Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 96

Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 96
- r KOSTA með vaxta þrepum ft) Bl SAIIVKKAM.INN www.bi.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KA UPANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðis- hersins JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræð- ishersins og Vemdar verður haldinn í dag í Herkastalanum Kirkjustræti 2 í Reykjavík og hefst með borðhaldi kl. 18. All- ir þeir, sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir á jólafagnaðinn. Hanna Johannessen, for- maður jólanefndar Verndar, segir að þetta sé í fertugasta sinn sem Vemd stendur að jólafagnaði. Til fjölda ára var jólafagnaðurinn í húsi Slysa- varnafélags íslands að Grandagarði en nú hin síðari árin í góðu samstarfi við Hjálp- ræðisherinn og í hans húsnæði. Formaður skólanefndar hótar afsögn GUÐMUNDUR Hallgrímsson, for- maður skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar og formaður Sjálf- stæðisfélags Garðabæjar, segir að afsögn sín úr skólanefndinni vofí yfir komi Agnes Löve til starfa sem skólastjóri frá áramótum. Starf- semi skólans virðist í uppnámi eftir að bæjarstjórn Garðabæjar ákvað einróma í atkvæðagreiðslu að ráða Agnesi. Skólanefndin mælti með ráðningu Smára Ólasonar, yfir- kennara skólans, og hann naut mik- ils stuðnings í kennaraliðinu. Allir starfsmenn hafa undirritað yfírlýs- ingu, sem borin verður í öll hús í Garðabæ, þar sem vinnubrögðum bæjarstjórnar er mótmælt. „Ég var búinn að vara meirihlutann alvar- lega við að það gæti orðið stórslys ef þeir tækju ekki tillit til þess sem ég var að segja,“ sagði Guðmundur. ■ Afsögn/14 Jöhann G. Bergþórsson segir að samningum frá 1991 um Fljótsdalsvirkjun hafí verið við haidið Eðlilegt að Landsvirkjun láti gerða samninga ganga í gildi JÓHANN G. Bergþórsson verkfræð- ingur segir að samningum sem gerðir voru á milli Landsvirkjunar og nor- rænnar verktakasamsteypu árið 1991 um framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun hafi alla tíð verið við haldið og að hann hefði talið eðlilegt að Landsvirkjun léti þá ganga í gildi, í stað þess að tilkynna að haldið verði nýtt útboð vegna framhalds fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun, líkt og Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, gerði í Morgunblaðinu í gær. Segir Jóhann að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort þau fyrir- tæki, sem lögðu fram tilboðið á sínum tíma, eigi ekki einhvem rétt en fyrir liggi að þau lögðu 68 milljónir í kostn- að vegna málsins á sínum tíma á þá- virði, sem sjálfsagt séu hátt á annað hundrað milljóna á núvirði. Sjálfur átti Jóhann aðild að málinu þar sem fyrirtæki hans, Hagvirki og Hagvirki-Klettur, áttu aðild að nor- rænu verktakasamsteypunni sem hafði nafnið Nortak. Komu fyrirtæk- in NCC í Svíþjóð, Eeg Hemiksen í Noregi, sem reyndar sé 100% í eigu NCC, og framkvæmdadeild norsku landsvirkjunarinnar, Stadkraft, að þessari samsteypu, auk íyrirtækja Jóhanns. Frávikstilboð sem sparaði Landsvirkjun hálfan milljarð Landsvirkjun gekk til samninga við Nortak og formleg yfirlýsing var undirrituð í september 1991 en fram- kvæmdimar síðan blásnar af í októ- ber sama ár, eins og kunnugt er. Samningurinn byggðist á frávikstil- boði verktakanna sem sparaði rúman hálfan milljarð fyrir Landsvirkjun með nýrri hönnun á verkefninu, legu ganga o.s.frv. „Þessum samningi eða yfirlýsing- um hefur verið viðhaldið alla tíð síð- an,“ segir Jóhann, seinast í fyrra að beiðni Landsvirkjunar. Hafi þá verið gert ráð fyrir að framkvæmdir hæf- ust í upphafi þessa árs. Yfirlýsing for- stjóra Landsvirkjunar í Morgunblað- inu í gær bendi til að nú hafi fyrirtækið hins vegar gefið út tilskip- un um að virkjunin skuli endurhönn- uð og boðin út að nýju. Jóhann segir í þessu sambandi að það hljóti að vera lögfræðilegt álita- efni hvort Nordtak-grúppan eigi ekki einhvem höfundarrétt verði stuðst við frávikstillögu þeirra. „Og ég veit það að Svíamir og Norðmennimir telja sig eiga ákveðið tilkall til verkefnisins af því að samn- ingnum hefur verið viðhaldið á þenn- an veg,“ segir hann. Bætir hann við að það sé mat Svíanna, og um það hafi þeir sent Landsvirkjun bréf í október, að eðlilegast væri að gengið yrði til samninga við þá og lokið við þann samning sem var búið að gera á sínum tíma. Lögfræðiálit liggur fyrir Jóhann segir Svíana hafa fylgst grannt með framgangi þessa máls. „Þú getur rétt ímyndað þér að ef þú hefðir lagt 68 milljónir í eitthvert verkefni, og svo væri sísona sagt „takk fyrir og við ætlum bara að byrja upp á nýtt“, þá hlytirðu að horfa aðeins í þína pyngju því 68 milljónir frá 1991, vaxtareiknaðar til dagsins í dag á verðbótum em sjálf- sagt talsvert á annað hundrað millj- ónir.“ Jóhann segist sjálfur engra hags- muna hafa að gæta í málinu enda urðu fyrirtæki hans gjaldþrota. Hann óskaði hins vegar eftír því við Landsvirkjun, á þeim tíma þegar Hagvirki og Hagvirki-Klettur áttu í ijárhagserfiðleikum, að hún greiddi hans hlut í þessu dæmi, sem vom um 22 milljónir. Landsvirkjun hafi þá lát- ið gera lögfræðiálit þar sem fram kom að þar sem ekki væri farið að nota þær áætlanir, sem Nortak'hafði lagt fram og lagt í kostnað vegna, þá væri ekki víst að þær yrðu notaðar. Þess vegna myndi Landsvirkjun ekki greiða fyrir réttinn. Norrænu sam- starfsaðilarnir hljóti hins vegar að vísa í þetta sama álit nú vegna réttar síns í málinu. Það segi að vísu að þeir hafi engan rétt, ef framkvæmdir hefj- ast aldrei við virkjunina í því formi sem hún var hönnuð af frávikstilboði Nortak, en á hinn bóginn hljóti þetta að þýða viðurkenningu á rétti Nor- taks sé stuðst við tílboð þess frá 1991. Fjölmenni í friðargöngu Morgunblaðið/Kristinn MIKILL fjöldi fólks tók þátt í friðargöngu sam- starfshóps friðarhreyfinga niður Laugaveg í Reykjavík á Þorláksmessu í gær. Ekki spillti veðrið heldur fyrir þátttökunni enda með eindæmum hlýtt og stillt miðað við árstíma. Gleðin og eftirvæntingin leyndi sér ekki í andlitum þessara barna og forráðamanna þeirra á Ingólfstorgi en þar endaði blysförin með stuttum fundi þar sem minnst var á boðskap friðarhreyfinganna. Margir gáfu blóð þrátt fyrir annríki Á MILLI140 og 150 manns gáfu sér tíma í mestu önnunum í gær til að heimsækja Blóðbankann og gefa blóð. Vöktu þessi góðu viðbrögð landsmanna mikla gleði hjá starfs- fólki Blóðbankans, að sögn Sveins Guðmundssonar yfirlæknis. Blóðbankinn tekur við blóðgjöfum hvern fimmtudag og sagði Sveinn að dagurinn í gær hefði verið eins og góður fimmtudagur hjá þeim þrátt fyrir að fólk hafi um ýmislegt að hugsa við undirbúning hátíðanna. Hefð er fyrir því í Blóðbankanum að bjóða upp á tertu og súkkulaði á Þorláksmessu til að skapa jóla- stemmningu og mælist það greini- lega vel fyrir hjá landsmönnum. „Við getum náttúrlega ekki tekið það sem gefið,“ sagði Sveinn, „að fólk mæti til að gefa blóð á svona sérstökum degi, þegar það er oft að hugsa um annað, en við erum alveg óskaplega ánægð með þessar undirtektir og förum glöð inn í jólin." KÉRtASNfKlÉ jffij m MMNRH T S l.T S Slasaðist alvarlega í bruna í Keflavík Íslandssími f ISLANDSBANKI KONA slasaðist alvarlega í elds- svoða í einbýlishúsi á Heiðarbóli í Keflavík í gær. Hún var fyrst flutt á Sjúkrahús Keflavíkur en eftir at- hugun var hún flutt á bráðamót- töku Landspítalans. Lögregla fékk tilkynningu um að konan væri mikið slösuð frá að- standanda hennar um þrjúleytið í gær. Lögregla og slökkvilið mættu samstundis á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn sem hafði kviknað í einu herbergja hússins. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 28. des- ember. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins um hátíðimar. Slóðin er mbl.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.