Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell Frá æfíngu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík á Rauða tjaldinu. Operuslettur úr ýmsum áttum RAUÐA tjaldið - óperuslettur úr ýmsum áttum er yfírskrift uppfærslu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík sem sýnd verður í Smára, Tónleikasal Söngskólans, Veghúsa- stíg 7, um helgina. Frumsýning verð- ur á föstudagskvöld kl. 20, önnur sýn- ing laugardag kl. 16 og hin þriðja á sunnudagskvöld kl. 20. Meðal þátttakenda í sýningunni eru þær Sigurlaug Jóna Hannesdótt- ir, nemi á áttunda stigi, og Nanna María Cortes, nemi í kennaradeild. Blaðamaður fékk að kippa þeim út af æfmgu stundarkorn og spyrja þær út í verkefnið. Þær sögðu að á sýning- unni mætti heyra brot úr hinum og þessum óperum - og þess vegna væri undirtitillinn óperuslettur úr ýmsum áttum. „Eitt er mjög dramatískt, at- riðið úr La Boheme, en hitt er allt frekar létt,“ segir Nanna María. Sýningin er sett saman á nýstár- legan hátt úr óperunum Bastiana og Bastiano og Brúðkaupi Figaros eftir Mozart, öðru brúðkaupi, Leyni- brúðkaupinu, eftir Cimarosa, Sögum af Falstaff eftir Verdi og Nicolai og Bóhemunum eftir Puccini. Atriðin verða bæði leikin á nútímavísu, með islenskum texta, og sungin í sinni upphaflegu mynd á viðeigandi tungu- máli. Þetta er gert til þess að sýning- in verði aðgengilegri og textamir fari ekki fyrir ofan garð og neðan hjá hin- um almenna hlustanda, eins og oft vill verða. Þær Sigurlaug og Nanna eru al- sælar með námið í Söngskólanum og segjast helst ekki vilja gera neitt ann- að en að syngja. Sautján nemendur syngja í sýningunni nú um helgina en auk þess sér hópur nemenda um lýs- ingu, sviðsmynd, búninga, förðun og fleira sem tengist sýningunni. Stúlk- ur eru í miklum meirihluta á sviðinu, fjórtán á móti einungis þremur pilt- um. „Og strákarnir eru ekki í ljósa- deildinni eins og svo oft áður,“ upp- lýsir Nanna. Sú deild mun að þessu sinni eingöngu vera skipuð stúlkum. Æfingastjóri og píanóleikari sýn- ingarinnar er Claudio Rizzi og leik- gerð og leikstjóm er í höndum Asu Hlínar Svavarsdóttur. Stjómandi er Garðar Cortes. I einsöngshlutverk- um era þau Auður Guðjohnsen, Ás- laug H. Hálfdánardóttir, Bryndís Jónsdóttir, Guðríður Nanna Helga- dóttir, Guðríður Þ. Gísladóttir, Haf- steinn Þórólfsson, Ingibjörg Aldís Ól- afsdóttir, ívar Helgason, Jónas Guðmundsson, Kristveig Sigurðar- dóttir, Kristín R. Sigurðardóttir, Linda P. Sigurðardóttir, Magnea Gunnarsdóttir, Nanna María Cortes, Ragnheiður Hafstein, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir og Þóra Guð- mannsdóttir. Rauða tjaldið er fjórtánda verkefni Nemendaóperannar sem starfað hef- ur á vegum Söngskólans frá árinu 1982. Aðgöngumiðasala er við inn- ganginn, en einnig er hægt að tryggja sér miða með því að hafa samband við skrifstofu Söngskólans. Sýningarverkefnið Veg(g)ir á Kjarvalsstöðum Stór flötur og fólk fylgist með SÝNINGARVERKEFNI undir yfírskriftinni Veg(g)ir verður hleypt af stokkunum í miðrými Kjarvalsstaða í dag. Mun það standa til 18. maí næstkomandi. Framkvæmd verkefnisins byggir á tveimur megin- þáttum; annars vegar að veita listafólki tækifæri til að vinna úr hugmyndum sínum á eða út frá stórum fleti, langveggur miðrýmis Kjarvalsstaða er 24 metr- ar á lengd og um 3,5 metrar á hæð, og hins vegar að leyfa gestum safnsins að fylgjast með þróun hvers listaverks frá upphafi til enda. Þátttakendur í verkefninu eru listafólk á ýmsum aldri sem unnið hafa í ólíka miðla og eiga þannig að endurspegla að nokkru fjölbreytnina í íslenskri myndlist í dag. Þetta eru Daði Guðbjörnsson, Gunn- ar Örn, Hlynur Hallsson, Katrín Sigurðardóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Ráðhildur Ingadóttir. Framkvæmdinni er ætlað að vísa með sterkum hætti til hverfulleika lífs og listar. Að loknu sér- hverju sýningartímabili verður framlag hvers lista- manns fjarlægt eða það hulið bak við nýtt lag af málningu sem um leið verður undirlag þess sem næst kemur á vegginn - þannig á sér stað viss tæm- ing um leið og hringrás er leidd áfram. Listafólkið mun miða vinnu sína við að verkin standi fullgerð í að minnsta kosti síðustu vikuna á hverju tímabili, nema þau séu þess eðlis að þau verði að þróast fram á síðustu stundu. Veg(g)ir eru samfellt verkefni í tíma. Listamenn- irnir munu vinna verk sín hver á eftir öðrum og fá þrjár vikur hver. Listunnendum verður boðið að vera við „lokun“ hvers áfanga, sem verður kynnt sérstaklega, og fer fram á fimmtudagskvöldi. Þá mun sá listamaður sem er að ljúka störfum kynna verkefni sitt og hugleiðingu um það. Við sama tæki- færi mun næsti listamaður, sem er þá að hefja sitt verk, kynna sínar hugmyndir og áætlanir. Síðasta „lokunin" verður um leið eins konar uppgjör fyrir verkefnið í heild. Sýningarskrá verður gefin út eftir að sýningar- verkefninu í heild lýkur og það þannig til Iykta leitt. Þar verður að finna upplýsingar um þátttakendur, ljósmyndir af verkum hvers og eins á sýningunni sem og frekari umfjöllun um verkefnið. Framkvæmdatími verkefnisins verður eftirfarandi: 13. janúar til 3. febrúar: Hlynur Hallsson, 3. til 24. febrúar: Daði Guðbjörnsson, 24. febrúar til 16. mars: Katrín Sigurðardóttir, 16. mars til 6. aprfl: Ráðhild- ur Ingadóttir, 6. til 27. aprfl: Gunnar Örn, 27. aprfl til 18. maí: Ragnheiður Jónsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Hlynur Hallsson Ráðhildur Ingadóttir Gunnar Örn Rccbok — ADIDAS FATNAÐUR í ÚRVALI MIKIÐ ÚRVALAF ÚTIVISTARFATNAÐI, ÍÞRÓTTAGÖLLUM, T-B0LUM O.FL 0.FL. Skíðaúlpur Skíðabuxur Skíðahanskar Adidas skór Reebokskórm. púða íþróttagallar Verð nú 5.990, - 6.990, - 1.000,- 4.990, - 2.990, - 4.990, - Verð áður 11.990 12.900,- 6.990 9.900 7.900 9.900.- I BOLTAMAÐURNN LAUGAVEG/ 23 • SÍMI 55 1 5599

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.