Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 96

Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 96
- r KOSTA með vaxta þrepum ft) Bl SAIIVKKAM.INN www.bi.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KA UPANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðis- hersins JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræð- ishersins og Vemdar verður haldinn í dag í Herkastalanum Kirkjustræti 2 í Reykjavík og hefst með borðhaldi kl. 18. All- ir þeir, sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir á jólafagnaðinn. Hanna Johannessen, for- maður jólanefndar Verndar, segir að þetta sé í fertugasta sinn sem Vemd stendur að jólafagnaði. Til fjölda ára var jólafagnaðurinn í húsi Slysa- varnafélags íslands að Grandagarði en nú hin síðari árin í góðu samstarfi við Hjálp- ræðisherinn og í hans húsnæði. Formaður skólanefndar hótar afsögn GUÐMUNDUR Hallgrímsson, for- maður skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar og formaður Sjálf- stæðisfélags Garðabæjar, segir að afsögn sín úr skólanefndinni vofí yfir komi Agnes Löve til starfa sem skólastjóri frá áramótum. Starf- semi skólans virðist í uppnámi eftir að bæjarstjórn Garðabæjar ákvað einróma í atkvæðagreiðslu að ráða Agnesi. Skólanefndin mælti með ráðningu Smára Ólasonar, yfir- kennara skólans, og hann naut mik- ils stuðnings í kennaraliðinu. Allir starfsmenn hafa undirritað yfírlýs- ingu, sem borin verður í öll hús í Garðabæ, þar sem vinnubrögðum bæjarstjórnar er mótmælt. „Ég var búinn að vara meirihlutann alvar- lega við að það gæti orðið stórslys ef þeir tækju ekki tillit til þess sem ég var að segja,“ sagði Guðmundur. ■ Afsögn/14 Jöhann G. Bergþórsson segir að samningum frá 1991 um Fljótsdalsvirkjun hafí verið við haidið Eðlilegt að Landsvirkjun láti gerða samninga ganga í gildi JÓHANN G. Bergþórsson verkfræð- ingur segir að samningum sem gerðir voru á milli Landsvirkjunar og nor- rænnar verktakasamsteypu árið 1991 um framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun hafi alla tíð verið við haldið og að hann hefði talið eðlilegt að Landsvirkjun léti þá ganga í gildi, í stað þess að tilkynna að haldið verði nýtt útboð vegna framhalds fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun, líkt og Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, gerði í Morgunblaðinu í gær. Segir Jóhann að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort þau fyrir- tæki, sem lögðu fram tilboðið á sínum tíma, eigi ekki einhvem rétt en fyrir liggi að þau lögðu 68 milljónir í kostn- að vegna málsins á sínum tíma á þá- virði, sem sjálfsagt séu hátt á annað hundrað milljóna á núvirði. Sjálfur átti Jóhann aðild að málinu þar sem fyrirtæki hans, Hagvirki og Hagvirki-Klettur, áttu aðild að nor- rænu verktakasamsteypunni sem hafði nafnið Nortak. Komu fyrirtæk- in NCC í Svíþjóð, Eeg Hemiksen í Noregi, sem reyndar sé 100% í eigu NCC, og framkvæmdadeild norsku landsvirkjunarinnar, Stadkraft, að þessari samsteypu, auk íyrirtækja Jóhanns. Frávikstilboð sem sparaði Landsvirkjun hálfan milljarð Landsvirkjun gekk til samninga við Nortak og formleg yfirlýsing var undirrituð í september 1991 en fram- kvæmdimar síðan blásnar af í októ- ber sama ár, eins og kunnugt er. Samningurinn byggðist á frávikstil- boði verktakanna sem sparaði rúman hálfan milljarð fyrir Landsvirkjun með nýrri hönnun á verkefninu, legu ganga o.s.frv. „Þessum samningi eða yfirlýsing- um hefur verið viðhaldið alla tíð síð- an,“ segir Jóhann, seinast í fyrra að beiðni Landsvirkjunar. Hafi þá verið gert ráð fyrir að framkvæmdir hæf- ust í upphafi þessa árs. Yfirlýsing for- stjóra Landsvirkjunar í Morgunblað- inu í gær bendi til að nú hafi fyrirtækið hins vegar gefið út tilskip- un um að virkjunin skuli endurhönn- uð og boðin út að nýju. Jóhann segir í þessu sambandi að það hljóti að vera lögfræðilegt álita- efni hvort Nordtak-grúppan eigi ekki einhvem höfundarrétt verði stuðst við frávikstillögu þeirra. „Og ég veit það að Svíamir og Norðmennimir telja sig eiga ákveðið tilkall til verkefnisins af því að samn- ingnum hefur verið viðhaldið á þenn- an veg,“ segir hann. Bætir hann við að það sé mat Svíanna, og um það hafi þeir sent Landsvirkjun bréf í október, að eðlilegast væri að gengið yrði til samninga við þá og lokið við þann samning sem var búið að gera á sínum tíma. Lögfræðiálit liggur fyrir Jóhann segir Svíana hafa fylgst grannt með framgangi þessa máls. „Þú getur rétt ímyndað þér að ef þú hefðir lagt 68 milljónir í eitthvert verkefni, og svo væri sísona sagt „takk fyrir og við ætlum bara að byrja upp á nýtt“, þá hlytirðu að horfa aðeins í þína pyngju því 68 milljónir frá 1991, vaxtareiknaðar til dagsins í dag á verðbótum em sjálf- sagt talsvert á annað hundrað millj- ónir.“ Jóhann segist sjálfur engra hags- muna hafa að gæta í málinu enda urðu fyrirtæki hans gjaldþrota. Hann óskaði hins vegar eftír því við Landsvirkjun, á þeim tíma þegar Hagvirki og Hagvirki-Klettur áttu í ijárhagserfiðleikum, að hún greiddi hans hlut í þessu dæmi, sem vom um 22 milljónir. Landsvirkjun hafi þá lát- ið gera lögfræðiálit þar sem fram kom að þar sem ekki væri farið að nota þær áætlanir, sem Nortak'hafði lagt fram og lagt í kostnað vegna, þá væri ekki víst að þær yrðu notaðar. Þess vegna myndi Landsvirkjun ekki greiða fyrir réttinn. Norrænu sam- starfsaðilarnir hljóti hins vegar að vísa í þetta sama álit nú vegna réttar síns í málinu. Það segi að vísu að þeir hafi engan rétt, ef framkvæmdir hefj- ast aldrei við virkjunina í því formi sem hún var hönnuð af frávikstilboði Nortak, en á hinn bóginn hljóti þetta að þýða viðurkenningu á rétti Nor- taks sé stuðst við tílboð þess frá 1991. Fjölmenni í friðargöngu Morgunblaðið/Kristinn MIKILL fjöldi fólks tók þátt í friðargöngu sam- starfshóps friðarhreyfinga niður Laugaveg í Reykjavík á Þorláksmessu í gær. Ekki spillti veðrið heldur fyrir þátttökunni enda með eindæmum hlýtt og stillt miðað við árstíma. Gleðin og eftirvæntingin leyndi sér ekki í andlitum þessara barna og forráðamanna þeirra á Ingólfstorgi en þar endaði blysförin með stuttum fundi þar sem minnst var á boðskap friðarhreyfinganna. Margir gáfu blóð þrátt fyrir annríki Á MILLI140 og 150 manns gáfu sér tíma í mestu önnunum í gær til að heimsækja Blóðbankann og gefa blóð. Vöktu þessi góðu viðbrögð landsmanna mikla gleði hjá starfs- fólki Blóðbankans, að sögn Sveins Guðmundssonar yfirlæknis. Blóðbankinn tekur við blóðgjöfum hvern fimmtudag og sagði Sveinn að dagurinn í gær hefði verið eins og góður fimmtudagur hjá þeim þrátt fyrir að fólk hafi um ýmislegt að hugsa við undirbúning hátíðanna. Hefð er fyrir því í Blóðbankanum að bjóða upp á tertu og súkkulaði á Þorláksmessu til að skapa jóla- stemmningu og mælist það greini- lega vel fyrir hjá landsmönnum. „Við getum náttúrlega ekki tekið það sem gefið,“ sagði Sveinn, „að fólk mæti til að gefa blóð á svona sérstökum degi, þegar það er oft að hugsa um annað, en við erum alveg óskaplega ánægð með þessar undirtektir og förum glöð inn í jólin." KÉRtASNfKlÉ jffij m MMNRH T S l.T S Slasaðist alvarlega í bruna í Keflavík Íslandssími f ISLANDSBANKI KONA slasaðist alvarlega í elds- svoða í einbýlishúsi á Heiðarbóli í Keflavík í gær. Hún var fyrst flutt á Sjúkrahús Keflavíkur en eftir at- hugun var hún flutt á bráðamót- töku Landspítalans. Lögregla fékk tilkynningu um að konan væri mikið slösuð frá að- standanda hennar um þrjúleytið í gær. Lögregla og slökkvilið mættu samstundis á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn sem hafði kviknað í einu herbergja hússins. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 28. des- ember. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins um hátíðimar. Slóðin er mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.