Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 52
Jfe MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Elísabet Ólafs-
dóttir Thors
fæddist í Austur-
stræti 8, 4. júlí 1910.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skjóli 16.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ólafur
Björnsson, ritstjóri
ísafoldar, f. 14. jan-
úar 1884, d. 10. júní
^1919, og kona hans,
Borghildur Péturs-
dóttir Thorsteinsson,
f. 13. desember 1885,
d. 9. nóvember 1967.
Systkini Elísabetar: Pétur, for-
stjóri, f. 8. ágúst 1912, d. 17. febr-
úar 1987; Katrín, BA, f. 3. mars
1916; Björn, konsertmeistari, f.
26. febrúar 1917, d. 31. mars 1984.
Elísabet giftist 4. nóvember
1932 Hilmari Thors, lögmanni, f.
7. júlí 1908, d. 10. júlí 1939. Þau
eignuðust þrjú börn: 1) Borghild-
ur, þroskaþjálfi, f. 27. maí 1933,
maki Oddur Björnsson, rithöfun-
dur, f. 25. október 1932. Þau
skildu. Börn þeirra eru: Hilmar,
kvikmyndaleikstjóri, f. 19. janúar
^*Í957, maki Þórey Sigþórsdóttir,
leikkona, f. 25. nóvember 1965.
Barn þeirra er Hera, f. 27. desem-
ber 1988. Elísabet Álfheiður,
píanóleikari, f. 13. júlí 1958, maki
Þegar ég hugsa til tengdamóður
minnar fyrverandi, Elísabetar
Thors - eða Betu, einsog hún var
kölluð af vinum og venslaliði, koma í
hugann eingöngu bjartar og hlýjar
minningar. Hjálpsemi, sem nálgað-
ist fórnfýsi og átti sér engin tak-
JPörk, og elskulegt viðmót þessarar
fallegu konu gera hana engli líkasta
í endurminningunni. ,Amma Beta“
var alltaf mikill aufúsugestur á okk-
ar heimili, ekki síst hjá börnunum,
og það var líka sönn ánægja að líta
inn til hennar og þiggja kaffisopa,
sem var betri en annars staðar. Eða
þiggja matarboð hjá henni, því hún
var einstaklega góður kokkur. A að-
fangadagskvöld mættum við Bossí,
Hilmar og Beta yngri í rjúpur sem
lengi verða í minnum hafðar. Og allt
húsið á Fjólugötu 7 ilmaði af rjúpum
og greni. Elísabet hélt þá heimili
fyrir Borghildi móður sína og tvö
börn, Óla B. og Tobbu (Þorbjörgu),
sem lést fyrir aldur fram. Einnig
tóku bróðir hennar, Björn Ólafsson
’^floiuleikari, og kona hans og dóttir
þátt í veislunni, gott ef Björn var
ekki hálfgerður veislustjóri. Og síð-
an birtust fleiri, þ.á m. Katrín og Óli
Hjaltested og Ólafur Mixa, sonur
hennar frá fyrra hjónabandi og nú
læknir. Þarna ríkti sönn jólagleði,
spjallað og Björn settist gjarnan við
flygilinn og lék jólalög.
Eh'sabet mátti reyna þungbærar
sorgir í lífinu, en hún var jákvæð og
sterk á líkama og sál og sinnti sínum
störfum, flíkaði ekki tilfinningum
sínum nema til að vera jákvæð við
aðra. Þótt hár aldur og erfiður sjúk-
dómur sæktu á síðustu árin hélt hún
alltaf reisn sannrar aðalskonu og
andaðist sitjandi í stól, 16. des. sl.
*llinningin um dásamlega konu lifir
með þeim sem kynntust henni.
Oddur Björnsson,
Bergljót Gunnarsdóttir.
Elísabet Thors, eða amma Beta
eins og ég kallaði hana alltaf, ólst
upp, lifði og hrærðist í gamla mið-
bænum og vesturbænum í Reykja-
vík. Hún fæddist í Austurstræti 8,
gamla ísafoldarhúsinu, í ráðherra-
tíð föðurafa síns, Björns Jónssonar.
Foreldrar hennar voru Borghildur
^étursdóttir Thorsteinsson og Ólaf-
Bjömsson ritstjóri. Hún missti
föður sinn ung að áram. Þá fluttist
hún, ásamt móður sinni og systkin-
um, í Fjólugötu 7, þar sem heimili
hennar var að mestu næstu fimm
áratugi. Ung trúlofaðist hún Hilm-
ari Thors lögmanni, yngsta syni
Thors Jensen og konu hans Mar-
J^átar Þorbjargar, og giftu þau sig
árið 1932. Þau hjón eignuðust þrjú
Ómar Jóhannsson,
tækniteiknari, 22.
mars 1948. Börn
þeirra eru: Oddur, f.
3. janúar 1993, og
Amar, f. 1. nóvem-
ber 1994. Maki 2)
Sigurður H. Sigurðs-
son, f. 8. júní 1945, d.
6. janúar 1986.
2) Margrét Þor-
björg, ritari, f. 6. júlí
1935, d. 18. ágúst
1965.
3) Ólafur Björns-
son, framkvæmda-
stjóri, f. 31. desem-
ber 1937. Maki Jóhanna Jórunn
Einarsdóttir, húsmóðir, f. 8. sept-
ember 1937. Barn þeirra er Hilm-
ar, forstöðumaður, f. 3. desember
1965. Maki Hlíf Amlaugsdóttir,
BA, f. 1. febrúar 1972. Barn þeirra
er Ólafur Baldvin, f. 6. desember
1996.
Elísabet stundaði nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík og
lærði jafnframt á píanó m.a. hjá
Haraldi Sigurðssyni, prófessor í
Kaupmannahöfn. Hún starfaði
meira en aldarfjórðung á mæðra-
deild Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur.
Utför Elísabetar verður gerð
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
börn áður en Hilmar lést, langt um
aldur fram, árið 1939. Hjúskaparái’-
um sínum eyddu þau á heimili
tengdaforeldra hennar á Fríkirkju-
vegi 11. Eftir að afi minn lést hélt
amma heimili með Borghildi móður
sinni og börnum sínum á Fjólugötu,
allt þar til langamma lést árið 1967.
Eftir það bjó hún um tveggja ára
skeið í Stigahlíð en síðan, og allt þar
til heilsa hennar brast, á Birkimel.
Amma lifði á miklum breytingatím-
um í sögu landsins. Hún var e.t.v.
ekki virkur þátttakandi í atburðum
sem mótuðu söguna, en hún þekkti
flesta þá sem komu að málum og var
áhorfandi að stórviðburðum í sögu
okkar. Hún tilheyrði fyrstu borg-
arastéttinni á íslandi og mótuðust
gildi og skoðanir hennar af því og
uppeldi hennar. Heimilið á Fjólu-
götu var mikið menningar- og tón-
listarheimili og þangað komu góðir
gestir víða að. Amma mín var ekkja
í sextíu ár og tókst á við mikið mót-
læti í lífinu. Aldrei harmaði hún
hlutskipti sitt í mín eyra, en gaman
er að hugsa til þess hvernig lífs-
hlaup hennar hefði orðið ef afi hefði
lifað. En það fáum við aldrei að vita.
Minningar mínar um ömmu Betu
eru margar og góðar, en það sem
stendur hvað skýrast eftir era heim-
sóknirnar til hennar sem hófust
uppi í vinnu hjá henni á Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg. Þar
sat ég á mæðradeildinni og las blöð
og tímarit uns vinnudegi hennar
lauk og tími var kominn til að fara
heim. Þá fórum við í innkaupaleið-
angra þar sem hún lét eftir mér
flest það sem hugur minn girntist,
að minnsta kosti voru keyptar
nokkrar síríuslengjur, lakkrísrör og
gos. Oftar en ekki tókum við síðan
leigubíl heim á Birkimel. Amma
þekkti örugglega hvern einasta
leigubílstjóra á BSR og spjallaði við
þá eins og gamla vini. Ef hún þekkti
þá ekki sjálfa þekkti hún konur
þeirra eða foreldra. Þegar heim var
komið og ef ég stoppaði í mat eða
gisti hjá henni þá voru oftast eldað-
ar pylsur og ég mun aldrei geta skO-
ið hvernig hún fór að því að láta
pylsur bragðast betur og öðruvísi en
nokkur annar, fyrr eða síðar. Hún
amma eldaði ekki oft, en óskaplega
var maturinn alltaf góður hjá henni.
Eftir að amma og afi á Víðimel
féllu frá 1974 og 1975 jókst samband
mitt við ömmu Betu mikið. Amma
mín var ekki mjög mannblendin
kona, en alltaf stóðu dyr hennar
opnar fyrir mig og Hilmar og Betu,
hin barnabörnin hennar. Alltaf lum-
aði hún á einhverju sælgæti í eld-
húsinu og ef ekki var ég umsvifa-
laust sendur út í Birkiturn eða
Garðarsbúð til að kaupa slíkt. Hún
var með reikninga í mörgum versl-
unum í vesturbænum og allir voru
kaupmennirnir boðnir og búnir að
hjálpa henni og aðstoða, og þegar í
ljós kom að ég var í innkaupum fyrir
hana fékk ég konunglegar móttök-
ur. Við amma spiluðum á spil, horfð-
um á sjónvarp, hlustuðum á útvarp
eða spjölluðum bara saman heilu
kvöldin; það skipti engu máli hvað
við gerðum, alltaf var svo þægilegt
að vera hjá henni.
Þau ár sem ég var sem mest með
ömmu bjó hún á Birkimel, fyrst á 6a
og síðan á 6b. Það komu ekki margir
í heimsókn til hennar, en hún hafði
samband við mjög marga. Hún tal-
aði mikið í síma, stundum oft á dag
við sama fólkið sem leitaði til henn-
ar með vandamál sín. Hún var til-
búin að hlusta á vandamál fjölda
einstaklinga dag eftir dag, gefa góð
ráð eða bara hlusta á raunir þeirra.
Stundum var þolinmæðin að bresta
hjá mér að bíða eftir henni því sím-
inn hringdi nær látlaust. í gegnum
starf sitt á mæðradeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar kynntist hún
flestum þunguðum konum í Reykja-
vík um áraþil og reglulega hitti ég
bláókunnugt fólk sem spyr um
ömmu og segir mér hversu vel hún
tók á móti þeim á mæðradeildinni,
jafnvel þótt nú séu liðin 18 ár síðan
hún lét af störfum.
Mér fannst amma vera merkileg
kona. Hún virtist þekkja alla í bæn-
um, hún mundi allt, það var nánast
hægt að fletta upp í henni varðandi
fólk og atburði í Reykjavík fyrr á
öldinni. Minnið var gott hjá henni
allt þar til hún veiktist sumarið
1993. Núna sé ég eftir að hafa ekki
spurt hana miklu meira um liðna tíð,
það virtist bara alltaf vera nægur
tími til þess.
Við amma lentum í ýmsum ævin-
týram saman í gegnum tíðina. Hún
var hálfgerður safnari í eðli sínu,
átti mikið af gömlum bókum, bréf-
um og hinu ótrúlegasta dóti. Nokkr-
um sinnum lögðum við á ráðin um að
koma þessum hlutum í verð og ég
mun aldrei gleyma ævintjirum eins
og þegar ég seldi gömlu bronsmynt-
irnar hennar eða gömlu frímerkin.
Einu sinni var ég nánast handtekinn
á fornbókasölu þegar ég var að selja
gömul tímarit og bækur sem lög-
reglumanni, sem þar var staddur,
þótti ótrúlegt að nokkur treysti tíu
ára krakka fyrir að selja. Þetta vora
skemmtilegir dagar og er mikil eft-
irsjá að þeim.
Eftir að ég lauk stúdentsprófi og
íluttist að heiman minnkaði sam-
bandið við ömmu. Eg kom sjaldnar í
heimsókn en alltaf tókum við spretti
öðra hverju og áttum hetjusímtöl.
Nú síðustu daga hafa minningarnar
leitað á mig og að leiðarlokum lang-
ar mig að þakka ömmu fyrir öll góðu
árin þegar ég kom í heimsókn dag-
lega, fyrir allt sem við brölluðum
saman og alla væntumþykjuna sem
hún sýndi mér.
Hilmar Thors.
Namma. Við kölluðum hana
Nömmu, konuna sem birtist svo oft í
lok vinnudagsins og bar í okkur sæt-
indi, systur mína og mig. Smám
saman varð Namma Amma og loks
Amma Beta, og ekki minnist ég þess
að brjóstsykursmolunum hafi fækk-
að við það. Amma Beta kom alltaf
við hjá okkur í Auðarstrætinu, á
heimleið frá Heilsuverndarstöðinni,
þótt það væri alls ekki í leiðinni,
bara til að athuga hvort allt væri
ekki öragglega í lagi hjá okkur, sem
það var oftast, og hvort það væri
ekki eitthvað sem hún gæti gert til
að létta foreldrum mínum lífsbar-
áttuna. Það gat hún öragglega oft,
og það urðu foreldrar mínir að við-
urkenna. Hún sem lifði fyrir aðra.
Þau komu sér fyrir í húsi lang-
ömmu minnar á Fjólugötunni, afi
minn og amma, þaðan var steinsnar
frá Fríkirkjuveginum þar sem þau
höfðu hafið búskap sinn ung og ást-
fangin. Þegar amma og börnin
þeirra þrjú misstu afa kom móðir
hennar, eigandi hússins, sem einnig
hafði upplifað þann harm áratugum
fyrr, að missa mann sinn frá ungum
börnum, til hjálpar og gerðist hús-
bóndi á F'jólugötu 7. Því hlutverki
gegndi hún til dauðadags. Þegar ég
ELÍSABET ÓLAFS-
DÓTTIR THORS
kem til sögunnar, löngu síðar,
bjuggu þær tvær saman, ekkjurnar
og mæðgurnar, í stórri höll, fullri af
leyndardómum fortíðar og annars
heims. Þarna átti ég mín barnajól
og þarna gistum við systkinin þegar
voru frumsýningar í Þjóðleikhúsinu.
í Fjólugötuna komu stórmenni and-
ans og listarinnar af kynslóð lang-
ömmu, en ekki mikið fleiri, utan
nánustu ættingja. Langamma var
ekki allra og allir vora ekki hennar.
Hún réð, hún var húsbóndinn.
Amma mín vandist þessu, enda var
hún þakklát móður sinni fyrir allt
sem móðir hennar hafði gert fyrir
hana. Þannig fórnuðu þær sér
mæðgurnar báðar hvor fyrir aðra
og lifðu lífi hvor annarrar. Og þann-
ig varð það að amma mín eignaðist
marga kunningja en fáa vini.
En ég var örugglega einn þeirra,
vinanna, og Beta systir og Hilmar
frændi. Örlögin höguðu því þannig
að þegar foreldrar mínir slitu sam-
vistum og heimili okkar var breytt í
fjögur útibú þá flutti ég uppá háa-
loft hjá ömmu sem var þegar hér
var komið við sögu flutt á Birkimel.
Eg var í menntaskóla, tónlistar-
skóla, fótbolta og í hljómsveit. Og ég
átti kærastu og mér fylgdi stór hóp-
ur góðra vina. Það var í raun ótrú-
legt hversu margir gátu með góðum
vilja rúmast undir súðinni á háaloft-
inu. Oft lá mönnum hátt rómur og
oft vora græjurnar stilltar í botn,
allt yfir höfði gömlu konunnar. En
ekki notaði hún kústskaftið sem hún
lamdi í eldhúsloftið hjá sér í þau
skipti, heldur einungis þegar það
var síminn til mín, maturinn var til-
búinn eða hún þurfti nauðsynlega að
ná í mig. Hún sýndi mér endalausa
umhyggju, endalausa ást og enda-
lausa þolinmæði. Hún varð einn af
mínum allra bestu vinum, trúnaðar-
vinur sem reyndist mér ómetanleg
stoð þegar á reyndi. Og þetta vissu
aðrir ástvinir, sumir héldu áfram að
hringja í ömmu mína á Birkimelinn,
löngu eftir að sambandið við mig
hafði slitnað.
Amma ræktaði vináttu og kunn-
ingsskap í gegnum síma, fyrst og
fremst. Hún var lítið fyrir að fá fólk
í heimsókn og leið sennilega best
einni. Símtólið hennar var hins veg-
ar upplitað og eytt í eyrna- og
handastað. Hún var alltaf í síman-
um. Hún átti í reglulegu og innilegu
símasambandi við nokkra hjart-
fólgna vini. En mestan tíma gaf hún
þeim sem á einhvern hátt höfðu orð-
ið utanveltu í þjóðfélaginu eða áttu
um sárt að binda til lengri eða
skemmri tíma. Þannig var amma,
hún gaf sig þeim sem hún var sann-
færð um að hefðu raunverulega þörf
fyrir hana, og þá skipti ekki máli
hversu oft, hversu lengi eða hvenær.
Eins og langamma valdi hún sjálf
sína skjólstæðinga, en skjólstæðing-
ar ömmu vora oftar en ekki ein-
stæðingar.
Amma var svo heppin að finna sér
ævistarf við hæfi. Starf sem gerði
henni kleift að setja sig í spor ann-
arra, hughreysta og hvetja, umvefja
hlýju og elsku. Hún vann á mæðra-
deild Heilsuverndarstöðvarinnar
þar sem hún tók á móti verðandi
mæðrum. Þetta var fyrir tíma feðr-
anna. Hún þekkti flestar mæður
landsins af kynslóð foreldra minna
og þær dáðu hana og virtu. Það veit
ég fyrir víst. Þegar ég kynnti ömmu
fyrir nýjum vinum spurði hún alltaf
fyrst: „Hvað heitir mamma þín?“ -
Svo fylgdi: „Jú, ég man eftir henni,
ég er nú hrædd um það.“ Eg er viss
um að hún öðlaðist visku og víðsýni í
því góða starfi sem hún vann. Hún
skildi lífíð og hafði löngu losað sig
við fordóma, hvers kyns. Sjálf var
hún sannfærð um að hún væri göm-
ul sál, og hefði verið það frá fyrstu
tíð.
Amma var minnug með afbrigð-
um, minnið náði langt aftur og allt
mundi hún orðrétt. Þess vegna var
það sárgrætilegt að það skyldi ein-
mitt vera minnið sem fyrst sveik
hana. Það blæddi inn á heilann. Síð-
ustu sex ár ævinnar lifði hún í þoku
og það rofaði sárasjaldan til, andinn
var farinn en líkaminn kaus að láta
bíða eftir sér. Allt of lengi. Nú er
hún frjáls hún elskuleg amma mín.
Hilmar Oddsson.
EVA OSP LENVIG
HARALDSDÓTTIR
+ Eva Ösp Lenvig
Haraldsdóttir
fæddist í Færeyjum
22. maí 1989. Hún
lést af slysförum í
Þórshöfn í Færeyjum
15. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar eru Sólrún
Hansen Lenvig, f. 9.
april 1967, og Har-
aldur Brynjólfsson, f.
5. nóvember 1959.
Albræður Evu Aspar
eru Andri Brynjólf-
ur, f. 1. nóvember
1987; Björgvin Ansg-
ar, f. 1. nóvember 1987; og Aron
Ingi, f. 25. mars 1997. Hálfsystk-
ini, samfeðra, eru Þórleifur Schev-
ing; Jón Gunnar og Nana Daðey.
Útför Evu Aspar fór fram frá
Dómkirkjunni í Þórshöfn 21. des-
ember.
Fölnað er fallegt blóm
frostið það bítur kinn.
Slokknað er lífsins ljós,
lamandi sársaukinn.
Envístkemurafturvor
vermir þá sólin grund.
Og aftur mun góður Guð
græða þá sáru und.
(G.G.)
Engir vettlingar, afar sjaldan
húfa og helst ekki úlpa, Ijóst fallegt
flaksandi hár, eplarauðar kinnar og
óþrjótandi orka og fjör. Snjónum
mokað á báðar hendur, baslast við
að draga tvíburabræður sína á snjó-
þotu um skaflana, bera alein inn-
kaupapokann hennar mömmu og
klára sig vel af þessu ölu.
Það gerði hún Eva Ösp þótt hún
væri ekki há í loftinu.
Það er eflaust oft erfitt að vera
eina stelpan með bræðurna og vini
þeirra allt um kring, en
það gefur líka viss for-
réttindi. Hún Eva Ösp
komst fljótt að því að
stelpur eiga t.d. „bara
að vera í markinu" í
fótbolta og litlu seinna
lærði hún að stelpur
era þar sem þær vilja
vera í fótbolta, í vörn-
inni, í sókninni eða í
markinu.
Eva Ösp var í sókn-
inni hvar sem hún fór.
Að prófa, mistakast,
reyna aftur og á end-
anum að geta, og þá
skinu stóru augun hennar Evu.
Finna úrlausnir var ekki vandamál
fyrir hana. Að hita pylsur með sólar-
geislum á heitu malbiki er alveg fyr-
irtak ef annað er ekki fyrir hendi.
Og að drekka gos úr lófa sér er líka
gott. Það og svo margt annað kenndi
hún Eva Ösp okkur á ferðalagi okk-
ar um Færeyjar sl. sumar. Að veiða
fisk án veiðistangar er líka auðvelt. I
bátnum hans afa í Hesti kepptust
systkinin um að veiða fiskinn með
stjaka og þríkrækju og fengu góðan
afla. Með fenginn í poka, rennvot af
sjó og óhrein eftir aðgerðina hljóp
hún í flýti heim í hús til ömmu að
segja frá veiðiferðinni. Kannski var
það af því að henni var ætlaður svo
lítill tími í þessum heimi að hún
þurfti svo oft að flýta sér svo mikið.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast Evu-skottinu okkar og
eiga hana að vinkonu.
Við eigum minningar sem lifa.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Sólrúnu, Harald, Andra, Björgvin
og litla Aron Inga, Þórleif, Jón
Gunnar og Nönu Daðey. Máttur
Guðs til hjálpar bregst aldrei. Bless-
uð sé minning Evu Aspar.
Arney Huld og
Jóhannes Konráð.