Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 81

Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 81
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 81 Bindindis- dagur fjölskyld- unnar í Ráðhúsinu VEGLEG skemmtun var haldin 4. desember í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af Bindindisdegi fjölskyld- unnar. Skemmtunin var einstaklega vel sótt og voru nokkur hundruð manns mætt tii þess að fylgjast með skemmtidagskránni, en að- gangur var ókeypis. Þeir sem skemmtu voru börn, unglingar og fullorðið fólk. Yfír- skrift dagsins var „Veldu lífið“. Ól- afur Zophaníasson og Erdna Varð- ardóttir fluttu lag Bindindisdags- ins, Veldu lífið. Erdna söng líka lög af nýútkomnum geisladisk sínum Jólanótt. FjöguiTa ára dóttir henn- ar lagði henni lið í einu laginu. Yngri kór Kársnesskóla söng sig inn í hug og hjarta viðstaddra, en þetta voru 60 átta ára börn. Lúðra- sveit Laugarnesskóla spilaði. Ungl- ingar úr hæfileikakeppninni Skrekk sýndu atriðþ úr keppninni, Guð- mundur Þór kom með Latabæjar- brúðurnar: Sollu stirðu og Glanna glæp, og gerðu brúðurnar mikla lukku. Kristín Steinsdóttir las upp úr bók sinni Kleinur og karrý. Atli Rafn söng lagið Grimmhildur Grámann, af nýju teiknimyndaplöt- unni Jabadabadú. Jólasveinninn kom í heimsókn og gaf börnunum svolítið gott og Jón Indriði, sem að undanförnu hefur farið í grunnskól- ana með forvarnarfræðslu, gaf mönnum sýnishorn af því hvernig hann talar við krakkana. Bindindisdagur fjölskyldunnar er orðinn árviss viðburður. Hann er haldinn af Stórstúku íslands, í sam- starfi við ýmsa forvarnaraðila í landinu. --♦ ♦♦- Tónlistar- menn heiðraðir á styrktar- tónleikum Mikil viðbrögð við ókeypis veiru- varnarforriti VEGNA gífurlegra undirtekta landsmanna við tilboði Snerpu um að fá AVP-veiruvarnarforritið endurgjaldslaust fram yfir áramót þá hefur Snerpa ákveðið að bæta við stöðum þar sem hægt er að nálgast AVP. Alag á kerfi Snerpu var með all- ra mesta móti í gær og fyrradag. Nú hefur verið settur upp spegill (mirror) af skráarsvæði AVP á Isl- andi. Sá spegill er staðsettur hjá Tölvun í Vestmannaeyjum, en Tölvun er einn af söluaðilum AVP á Islandi. Með þessu móti vonast Snerpa til þess að iétta álagið á kerfunúm þannig að fleiri geti nýtt sér þennan möguleika og verið fljótari að sækja forritið. Slóðin í forritið er http://avp.snerpa.is. Búið er að sækja 200 eintök af , jólapakkanum" og var mest af því sótt í fyrrakvöld. Morgunblaðið/Arni Sæberg Landsbankinn og Landsbréf gefa börnum jólagjafir Aftansöngur sýndur beint á Skjá einum og á mbl.is Á AÐFANGADAG verður Skjár einn með beina útsendingu frá aft- ansöng kl. 18. Sjónvarpað verður frá Grafarvogskirkju. Utsendingin verð- ur einnig send út á Netinu á mbl.is þar sem Islendingar um allan heim geta fylgst með íslenskum aftansöng. Þetta er í fyrsta skipti sem sjón- varpað er beint frá aftansöng á ís- landi og mun gefa þeim sem ekki komast í kirkju tækifæri til að fylgj- ast með. Sr. Vigfús Þór Ámason predikar og þjónar fyrir altari. Organisti guðsþjónustunnar er Hörður Braga- son. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einleikarar eru Birgir Bragason, bassi, Bryndís Bragadóttii- á fiðlu og Einar Jónsson á básúnu. Egill Ólafs- son syngur. -----♦ ♦ ♦ Leitað eftir vitnum Á TÍMABILINU frá 17.-21. desem- ber sl. var ekið á Toyotu Corollu, bláa að lit, við Flyðrugranda 16 í Reykja- vík og fór tjónvaldur af vettvangi. Ökumaðm- bifreiðarinnar sem olli tjóninu er beðinn að gefa sig fram við rannsóknardeild lögi'eglunnar í Reykjavík svo og þeir sem urðu vitni að óhappinu. STARFSFÓLK Landsbunka Islands hf. og Landsbréfa hf. fór nýverið með jólagjafir til Bamaspítala Hringsins, Bama- og unglinga- geðdeildar Landspít alans við Dal- braut, Sjúkrahúss Reykjavíkur og fleiri sjúkrahúsa úti um land. Landsbankinn og Landsbréf ákváðu að gefa bömum sem dvelja á sjúkra- húsum landsins yfir hátíðamar jóla- gjafír, í stað þess að senda við- skiptavinum og samstarfsaðilum jólakort. Hér afhenda Valdís Amardóttir, markaðssviði Landsbankans, og Sig- urður Óli Sigurðsson sva'ðisstjóri þeim Steinunni Ingvarsdóttur hjúkr- unarframkvæmdastjóra Barnaspít- ala Hringsins, Sigríði Friðgeirsdótt- ur deildarstjóra ungbarnadeildar og Svönu Pálsdóttur deildarstjóra lyf- Iæknisdeildar bama gjafimar. Heldur upp á 40 ára söngafmæli SÖNGKONAN Hjördís Geirsdóttir heldur upp á 40 ára söngafmæli sitt í Næturgalanum, Siniðjuvegi, sunnudaginn 26. desember. Hjördís kemur fram ásamt hljóm- sveit sinni og hefst dagskráin um kl. 22. Guðmundur Rafn Geirdal skólastjóri „I hinni íslensku alfræðiorðabók segir um jólin: „Fæðingarhátíð Jesú, 25. des.; upphaíl. heiðin háríð um vetrarsólhvörf til dýrðar frjósemisguðum. Við lögfest- ingu kristins siðar var jóladagurinn sett- ur 25- des. og var hann talinn nýársdag- ur til loka 16 aldar“ (bls. 209). Ef kristni gengur út á að segja sannleikann þá er þetta SANNLEIKURINN um jólin. Vcrið cr að halda upp á heiðna hátíð. TÓNLEIKAR til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda verða haldnir í Háskólabíói að kvöldi 29. desember. Þar verður tónlistarmað- ur aldarinnar meðal annars heiðrað- ur en val á honum fer nú fram á Visi- .is. Ætlunin er að safna 2 milljónum króna á tónleikunum sem Háskóla- bíó, Vífilfell, DV, íslenska útvarps- félagið og Hard Rock Café standa að. Auk tónlistannanns aldarinnar verða heiðraðir þeir sem flest at- kvæði hljóta í kosningu Visis.is um söngvara aldarinnar, söngkonu, rokkhljómsveit, ballhljómsveit, rokkara, plötu og lag aldarinnar. Jólatilboð á milli- landasímtölum LANDSSÍMINN býður viðskipta- vinum sínum sérstakan jólaafslátt af millilandasímtölum á jóladag og ann- an dag jóla. Afslátturinn nemur 15% og verður lægsta mínútugjaldið þessa daga aðeins tæpar 23 krónur. Afslátturinn gildii- fyrir símtöl úr almenna símakerfinu, GSM- og NMT-farsímakerfunum. Þó geta við- skiptavinir með fyrirframgreidda GSM-áskrift (Frelsi) ekki nýtt sér hann. Þá gildir afslátturinn aðeins ef valið er sjálfvirkt, en ekki fyrir hand- virka þjónustu, sem veitt er í síma 115. Með nýju reikningagerðarkerfi Símans gefast fleiri kostir á afslátt- arpökkum og tímabundnum tilboð- um af þessu tagi og verður gert meira af slíku á næstunni. Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil fyrir árslok og forðist vexti og kostnað. Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568 6099, fax 568 6299. Okeypis talsam- band um jólin TAL hf. hefur ákveðið að gefa öllum viðskiptavinum fyrirtækisins í jóla- gjöf að geta hringt ókeypis sín á milli á aðfangadag og jóladag. Frá því á hádegi á aðfangadag og síðan allan jóladag, allt til miðnættis, verða TAL í TAL símtöl ókeypis fyr- ir þá sem hafa Tal GSM-síma. Fyrir- sjáanlegt er að fjöldinn allur muni nýta sér þessa jólagjöf til að vera í sambandi við vini og ættingja um jól- in. Þrátt fyrir það er ekki búist við vandkvæðum á því að ná sambandi vegna þess hve öflugt símkerfi Tals er, segir í fréttatilkynningu. Með þessu móti vill Tal samgleðj- ast viðskiptavinum sínum vegna góðs árangurs á árinu sem er að líða. Fjöldi viðskiptavina hefur þrefaldast frá síðustu áramótum og eru þeir nú yfir 35 þúsund talsins, segir enn- fremur. Y0GA& STUDIO Yoga - Sauna Auðbrekku 14, sími 544 5560. Við óskum viðskiptavinum okkar 4 gleðilegra jóla ogfriðar á komandi ári Ásmundur Anna Kópavogi, Daníel »3i. B HALUR OG SFRUND ehf. Sími 544 5560 og 864 1445 BIOTONE nuddvörur, Oshadhi 100% hágæða ilmkjarna- olíur, nuddbekkir frá Custom Craftworks, nuddplaköt, slökunartónlist, ilmker, bækur o.m.fl. Ingibjörg Lísa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.