Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 68
í}8 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Robbie Coltrane nýtur þess að bjóða James Bond velkominn.
Illmennin sem umgangast Bond.
Af hverju er James
Bond ennþá á lífi?
Robert Carlyle er viðskotaillur í Bond-myndinni eins
og sönnu illmcnni sæmir.
JAMES Bond hefur verið fastur
gestur á hvíta tjaldinu í 37 ár,
sem er einstakt afrek í sögu
kvikmynda. Fyrsta myndin Dr. No
var sýnd 1962 og sú síðasta og nítj-
ánda í seríunni var frumsýnd fyrir
'jíveimur vikum í Sambíóunum. Fimm
leikarar hafa leikið James Bond og
áhugi fólks fyrir myndaiiega breska
spæjaranum virðist fremur fara vax-
andi heldur en hitt.
Ef ástæðan fyrir því er sú að fólk
finnur tO samkenndar með persón-
unni þá er Bond rétti maðurinn. Það
eru engir eðalsteinar sem hann kann
ekki að nefna, hann talar öll tungu-
mál og þekkir öll vín. Svo má að sjálf-
sögðu ekki gleyma að hann er fær í
öllum íþróttum sem hægt er að
nefna: skíðum, sundi, fallhlífarstökki,
dýfmgum og hestaíþróttum svo eitt-
hvað sé nefnt. Hann er líka betri bíl-
stjóri en nokkur kappaksturskappi,
getur flogið hvaða flugvél sem er og
er heimsins besta skytta.
' En andstæðingar hans hafa held-
ur ekld verið af verri endanum í
gegnum árin. Hver og einn hefur ver-
ið svikull, gráðugur og ólýsanlegt ill-
menni, - sem sagt alveg ómissandi.
í nýjustu Bond-myndinni eru
óþokkamir tveir leiknir af skoskum
leikurum.
Aftur rússneskur njósnari
Sá fyrsti kemur kunnuglega
Bond-aðdáendum kunnuglega fyrir
sjónir. Rússneski KGB-njósnarinn,
Valentin Zukovsky, var endurvakinn
fyrir síðustu Bond-myndina en hann
kom fyrst fram í Goldeneye.
„Það er mjög sérstakt
að fá tækifæri til að leika
illmennið £ Bond-mynd,“
sagði leikarinn Robbie
Coltrane þegar blaða-
maður hitti hann í Lon-
don á dögunum.
„Maður áttar sig fljót-
lega á því að maður á þátt
í frábærum flokki kvik-
mynda. Ég tala nú ekki
um fyrst ég fæ tækifæri í
þessari til að segja fræg-
ustu orð myndanna: „Bond, James
Bond, velkominn." Það fannst mér
vera hápunkturinn."
En hvemig vnr að taka þátt ísvona
viðamikilli framleiðslu tvisvar?
'' „Það er alveg frábært - ég fór á
frumsýninguna í Los Angeles og fólk
stóð meira að segja upp og klappaði.
Ég hélt að svoleiðis gerðist ekki í
Bandaríkjunum; þeir eru alltaf eitt-
hvað svo stffír."
Annað gildir um Bretland þar sem
Bond-myndimar hafa alltaf notið gíf-
urlegrar velgengni. Af hverju stafar
það?
„Ég held að það sé að hluta til-
vegna þess að þær eru svo alþjóðleg-
ar. Fólk vill alltaf horfa á Bond-
myndir. Þetta er í fyrsta skipti sem
illmennin eru leikin af Bretum, nánar
tiltekið Skotum. Það hefur alltaf ver-
ið passað upp á að hafa erlenda leik-
ara.
Það skiptir lika miklu máli að
Bond sjálfur er allt öðruvísi en flestar
hasarhetjur. Hann fær sér bara
vodka Martini og sefur hjá þremur
konum á milli þess sem hann bjargar
heiminum. Hann er þannig gerður að
karlmenn vilja fara með honum á
krána og fá sér bjór og konur - ja...
þær vilja gera eitthvað allt annað
með honum,“ segir Robbie og bætir
svo við, „nema þær séu einhvem veg-
inn á skjön við alla aðra.“
í Goldeneye var hjá-
kona Zukovskys leikin af
bresku leikkonunni
Minnie Driver. Saknað-
irðu hennar í þessari
mynd?
„Þú getur rétt ímynd-
að þér, - hún er alveg
stórkostleg og undursam-
legt að heyra hana syngja
með rússneskum hreim.“
Af hverju stakkstu
ekki upp á að Zukovsky tæki lagið í
þessari mynd?
„Þetta er frábær hugmynd, þið Is-
lendingar eruð ekki svo vitlausir.
Þetta gæti verið leiðin inn í þriðju
myndina fyrir mig,“ segir Robbie og
syngur Fly Me to the Moon með óað-
finnanlegum rússneskum hreim fyrir
blaðamanninn frá Fróni.
Það hafa alltafverið ákveðin tengsl
á milli íslands og Skotlands og blaða-
maðurspurði Robbie hvað hann vissi
um land og þjóð.
„Eruð þið ekki öll svo gáfuð þarna
fyrir norðan?“ spyr hann á móti.
Blaðamaður ákveður að neita því
ekki og Robbie heldur áfram: „Pabbi
minn er góður vinur Magnúsar
Magnússonar og hann er nú alveg
sérstakur. Við hittumst síðast í fiug-
vél og hann sat þarna bara í mestu
rólegheitum og þýddi eina íslend-
ingasögu eða svo. Alveg ótrúlegur
maður.“
En Coltrane viðurkennir að hafa
ekki lesið neina þeirra. Hann er hins
vegar óður og uppvægur að láta frek-
ari þekkingu sína íljós.
„Ég hef líka heyrt að nafnið ísland
hafí verið hálfgerð mistök því ef sá
sem nefndi það hefði komið að sumri
til þá hefði hann kallað það Græn-
land; ferleg óheppni, fínnst þér ekki?
Ég hef ekki ráðgert að fara þangað,
en í mínu starfí er aldrei að vita, ég
gæti verið að vinna þar í næstu viku.“
Stefnt að heimsyfirráðum
Hinn Skotinn leikur versta ill-
menni myndarinnar, hinn ódrepandi
Renard sem ætlar sér ekkert minna
en heimsyfírráð með aðstoð Carmen
Elektra, sem leikin er af Sophie
Marceau.
,Jið leika illmenni í Bond-mynd er
algjör hápunktur á ferlinum," segir
Robert Carlyle. „Maður getur verið
eins vondur og manni sýnist. Það eru
engin takmörk."
Robert er í góðum hópi leikara
sem hafa gert líf James Bond eriið-
ara eins og Robert Shaw og Crist-
opher Walken. Hvað fínnst honum
um það?
„Ég horfði á margar af gömlu
Bond-myndunum áður en við hóf-
umst handa og það er, eins og flestir
hinna leikaranna munu segja líka,
gífurlegur heiður að taka þátt í Bond-
mynd. Þær eru svo stór hluti af kvik-
myndasögunni."
Það sem vekur ef til vill mesta at-
hygli þegarkemurað þessu nítjánda.
Ég var í samn-
ingaviðræðum
við Friðrik Þór
Friðriksson um
að gera kvik-
mynd en ekk-
ert hefur kom-
ið út úr því
ennþá.
ífyrstu 17 myndum sínum hefur Bond:
| 1. Heimsótt 35 lönd
ifl|7r§ 2. Verið sagt 35 sinnum að hann muni deyja
3. Pantað24 Vodka Martini
m 4. Sofið hjá 55 konum
- 27 dökkhærðum
- 24 Ijóshærðum
- 4 rauðhærðum
j
XI
Bond hefur alls sofið hjá 76 sinnum í myndunum 17
d hefur sofið hjd 76 sinnum:
18 x á hótelberginu sínu
2 x í íbúð sinni í London
14xheimahjá henni
1 x heima hjá öðrum
3 x í lest
2 x í hlöðu
2 x úti í skógi
1 x í geimnum
2 x í sígaunatjaldi
2 x á spítala
2 x í flugvél
1 x í kafbáti
1 x í bíl
1 x í vélknúnum ísjaka
24 x í, við eða undir vatni
Vodka Martini - hristur ekki hrœrður
Sagt er að lan Fleming hafi þótt þessi
drykkur góður og þaðan sé ástríða
Bonds fyrir drykknum sprottin.
Þegar Martini er hrærður með klökum er
drykkurinn glær en James Bond vill hann
hristan því þá verður hann kaldari og
móðukenndur á litinn.
BOND MARTINI
Þrefaldur Gordon Gin
Einfaldur vodki
Hálfur Kina Lillet Vermouth
Hristur vel þangað til hann er ískaldur.
Borinn fram í kampavínsglasi skreyttur með sítrónu.
illmenni Bond-myndanna er að það
vottar fyrir örlítilli samúð áhorfenda
með honum.
„Það tók þónokkuð á að skapa
hann og ég er ánægður með útkom-
una. Hann er að deyja mjög hægum
dauðdaga með byssukúlu í höfðinu,
sem er frekar erfitt að ímynda sér.
Én ég held að það sé þaðan sem sam-
úðin kemur. Ahorfendur vita að hann
kemur til með að deyja að lokum og
ég hef heyrt frá nokkrum sem hafa
séð myndina að þetta sé í fyrsta
skipti sem þeir nánast vildu að Bond
tækist ekki ætlunar verk sitt. Það
myndi hins vegar eyði-
leggja þetta vörumerki
Bonds.“
Robert Carlyle skaust
upp á stjörnuhimininn
sem atvinnulausa fatafell-
an í The Full Monty. En
hlutverk Renard er langt
frá stálsmiðjunum í Shef-
fíeld íNorður-Englandi.
„Þetta er alveg ótrú-
leg kvikmyndagerð og í
fyrsta skipti sem ég tek
þátt i svona risastóru
verkefni," segir hann. „Það var frek-
ar erfítt að venjast þessu, ekki síst
vegna þess að maður fær eiginlega
bara eitt tækifæri til þess að standa
sig. Ef eitthvað fer úrskeiðis getur
tekið heilan dag að undirbúa nýjar
tökur sem kostar auðvitað gríðarleg-
ar upphæðir.
Það tók t.d. fjórar vikur að taka
upp neðanjarðaratriðið þegar Ren-
ard reynir að sprengja Bond og
stelpuna hans í loft upp. I raunveru-
leikanum tók það mig 30 sekúndur að
ganga þessa vegalengd."
En hvað með framtíðina, stefnir
hann að því að gera fleiri stórar
Hollywood-myndir eins ogþessa?
„Ég bara veit það ekki, íyrir mig
skiptir hlutverkið mestu máli. Ég
nenni ekki að leika leiðinlegar eða
óáhugaverðar persónur. Næsta verk-
efni mitt er t.d. tekið upp í Manchest-
er og kostar 2 milljónir punda [um
240 milljónir króna] sem er líklegast
það sem Bond-myndin kostar á dag
en hlutverkið er mjög áhugavert."
Robert Carlyle er alinn upp í Glas-
gow þar sem hann lærði jafnframt
leiklist. Honum er mjög annt um
heimabæ sinn og stendur
þar oft fyrir góðgerðar-
sýningum og öðrum slík-
um atburðum.
„Ég myndi ekki vilja
búa neins staðar annars
staðar. Það er að sjálf-
sögðu mikið af vandamál-
um í Skotlandi en ég trúi
því að það sé hægt að
leysa þau með tímanum.“
Hvað um Island, veit
þessi frægi Skoti eitthvað
um nágrannaland sitt?
„Já, ég geri það nú reyndar. Dam-
on AJbarn, söngvarinn í Blur, er góð-
ur vinur minn og hann hefur sagt
mér ýmislegt. Mér skilst að þið kunn-
ið aldeilis að skemmta ykkur þarna í
kuldanum. Ég hef reyndar aldrei
heimsótt landið. Ég var hins vegar í
samningaviðræðum við Friðrik Þór
Friðriksson um að gera kvikmynd en
það hefur ekkert komið út úr því enn-
þá. Ég myndi gjarnan vilja vera þátt-
takandi í verkefni á Islandi. Ég hef
aldrei heyrt neitt nema gott um land-
ið.“
Hann er þannig
gerður að karl-
menn vilja fara
með honum á
krána og fá sér
bjór og konur -
ja... þær vilja
gera eitthvað
allt annað með
honum.