Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 64
»64 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Sævar sigrar
á skákmóti Guð-
mundar Arasonar
SKAK
Íþróftuliiísi ö
Strandgötu 1
V. SKÁKMÓT GUÐMUNDAR
ARASONAR
12.-20. des. 1999
■f SÆVAR Bjarnason vann góð-
an sigur á fímmta alþjóðlega
skákmóti Guðmundar Arasonar
sem lauk í Hafnarfírði á mánu-
daginn. Urslit síðustu umferðar
urðu þessi:
Sævar Bjarnason - Agúst Sindri
Karlsson 1-0
Kristján Eðvarðsson - Heikki
Westerinen 1-0
Stefán Kristjánss. - Þorvarður
F. Ólafsson 1-0
Alexander Raetsky - Jacob
Aagaard V2-V2
Manuel Bosboom - Björn Freyr
Björnsson 1-0
Lokaröð keppenda:
1. Sævar Bjarnason....6‘/z v.
, 2.-3. Manuel Bosboom.....6 v.
2.-3. Kristján Eðvarðsson....6 v.
4.-6. Jacob Aagaard .......5/2 v.
4.-6. Alexander Raetsky...5!/z v.
4.-6. Ágúst Sindri Karlsson . .5/2 v.
7. Stefán Kristjánsson.....4/2 v.
8. Heikki Westerinen ......3!4 v.
9. Björn Freyr Björnsson ....2 v.
10. Þorvarður F. Olafsson ...0 v.
Sævar er fyrsti íslendingur-
inn sem nær efsta sætinu
óskiptu í þessari mótaröð. Aður
hafa þeir Þröstur Þórhallsson og
Jón Viktor Gunnarsson deilt
efsta sætinu með erlendum
skákmönnum.
Til þess að ná alþjóðlegum
áfanga á mótinu þurfti að fá 6Vi
vinning. Sævar Bjarnason, sem
þegar er alþjóðlegur meistari, var
sá eini sem náði því marki. Hins
vegar sýnir það gildi þessara
móta, að tveir íslenskir skákmenn
voru hársbreidd frá því að næla
sér í alþjóðlegan áfanga. Agúst
Sindri hefði náð því marki með
sigri gegn Sævari í síðustu um-
ferð og Kristján Eðvarðsson
vantaði einungis hálfan vinning
upp á að klára dæmið. Frammi-
staða Ágústs Sindra kemur
skemmtilega á óvart, þar sem
hann hefur sáralítið teflt undan-
farin ár og það kom ýmsum á
óvart að hann skyldi yfirleitt geta
gefíð sér tíma til að taka þátt í
mótinu. Kristján er hins vegar í
betri æfíngu, en engu að síður
verður árangur hans að teljast af-
ar óvæntur því hann er með
+2,85 vinninga í plús, miðað við
Elo-stig. Vonandi verður þetta
Kristjáni hvatning til að taka þátt
í fleiri alþjóðlegum skákmótum.
Stefán Kristjánsson má vel
við una, en hann hafði mikil áhrif
á úrslit mótsins. Með sigri sínum
á alþjóðlega meistaranum Manu-
el Bosboom kom Stefán í veg
fyrir að Hollendingurinn sigraði
á mótinu tvö ár í röð. Þá náði
Stefán fyrsta sigrinum gegn
stórmeistara þegar hann lagði
Finnann Heikki Westerinen í
sjöundu umferð mótsins.
Þeir Björn Freyr og Þorvarð-
ur Ólafsson eru varla ánægðir
með frammistöðuna á mótinu.
Þegar litið er á gang mála hjá
Birni Frey er t.d. óskiljanlegt
hvernig honum tókst að lenda
svo neðarlega á mótinu. Hann
vinnur fyrstu skákina, en gerir
síðan jafntefli við alþjóðlegan
meistara í annarri umferð og
aftur jafntefli við stórmeistara í
+ þriðju umferð. Af einhverjum
ástæðum missir hann þá þráðinn
og tapar þeim skákum sem eftir
eru. Líklega er þetta einsdæmi á
skákferlinum hjá Birni Frey
sem hefði átt skilið að fá fleiri
vinninga.
Teflt var í íþróttahúsinu
Strandgötu 1. Skákstjórar voru
Gunnar Björnsson, alþjóðlegur
skákdómari, og Sigurbjöm
Björnsson. Eins og áður var
mótið mjög myndarlega styrkt
af Guðmundi Arasyni, sem mótið
er kennt við, en að þessu sinni
veitti heimabærinn, Hafnar-
fjörður, mótinu einnig mjög góð-
an stuðning.
Hannes sigrar eftir
spennandi baráttu
Hannes Hlífar Stefánsson
sigraði á fírnasterku jólahrað-
skákmóti Skákfélags Grandrokk
eftir æsispennandi keppni við
Jóhann Hjartarson. Mótið, sem
fram fór sunnudaginn 20. des-
ember, var afar vel skipað. Auk
Hannesar og Jóhanns voru stór-
meistararnir Margeir Péturs-
son, Jón L. Árnason og Helgi
Ólafsson meðal keppenda.
Hannes, Jóhann og Margeir
stungu af í upphafí og voru með
fullt hús eftir sex umferðir. Þá
heltist Margeir úr lestinni eftir
tap gegn Hannesi og Jóni L. en
hann átti engu að síður eftir að
reynast örlagavaldur í síðustu
umferðinni. Þá voru þeir Hannes
og Jóhann efstir með 10% vinn-
ing af 11 og í húfí var óskiptur
verðlaunapottur upp á 50 þús-
und krónur, sem Grandrokk og
Heineken-umboðið á íslandi
lögðu til. í síðustu umferðinni
náði Hannes aðeins jafntefli
gegn Þorsteini Þorsteinssyni en
Jóhann háði harða glímu við
Margeir. Eftir mikið tímahrak
náði Margeir að máta og þar
með stóð Hannes einn uppi sig-
urvegari og með glæsilegt vinn-
ingshlutfall: 11 vinninga af 12.
Jóhann hlaut 10% og Margeir
10. Næstir komu Jón L. og Helgi
með 8 vinninga og Þorsteinn
Þorsteinsson fékk 7. Róbert
Harðarson var efstur liðsmanna
Skákfélags Grandrokks og lagði
m.a. tvo stórmeistara í síðustu
umferðunum. Aðrir þátttakend-
ur voru Tómas Björnsson, Sig-
urður P. Guðjónsson, Kristján
Örn Elíasson, Grímur Grímsson,
Birgir Berndsen og Bjarni
Hjartarson. Jólamótið fór í alla
staði fram með ágætum og þeg-
ar er byrjað að skipuleggja
sterka mótaröð fyrir árið 2000.
Skákstjóri var Hrafn Jökulsson.
Dagnr sigrar á
jólaæfingu TR
Jólapakkamót Taflfélags
Reykjavíkur fór fram laugar-
daginn 18. desember í félags-
heimili TR í Faxafeni. Tefldar
voru sjö umferðir með 10 mín.
umhugsunartíma. Keppt var í
drengja- og stúlknaflokki og
urðu úrslit sem hér segir:
1. Dagur Arngrímsson..........7 v.
2. Hilmar Þorsteinsson .......5 v.
3. Víkingur Fjalar Eiríksson .. .5 v.
4. Guðmundur Kjartansson . . . .5 v.
5. Birgir Þór Magnússon.......5 v.
6. Grímur Daníelsson.........4% v.
7. Víðir Petersen ............4 v.
8. Eydís Arna Sigurbjörnsdóttir4 v.
9. Loftur Ingi Bjarnason......4 v.
10. Pétur Freyr Pétursson ... .4 v.
11. Arni Freyr Snorrason .....4 v.
o.s.frv.
Bestum árangri stúlkna náðu
eftirtaldar:
1. Eydís Arna Sigurbjörnsd. .. .4 v.
2. Hallgerður Helga Þorsteinsd. 3 v.
3. Hlín Önnudóttir............2 v.
Hlé verður gert á unglinga-
starfi félagsins yfír jól og ára-
mót og hefst það aftur laugar-
daginn 8. janúar kl. 14.
Skákmót á næstunni
26.12. TK. Jólamót
28.12. SA. Jólamót
28.12. TR. Jólamót
30.12. TG. Jólamót
30.12. SA Hverfakeppni
3.1 Hellir. Atkvöld
Daði Örn Jónsson.
VELVAKAJVÐI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þjóðin á eyðslu-
fylliríi
ÖLL þjóðin er á eyðslu-
fyllirí, það hljóta allir að
vera sammála um, ríkis-
stjórn, bæjarfélög og al-
menningur heimta menn-
ingarhallir, íþróttahús og
reiðhallir á sama tíma og
illa horfir í þjóðarbúskapn-
um. Ofveiði er í öllu sjávar-
fangi, meðal annars síld og
loðnu og lækkandi afurða-
verð sem nemur um 50%.
Aldrei átti að leyfa upp-
sjávartroll á síldveiðum, en
nú er síðasta síldin skafin
við botn og nætur rifnar. I
listageiranum er verið að
koma upp listaháskóla og
þar dugar ekki SS-húsið
og Akureyringum dugar
ekki Listagilið og vilja líka
sína menningarhöll við
höfnina. Hræddur er ég
um að þjóðin verði að láta
renna af sér ef fiskafli
bregst, ásamt markaðnum
fyrir hann. Við lifum nú
ekki eingöngu á tölvum,
Neti, símum og fjarskipt-
um. Nema við björgumst á
járnblendi og álverum?
Sigdór Ólafur
Sigmarsson.
Jólakveðja til
aldraðra og öryrkja
NÚ hafa stjómarflokkam-
ir sent jólakveðju til aldr-
aðra og öryrkja, með því að
fella allar tihögur stjórnar-
andstöðunnar og frjáls-
lynda flokksins um bætt
kjör til aldraðra og öryrkja
á Islandi í dag, í öllu góð-
ærinu og tekjuafgangi rík-
issjóðs. Nú hafa þessir
herrar og þessar dömur
sýnt sín réttu andlit. Skyldi
samviska þessa fólks ekki
vera slæm? Nú verða aldr-
aðir og öryrkjar að muna
vel eftir þessu fólki í næstu
kosningum og minnast
þess sem þeir færðu
öldruðum og öryrkjum í
jólagjöf. Þess vegna ættu
aldraðir og öryrkjar að
gefa þessu fólki hvíld í
næstu kosningum. En þeir
stóla á það, að fólk sé búið
að gleyma, þegar kemur að
því að kjósa. Þingmönnum
er óskað gleðilegra jóla.
Oryrki.
Þakkir til snyrtistofu
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi koma
á framfæri þakklæti til
Snyrtistofu Hönnu Krist-
ínar á Laugavegi 40a. Hún
var að fara til útlanda og
uppgötvaði sér til skelfing-
ar að hún þurfti að komast
í naglasnyrtingu og láta
setja á sig gervineglur.
Hún settist við símann og
var búin að hringja á
margar stofur. Hanna
Kristín bauðst til þess að
taka hana eftir vinnu ef
hún gæti komið þá. Lang-
aði hana að þakka fyrir
þessa einstaklega ljúfu og
lipru þjónustu og óska
þeim gleðilegra jóla
Höfum ljósin kveikt
VELVAKANDI minnir
áskrifendur á að hafa úti-
ljósin kveikt fyrir blaðbera
í svartasta skammdeginu.
Tapað/fundið
Hvar er úlpan mín?
3 I í MR hélt veislu á
Flókagöu miðvikudaginn
14. desember sl. Þar var
svört úlpa tekin í misgrip-
um. I vasanum voru svart-
ir prjónaðir vettlingar og
blár gsm-sími. Önnur úlpa
var skilin eftir, sem er
svipuð, en minni. Vinsam-
legast hafið samband við
Eyrúnu í síma 551 1628.
Kvengullúr fannst
MÁNUDAGINN 27. októ-
ber sl. fannst kvenmanns-
gullúr með svartri leðuról
við Rauðarárstíg. Upplýs-
ingar í síma 699 5649.
Dýrahald
Svartur kettlingur
í óskilum
SVARTUR kettlingur,
ómerktur en með endur-
skins hálsól, er í óskilum á
Víðimel 38. Hann er mjög
bh'ður og góður. Uppl. í
síma 562 8339 eða 551 4710.
SKAK
Umsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
fímmta alþjóðlega Guð-
mundar Arasonarmótinu
sem lauk á mánudags-
kvöldið. Hollendingurinn
Manuel Bosboom (2.476)
var með hvítt, en
Stefán Kristjáns-
son (2.278) hafði
svart og átti leik.
Hvítur átti
vænlega stöðu, en
lék síðast 33. g2-
g3? sem hann
hefði betur látið
ógert.
33. - Bxf2+!! og
hvítur gafst upp,
því 34. Kxf2 -
Dc2+ er vonlaust
með öllu.
Sævar Bjama-
son, alþjóðlegur meistari,
sigraði á mótinu með 6%
v. af 9 mögulegum, 2.-3.
Kristján Eðvarðsson og
Bosboom, Hollandi 6 v.,
4.-6. Aagard, Danmörku,
Ágúst Sindri Karlsson og
Raetsky, Rússlandi 5%v.,
7. Stefán Kristjánsson 4%
v., 8. Westerinen, Finn-
landi 3% v. 9. Björn Freyr
Bjömsson 2 v. 10. Þor-
varður F. Olafsson 0 v.
Svartur leikur og vinnur.
Með morgunkaffinu
Alltaf þarf hann að vera
öðruvísi.
Hæ. Má Magga koma út
að leika?
Má ég fyrst fara á kló- Ekki þú ffflið þitt
settið?
Víkverji skrifar...
TÝNDUR farangur eftir flug-
ferð milli landa hefur stundum
komið til umræðu hjá Víkverja og
verður það enn tilefni umfjöllunar í
dag. Þeir sem ferðast nokkuð hafa
áreiðanlega margir orðið fyrir því
að taska þeirra hefur orðið viðskila
við hann. Oftast kemur hún fram en
einnig kemur fyrir að töskur týnist.
Er það þó fremur sjaldgæft að mati
Víkverja. En þegar tösku seinkar
og ferðalangurinn fær hana ekki
fyrr en næsta dag getur orðið illt í
efni. Þá vantar kannski réttu fötin, í
það minnsta hrein og geðsleg föt
innst sem yst og getur ferðamaður
haft af því hina mestu armæðu. Get-
ur kannski enga aðra björg sér veitt
í fatamálum en þó er kannski al-
gengara að hann nái í næstu versl-
un og bjargi málum. Þetta allt veld-
ur í það minnsta óþægindum og oft
kostnaði. Flugfélög hafa litlar
skyldur í þessum efnum og komi
farangurinn í leitimar eru þau laus
allra mála. Maður sem kom að máli
við Víkverja vildi vekja athygli á
þeirri hugmynd sem hann hafði rek-
ist á að flugfélög bættu farþegum
sínum þessi óþægindi með því að
gefa þeim ferðapunkta. Mætti til
dæmis snara 10 til 20 þúsund
punktum fyrir hverja tösku sem
seinkar í sólarhring. Eða tvöfalda
ferðapunktana eða þrefalda. Varla
yrði það mjög útlátamikið fyrir fé-
lögin að fara einhverja slíka leið tU
að bæta geð viðskiptamanna sinna
eftir slíkar hremmingar.
XXX
NOKKUR auglýsingaskilti í
Reykjavík hafa undanfarið
vakið athygli á þeim boðskap
kristninnar að Jesús elski manninn.
Segja má að þessar auglýsingar
stingi allmjög í stúf við flestar eða
allar aðrar auglýsingar sem snúast
um þessar mundir um kaupæði og
jólaundirbúning. Er ánægjulegt að
sjá að einhverjir skuli vilja leggja
fjármuni í að vekja beinlínis athygli
á fagnaðarerindinu á þennan hátt.
Það veitir ekki af að nota allar þær
aðferðir sem nútíminn og tæknin
bjóða upp á til að ná til fólks með
fréttir, upplýsingar og boðskap og
því skyldu ekki kirkjur eða trúfélög
gera það líka? Minna má einnig á í
þessu sambandi að messur hafa ver-
ið settar inn á Netið og það er bara
eðlileg þróun í kirkjunni að nýta sér
slíkt.
XXX
Á ER ekki síður ástæða til að
vekja athygli á símerkUegu
starfi Blóðbankans við Barónsstíg í
Reykjavík sem bjargar mannslífum
dag hvern. Hefur líka til þess vaska
sveit sem lætur tappa af sér reglu-
lega og telur ekki eftir sér. Slíkt er
ómetanlegt. I seinni tíð hefur borið
meira á auglýsingum frá Blóðbank-
anum enda verður hann eins og aðr-
ir aðilar að taka þátt í markaðs- og
samkeppnissamfélaginu sem við
höfum búið okkur. Ekki verður hjá
því komist að taka þátt í þeim leik
ætli menn sér að vera með. Beita
verður þeim aðferðum sem unnt er
og hæfa málefnunum og spurning
er hvort Blóðbankinn hefur nýtt sér
Netið. Það þýðir kannski ekki að
búast við beinum útsendingum frá
blóðgjöfum, enda kannski lítið
spennandi en eflaust væri hægt að
komast í tæri við nýjan flokk blóð-
gjafa með því að nýta sér þá upplýs-
ingaveitu.