Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Björgunarsveitarmaður mjaðmagrindarbrotnaði á Sólheimajökli 20 tonna ísstykki féll ofan á manninn Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Björgunarraenn bera hinn slasaða niður af Sölheimajökli I þoku og rigningu. LÍÐAN björgunarsveitarmanns, sem slasaðist er um 20 tonna ís- stykki féll ofan hann á Sólheima- jökli sl. sunnudag, er eftir atvikum góð og að sögn læknis á Sjúkra- húsi Reykjavíkur er hann ekki í lífshættu. Maðurinn, sem er þrítugur Reykvíkingur, mjaðmagrindar- brotnaði, en ekki er búið að taka ákvörðun um hvenær hann gengst undir aðgerð. Maðurinn var við æfingar í ís- klifri við sjö metra háan þver- hníptan ísvegg á jöklinum er slysið varð. Hann var þar ásamt tíu ný- liðum og tveimur leiðbeinendum úr björgunarsveitinni Kópi í Kópa- vogi. Enginn var að klifra þegar óhappið varð, en tveir menn stóðu neðan við vegginn þegar ísstykkið féll úr honum og ofan á annan þeirra. Að sögn lögreglunnar á Vík grófst maðurinn í mjúkan snjóinn þegar stykkið féll á hann og hefur það eflaust orðið honum til lífs. Félagar mannsins gátu ekki hagg- að ísstykkinu en með því að grafa undan stykkinu tókst þeim að ná manninum undan því. Tók átta tíma að koma manninum á slysadeild Maðurinn var fluttur á börum niður af jöklinum og tók flutning- urinn um tvær kiukkustundir, en læknir og liðsauki frá öðrum björgunarsveitum í nágrenninu hjálpuðu við flutninginn. Læknirinn gaf manninum strax deyfilyf, en hann var allan tímann með meðvitund og bar sig óvenju- vei að sögn viðstaddra. Þegar komið var niður af jöklin- um beið þar sjúkrabifreið og var maðurinn fiuttur með henni á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Vegna veðurs var ekki unnt að nota þyrlu, en svartaþoka og hvasst var á þessum slóðum í fyrradag. Maðurinn var kominn á slysadeildina um klukkan 22.30, um átta tímum eftir að atvikið átti sér stað. Jakastykki á stærð við jeppa ATLI Þór Þorgeirsson, annar tveggja leiðbeinenda í hópi nýlið- anna á Sólheimajökli, segir það sorglega óheppni og í raun gegn öll- um iíkum að ísstykki skyldi losna einmitt í þeirri sprungu og nákvæm- lega á þeim tíma sem ákveðið var að fara nieð nýliða í Hjálparsveit skáta í Kópavogi niður í sprunguna sl. sunnudag. Atli Þór segir að ísstykkið sem brotnaði úr jöklinum hafi verið um 20 rúmmetrar að stærð, eða svipað á stærð og jeppi. Sprungan var um þrír metrar á breidd í botni og var halli í botni hennar. Jakastykkið losnaði ofar í sprunguveggnum og voru þá tveir nýliðar komnir niður í hana. „Isstykkið skreið í áttinatil okkar niður haliann. Annar nýlið- anna náði að hlaupa í burtu en hinn hrasaði og ísstykkið rann yfir hann. Aðeins andlitið og dálitið af annarri hliðinni stóðu undan jakanum þegar hann stöðvaðist ofan á honum. Það sem varð manninum til lífs er að á botni sprungunnar er vatnsblautur snjór sem hann pressaðist ofan í. Ég seig strax niður til mannsins og við náðum að grafa undan honum og létta af honum þrýstingi," segir Atli Þór. Maður inn var með meðvitund all- an tímann. Það tók fjórar klukku- stundir að losa hann og ná honum upp úr sprungunni. Siðan var hinn slasaði fluttur á börum niður af sprungnum jöklinum um tveggja km leið og tók það tvær klukkustundir til viðbótar. Flutningnr til Reykja- víkur í bíl tók um tvær klukku- stundir og var hinn slasaði því ekki kominn undir Iæknishendur fyrr en um átta klukkustundum eftir slysið. Atli Þór segir að maðurinn hafi mjaðmagrindarbrotnað, rifbeins- brotnað og hlotið fleiri mciðsli. Hon- um líði nú eftir atvikum vel. Þrír nýir útsölu- staðir hjá ÁTVR ÁTVR hefur auglýst eftir húsnæði fyrir ný útibú og samstarfsaðilum á þremur stöðum á landinu, þ.e. í Búðardal, á Hvammstanga og Hvolsvelli og á að opna þau 7. júní nk. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ATVR, er einnig ráðgert að opna útibú á Djúpavogi á þessu ári og verða útibúin þá orðin 36. Höskuldur sagði að leitað væri eftir húsnæði á þessum stöðum sem hentar fyrir útibú. Einnig væri verið að leita eftir samstarfs- aðilum. „Samstarfsaðilinn leggur oftast til húsnæðið," sagði hann. „Hann leigir okkur húsnæðið með hillum og öllum búnaði öðrum en afgreiðsluborði og tölvukössum sem við eigum. Við eigum allar birgðir og sjáum um bókhald, fjár- vörslu og segjum til um hvað eigi að gera við peningana." Höskuldur sagði að einn starfs- maður í verslununum, verslunar- stjóri ÁTVR, fengi ráðningu sem opinber starfsmaður hjá ÁTVR. Verslunarstjórinn væri ráðinn í samráði við samstarfsaðilann og oftar en ekki væri það sá sem legði til húsnæðið. 14. prentun loksins komin Anna Valdimarsdóttir Við þökkum frábærar móttökur við Leggðu rækt við sjálfan þig. Því miður hefur ekki verið hægt að anna eftirspurn en nú er ný prentun komin i verslanir. „Rosalega góð fyrir alla" Guðríöur Haraldsdóttir, Rás 2 „Alveg stórmerkiieg bók" Súsanna Svavarsdóttir, Bylgjan „Margir hefðu gott af að lesa [bókina]" Katrín FjeLdsted, Morgunblaðið 4> FORLAGIÐ www.maiogmenning.is Laugavegi 18 • Slmí 515 2500 • Síðumúla 7 • Slml 510 2500 Morgunblaðið/RAX Gat kom á síðutank loðnu- og sfldveiðiskipsins Sveins Benediktssonar, eftir að það strandaði í innsiglingunni í Grindavík í fyrrinótt. Kafara tókst að þétta lekann og er skipið nú komið til Reykjavíkur í slipp. Strandaði við Grindavík LOÐNU- og sfldveiðiskipið Sveinn Benediktsson SU 77 verður írá veið- um í a.m.k. nokkra daga eftir að gat kom á síðutank þess þegar það strandaði í innsiglingunni til Grinda- víkur um klukkan tvö í fyrrinótt. Þetta kom fram í samtali við Halldór Jónasson skipstjóra, en skipinu var siglt til Reykjavíkur í gær, þar sem það fer í slipp. „Það kemur endanlega í ljós þegar skipið verður tekið upp hvað skemmdirnar eru miklar," sagði Halldór. „Ég veit ekki hvað það tek- ur langan tíma að gera við skipið, en vona að það sé hægt að redda þessu til bráðabirgða á nokkrum dögum, þannig að við náum loðnuvertíðinni." Skipið, sem er í eigu Skipakletts hf. á Reyðarfirði, var á leiðinni á veiðar þegar það fór út af leið í inn- siglingunni, með þeim afleiðingum að það steytti á skeri og botn þess laskaðist. Sverrir Vilbergsson, starfsmaður Grindavíkurhafnar, sagði að veður hefði verið gott á þeim tíma er skipið strandaði. Vindur hefði verið um 5 m/s og ölduhæð um 1 metri. „Við lentum aðeins út af merkjum - hún er svo rosalega þröng þessi innsigling," sagði Halldór. „Það má líkja þessu við að setja bíl inn í bfl- skúr, það má ekkert út af bera ef maður á ekki að fara utan í öðru hvorum megin.“ Halldór sagði að skipið hefði losn- að af strandstað af sjálfsdáðum og því hefði umsvifalaust verið siglt aft- ur að bryggju, þar sem kafari kann- aði skemmdirnar. Þá hefði komið í ljós að gat hefði myndast á síðutanki skipsins og olía lekið út. Sverrir sagði að kafaranum hefði tekist að þétta lekann og kvaðst hann ekki telja að mikil mengun hefði hlotist af honum. Að sögn Halldórs var slysavarnar- báturinn í Grindavík kominn að skip- inu stuttu eftir að það strandaði og eins vai- þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu. Hann sagðist því ekki telja að mannskapurinn hefði verið í teljandi hættu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.