrir pers- ónum og kringumstæð- um og dregur með því útlínur atburða og tíma. Með þessu móti opnast heildstæð sýn á marg- háttaða lífsbaráttu þessa fólks og því samfélagi sem það hrærðist í. í bókinni eru, eins og vænta má af heimildaútgáfu, sendibréfin í for- grunni. Það er þó ekki framlag per- sónanna til sögunnar sem er hvatinn að útgáfunni heldur eru þær teknar sem dæmi um einstaklinga úr al- þýðustétt og getu þeirra, sem ein- staklinga, til víðfeðmrar sköpunnar þrátt fyrir takmarkandi áhrif samfé- lagsins. Stutt greinargerð í inngangi um hugmyndafræðilegar forsendur verksins tengja heimildirnar því er- indi sem bréfasafnið á við fræðilega orðræðu samtímans. Þessar kenn- ingalegu vísanir eru þó mjög í bak- grunni í útgáfunni en vekja vænting- ar um frekari fræðilega meðferð. Reyndar hefur Sigrún Sigurðardótt- ir nýtt hluta bréfanna fræðilega í rit- gerð í safnritinu Einsagan - Ólíkar á leið heim úr skóla. Þetta eru heil- brigðir, snaggaralegir 10 ára hnokk- ar, annar aðdáandi Liverpool, hinn Manchester United. Þeir kveðjast, en Hafþór skilar sér ekki heim. Haf- in er leit, en hún ber ekki árangur. Það er að vonum, því drengnum er rænt af geimverum, er flytja hann til Zarox, langt frá tungli og jörð. Þar ræður ríkjum Ozi, mikið fól, sem ætlar að nota Hafþór, til þess að auðvelda innrás á jörðu, en til þess þarf að heilaþvo strákinn. Zeta, sköllótt 14 ára telpa, verður kennari Hafþórs, á að gera hann Ozi hlýðinn. Það mistekst, og á æsilegan hátt nær strákur til jarðar. Þar mæta honum undrin mörg: Systir hans er var yngri en hann, fyrir för, er orðin miðaldra kona, 50 árum eldri, á þessum fáu dögum, er ferð stráksa stóð. Zetu er kennt um strok Hafþórs, sendir honum beiðni um hjálp, og eins og sönnum riddara sæmir held- ur hann til hjálpar. Spennandi? Vissulega, enda eng- inn viðvaningur sem leikur á lylda- borðið. Málið er gott, auðskilið. Sumarliði er frábær teiknari. Allur frágangur vandvirknislega unninn. Sig. Haukur leiðir, sem kom út 1998. Tilgangur ritsins virðist einkum tvíþættur. Annars vegar að segja sögu þessarar tilteknu fjölskyldu með það'fyrir augum að veita eins beina sýn og frekast er unnt inn í líf alþýðufólks í lok 19. aldar. Gengið er út frá því að með því að draga fram sérstakar kringumstæður þessarar fjölskyldu megi lesa einstaklinginn sem geranda í samfélaginu, í stað táknmyndar þess dæmigerða, eins og aðstandendur bókarinnar vilja meina að sagnfræðin geri sögulega einstaklinga gjarnan að. Hins vegar er tilgangurinn að vekja athygli fræðimanna á möguleikum einka- bréfa sem heimilda til að leita á dýpt- ina í viðleitninni til að kanna og öðl- ast skilning á veruleika fortíðarinnar. Er þá átt við aðferðafræði einsögunnar enda má kenna yfirlýsta hug- myndafræði verksins við póstmódernísk ein- sögufræði. Það er nokkuð at- hyglisvert að póstmód- emísk sjónarmið skulu lögð til grundvallar heimildaútgáfu sem þessari. Það sem vakir fyrir ritstjórum með að bera hráar heimildirn- ar á borð lesandans er að láta honum sjálfum það eftir að skapa sína eigin sögutúlkun. Staf- rétt heimildaútgáfa hlýtur þó öðrum þræði að teljast pósitífísk iðja, mörkuð þeirri hugsun að heimildirnar sjálfar séu í reynd hluti sjálfs veruleika fortíðarinnar. í anda sjálfsrýninna póstmódernista geiú’ Sigrún í inngangi ráð fyrir fall- valtleika sinnar eigin heimspekilegu nálgunai’. Á hinn bóginn er ekki gerður neinn fyrirvari við heimild- imar sjálfar - val ritstjóra á textum til birtingar og breyttri stöðu þeirra með útgáfunni. Lögð er áhersla á hin beinu tengsl sem framheimildimar hafi við fortíðina, en svo til engin til- raun er gerð til að hafa áhrif á lestur samtímans á þeim. Vissulega gefur Sýnisbókin eins milliliðalaus tengsl við daglegt líf fortíðarinnar og nokk- ur texti getur gert tilkall til. En ef til vill má spyrja hvort hlutverk sagn- fræðingsins, ekki síst þess sem orðar sig við póstmódernisma, sé ekki ein- mitt að vera milliliðurinn sem greinir bæði takmörk og sköpunarmátt orð- ræðu fortíðar, jafnframt því að gera tilraun til að raska fordómum í orð- ræðu nútímans. Hvað sem því líður veita bréfin einkar merka innsýn inn í líf alþýðu- fólks við lok 19. aldar. Það mikla magn sem varðveitt er af skrifum al- mennings frá fyrri tíð eru heimildir um fjölbreytta menningarlega sköp- un sem þróun í fræðilegum vinnu- brögðum síðustu ára getur gert sér mikinn mat úr. Aukið magn aðgengi- legra heimilda af ólíkum toga eru til þess fallnar að víkka áhugasvið þeirra sem fást við fortíðina á einn eða annan hátt og skapa nýjar nálg- anir. Með útgáfunni hefur verið vak- in athygli á fræðilegu notagildi þess- ara bréfa og ætti það að geta orðið hvati til frekari fræðilegra greininga á menningu íslenskrar alþýðu. Frá sjónarmiði þeirra sem unna persónulegum ævisögum er ekki síð- ur forvitinlegt að stinga niður í einkabréf þessa fólks. Jafnframt því að veita innsýn inn í líf og viðhorf al- mennt á síðasta fjórðungi 19. aldar, bregða bréfin nýju ljósi á þekktar persónur, eins og Klemens Jónsson landritara og ráðherra og Guðrúnu Borgfjörð systur hans. Bókin höfðar því jafnt til fræðimanna sem annarra sem áhuga hafa á sögunni frá sjónar- hóli þeirra sem hana lifðu. Olafur Rastrick Sigrún Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.