Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell Frá æfíngu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík á Rauða tjaldinu. Operuslettur úr ýmsum áttum RAUÐA tjaldið - óperuslettur úr ýmsum áttum er yfírskrift uppfærslu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík sem sýnd verður í Smára, Tónleikasal Söngskólans, Veghúsa- stíg 7, um helgina. Frumsýning verð- ur á föstudagskvöld kl. 20, önnur sýn- ing laugardag kl. 16 og hin þriðja á sunnudagskvöld kl. 20. Meðal þátttakenda í sýningunni eru þær Sigurlaug Jóna Hannesdótt- ir, nemi á áttunda stigi, og Nanna María Cortes, nemi í kennaradeild. Blaðamaður fékk að kippa þeim út af æfmgu stundarkorn og spyrja þær út í verkefnið. Þær sögðu að á sýning- unni mætti heyra brot úr hinum og þessum óperum - og þess vegna væri undirtitillinn óperuslettur úr ýmsum áttum. „Eitt er mjög dramatískt, at- riðið úr La Boheme, en hitt er allt frekar létt,“ segir Nanna María. Sýningin er sett saman á nýstár- legan hátt úr óperunum Bastiana og Bastiano og Brúðkaupi Figaros eftir Mozart, öðru brúðkaupi, Leyni- brúðkaupinu, eftir Cimarosa, Sögum af Falstaff eftir Verdi og Nicolai og Bóhemunum eftir Puccini. Atriðin verða bæði leikin á nútímavísu, með islenskum texta, og sungin í sinni upphaflegu mynd á viðeigandi tungu- máli. Þetta er gert til þess að sýning- in verði aðgengilegri og textamir fari ekki fyrir ofan garð og neðan hjá hin- um almenna hlustanda, eins og oft vill verða. Þær Sigurlaug og Nanna eru al- sælar með námið í Söngskólanum og segjast helst ekki vilja gera neitt ann- að en að syngja. Sautján nemendur syngja í sýningunni nú um helgina en auk þess sér hópur nemenda um lýs- ingu, sviðsmynd, búninga, förðun og fleira sem tengist sýningunni. Stúlk- ur eru í miklum meirihluta á sviðinu, fjórtán á móti einungis þremur pilt- um. „Og strákarnir eru ekki í ljósa- deildinni eins og svo oft áður,“ upp- lýsir Nanna. Sú deild mun að þessu sinni eingöngu vera skipuð stúlkum. Æfingastjóri og píanóleikari sýn- ingarinnar er Claudio Rizzi og leik- gerð og leikstjóm er í höndum Asu Hlínar Svavarsdóttur. Stjómandi er Garðar Cortes. I einsöngshlutverk- um era þau Auður Guðjohnsen, Ás- laug H. Hálfdánardóttir, Bryndís Jónsdóttir, Guðríður Nanna Helga- dóttir, Guðríður Þ. Gísladóttir, Haf- steinn Þórólfsson, Ingibjörg Aldís Ól- afsdóttir, ívar Helgason, Jónas Guðmundsson, Kristveig Sigurðar- dóttir, Kristín R. Sigurðardóttir, Linda P. Sigurðardóttir, Magnea Gunnarsdóttir, Nanna María Cortes, Ragnheiður Hafstein, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir og Þóra Guð- mannsdóttir. Rauða tjaldið er fjórtánda verkefni Nemendaóperannar sem starfað hef- ur á vegum Söngskólans frá árinu 1982. Aðgöngumiðasala er við inn- ganginn, en einnig er hægt að tryggja sér miða með því að hafa samband við skrifstofu Söngskólans. Sýningarverkefnið Veg(g)ir á Kjarvalsstöðum Stór flötur og fólk fylgist með SÝNINGARVERKEFNI undir yfírskriftinni Veg(g)ir verður hleypt af stokkunum í miðrými Kjarvalsstaða í dag. Mun það standa til 18. maí næstkomandi. Framkvæmd verkefnisins byggir á tveimur megin- þáttum; annars vegar að veita listafólki tækifæri til að vinna úr hugmyndum sínum á eða út frá stórum fleti, langveggur miðrýmis Kjarvalsstaða er 24 metr- ar á lengd og um 3,5 metrar á hæð, og hins vegar að leyfa gestum safnsins að fylgjast með þróun hvers listaverks frá upphafi til enda. Þátttakendur í verkefninu eru listafólk á ýmsum aldri sem unnið hafa í ólíka miðla og eiga þannig að endurspegla að nokkru fjölbreytnina í íslenskri myndlist í dag. Þetta eru Daði Guðbjörnsson, Gunn- ar Örn, Hlynur Hallsson, Katrín Sigurðardóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Ráðhildur Ingadóttir. Framkvæmdinni er ætlað að vísa með sterkum hætti til hverfulleika lífs og listar. Að loknu sér- hverju sýningartímabili verður framlag hvers lista- manns fjarlægt eða það hulið bak við nýtt lag af málningu sem um leið verður undirlag þess sem næst kemur á vegginn - þannig á sér stað viss tæm- ing um leið og hringrás er leidd áfram. Listafólkið mun miða vinnu sína við að verkin standi fullgerð í að minnsta kosti síðustu vikuna á hverju tímabili, nema þau séu þess eðlis að þau verði að þróast fram á síðustu stundu. Veg(g)ir eru samfellt verkefni í tíma. Listamenn- irnir munu vinna verk sín hver á eftir öðrum og fá þrjár vikur hver. Listunnendum verður boðið að vera við „lokun“ hvers áfanga, sem verður kynnt sérstaklega, og fer fram á fimmtudagskvöldi. Þá mun sá listamaður sem er að ljúka störfum kynna verkefni sitt og hugleiðingu um það. Við sama tæki- færi mun næsti listamaður, sem er þá að hefja sitt verk, kynna sínar hugmyndir og áætlanir. Síðasta „lokunin" verður um leið eins konar uppgjör fyrir verkefnið í heild. Sýningarskrá verður gefin út eftir að sýningar- verkefninu í heild lýkur og það þannig til Iykta leitt. Þar verður að finna upplýsingar um þátttakendur, ljósmyndir af verkum hvers og eins á sýningunni sem og frekari umfjöllun um verkefnið. Framkvæmdatími verkefnisins verður eftirfarandi: 13. janúar til 3. febrúar: Hlynur Hallsson, 3. til 24. febrúar: Daði Guðbjörnsson, 24. febrúar til 16. mars: Katrín Sigurðardóttir, 16. mars til 6. aprfl: Ráðhild- ur Ingadóttir, 6. til 27. aprfl: Gunnar Örn, 27. aprfl til 18. maí: Ragnheiður Jónsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Hlynur Hallsson Ráðhildur Ingadóttir Gunnar Örn Rccbok — ADIDAS FATNAÐUR í ÚRVALI MIKIÐ ÚRVALAF ÚTIVISTARFATNAÐI, ÍÞRÓTTAGÖLLUM, T-B0LUM O.FL 0.FL. Skíðaúlpur Skíðabuxur Skíðahanskar Adidas skór Reebokskórm. púða íþróttagallar Verð nú 5.990, - 6.990, - 1.000,- 4.990, - 2.990, - 4.990, - Verð áður 11.990 12.900,- 6.990 9.900 7.900 9.900.- I BOLTAMAÐURNN LAUGAVEG/ 23 • SÍMI 55 1 5599
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.