Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 44

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 44
jgl4 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Aíslandi hafa gjarnan heyrst gagnrýnis- raddir á það fólk, sem fær námslán til að mennta sig en skilar engu til þjóðfélagsins, a.m.k. ekki strax að námi erlendis loknu. Aðrir benda á að hér sé um lán að ræða, ekki gjöf, og að hver og einn verði að fá að ráða sínu lífí. Fyrir skömmu rakst ég á blaðagrein, þar sem fjallað var um svipaða umræðu hjá einni stærstu þjóð heims, Indverjum, sem jafnframt eru með fátækustu þjóðum. Þrátt fyrir fátæktina búa Indverjar að einum allra besta tækniháskóla heims, Indian Inst- itute of Technology, IIT, sem var komið á lagg- irnar að til- __... ~ stuðlan Nehru EftirHonnu forsætis. Katrinu Fj árfest í framtíð Fjárfesting í menntun ungs fólks er fjárfesting í framtíbarmöguleikum þjóðar. Uppkrópanir á borð við þessa heyrast gjarnan þegar rætt er um uppbyggingu æðri menntunar ogþær eru ekki orðin tóm. VIÐHORF Friðriksen ráðherra eftir síðari heims- styrjöld. Nehru gerði sér grein fyrir nauðsyn þess að mennta þjóð sína og byggði skólana upp að fyrirmynd hins þekkta MIT, Massachussetts Institute of Technology. IIT rekur sex tækni- háskóla í Indlandi og heimamenn vita, að þeir sem eru svo lánsamir að komast að í þessari virtu menntastofnun eru búnir að gull- tryggja framtíð sína. Um 2.000 nemendur hefja nám við IIT á ári hverju, en skólinn getur aðeins tekið við 1% allra umsækjenda. Námið er ódýrt, enda greiða yfírvöld kostnað hvers nemanda niður um 75%. Það er dálaglegur stuðningur og sumum finnst að nemendur ættu að sýna þakklæti sitt í verki eftir útskriftina. Margir þeirra, eða allt að helmingur hvers út- skriftarárgangs, halda hins vegar til framhaldsnáms eða starfa er- lendis, flestir í Bandaríkjunum, þar sem um 20 þúsund IIT-nemar búa, einn fímmti hluti allra sem indverska menntastofnunin hefur brottskráð frá upphafi. Stórfyrir- tæki eins og Intel og Microsoft senda fulltrúa sína til IIT til að næla í framtíðarstarfsmenn. I Sil- icon Valley í Kaliforníu virðist annar hver maður vera af ind- verskum uppruna. Þangað hafa fjölmargir nemendur IIT sótt að lokinni útskrift. Svo rækilega hafa þeir numið land í Kísildal að þeir áttu hlut að stofnun tíunda hvers hugbúnaðar- og tölvufyrir- tækis sem sett var á laggirnar í dalnum á árunum 1995-1998. Gengi slíkra fyrirtækja er mis- jafnt, en í hópi gamalla IIT- nemenda eru fjölmargir milljóna- mæringar, sem reka stöndug íyr- irtæki. En þeir búa allir í Bandaríkjunum. Þetta hefur ekki farið framhjá fólki á Indlandi, sem telur sig illa svikið eftir að hafa Veitt sínum piltum (því 95% þeirra sem kom- ast að í IIT árlega eru piltar) allt hið besta s'em völ var á. Þessi spekileki (brain drain) er orðinn að stórfljóti. Sumir vilja að skól- inn verði einkavæddur og ríkið hætti þar með að niðurgreiða námið, en aðrir vilja að skólinn beiti áhrifum sínum til að fá gamla nemendur, sem hafa auð- r gast erlendis, til að leggja fé í ým- is verkefni í heimalandi sínu. Sumir gamlir nemendur hafa vissulega svarað því kalli, með vísan til þess að gildi menntunar felist ekki í því hversu langt sé hægt að ná í metorðastiganum, heldur því að leggja sitt af mörk- um til samfélagsins. En málið'er ekki svo einfalt að krefjast þess að allir út- skriftarnemendur IIT skili sér til starfa í Indlandi, sendi peninga til gamla skólans síns eða gefi til góðgerðarmála. Einmitt sú stað- reynd, að þeir leita margir fyrir sér utan heimalandsins, tryggir ómetanleg viðskiptasambönd, sem kemur heimalandi þeirra til góða. Stórfyrirtæki á borð við Microsoft hafa ekki aðeins reynt að fá IIT-nemendur til Banda- ríkjanna, heldur einnig sett upp rannsóknarstofur í Indlandi. Fleiri vestræn fyrirtæki hafa gert hið sama; ákveðið að færa hluta starfseminnar á heimavöll starfs- mannanna. Slíkar ákvarðanir smita út frá sér og hugbúnaðar- fyrirtæki hafa sprottið upp eins og gorkúlur í indverskum Kísil- dal. Þeir sem eru að útskrifast fylgja fordæmi fyrri nemenda og stofna alls konar netfyrirtæki, en ekki í Bandaríkjunum, heldur heima í Indlandi, því netheimur- inn er landamæralaus og hægt að reka slík fyrirtæki hvar sem er. Vissulega er alltaf erfitt að reikna menntun til fjár, en það kemur ekki í veg fyrir að fólk reyni. Sú tala hlýtur hins vegar að vera afar breytileg, eftir því hvenær er reiknað. Það er ábyggilega hægt að reikna kostn- aðinn við hvern nemanda, sem stendm- stoltur með stúdentshúf- una sína eða með brottfarar- skírteini frá Háskóla Islands og hrópa að menntakerfið sé yfir- gengilega dýrt. Það er líka hægt að bíða í nokkur ár frá útskrift þessa unga fólks og býsnast þá yfir þeim bagga á þjóðfélaginu sem þeir eru, sem enn þiggja námslán af því að þeir ákváðu að fara í langt framhaldsnám. Og svo eru þeir, sem aldrei snúa heim úr framhaldsnáminu og „skulda“ þjóðinni nám sitt, fæði og uppihald í áraraðir. Líklega má færa gild rök að þessu svarta- gallsrausi öllu saman, á þeim tíma sem skoðað er. Menntun þjóðar og framfarir eru hins vegar lang- tímaverkefni og kemur því lítið við hvort einn og einn námsmað- ur ákveður að setjast að erlendis. Það skiptir hins vegar miklu, að læra og starfa með öðrum þjóðum og stuðla þannig að því, þótt í smáu sé, að koma lítilli þjóð í samband við umheiminn. Skóla- kerfið er vissulega dýrt og LIN á í endalausum erfiðleikum, en það er ekkert á við þau auðævi, sem íslensk þjóð hefur náð að vinna úr eigin skólum og annarra þjóða. Annarra þjóða, vel að merkja. Is- lendingar menntaðir erlendis hafa stofnað mörg ný fyrirtækin hér heima sem áður voru óhugs- andi, á ýmsum sviðum viðskipta, hugbúnaðar, líftækni og svo mætti lengi telja. Endanlegir út- reikningar á kostnaði við mennt- un lítillar þjóðar mega bíða betri tíma. Aldahvörf í verkalýðsbaráttu? Björk Þórólfur Vilhelmsdóttir Antonsson GREIN Ara Skúla- sonar framkvæmda- stjóra ASÍ (þ. 15. des. í Mbl.) gaf tilefni til þessara skrifa. Við höfum borið virð- ingu fyrir því mikla baráttufólki sem leitt hefur verkalýðsbaráttu á þessari öld. A meðan opinberir starfsmenn voru lengi framan af í fjötrum laga sem mein- uðu þeim að standa í kjarabaráttu, héldu að- ildarfélög ASI uppi merkinu. Því hrökkva margir við þegar þeir sjá hversu mikil breyt- ing hefur orðið á stefnu þessara sam- taka ef marka má framkvæmda- stjóra þeirra. Þó viljum við í lengstu lög telja þetta orð hans eins. Blaða- grein Ara Skúlasonar gekk öll út á það að kalla einhvem til ábyrgðar fyrir hinar „...gífurlegu launahækk- anir ríkisstarfsmanna umfram áætl- anir“. í sjónvarpsviðtali kvöldið eftir var málflutningur hans á þá lund að hans skjólstæðingar færu fram á mjög hóflegar launahækkanir, en hið eina sem skipti máli væri að stoppa ríkisstarfsmenn af. Út á hvað gengur kjarabarátta hjá fólki sem svona talar? Það eitt að reyna að níða skóinn niður af öðrum? Með því yrði auðvitað skrattanum skemmt því það væri einmitt það besta sem vinnuveitendum væri gert ef kraftur baráttunnar færi í inn- byrðis deilur. Þá gætu þeir deilt og drottnað. Því er það ekki okkar óska- staða að þurfa að skrifa þessi orð, en svo langt hefur Ari gengið að ekki var hægt að líta framhjá. í okkar huga gengur kjarabarátta út á það að hvert félag eða heildar- samtök þeirra reyni að vinna sem best að sínum eigin málum og tengj- ast öðmm til þess að vinna saman að einstaka málum. Ef einhverjir ná betri árangri en þau félög sem við vinnum fyrir, biðjum við okkar fé- lagsmenn að herða róðurinn. Það sé greinilega hægt að ná betri árangri. Við sjáum ekki að það myndi skila okkur nokkm að leggja atorkuna í það að rífa þá niður sem betri Kjarasamningar Ef einhverjir ná betri árangri en þau félög sem við vinnum fyrir, biðjum við okkar félags- menn að herða róður- inn, segja Björk Vil- helmsdóttir og Þórólfur Antonsson. árangri hafa náð. Er það þá svo að ef eitthvert félag innan ASÍ nær góðum árangri í kjarabaráttu sé lagst á það félag innan samtakanna? Því trúum við ekki. Svo komið sé inn á hinar „gífur- legu kauphækkanir“ hjá ríkisstarfs- mönnum sem nefndar hafa verið svo þá verður að halda því til haga að stór hluti af þessum „hækkunum" voru yfirborganir í formi yfirvinnu sem tíðkast höfðu, en við vildum koma inn í grunnlaunin, sem tókst. Þetta var því ekki hækkun heldur voru launin látin heita sínu rétta nafni, sem reyndar varð til þess að hækka verulega laun lífeyrisþega meðal okkar sem m.a. taka lífeyri samkvæmt grunnlaunum. Auk þessa náðum við nokkrum árangri í launa- hækkunum. Á því lá sú nauðsyn, að stöðva straum háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins úr landi eða á almenna markaðinn. Heilbrigðis- kerfið var við það að lamast og fleiri þættir þjóðlífsins. Sú hætta er ekki liðin hjá. Launamunur var mikill á milli Norðurlandanna, íslandi í óhag og er enn þrátt fyrir síðustu samn- inga. Margt fólk úr okkar röðum taldi sér og sínum betur borgið með því að starfa erlendis. Engan veginn höfum við þó náð því marki okkar, sem er, sömu laun fyrir sömu vinnu hjá ríkinu og á almenna markaðin- um. Því marki ætlum við að ná, en ekki með því að reyna að lækka laun hjá almenna markaðinum. I því sjá- um við engan hag fyrir okkur, nema síður væri. Ari fer fram á það í grein sinni að einhver ráðherra segi af sér þar sem ríkisstarfsmenn náðu árangri í kjarabaráttu sinni. Niðurstöðutölur fjárlaga benda þó varla til þess að launabætur ríkisstarfsmanna séu að tæma ríkiskassann. En ef Ari og hans skjólstæðingar hafa náð svo slökum ái’angri í samningum, eins og undirtónninn er í skrifum hans, því leggur hann þá ekki til að einhver segi af sér á þeim bæ? Við teljum okkur hins vegar vita að þessi málflutningur Ara á ekki hljómgrunn meðal hins almenna fé; laga innan ASÍ. Því óskum við ASÍ félögum góðs gengis í komandi samningum og áfram til óræðrar aldar. Höfundar eru formudur Bandalags háskólamanna og formaður Félags /s/enskra náttúmfræðinga. Skattlagning lífeyris MEÐAL félags- manna í samtökum eldri borgara hefur lengi verið rætt um þá mismunun að tekjur af því fjármagni sem mönnum er skylt að leggja í lífeyrissjóði eru skattlagðar eins og þær tekjur sem al- mennur tekjuskattur er lagður á, þ.e. 38,34%, en aðrar fjár- magnstekjur s.s. arð- ur, söluhagnaður hlutabréfa o.fl. skatt- lagðar samkvæmt sér- stökum fjármagns- tekjuskatti þ.e. 10%. Þetta hefur tíðkast þrátt fyrir að uppsafnaðir vextir nemi að jafnaði a.m.k. 2/3 hluta útborgaðs lífeyris. Einu fjármagnstekjurnar sem ekki falla undir hinn sérstaka fjármagns- tekjuskatt eru því vextir af lífeyris- sjóðsgreiðslum. Á þann veg er mönnum mismun- að, m.a. eftir efnahag. Hinn efna- meiri getur ávaxtað fé sitt umfram það sem fer til iðgjalda og greitt af því lægi-i skatt þ.e. 10% skatt af fjár- magnstekjum. Hinir, sem ekki eiga fjármuni framyfir það er gengur til framfærslu og iðgjaldagreiðslna og ber að leggja fé í lífeyrissjóði, greiða 38,34% þ.e. almennan tekjuskatt. Vissulega ber lífeyrisþega að greiða skatt við útborgun lífeyris en gæta skal jafnræðis við álagningu. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur aflað sér lögfræðilegra álitsgerða varðandi þetta mál, m.a. frá tveimur lagaprófessor- um. I niðurstöðu pró- fessors Sigurðar Lín- dal og Jónasar Þórs Guðmundssonar lög- manns kemur eftirfar- andi fram. Með því að ákvæði um jafnræði þjóðfé- lagsþegnana var tekið upp í 65. gr. stjórnar- skrárinnar árið 1995 fékk reglan ákveðnari og rýmri merkingu en sú óskráða meginregla er áður gilti. I eldri dómum um skattamál kemui' fram, að lög- gjafinn hefur haft verulegt svigrúm þegar um álagningu skatta hefur verið að ræða. Á síðustu árum eink- um eftir að jafnræðisreglan var ber- um orðum lögfest í stjórnarskrá, benda hins vegar margir dómar til þess að mismunun af því tagi sem hér um ræðir, þ.e. að greiða skuli 38,34% skatt af vaxtahluta lífeyris- greiðslna og er þá bæði átt við inn- greidd iðgjöld og uppsafnaða vexti, brjóti gegn 65. gr. og jafnframt gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttarins. Gunnar G. Schram prófessor hefur látið sama álit í ljós. FEB er ljóst að ekki er greiddur tekjuskattur af iðgjaldi til lífeyris- sjóða. Ennfremur viljum við benda á að þessu máli má ekki rugla saman við umræðu um að ekki megi tví- skatta lífeyrisgreiðslur. FEB gerir sér grein fyrir að lækkun skattpró- senta á vaxtahluta útborgaðs lífeyris Skattur Olíðandi er að tekju- öflun ríkisins byggist á því, segjr Ólafur Ólafs- son, að mismuna borg- urum á ólögmætan hátt og brjóti gegn stjórnar- skrárvernduðum rétt- indum. frá lífeyrissjóðum þýðir jafnframt lægi-i skatttekjur fyrir ríkissjóð. Ólíðandi er hins vegar að tekjuöflun ríkisins byggist á því að mismuna borgurum á ólögmætan hátt og brjóti gegn stjórnarskrárvernduð- um réttindum. Hér er því um grundvallaratriði og mikið hagsmunamál að ræða. FEB telur að farsælasta lausnin sé sú að fjármálaráðherra beiti sér fyi’ir að breytt verði reglum um skattlagningu lífeyrissjóðstekna þannig að farinn verði einhver milli- vegur milli tekjuskattsprósentu og þeirrar prósentu sem fjármagns- tekjuskattur er miðaður við, svo að félagið þurfi ekki að leita annarra leiða, svo sem að sækja rétt sinn fyr- ir dómstólum. Höfundur er formaður stjórnar Fó- lags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.