Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 37 Mikið rit og vandað BÆKUR Sagnfræði NÚHEILSARÞÉR A HAFNARSLÓÐ Ævir og örlög í höfuðborg íslands 1800-1850 eftir Aðalgeir Kristjáns- son. 413 bls. Nýja bókafélagið. Prentun: Steinholt ehf. Reykjavík, 1999. ENGINN núlifandi íslendinga mun gjörþekkja betur sögu Hafn- arstúdenta á 19. öld en höfundur bókar þessarar. Ef unnt væri að snúa hjóli tímans aftur á bak og Aðalgeir Kristjánsson mætti ganga um stéttir og stræti Hafnar á tím- um Fjölnismanna væru þeir fáir, íslendingarn- ir, sem hann mætti á götu, að hann gæti ekki ávarpað þá með nafni og starfsheiti. Hann gæti spurt þá um lífið á Regensen og samkomu- lagið í landahópnum. Einnig mundi hann rata að dyrum þeirra flestra. Og hann gæti strax talað við hvern þeirra sem væri um menn og málefni sem hæst bæri þá stundina, nánast eins og hann væri einn af þeim. Þeg- ar í háskóla valdi hann sér Fjölni sem kjörsvið. Doktorsritgerð hans fjallaði um Brynjólf Pétursson. Rit það, sem hann hefur nú sent frá sér, Nú heilsar þér á Hafnarslóð - titillinn tekinn upp úr kvæði Jónasar - er því reist á áratuga rannsóknum, bestu hugsanlegri staðfræði og al- hliða sögulegri þekkingu. Ævir og örlög í höfuðborg ís- lands 1800-1850 er undirtitill bók- arinnar. Það er réttnefni. A engum tíma fremur hefur Kaupmannahöfn mátt heita höfuðborg íslendinga. Þar og þá hófst íslensk endurreisn. Betra mannval Islendinga hefur sjaldan eða aldrei aldrei, hvorki fyrr né síðar, verið þar saman komið. Ber þá fyrst að telja Jón Sigurðsson og Fjölnismenn sem öðrum fremur hvöttu Islendinga til dáða. Hver og einn og allir saman breyttu þeir ímynd Islands, skópu Islendingum nýja sjálfsvitund. A síðustu árum Fjölnis komu svo til Hafnar kornungir menn sem héldu uppi merki frumherjanna en áttu samt eftir að setja annan og ekki ómerkari svip á menntalífið og Is- lendinganýlenduna, þeirra á meðal Benedikt Gröndal, Gísli Brynjúlfs- son, Grímur Thomsen og Jón Thor- oddsen. Ungir menn leituðu þá gjarnan til eldri Hafnar-íslendinga sér til halds og trausts, þeirra á meðal til Finns Magnússonar leyndarskjalavarðar en hann reyndist mörgum betri en ekki. Finnur greiddi meðal annars skraddarareikninga Gríms og sendi þá svo aftur heim til Þor- gríms gullsmiðs á Bessastöðum sem þá varð að gera svo vel að be- tala. Aðalgeir dregur upp afar skýra og glögga mynd af Finni sem hefur verið bæði fljóthuga og stór- huga og stundum ekki sést fyrir í ákafanum. Hann hafði vakandi áhuga á fornum íslenskum fræðum sem voru í hávegum höfð á Norð- urlöndum um þetta leyti. Er óhætt að fullyrða að sá áhugi hafi greitt götu margra Islendinga til áhrifa og metorða. Finnur hafði sterkan metnað til að láta að sér kveða, koma fram með eitthvað nýtt, eitt- hvað sem athygli vekti. En kapp hans gat verið meira en forsjá. Mun lengi í minnum höfð rannsókn hans á rúnaristum á klettariðum á Jótlandi. Út úr þeim las Finnur samfelldan og - að hann ætlaði - ævafornan texta. Síðar kom á dag- inn að rúnir þessar voru vatnsrásir einar, sorfnar í berg- ið af veðrum ald- anna. Það lýsir betur en annað landlægri meinfýsi samland- anna að þessa rúna- lestrar Finns skuli lengur minnst en alls þess sem hann gerði vel. Þarna er og langt mál og ítarlegt um Þorleif Repp sem setti ekki minni svip á félagslíf Islendinga þótt með öðrum hætti væri. Aðalgeir lýsir honum sem greindum manni og framgjörnum. En Þorleifur hefur verið haldinn óþreyju, auk þess sem honum hef- ur veist erfltt að lynda við menn. Nú mun það kallað að hafa per- sónuna á móti sér. Aðalgeir minnir á hvernig andstæðingar Þorleifs notfærðu sér veikleika hans og skapbresti til að koma honum úr jafnvægi þegar hann skyldi verja magistersritgerð sína við Hafnar- háskóla. Þeir reittu hann svo til reiði að hann svaraði með hlátri og og gleymdi öllum virðuleika. Af- leiðingin varð sú að hann hlaut ekki nafnbót þá sem hann hafði sóst eftir. Fór þá líkt og með Finn og rúnirnar, þessari frammistöðu Þorleifs var hvað lengst haldið á lofti framar öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Aðalgeir upplýsir að þrátt fyrir skapbrestina hafi Þor- leifur verið maður félagslyndur og meðal annars beitt sér í samtökum stúdenta. Til Hafnar héldu að sjálfsögðu fleiri en stúdentar. Þangað fór meðal annarra Sigurður Breiðfjörð til að nema dönsk lög með góðra manna tilstyrk. Fáar sögur fóru af laganámi Sigurðar sem eyddi fé sínu á knæpum og forðaði sér allar götur útnorður á Grændlands grund sem var hjari veraldar til að þurfa ekki að standa vinum og ætt- ingjum reikningsskap gerða sinna. „Nú hefur hann ásett að fara til Grænlands sem beykir, og sam- gleðjast menn á Islandi, að það verði þá um stund og tíma frítt frá svoddan landplágu," skrifaði Torfí Eggers í bréfi til Friðriks, bróður síns. Sú hálfa öld, sem rit Aðalgeirs tekur til, var samfellt breýtinga- skeið í Danmörku sem og Evrópu gervallri. Með Napóleonsstyrjöld- unum hættu Danir að vera nokkurs konar stórveldi og urðu það smá- ríki sem þeir síðan hafa verið. Tækniframfarir urðu þó geysimikl- ar í landinu sem og í Evrópu allri þótt þær næðu ekki til Islands. Með stórbættum samgöngum tóku Hafnar-íslendingar að ferðast til suðlægari landa og sneru þá til baka sem forframaðir heimsborg- arar. Þeir voru fleiri en Tómas sem fóru slíkar kynnisferðir. Sumir, sem segir frá í riti þessu, ólu allan sinn aldur í Höfn, þeirra á meðal Jón Sigurðsson og Fjölnis- menn, allir nema Tómas. En þeir sem ílentust í Höfn héldu eigi að síður áfram að vera íslendingar í sinni og -skinni. Heim frá Höfn sendu þeir meðal annars rit þau, mörg og merkileg, sem bárust vítt og breitt um landið og breyttu smásaman þankagangi íslendinga, efldu sjálfstraust þjóðarinnar og bjuggu þannig í haginn fyrir kom- andi baráttu. Þannig lögðu þessir nítjándu aldar menn grunninn að framförum þeirrar aldar sem nú er að renna skeið sitt á enda. Þessi ágæta bók Aðalgeirs Krist- jánssonar hlýtur að teljast til und- irstöðurita. Þótt áfram verði haldið að rýna í ævir og örlög þessara Hafnar-íslendinga og auðvitað megi lengja sögu þessa og fylla í eyður eru fáar líkur til að nokkuð stórvægilegt verði hér eftir grafið upp sem ekki er þegar vitað og ekki er að finna í riti þessu. Texti höfundar er ekki aðeins ljós og skýr. Aðalgeir er einnig lagið að blása lífsanda í frásögn sína, leiða lesandann um torg og stræti þeirr- ar Hafnar sem skóp svo mörgum íslendingum örlög, stundum gæfu- leg en stundum líka dapurleg. Bókin er hin veglegasta að frá- gangi. Meðal annars gefur að líta myndir af öllum þeim Hafnar-ís- lendingum sem við sögu koma og myndir eru til af. Erlendur Jónsson Hvaða hiti á að vera á ofninum þegar kalkúnninn er eldaður? Svarið er á Netinu______ www.kalkunn.is Rétta slóðln að llúffengri hátiðarmáltið Kokteilhristari Arþúsunda kokteilhristarinn. Uppskriftir fylgja Jólatilboð 995 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Tilkynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþing íslands GRINDAVÍKURBÆR 1. FLOKKUR 1999 kr. 135.000.000.- kr. hundraöþrjátíuogfimm milljónlr 00/100 Útgáfudagur: 5. nóvember 1999 Áv.kr. á útgáfudegl: 5,80% Grunnvfsitala: Nvt. 193,3 Lánstími: 15 ár Elningar bréfa: kr. 5.000.000.- Skráning: Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt aö taka skuldabréfin á skrá og verða þau skráð 27. desember 1999, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Upplýslngar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, 4. hæö, 155 Reykjavík og á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Söluaöílar og umsjón meö útgáfu: Landsbanki ísland hf. - Viðskiptastofa, Laugavegi 77, 4. hæð, 155 Reykjavík. Landsbankl íslands hf. - Vlfisklptastofa Laugavegl 77, 155 Reykjavík, sfmi 560 3100, bréfsíml 560 3199, www.landsbankl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.