Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
------------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ARMANN KR.
EINARSSON
+ Ármann Kr. Ein-
arsson fæddist í
Neðradal í Biskups-
tungum 30. janúar
1915. Hann lést á
Landakotsspitala 15.
desember siðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Einar Gríms-
son, f. 19.8.1887, d.
16.12.1950, bóndi í
Neðradal, og kona
hans Kristjana Krist-
jánsddttir, f. 24.8.
1886, d. 22.5.1963.
Systkini Armanns
eru: Þorbergnr Jón,
f. 18.1.1916, d. 5.11.1993; Grímur,
f. 17.9.1917, d. 31.10.1944; Ársæll
Kristinn, f. 10.8. 1919, d. 19.10.
1993; Guðrún, f. 16.12.1921; Vald-
imar, f. 27.7. 1923, d. 10.12. 1977,
Valdís, f. 2.9. 1924, lést á 2. ári;
Oddgeir, f. 2.9.1924, d. 15.1.1999;
Hólmfríður, f. 29.5.1927.
Ármann kvæntist 25.12. 1941
Guðrúnu Rebekku Runólfsdóttur,
f. 27.2. 1917, d.15.8. 1985. For-
eldrar Guðrúnar voru Runólfur
Jónsson sjómaður í Reykjavík og
Elka Jónsdóttir Ijósmóðir og
saumakona.
Börn Ánnanns og Guðrúnar
eru: 1) Ásdís Hrefna, f. 4.5. 1943,
maki hennar er Peter Feifer. 2)
Hrafnhildur Elka, f. 17.9. 1947,
börn hennar eru: a) Guðrún Eva,
gift Bjarka Elíassyni; b) Ásdís
Birta. 3) Kristín Guðrún, f. 24.12.
1952, maki hennar er Hannes
Guðmundsson, börn þeirra eru: a
)Ármann Kristján, kvæntur Sanne
Stefánsson. Þau eiga tvo syni; b)
Dagmar Kristín; c)
Hannes Kristján.
Ármann stundaði
nám í íþróttaskólan-
um í Haukadal 1929-
1931 og tók kenn-
arapróf frá Kenn-
araskóla íslands
1937. Hann sótti
kennaranámskeið í
Askov í Danmörku
1938 og lagði stund á
bókmenntir og
skólasafnfræði við
Kcnnaraháskólann í
Kaupmannahöfn
1962-1963. Ármann
var skólastjóri Barnaskólans á
Álftanesi 1948-1954 og starfaði
sem kennari við Austurbæjar-
skóla 1954-1955 og Hlíðaskóla
1955-1979. Um árabil var hann
einnig lögregluþjónn og leigubíl-
stjórii
Eftir Ármann hafa komið út 42
bækur. Margar af bókum hans
hafa verið þýddar á önnur tung-
umál. Ármann hlaut norsku Solf-
ugls-verðlaunin 1965 og barna-
bókaverðlaun Fræðsluráðs
Reykjavíkur 1978. Árið 1980
hlaut Ármann riddarakross
Fálkaorðunnar. Ármann var
varaformaður Rithöfundasam-
bands íslands 1972-1974, hann var
einn af stofnendum Félags ís-
lenskra ritliöfundal 945 og í stjórn
þess 1959-1972, formaður félags-
ins í tvö ár. Hann var í stjórn sam-
taka aldraðra um árabil.
Utför Ármanns verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13:30.
Elsku hjartans pabbi. Það er tóm-
4egt að koma á Sléttuveginn núna
þegar þú ert þar ekki lengur. Mér
finnst svo stutt síðan við fjölskyldan
vorum öll samankomin hjá þér að
halda veislu og allt lék í lyndi. Þú
varst alltaf miðpunkturinn í fjöl-
skyldunni og þér þótti svo gaman að
halda veislur.
Minningar og söknuður fylla
hjarta mitt. Minningar um kærleik-
sríkan og yndislegan föður sem alltaf
var gott að leita tU.
Mér finnst svo skrítið að þú skulir
vera farinn. Þessir sex mánuðir sem
þú varst veikur eru eins og vondur
draumur í mínum huga. Eg var hjá
þér daglega í þessum veikindum
annaðhvort á spítalanum eða á
Sléttuveginum. Þér þótti svo gaman
að fara eitthvað út svo ég fór oft með
þig í bíltúr eða í heimsóknir þegar
heilsan leyfði. Ég á eftir að sakna
þess að sjá þig ekki koma akandi á
bláa bílnum þínum eða koma hjól-
andi á sumrin til mín í kaffi heim í
Brúnalandið. Ég var fyrir örfáum
dögum að skoða myndir af þér sem
voru teknar í stúdentsveislunni hér
hjá mér þegar Dagmar dóttir mín
varð stúdent 3. júní í sumar. Þar
varst þú svo myndarlegur og stoltur
afi þar sem þú stóðst við hliðina á
Dagmar. Ekki grunaði mig þá að að-
eins nokkrum dögum seinna færi ég
með þig inn á spítala til að láta lækn-
ana líta á þig og þú varst lagður inn í
fyrsta skipti en ferðimar á sjúkra-
húsin áttu eftir að verða margar í
sumar. Að lokum varstu lagður inn á
Landakotsspítala. Það var aðeins
fyrir um tveimur mánuðum að lækn-
arnir fundu loksins hvað var að. Það
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
var mikið áfall fyrir þig og fjölskyldu
þína. Þú varst orðinn mikið veikur
undir lokin en hélst þó alltaf reisn
þinni. Sjálfsagt hefur þú verið feginn
þegar þessu veikindastríði þínu lauk,
en það er sárt og erfitt fyrir okkur
hin að hafa þig ekki lengur hjá okk-
ur.
Elsku pabbi minn. Fyrir mörgum
árum baðstu mig að láta syngja eftir-
lætissálminn þinn eftir Davíð Stef-
ánsson yfir þér og við þeirri bón verð
ég en sálmurinn hljóðar svo:
Eg kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
I öllum sálmum sínum
hinnsekibeygirkné.
Ég villtist oft af vegi.
Égvaktioftogbað.
- Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
í gegnum móðu’ og mistur
égmikilundursé.
Eséþigkoma,Kristur,
meðkrossinsþungatré.
Afennidaggirdrjúpa,
ogdýrðúraugumskín.
Á klettinn vil ég krjúpa
ogkyssasporinþín.
Égfellaðfótumþínum
ogfaðmalífsinstré.
Með innri augum mínum
égundurmikilsé.
Pústýrirvorsinsveldi
ogvemdarhveijarós.
Fráþínumástareldi
fá allir heimar ljós.
(Davíð Stef.)
Elsku pabbi, við fjölskyldan þín
eigum eftir að sakna þín mikið en við
huggum okkur við þá trú að þú lifir
sem björt minning í huga okkar. Hvíl
þú í friði.
Kristín.
Elsku besti pabbi minn. Það er svo
sárt að þú ert farinn frá okkur. Þú
sem varst alltaf miðpunkturinn í lífi
okkar. Ekki bjóst ég við að þegar þú,
Heiða og Gunna voruð hjá mér í
Flórída í mars, að þetta væri í síð-
asta skipti sem þú kæmir í heimsókn
til mín. Þú lékst á als oddi eins og
venjulega. Við fórum víða, borðuð-
um, drukkum og nutum lífsins. Á
kvöldin spiluðum við en það var þitt
líf og yndi. Oft sátum við tvö saman
og töluðum um lífið og tilveruna. Það
voru góðar stundir.
Þó að ég hafi búið úti í 35 ár vorum
við alltaf mjög samrýmd. Við reynd-
um að heimsækja hvort annað á
hverju ári og þó að ég búi í öðru landi
finnst mér ég eiga heima hjá ykkur
líka. Elsku pabbi minn. Ég bið Guð
að blessa þig og varðveita.
Ásdís.
Hann elsku pabbi minn hefur nú
tekist á hendur ferðina miklu sem
okkur er öllum ætluð, hann tók síð-
asta andvarpið snemma morguns 15.
desember eftir erfiða nótt, þar sem
við dætur hans, barnaböm og sam-
býliskona vöktum yfir honum síð-
ustu nóttina. Hann hafði verið með-
vitundarlaus allan daginn og
læknarnir töldu litlar líkur á að hann
mundi vakna. En ég, sem flestum
þótti barnalega bjartsýn, sagði allt-
af, hann mun vakna, horfa á okkur
og brosa, og ósk mín rættist. Um
tvöleytið vaknaði hann, þekkti nafna
sinn, sem hafði komið frá Danmörku
tveimur tímum áðui-, lyfti upp hend-
inni, reyndi að tala en var of máttfar-
inn. Við föðmuðuð hann öll að okkur
og kvöddum hann.
Pabbi var mikill atorkumaður og
afkastaði miklu í lífinu. Skrifaði bæk-
ur, kenndi börnum og keyrði leigu-
bfi, allt í senn. Sínar bestu bækur
skrifaði hann, þegar við bjuggum á
Eiríksgötu 13, við skrifborðið sitt
inni í stofu með okkur systumar litl-
ar hlaupandi um, en það truflaði
hann ekki. Hann var mikil félags-
vera, honum leiddist einveran. Eng-
in mannamót lét hann fara fram hjá
sér, naut sín vel í selskap, hafði unun
af að halda ræður, enda maður orð-
heppinn mjög og skemmtilegur, en
nú er fallega röddin hans þögnuð.
Við pabbi vorum ekki bara feðgin,
heldur bestu vinir og félagar. Ávallt
vildi hann vita til hvaða landa ég var
að fljúga, og hvort ég væri komin
heim heil á húfi.
Það er erfitt að sætta sig við það,
elsku pabbi, að þú verðir ekki hjá
okkur um jólin, þú varst svo mikið
jólabarn í þér. Þú vildir alltaf vera
sestur við matarborðið rétt fyrir
klukkan sex og þegar kirkjuklukk-
urnar hringdu inn jólin stóðst þú
upp, lyftir glasi og óskaðir öllum
innilegra gleðilegra jóla með hátíð-
arblæ. Seinna um kvöldið þegar
mesti æsingurinn við að taka upp
pakkana var genginn yfir, settust
allir niður hjá þér, og þú last húslest-
urinn við kertaljós, það hefði mátt
heyra saumnál detta, stemningin var
þvílík. Þetta var hátíðlegasta stund
aðfangadagskvöldsins. Oftast var
svo farið í miðnæturmessu.
En elsku pabbi minn, nú heldur þú
þín jól og áramót í höll himnanna
með þeim ástvinum þínum sem á
undan eru gengnir, sem verður ef-
laust mjög hátíðlegt.
Þín dóttir
Hrafnhildur (Hrabba).
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast tengdaföður míns Armanns
Kr. Einarssonar, sem lést 15. desem-
ber síðastliðinn.
Armann flutti ungur úr sveitinni á
vit ævintýranna fyrir sunnan. Þrátt
fyrir lítil auraráð og erfið veikindi
um skeið lauk hann námi frá Kenn-
araskólanum vorið 1937. Hann
kenndi á ýmsum stöðum en þó lengst
af í Hlíðaskóla en til þess skóla og
starfsfólks hans bar hann alltaf hlýj-
ar tilfinningar. Pyrr á árum var hann
einnig lögregluþjónn og leigubfl-
stjóri. Lengi eftir að hann lét af
leiguakstri gerði hann út leigubfl og
þegar við hjónin stóðum í húsakaup-
um og mig vantaði aukavinnu var
hann fljótur að bjóða mér að aka
leigubílnum. Fór það svo að ég var
bflstjóri hjá honum um nokkurra ára
skeið í afleysingum og reyndist hann
afbragðs húsbóndi, nákvæmur en
sanngjarn.
Kunnastur var þó Armann fyrir
ritstörf sín. Var hann afkastamikill
með afbrigðum, ekki síst þegar á það
er litið að ritstörfin vann hann alla
tíð í aukavinnu. Alls hafa komið út
eftir hann yfir 40 bækur og margar
hafa verið þýddar á önnur tungumál,
meðal annars þýsku, rússnesku og
grænlensku auk annarra Norður-
landamála. Síðasta bókin sem hann
samdi var ævisagan „Ævintýri lífs
míns“, sem hann gaf út árið 1997.
Ég man alltaf eftir því þegar ég
hitti hjónin Armann og Guðrúnu
fyrst. Gegnt útidyrunum í Brautar-
landi var stórt stofuborð og við enda
þess sat Guðrún við ritvél. Armann
var með handrit í höndum sem hann
var að leiðrétta. Þannig unnu hjónin
saman við samningu bókanna. Ár-
mann samdi en Bíbí, eins og Guðrún
var alltaf kölluð, las yfir og vélritaði.
Sjálfur hafði Armann skrifborð sitt í
einu horni stofunnar þar sem hann
skrifaði bækurnar þrátt fyrir ærslin
í barnabörnunum í kring. Á skrif-
borðinu var krús full af vel ydduðum
blýöntum. En hann notaði blýanta
við skriftir alla tíð. Löngu seinna
sýndi ég honum hvað hægt væri að
gera með tölvu. Það var hægt að leið-
rétta texta, breyta orðum og færa
þau til. Armann virtist hrifinn af
þessari nýju tækni en benti mér góð-
látlega á að þetta allt gæti hann nú
líka gert - með blýanti og strokleðri.
Hjónin tóku þessum nýja tengda-
syni afar vel og ekki leið á löngu áður
en við Kristín hófum búskap með Ár-
manni, afastrák, í lítilli íbúð í húsinu.
íbúðin var eitt herbergi og eldhús.
Hjónunum fannst það ekki nógu gott
handa okkur og Áinann benti á einn
lausan vegg sem hægt var að færa
til. Við það bættist eitt herbergi við
íbúðina en um leið misstu hjónin
svefnherbergið sitt. Þannig voru þau
samhent í því að rétta sínum nánustu
hjálparhönd þegar á þurfti að halda.
Armann var mikill fjölskyldumað-
ur. Alltaf leið honum best þegar allir
voru saman komnir í fjölskylduveisl-
um. Ef einhverjir voru seinir fyrir
fór hann í símann til að reka á eftir.
Við matborðið lék hann við hvern
sinn fingur og sagði sögur. Ræður
flutti hann ef tilefni gafst til. Oft var
það til að fagna einhverjum sem
hafði dvalið lengi erlendis. Éftir mat-
inn fann hann sér gjarnan sófa og
lagði sig í hálftíma, reis þá upp og
dreif alla í að spila. Og oft var spilað
langt fram á nótt.
Ármann fylgdist vel með sínu fólki
og studdi það með ráðum og dáð.
Hann var góður afi og barnabörnin
sýndu honum mikla ræktarsemi.
Þegar Armann yngri, sem hefur búið
í Danmörku undanfarin ár, kom til
landsins stakk hann ævinlega upp á
því að koma fyrst við heima hjá afa.
Jólahátíð var sérstök hátíð í huga
Armanns. Löngum las hann húslest-
ur á aðfangadagskvöld og jólapakk-
ana vildi hann afhenda barnabörnun-
um sjálfur til þess að sjá gleðina í
augum þeirra þegar þeir voru opnað-
ir. Alltaf var bók í einum pakkanna
en Armann hélt ævinlega þeim sið að
gefa öllum bækur í jólagjöf.
Eftir lát Guðrúnar árið 1985 bjó
Armann nokkur ár í Brautarlandinu
ásamt Guðrúnu Evu dótturdóttur
sinni. En þegar aldurinn fór að fær-
ast yfir fór hann að hugsa sér til
hreyfings. Flutti hann þá á Sléttuveg
11 þar sem hann undi hag sínum vel.
Eftir að hann lét af störfum sem
kennari sat hann ekki iðjulaus með
hendur í skauti. Honum rann til rifja
að sjá hvað nýir barnabókahöfundar
áttu erfitt uppdráttar og beitti sér
fyrir því að stofnaður yrði sérstakur
sjóður til að efla útgáfu barnabóka.
Vann hann að því máli með sama
áhuga og eldmóði og öðru sem hann
tók sér fyrir hendur.
Armann var lífsglaður maður.
Aldrei sá ég hann skipta skapi. Hann
naut þess að vera innan um fólk og
var þá hrókur alls fagnaðar. Hann
hafði þann eiginleika að sjá alltaf
skoplegu hliðarnar á hverju máli.
Stuttar ferðir út í búð eða í bankann
gátu orðið að hreinustu ævintýrum
þegar hann fór að segja frá.
Á hverjum degi fór hann í sund og
oft kom hann hjólandi í heimsókn til
okkar niður í Brúnaland. Ekki var
hægt að sjá að þar færi maður á ní-
ræðisaldri. Alla tíð hafði Armann
yndi af ferðalögum og sérstaklega
þegar leiðin lá til Flórída til að heim-
sækja Ásdísi dóttur sína og Pétur
manninn hennar.
Síðustu árin var Armann í sambúð
með Aðalheiði Þorsteinsdóttur sem
syrgir nú kæran vin.
Með virðingu og þakklæti kveðj-
um við öll mætan heiðursmann sem
er sárt saknað af fjölskyldunni og
öllum sem þekktu hann.
Hannes Guðmundsson.
Elskulegi afi minn, nú ertu farinn
úr þessum heimi. Þú munt alltaf vera
hjá mér hvar sem ég er. Þú varst svo
sannarlega besti afi í heimi. Þér á ég
margt að þakka. Minningar ljúfar
um hjarta mitt streyma. Þér mun ég
aldrei gleyma.
Þín
Ásdís Birta.
Elsku besti afi minn, nú ertu far-
inn frá okkur eftir erfið veikindi. Við
sem elskuðum þig svo mikið sitjum
eftir með tómleika í hjarta okkar.
Ekkert né enginn getur nokkurn
tímann komið í þinn stað, elsku afi,
því að þú varst alveg einstakur. Þú
varst maður sem afrekaðir svo
margt í lífinu og stóðst uppi ánægður
og sáttur við sjálfan þig í lokin. Þú
kunnir að njóta lífsins og fólksins í
kringum þig, og varst svo ótrúlega
gjafmildur og góður við alla. Hvað
sem þú áttir þá varstu alltaf tilbúinn
að deila því með okkur í fjölskyld-
unni.
Þér fannst líka alltaf svo gaman að
segja okkur sögur. Þú gast gert
hversdagslega atburði að hreinasta
ævintýri með því að krydda þá svolít-
ið með þínu dásamlega hugmynda-
flugi. Okkur var alveg sama þótt frá-
sögnin væri ekki alveg í samræmi við
það sem gerðist því að hlutimir urðu
einfaldlega miklu skemmtilegri þeg-
ar þú sagðir frá þeim.
Þú varst alltaf svo stoltur af því
hvað mér gekk vel í skólanum. Það
var alltaf gaman að sýna þér ein-
kunnaspjaldið eftir prófin því þú
kysstir mig á kinnina og hvattir mig
áfram. Ég man eftir einu skipti í vet-
ur þegar ég kom að heimsækja þig á
Landakotsspítala og sagði þér hvað
mér hefði gengið vel í einu prófinu,
þá sagðirðu að það væru slíkar frétt-
ir sem hjálpuðu þér að batna.
Það var alltaf draumur þinn að
einhver í fjölskyldunni myndi taka
við af þér sem rithöfundur. Ein-
hverra hluta vegna hafðirðu trú á því
að ég væri tilvonandi rithöfundur og
þess vegna varstu alltaf að hvetja
mig til að skrifa bók. Þegar ég sagði
að ég kynni ekkert að skrifa sagðirðu
að ég ætti bara að setjast niður og
prófa. Ekki hefur mér tekist það
ennþá, afi minn, enda hef ég ekki
mikið reynt. Það er hins vegar aldrei
að vita hvað framtíðin ber í skauti
sér og enn gæti draumur þinn ræst.
Við eigum öll svo yndislegar minn-
ingar um þig. Þú varst alltaf svo góð-
ur við okkur barnabörnin þín og
reyndir að passa upp á okkur. Sama
hvað það voru mikil læti í okkur þeg-
ar við komum í heimsókn í Brautar-
landið þá skammaðirðu okkur aldrei
heldur varstu bara ánægður að sjá
hvað við vorum lífleg. Á sumrin lék-
um við okkur í garðinum ykkar
ömmu sem var svo leyndardómsfull-
ur og ævintýralegur, alveg eins og
hann væri úr einhverri sögunni
þinni. Hann var fullur af gómsætum
jarðarberjum, rifsberjum, sólberjum
og rabarbara, svo ekki sé minnst á
allar rósirnar, og við gátum alltaf
fundið okkur felustaði.
Við eigum svo margar góðar
minningar og í gegnum þær lifir þú
áfram, elsku afi. Þú lifir einnig áfram
í öllum sögunum sem þú hefur skrif-
að því að persónuleiki þinn endur-
speglast svo vel í þeim. Við erum svo
heppin að við getum alltaf náð sam-
bandi við þig einfaldlega með því að
lesa bækurnar þínar. Ég vona að þú
haldir áfram að gæta okkar og verðir
hjá okkur á gleðistundum í framtíð-
inni.
Dagmar.
Nú er hann farinn yfir móðuna
miklu elskulegi afi minn. Ég sakna
hans meira en orð fá lýst. En allar
góðu minningarnar sem ég á um
hann seytla inn í hjarta mitt og hlýja
mér. Mér þykir svo vænt um afa.
Hann er fallegasta og umhyggju-
samasta manneskja í veröldinni og
mér finnst svo tómlegt hér án hans.
En lífið heldur áfram og ég veit að
afi mun vaka yfir mér, hlæja með
mér á góðum stundum og gráta með
mér á sorgarstund.