Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 52

Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunbiaðið/Sverrir. Grand Hótel Reykjavík Gluggagægir kom Smárahvammur Kertasníkir færði börnunum gjafir eins og jólasveina er siður. Hvað ætli sé í pakkanum? á gluggann og var vei fagnað. Gengið í kríngum jólatréð JÓLIN hafa verið og eru enn ein- hver dýrlegasta hátíðin á árinu, ekki sfst í augum bamanna. Þá eru ýmsir kynlegir kvistir á ferðinni, þeirra merkilegastir em jólasvein- arnir. Þeir byrja að koma þrettán dögum fyrir jól og heilsa upp á bömin þar sem þau eru á jólatrés- skemmtunum í leikskólum og grunnskólum landsins og víðar. Ljósmyndarar Morgunblaðsins litu inn á nokkruin stöðum þar sem bömin voru að ganga í kringum jólatréð með sveinka. Þau yngstu settu sum upp skeifu þegar hann nálgaðist því svona skeggjaðir karlar eru langt frá því að vera árennilegir. Önnur vom hugrakk- ari og voru til í að leiða karlinn og syngja með honum „Adam átti syni sjö“ og „Gekk ég yfir sjó og land“. Um þessa söngva segir Arni Bjömsson þjóðháttafræðingur í Sögu daganna (Reykjavík 1993) að þeir hafi komið hingað til lands fyr- ir 1920. Höfundarnir séu flestir út- lendir og allir fslensku þýðendurnir virðist óþekktir nema hvað söngur- Inn um Þyrnirós (Hún Þymirós var besta barn) muni vera eftir Pál J. Árdal. Textamir hafi stundum ver- ið fleiri en einn og tekið breyting- um í áranna rás, eftir því sem við þótti eiga og börn á hverjum stað skildu best. Segir hann jafnframt að laglínur hafi ekki síður breyst í íslenskum meðförum. í Skandinavíu áttu þessar vísur reyndar ekki frekar við jól en aðr- ar barnasamkomur. Vegna stijál- býlis voru jólin hins vegar lengi vel allt að því eina tækifærið fyrir ís- lensk börn að koma saman til leikja að vetrarlagi. Morgunblaðið/Þorkell. Barnadeild Hringsins Lftil stúlka orðin þreytt ájóla- tilstandinu en þá er gott að kúra sig upp við mömmu. Morgunblaðið/Arni Sæberg. KorpUSkÓIÍ Börnin voru í sínu fínasta pússi á jólatrésskemmtuninni og svo voru þau svo prúð og stillt. Morgunblaðið/Þorkell. Kringlan Jólasvcinninn hcilsar upp á ungan mann í Kringlunni sem líst nokkuð vel á þennan skrítna svein en ennþá betur á ljósmyndarann. 'bJstjÁ5 GARÐABÆ i.oo% Mt.it SSS722tAXS6SS7J3 ABURÐUR m* Asgarður Jólasveinunum er fátt óviðkom- andi og þarna eru þeir að horfa á handbolta kvenna sem fram fór í Garðabænum. Morgunblaðið/Sverrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.