Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 81 Bindindis- dagur fjölskyld- unnar í Ráðhúsinu VEGLEG skemmtun var haldin 4. desember í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af Bindindisdegi fjölskyld- unnar. Skemmtunin var einstaklega vel sótt og voru nokkur hundruð manns mætt tii þess að fylgjast með skemmtidagskránni, en að- gangur var ókeypis. Þeir sem skemmtu voru börn, unglingar og fullorðið fólk. Yfír- skrift dagsins var „Veldu lífið“. Ól- afur Zophaníasson og Erdna Varð- ardóttir fluttu lag Bindindisdags- ins, Veldu lífið. Erdna söng líka lög af nýútkomnum geisladisk sínum Jólanótt. FjöguiTa ára dóttir henn- ar lagði henni lið í einu laginu. Yngri kór Kársnesskóla söng sig inn í hug og hjarta viðstaddra, en þetta voru 60 átta ára börn. Lúðra- sveit Laugarnesskóla spilaði. Ungl- ingar úr hæfileikakeppninni Skrekk sýndu atriðþ úr keppninni, Guð- mundur Þór kom með Latabæjar- brúðurnar: Sollu stirðu og Glanna glæp, og gerðu brúðurnar mikla lukku. Kristín Steinsdóttir las upp úr bók sinni Kleinur og karrý. Atli Rafn söng lagið Grimmhildur Grámann, af nýju teiknimyndaplöt- unni Jabadabadú. Jólasveinninn kom í heimsókn og gaf börnunum svolítið gott og Jón Indriði, sem að undanförnu hefur farið í grunnskól- ana með forvarnarfræðslu, gaf mönnum sýnishorn af því hvernig hann talar við krakkana. Bindindisdagur fjölskyldunnar er orðinn árviss viðburður. Hann er haldinn af Stórstúku íslands, í sam- starfi við ýmsa forvarnaraðila í landinu. --♦ ♦♦- Tónlistar- menn heiðraðir á styrktar- tónleikum Mikil viðbrögð við ókeypis veiru- varnarforriti VEGNA gífurlegra undirtekta landsmanna við tilboði Snerpu um að fá AVP-veiruvarnarforritið endurgjaldslaust fram yfir áramót þá hefur Snerpa ákveðið að bæta við stöðum þar sem hægt er að nálgast AVP. Alag á kerfi Snerpu var með all- ra mesta móti í gær og fyrradag. Nú hefur verið settur upp spegill (mirror) af skráarsvæði AVP á Isl- andi. Sá spegill er staðsettur hjá Tölvun í Vestmannaeyjum, en Tölvun er einn af söluaðilum AVP á Islandi. Með þessu móti vonast Snerpa til þess að iétta álagið á kerfunúm þannig að fleiri geti nýtt sér þennan möguleika og verið fljótari að sækja forritið. Slóðin í forritið er http://avp.snerpa.is. Búið er að sækja 200 eintök af , jólapakkanum" og var mest af því sótt í fyrrakvöld. Morgunblaðið/Arni Sæberg Landsbankinn og Landsbréf gefa börnum jólagjafir Aftansöngur sýndur beint á Skjá einum og á mbl.is Á AÐFANGADAG verður Skjár einn með beina útsendingu frá aft- ansöng kl. 18. Sjónvarpað verður frá Grafarvogskirkju. Utsendingin verð- ur einnig send út á Netinu á mbl.is þar sem Islendingar um allan heim geta fylgst með íslenskum aftansöng. Þetta er í fyrsta skipti sem sjón- varpað er beint frá aftansöng á ís- landi og mun gefa þeim sem ekki komast í kirkju tækifæri til að fylgj- ast með. Sr. Vigfús Þór Ámason predikar og þjónar fyrir altari. Organisti guðsþjónustunnar er Hörður Braga- son. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einleikarar eru Birgir Bragason, bassi, Bryndís Bragadóttii- á fiðlu og Einar Jónsson á básúnu. Egill Ólafs- son syngur. -----♦ ♦ ♦ Leitað eftir vitnum Á TÍMABILINU frá 17.-21. desem- ber sl. var ekið á Toyotu Corollu, bláa að lit, við Flyðrugranda 16 í Reykja- vík og fór tjónvaldur af vettvangi. Ökumaðm- bifreiðarinnar sem olli tjóninu er beðinn að gefa sig fram við rannsóknardeild lögi'eglunnar í Reykjavík svo og þeir sem urðu vitni að óhappinu. STARFSFÓLK Landsbunka Islands hf. og Landsbréfa hf. fór nýverið með jólagjafir til Bamaspítala Hringsins, Bama- og unglinga- geðdeildar Landspít alans við Dal- braut, Sjúkrahúss Reykjavíkur og fleiri sjúkrahúsa úti um land. Landsbankinn og Landsbréf ákváðu að gefa bömum sem dvelja á sjúkra- húsum landsins yfir hátíðamar jóla- gjafír, í stað þess að senda við- skiptavinum og samstarfsaðilum jólakort. Hér afhenda Valdís Amardóttir, markaðssviði Landsbankans, og Sig- urður Óli Sigurðsson sva'ðisstjóri þeim Steinunni Ingvarsdóttur hjúkr- unarframkvæmdastjóra Barnaspít- ala Hringsins, Sigríði Friðgeirsdótt- ur deildarstjóra ungbarnadeildar og Svönu Pálsdóttur deildarstjóra lyf- Iæknisdeildar bama gjafimar. Heldur upp á 40 ára söngafmæli SÖNGKONAN Hjördís Geirsdóttir heldur upp á 40 ára söngafmæli sitt í Næturgalanum, Siniðjuvegi, sunnudaginn 26. desember. Hjördís kemur fram ásamt hljóm- sveit sinni og hefst dagskráin um kl. 22. Guðmundur Rafn Geirdal skólastjóri „I hinni íslensku alfræðiorðabók segir um jólin: „Fæðingarhátíð Jesú, 25. des.; upphaíl. heiðin háríð um vetrarsólhvörf til dýrðar frjósemisguðum. Við lögfest- ingu kristins siðar var jóladagurinn sett- ur 25- des. og var hann talinn nýársdag- ur til loka 16 aldar“ (bls. 209). Ef kristni gengur út á að segja sannleikann þá er þetta SANNLEIKURINN um jólin. Vcrið cr að halda upp á heiðna hátíð. TÓNLEIKAR til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda verða haldnir í Háskólabíói að kvöldi 29. desember. Þar verður tónlistarmað- ur aldarinnar meðal annars heiðrað- ur en val á honum fer nú fram á Visi- .is. Ætlunin er að safna 2 milljónum króna á tónleikunum sem Háskóla- bíó, Vífilfell, DV, íslenska útvarps- félagið og Hard Rock Café standa að. Auk tónlistannanns aldarinnar verða heiðraðir þeir sem flest at- kvæði hljóta í kosningu Visis.is um söngvara aldarinnar, söngkonu, rokkhljómsveit, ballhljómsveit, rokkara, plötu og lag aldarinnar. Jólatilboð á milli- landasímtölum LANDSSÍMINN býður viðskipta- vinum sínum sérstakan jólaafslátt af millilandasímtölum á jóladag og ann- an dag jóla. Afslátturinn nemur 15% og verður lægsta mínútugjaldið þessa daga aðeins tæpar 23 krónur. Afslátturinn gildii- fyrir símtöl úr almenna símakerfinu, GSM- og NMT-farsímakerfunum. Þó geta við- skiptavinir með fyrirframgreidda GSM-áskrift (Frelsi) ekki nýtt sér hann. Þá gildir afslátturinn aðeins ef valið er sjálfvirkt, en ekki fyrir hand- virka þjónustu, sem veitt er í síma 115. Með nýju reikningagerðarkerfi Símans gefast fleiri kostir á afslátt- arpökkum og tímabundnum tilboð- um af þessu tagi og verður gert meira af slíku á næstunni. Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil fyrir árslok og forðist vexti og kostnað. Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568 6099, fax 568 6299. Okeypis talsam- band um jólin TAL hf. hefur ákveðið að gefa öllum viðskiptavinum fyrirtækisins í jóla- gjöf að geta hringt ókeypis sín á milli á aðfangadag og jóladag. Frá því á hádegi á aðfangadag og síðan allan jóladag, allt til miðnættis, verða TAL í TAL símtöl ókeypis fyr- ir þá sem hafa Tal GSM-síma. Fyrir- sjáanlegt er að fjöldinn allur muni nýta sér þessa jólagjöf til að vera í sambandi við vini og ættingja um jól- in. Þrátt fyrir það er ekki búist við vandkvæðum á því að ná sambandi vegna þess hve öflugt símkerfi Tals er, segir í fréttatilkynningu. Með þessu móti vill Tal samgleðj- ast viðskiptavinum sínum vegna góðs árangurs á árinu sem er að líða. Fjöldi viðskiptavina hefur þrefaldast frá síðustu áramótum og eru þeir nú yfir 35 þúsund talsins, segir enn- fremur. Y0GA& STUDIO Yoga - Sauna Auðbrekku 14, sími 544 5560. Við óskum viðskiptavinum okkar 4 gleðilegra jóla ogfriðar á komandi ári Ásmundur Anna Kópavogi, Daníel »3i. B HALUR OG SFRUND ehf. Sími 544 5560 og 864 1445 BIOTONE nuddvörur, Oshadhi 100% hágæða ilmkjarna- olíur, nuddbekkir frá Custom Craftworks, nuddplaköt, slökunartónlist, ilmker, bækur o.m.fl. Ingibjörg Lísa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.