Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 1

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 1
14. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Jarðskjálftans ÆTTINGJAR þeirra sem fórust í jarðskjálftanum mannskæða í Kobe í Japan komu saman við hæð ná- lægt borginni í gærmorgun til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því skjálftinn reið yfir. Margir ættingjanna grétu við veggskildi með nöfnum þeirra 6.432 manna sem fórust í jarð- skjálftanum. Syrgjendur kveiktu einnig á 6.432 í Kobe minnst kertum til minningar um hina látnu í almennings- garði í miðborginni og lögðu um 200 ljósker í höfn- ina. Japönsk dagblöð lögðu forsíður sínar að mestu undir greinar um jarðskjálftann og stærsta sjónvarpsstöð landsins sýndi minningarathafnir og þætti um náttúruhamfarirnar í sjö klukkustundir. Deilur fsraela og Sýrlendinga Friðarviðræð- um frestað Jerúsalem. AFP, AP. NÆSTU lotu friðai’viðræðna ísraela og Sýrlendinga, sem átti að hefjast í Bandaríkjunum á morgun, hefur ver- ið frestað, að sögn embættismanns í ísraelska forsætisráðuneytinu í gær. Embættismaðurinn sagði að Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, færi ekki til Bandaríkjanna í dag eins og ráðgert hafði verið og ekki væri vitað hvenær viðræðurnar hæfust að nýju. Viðræðumar hófust um miðjan des- ember og gert var hlé á þeim 11. jan- úar án þess að verulegur árangur hefði náðst. Utvarpsstöð í Israel sagði að Bandaríkjastjórn hefði skýrt Barak írá því að tilgangslaust væri að hefja viðræðumar að nýju að svo stöddu því engin trygging væri fyrir því að Sýr- lendingar myndu senda utanríkisráð- herra sinn á næsta fund. Bandarískir embættismenn sögðu þó í gærkvöldi að Israelar og Sýriendingar myndu senda sérfræðinga til Bandaríkjanna innan viku til að freista þess að koma viðræðunum á skrið. Fyrr um daginn höfðu Sýriending- ar gefið til kynna að þeir hygðust fresta viðræðum ráðherranna vegna óánægju með að ísraelar skyldu ekki vilja skuldbinda sig strax til þess að láta allar Gólanhæðimai- af hendi. Barak hefur ekki útilokað að ísra- elar láti hæðimar af hendi en kveðst vilja fá að vita hvað hann fái í staðinn áður en hann skuldbindi sig til þess. Hann krefst þess að samskiptum ríkj- anna verði komið í eðlilegt horf, að gerðar verði ráðstafanir til að tryggja öryggi ísraels og að ísraelar fái yfir- ráð yfir vatnsbólum. Sýrlendingar vilja hins vegar að ísraelar skuldbindi sig fyrst tU að draga herlið sitt frá Gólanhæðunum, sem þeir hemámu árið 1967, og flytji á brott 17.000 gyð- inga sem búa á svæðinu. Barak ræðir við Arafat Barak átti óvæntan fund með Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í gærkvöldi og þeir ræddu hvort fram- lengja ætti frestinn til að ná sam- komulagi um meginatriði varanlegs friðarsamnings um tvo mánuði. Stefnt hefur verið að því að gengið verði frá frumdrögum samningsins fyiir 13. febrúar og hann verði síðan undirritaður í september. Morðið á „Arkan(< Vangavelt- um vísað ábug Belgrad, Haag. AP, AFP. EINN aðstoðarmanna Slobod- ans MUosevic Júgóslavíuforseta vísaði í gær á bug vangaveltum þess efnis, að rUdsstjórnin hefði staðið að baki morðinu á Arkan, ein- um alræmd- asta stríðs- manni Serba um helgina. Þrálátur orð- rómur er á kreiki um að Arkan hafi haft á prjónunum áform um að semja um að bera vitni gegn fyrrverandi stríðs- herrum Júgóslavíu og því hafi Milosevic viljað hann feigan. Þótt liðnir væru tveir dagar frá morðinu, sem framið var á hóteh í miðborg Belgrad síð- degis á laugardag, hafði í gær engin opinber yfirlýsing borist frá júgóslavnesku lögi’eglunni um málið. Carla del Ponte, aðalsak- sóknari við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, lýsti því yfir í gær að einskis yrði látið ófreistað til að hafa uppi á bakhjörlum Arkans, sem var eftirlýstur fyrir að bera ábyrgð á hrottalegum stríðs- glæpum í borgarastríðinu í Króatíu og Bosníu. Sagðist hún vona að þeir sem voru honum meðsekir næðust. ■ Æsilegar vangaveltur/30 AP Gosaska í 10.000 metra hæð Gvalemalaborg. AP ELDINGAR og öskuglóð lýsa hér upp himininn yfir Pacaya, virkasta cldfjalli í Gvatemala. Pacaya byrjaði að gjósa á sunnudag og hefur þegar verið hafist handa við að flytja burt íbúa byggða í nágrenni við eldíjall- ið. Hundruð manna verða flutt á brott á næstu dögum. Oskufalls hef- ur orðið vart í Gvatemalaborg, sem er í um 25 km fjarlægð frá Pacaya. Þá hefur Aurora-flugvcllinum í ná- grenni Gvatemalaborgar verið lok- að þar sem gosösku hefur orðið vart í allt að 10.000 metra hæð. Fjármálahneyksli Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi Milljónir færðar af leynilegum reikningum Berlín. AP, AFP. HORST Weyerauch, skattai’áðgjafi Kristilegra demókrata f Þýskalandi (CDU), bættist í gær í hóp þeirra sem liggja undir grun um þátttöku í meintum fjársvikum flokksins. Embætti saksóknara í Hessen hefur þátt Weyerauchs í fjármála- hneyksli CDU til rannsóknar, í kjölf- ar þess að fyrrum héraðsleiðtogar CDU viðurkenndu að flokksdeildin í Hessen hefði látið flytja um 13 mil- ljónh' marka, eða 480 milljónir króna, af leynilegum bankareikning- um í Sviss á árunum 1989-1996. Rannsókn saksóknaraembættis- ins beinist að þvi hvort kæra megi Weyerauch og fyrrum féhirði flokks- deildarinnar í Hessen, Casimir Sayn Wittgenstein prins, fyrir fjársvik eða trúnaðarbrot. En Weyerauch er grunaður um að vera í hópi þeirra sem höfðu umsjón með leynilegum bankai-eikningum flokksins. Koch ætlar að sitja áfram Roland Koch, ríkisstjóri í Hessen, mætir sívaxandi þrýstingi að segja af sér vegna málsins. Jafnaðar- mannaflokkurinn og Græningjar í Hessen leggja til að gengið verði til kosninga á nýjan leik og njóta þeir stuðnings Gerhard Schröder, kansl- ai’a Þýskalands, en flokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn, beið af- hroð í kosningum í Hessen í vor. Koch, sem er með yngri leiðtogum CDU, verst hins vegar öllum hug- myndum um afsögn. Kröfur um að einhverjir flokks- leiðtoga CDU segi af sér vegna málsins eiga þó auknu fylgi að fagna. Mannfred Kanther, forveri Koch og fyrrver- andi innanríkis- ráðherra í stjóm CDU, sagði af sér þing- mennsku í gær, eftir að hafa játað á föstudag að hafa átt þátt í að dylja erlenda reikninga. Þá hvatti dómsmálaráðherra Þýska- lands, Herta Daubler-Gmelin, á sunnudag alla flokksleiðtoga innan CDU til að segja af sér þar sem þeir væru trausti rúnir. Á forsíðu dagblaðsins Die Welt vai- afsögn Wolfgangs Schaubles, formanns CDU, síðan lögð til, en æ fleiri krefjast afsagnar hans. Schauble naut stuðnings Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara, í bar- áttunni um embætti flokksformanns. Þáttur Kohls í fjármálahneyksli CDU er til rannsóknar hjá saksókn- araembættinu í Bonn eftir að hann játaði í síðasta mánuði að hafa tekið við um 2 milljónum marka í kosn- ingasjóð CDU án þess að féð væri bókfært. Þá hefur Scháuble viðurkennt að hafa tekið við 100.000 mörkum úr hendi vopnabraskarans Karlheins Scheibers, sem Þýskaland vill fá framseldan frá Kanada. Scháuble hefur einnig verið sakaður um að hafa átt við flokksskýrslur CDU, en neitar staðfastlega slíkum ásökun- um. Fáðu þér miða www.hhi.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ18. JANÚAR 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.