Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 49

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN Er almenningsálitið magnlaust? „EG LAS nýlega í er- lendu riti um Islend- inga, að engin þjóð í heimi mundi vera svo grandvör og löghlýðin. Fangelsin stæðu tóm og hegningardómamir væri óvenjulega fáir í hlutfalli við mannfjölda. Þá datt mér í hug sam- tal, sem eg átti í fyrra við einn af helztu lög- fræðingum vorum. Hann var að segja mér frá meðferð einnar ís- lenzkrar peningastofn- unar, sem nýlega var Þorvaldur komin í fjárþröng. Sög- Gylfason umar voru svo hroða- legar, að hárin risu á höfði mér. „En er þetta ekki hegningarvert?" spurði eg. „Það mundi það vera alls staðar nema á íslandi,“ svaraði hann rólega. En er það ekki svo, að hér sé framinn grúi lagabrota, sem era á almanna vitorði, en enginn hróflar við? Er ekki spillingin í þjóðfélagi vora orðin al- mennt umtalsefni, án þess að rönd verði við henni reist? Almenningsálit- ið er magnlaust, af því að lífsskoðun almennings stefnir öll að vorkunn- semi. Yfir allt er breidd blæja, þar sem kærleikur kann að vera uppi- staðan, en kæraleysi er áreiðanlega ívafið." Orðin hér að ofan era tekin úr grein, sem Sigurður Nordal prófess- or skrifaði í tímaritið Skími árið 1926. Síðan era liðin 74 ár, en orð hans eru eigi að síður tímabær, eins og banka- málum landsins hefur verið háttað æ síðan og er að nokkru leyti enn um okkar daga. Þá á ég ekki fyrst og fremst við ítrekaðar uppljóstranir íyrram bankastjóra Landsbanka ís- lands um meint misferli í bankanum frá allra síðustu árum, misferli, sem er „á almanna vitorði, en enginn hróflar við“. Nei, nú á ég við Seðla- bankann. Það mun vera einsdæmi norðan Miðjarðarhafs á okkar öld, að fyrrverandi formaður seðlabanka- ráðs saki yfirboðara bankans um spillingu, eins og gerðist hér heima fyrir fáeinum dögum (sjá vefsíður Agústs Einarssonar prófessors). Tilefnið er þetta. Nú hefur verið auglýst laus til umsóknar banka- stjórastaða í Seðlabanka íslands, staða, sem hefur verið ómönnuð hátt á annað ár. Sá, sem áður gegndi stöð- unni, hefur mælt með því opinber- lega, að enginn taki við henni - og má af því ráða, hvaða nauðsyn ber til þess að fylla hana á ný. Allir vita, að auglýsingin er skrípaleikur einn, því að það er næstum áreiðanlega búið að ákveða, hver verður ráðinn. Umsókn- arfrestur rennur út hinn 27. desem- ber, en staðan er laus frá 1. janúar. Bankaráðið og ráðherrann þurfa sem sagt ekki nema örfáa daga milli jóla og nýárs til að meta hæfi umsækj- enda. Þeir virðast reiða sig á það, að enginn hreyfi andmælum um hátíð- amar, hversu yfirgengUeg sem emb- ættisveitingin kann að þykja. Þetta er samt ekki allt. Hinn 1. jan- úar taka gildi ný lög, sem færa yfir- stjóm Seðlabankans frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu yfir til forsætis- ráðuneytisins. Með þessari breytingu er verið að stíga skef, sem gengur þvert á þróun seðlabankamála í ná- lægum löndum. Þar hafa seðlabankar smám saman verið að öðlast meira Vandaðar yfirhafnir frá Barbour og BURBERRY t w K » o N íjfö/'exÁa áúxíf/i ^g^Laugavegi 54 S. 552 2535 kvæmdavaldsins til að misnota seðlabankana til að prenta peninga í pólitískum tilgangi og þess háttar. Erlendis hafa verið sett lög í hverju landinu á eftir öðra til að marka skýr- ari skil á milli banka- mála og stjómmála. Reynslan sýnir, að auknu sjálfstæði seðla- banka, sjálfstæði með ábyrgð gagnvart lýð- kjörnu löggjafarþingi, fylgir allajafna minni verðbólga að öðra jöfnu. Ætla mætti, að ferill stjómmálamann- anna í bankakerfinu hér heima, eftir öll útlánatöpin og spillingarhneykslin undangengin ár, hefði vakið ein- hverja þeiira til umhugsunar um það, að nú væri orðið tímabært að leysa Seðlabankann úr viðjum stjómmála- flokkanna (og þótt fyrr hefði verið), en þess sjást þó engin merki enn. Nei, þvert á móti: stjómarvöldin telja sig bersýnilega hafa efni á að virða reynslu annarra þjóða að vett- ugi, enda þótt verðbólgan sé enn á ný orðin mun meiri hér heima en í öllum nálægum löndum og erlendar skuldir þjóðarbúsins séu í þann veginn að komast í sögulegt hámark miðað við landsframleiðslu samkvæmt upplýs- ingum frá Seðlabankanum. A sama tíma er gjaldeyrisforði Seðlabankans hættulega lítíll: hann dugir fyrir inn- flutningi í aðeins sex vikur, sem er langt undir alþjóðlega viðurkenndum öryggismörkum. Hitt er þó sýnu al- varlegra, að erlendar skammtíma- skuldir þjóðarbúsins era nú orðnar helmingi meiri en gjaldeyrisforðinn, en það er algeng viðmiðun útí í heimi, að þær megi helzt ekki - sumir myndu segja alls ekki! - fara upp fyr- ir gjaldeyrisforðann. Hugsunin þar er sú, að gjaldeyrisforðinn verði á hveijum tíma að duga fyrir skyndi- legri endurgreiðslu skammtíma- skulda, ef á þyrfti að halda. Það var einmitt þetta, sem brást í Taílandi Efnahagsmál Bankinn hefur að und- anförnu varað stjórn- völd við ofþenslu og yf- irvofandi hættu á fjár- málakreppu. Það er allt í áttina, segir Þorvaldur Gylfason. Bankanum hefur á hinn bóginn mistekizt að halda aftur af útlánaþenslu banka- kerfisins og aukinni verðbólgu auk annars. sumarið 1997, þegar erlendir bankar veigraðu sér við því að halda áfram að dæla skammtímalánsfé inn í landið, svo að Taílendingar neyddust fyrst til að ganga mjög á gjaldeyrisforða sinn til að brúa bilið og síðan að fella gengi bahtsins með illum afleiðingum. Seðlabanki íslands hefur að sumu leyti bragðizt vel við þeirri gagnrýni, sem hann hefur orðið fyrir undan- gengin ár. Bankinn hefur að undan- fömu, ásamt öðrum, varað stjómvöld við ofþenslu og yfirvofandi hættu á Qármálakreppu. Það er allt í áttina. Bankanum hefur á hinn bóginn mis- tekizt að halda aftur af útlánaþenslu bankakerfisins og aukinni verðbólgu auk annars. Það fer því ekki vel á því, að bankinn sé nú færður frá fagráðu- neyti undir sjálft forsætisráðuneytið, sem er taugamiðja stjómmálanna á hverjum tíma. Slík tilfærsla hlýtur að gera bankann enn hallari undir stjómmálahagsmuni en áður og draga með því móti úr getu bankans til að rækja skyldur sínar við fólkið í landinu. Höfundur er prófessor. LAUNÞEGAR Munið að gréiða íöbotariögj Cv Nýttu þér netið. í dag! vib.is Kirkjusandur, sími: 560 8900 og íslandsbanki, sími: 575 7575 11 B T□LVU B□RÐ FYRIR TÖ LVU SNILLINGINN Á HEIMILINU T□LVUBORÐ 6.9 □ □ , - mahdgdny AA Þ R R S E M #H J H R T H R SLŒR flLf Sími skrifstofu: 568 - 9200 Upplýsingasími: 588 - 7788 ÍJ* u Komdu í Kringluna og upplifóu skemmtilega og notalega stemmningu á Þorláksmessu Verslun, veitingar og skemmfun lýlegu umhverfi. Opid t«l kl. 22:00 dlla (hupi t«l |i»Li

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.