Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fljótsdalsvirkjun
- Spjöld sögunnar
Skarphéðinn P.
Óskarsson
MARGT hefur verið
ritað og rætt um fyrir-
hugaða Fljótsdalsvirkj-
un og álver í Reyðar-
firði.
Fjölmargir hafa ritað
greinar í blöð um mikil-
vægi vemdunar Eyja-
bakka og næsta um-
hverfi þeirra. Ekki
kemur það á óvart
hversu margir eru til-
búnir að tjá sig á þess-
um nótum enda næg
rök fyrir hendi. Af hóg-
værð en staðfestu hafa
margir Islendingar
skrifað undir þá lág-
markskröfu að lögform-
legt mat fari fram á umhverfisáhrif-
um Fljótsdalsvirkjunar. Pað er afar
einkennilegt að undanskilja Fljóts-
dalsvirkjun frá lögformlegu umhverf-
ismati en krefjast þess að aðrar stór-
framkvæmdir fari í umhverfismat.
Hugsunin með lögunum sem gengu í
gildi 1. maí 1994 (nr.63/1993) lýsir al-
mennum skilningi á náttúmvemd en
ekki baráttu um dagsetningar. Ef
dagsetningar em að þvælast fyrir
stjórnmálamönnum er hægt að
breyta lögunum. Löggjafarvaldið er
til þess að setja lög og leiðrétta úrelt.
Ekki vefst það fyrir alþingismönnum
að setja bráðabirgðalög þegar laun-
þegar era annars vegar.
Sumum ráðherram okkar finnst
náttúra Eyjabakka ekki tilkomu-
mikil. Það er því miðui' ekki öllum
gefið að skynja fegurð og mikilleik ís-
lenskrar náttúru. En hún á framtíð
sína undir ákvörðun alþingismanna,
en einnig fólksins í landinu. Liggjum
ekki á liði okkar, skrifum undir kröf-
una um lögformlegt umhverfismat.
Vemdun íslenskrar náttúra er fjár-
festing til frambúðar. Látum ekki
misvitra stjórnmálamenn taka af
okkur eina af verðmætustu náttúra-
perlum íslands. Svo er það hin hliðin
á málinu, spumingin um arðsemi
Fljótsdalsvirkjunar. Sigurður Jó-
hannesson hagfræðingur telur að tap
á Fljótsdalsvirkjun geti orðið allt að
13 milljörðum og stofnkostnaður allt
að 25 milljörðum. Eru skattgreiðend-
ur tilbúnir til þess að greiða auknar
álögur vegna rangrar fjárfestingar
og greiða að auki tapið af virkjuninni?
Viljum við Islendingar greiða niður
raforkuverð til álvers? Ekki má
gleyma því að Landsvirkjun verðm-
flýta sér áður en verðgildi landsins
vex. Ekki borgar Landsvirkjun fyrir
það landsvæði sem hún leggur undir
stíflur, lón og raflínur. Hvað með fjár-
festingu manna í ferðaiðnaðinum? Er
hún ekki einhvers virði? Ber ekki að
greiða þeim skaðabætur ef ásýnd og
ímynd landsins breytist? Það er mikil
einfbldun og jaðrai- við bamaskap að
telja ráðherra Framsóknarflokks
sýna staðfestu og sannfæringu þegar
þeir mæla með virkjun Jökulsár í
Fljótsdal og álveri í Reyðarfirði
(Morgunblaðið 12. desember 1999,
Ellert B. Schram). Það er ekki stað-
festa ráðherranna heldur lífróður for-
manns Framsóknarflokksins. Flokk-
urinn á allt líf sitt undir því að loforð
þingmanna Framsóknarflokksins um
virkjun og álver verði efnd. Menn þar
á bæ skeyta engu um náttúruspjöll.
Látum málefnið ráða og framsýni
stjóma gerðum okkar en ekki hug-
myndafæð misviturra stjómmála-
manna og viðhengja þeirra. Ekki er
nóg að kalla Eyjabakka fúafen og
Treflar, húfur,
hattar, töskur og
fleiri fallegar
sérvörur frá
Barbour
QföresÁa/ fnixftn/
Laugavegl 54 S. 552 2535 ^
freðmýri þó sumum
finnist það fyndið.
Menn geta gert sér mat
úr fyndninni á öðrum
vettvangi, t.d. á þorra-
blótum og árshátíðum,
en blöndum því ekki
saman við háalvarlega
umræðu.
I besta falli geta and-
stæðingar reynt að
skiptast á skemmtileg-
um athugasemdum. En
hlífum lesendum við
orðaflaumi aularaka.
Snúið ykkur að kjama
málsins. Aform um
virkjun Jökulsár í
Fljótsdal og stórkostleg
náttúrspjöll varða alla Islendinga.
Það er til vitnis um rökþrot virkjana-
sinna að gera að umtalsefni afskipti
íbúa á suðvesturhomi landsins af
Orkuframkvæmdir
Ég skora á þingmenn
götunnar, segir Skarp-
—
héðinn P. Oskarsson,
að greiða atkvæði sitt
undirskriftasöfnun
Umhverfísvina.
málefnum Austurlands og finna þeim
allt til foráttu. Margir landsbyggðar-
menn, þar á meðal íbúai- Austurlands,
hafa mælt gegn því að Reykjavíkur-
flugvöllur verði fluttur. Skil ég vel
áhyggjur þeirra og tel ekld að um sé
að ræða afskiptasemi landsbyggðar-
innar af málefnum Reykvíkinga.
Flugvallai-málið er hagsmunamál
fólks úr öllum byggðum landsins. Það
á einnig við um Fljótsdalsvirkjun.
Það verður eftir því tekið um víða
veröld hvaða lyktir þetta mál fær.
Það verður skráð á spjöld Islands-
sögunnar hvemig atkvæðagreiðslan
á Alþingi fer. Nöfn þeirra þingmanna
sem greiða tillögu iðnaðarráðherra
atkvæði sitt munu um ókomna fram-
tíð verða dregin fram í dagsljósið.
Það verða dapurleg eftirmæli sem
þeir menn fá. Þingmenn, látið flokks-
hollustu víkja fyrir innri sannfær-
ingu. Leyfið víðsýni ykkai- að njóta
sín og gerið síðan þingheimi og þjóð-
inni grein fyrir atkvæði ykkar. Ef
þessi grein birtist eftir atkvæða-
greiðsluna á Alþingi getur áskorunin
breyst í hvatningu til þingmanna um
að skipta um skoðun og vinna málinu
um vemdun Eyjabakka brautargengi
eftir öðram leiðum. Sérstaklega
skora ég á Kristján Pálsson alþingis-
mann að skipta aftur um skoðun eða
halda sig við fyrri ummæli sem birt-
ust í Morgunblaðinu hinn 11. nóvem-
ber 1998, en þar segir hann orðrétt á
einum stað: „Vatnsaflsvirkjanir með
stórum miðlunarlónum era böm síns
tíma og í ljósi reynslu annarra þjóða
eigum við að fara mjög varlega í slík
áform. Eyjabakkana verður að
vemda (feitletran greinarhöfundar)
... Að vernda náttúraperlur hálendis-
ins fyrir framtíðina er skylda okkar.“
Þetta kallast skýr afstaða jafnvel þó
að grein Kristjáns hafi verið skrifuð í
prófkjörsbaráttunni sl. haust. Eg
skora á þingmenn götunnar að greiða
atkvæði sitt undirskriftasöfnun Um-
hverfisvina. Með undirskrift þinni
skorar þú á stjómvöld að þau láti fara
fram lögformlegt mat á umhverfis-
áhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Tafir
málsins era aðeins lítið brot af löng-
um tíma Islandssögunnar og aðeins
augnablik í tímatali náttúrasköpunar.
Okkur liggur ekkert á. Leyfum nátt-
úranni að njóta vafans. Það er ekki
allt gull sem glóir. Látum gullgraf-
araæðið líða hjá og hvetjum stjórn-
málamennina til dáða og gefum þeim
góð ráð um fijóa og framlega hugsun.
Þeir þurfa á stuðningi okkar að halda.
Höfundur er menntaskólakennari og
áhugamaður um fslenska náttúru.
Flétturimi - bflskýli
í einkasölu falleg 82 fm 3ja herb. endaíbúð á
2. hæð ásamt stæði í vönduðu bflskýli sem
innangengt er í. Fallegt eldhús. Falleg eign
á góðum stað. Verð 9 millj. (Hús og sameign í
sérflokki).
Valhöll fasteignasala
Sími 588 4477.
Vandað 248 fm skrifstofhúsnæði staðsett á 2. h.
í sama húsi og Flísabúðin. Dúkur og flísar. Góð
lýsing. Húsnæðið hentar vel aðilum sem þurfa
opin vinnurými, t.d. teiknistofum, verkfræðistof-
um, tölvufyrirtækjum o.fl. Aðkoma er góð og
útsýni fallegt. Húsnæði J
í einum af fáum
þjónustukjörnum á
Höfðanum.
Allar nánari uppl. á
skrifstofu okkar.
hóll
FASTEIGNASALA
SKIPHOLTI 50 B. - 2. HÆÐ TIL VINSTRI
SÍMI 511 2900
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
Æsispennandi oq rammislenskt œvintqri i bundnu
móli með frábœrum mqndum Gunnars Karlssonar
sem qefa Grqlu oq Leppalúða nqtt lif
Miðvikud. 9-22
Þorláksm. 9-23
Aðfangad. 9-13
^ \\ I