Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tfðni sjálfsvfga hefur aukist hér eins og annars staðar á Vesturlöndum
Virkt for-
varnarstarf
mikilvægt
Tíðni sjálfsvíga hefur aukist hér á landi á árunum eftir
stríð eins og annars staðar á Vesturlöndum og þegar á
heildina er litið eru dauðsföll vegna þeirra hér fjórð-
ungi fleiri en dauðsföll af völdum umferðarslysa.
Sigurður Páll Pálsson geðlæknir segir virkt forvarnar-
starf mikilvægt í þessum efnum og taka þurfí heild-
stætt á ólíkum þáttum þessara mála til að trygg;ja sem
bestan árangur forvarnarstarfsins.
Morgunblaðið/Þorkell
Signrður Páll Pálsson, geðlæknir á geðdeild Landspítalans.
TÍÐNI skráðra sjálfsvíga á íslandi er svipuð
og í mörgum öðrum vestrænum löndum, en ef
Norðurlöndin eru skoðuð sérstaklega er tíðni
sjálfsvíga lægst hér á landi, að því er fram kem-
ur í skýrslu nefndar sem kannaði tíðni og or-
sakir sjálfsvíga á íslandi, en nefndin skilaði af
sér skýrslu og tillögum til úrbóta síðla árs 1996.
Þar kemur ennfremur fram að tíðni sjálfsvíga
hefur aukist hér á landi á eftirstríðsárunum og
þegar á heildina sé litið séu þau fjórðungi fleiri
en dauðsföll af völdum umferðarslysa. Skráð
sjálfsvíg séu 324 á árunum 1980-90, en á sama
tíma hafi 247 látist af völdum umferðarslysa. A
þessu tímabili séu dauðsföll karla 2,8% af völd-
um sjálfsvíga en 0,1% allra dauðsfalla kvenna.
Sé litið á öll árin 1950-1990 séu skráð sjálfsvíg
914 talsins eða að meðaltali um 22 á ári.
Flókið samspil
I skýrslunni segir að orsakir sjálfsvígs séu
flókið samspil geðrænna, sálrænna, lífeðlis-
fræði- og félagslegra þátta. Beinar orsakir
sjálfsvígs verði ekki raktar, en greina megi
áhættuþætti og atferli sem stuðlað geti að því.
Afgerandi tengsl við sjálfsvíg og sjálfsvígstil-
raunir hafí þættir eins og þunglyndi, misnotkun
áfengis og fíkniefna, tilfinningaleg vandamál,
vonleysi, bjargarleysi, félagsleg sefjun og slæm
eða lítil tengsl ungs fólks við foreldra sína og
jafnaldra svo dæmi séu tekin. Þá séu einnig
tengsl á milli sjálfsvíga og þjóðfélagsbreytinga,
breytinga á stöðu kynjanna og atvinnubreyt-
inga.
Þá kemur fram að fjölgun hafi orðið á sjálfs-
vígum ungra karlmanna á aldrinum 15-24 ára á
undanfömum áratugum. Af 106 dauðsföllum á
árabilinu 1990-94 hafi 51 verið vegna slysa 37
vegna sjálfsvíga og 18 vegna sjúkdóma. Af
þessum 37 voru 23 á árunum 1990-91, en 14
dreifðust nokkuð jafnt á hin þrjú árin. A sama
tímabili létust 24 konur á sama aldursbili og
létust þrjár af þeim vegna sjálfsvígs. í skýrsl-
unni segir að af þessu sjáist að um mikinn
kynjamun sé að ræða í þessum efnum bæði
hvað varði heildarfjölda dauðsfalla og orsakir
þeirra. Tölurnar sýni einnig sveiflur í tíðni
sjálfsvíga, en engar skýringar hafi fundist á
reglubundnum sveiflum sem hafi verið á tíðni
sjálfsvíga hér á landi. Þá kemur fram að aukn-
ing hafi einnig orðið í tíðni sjálfsvíga kvenna á
aldrinum 55-64 ára á síðari árum en engar við-
hlítandi skýringar séu á því hvers vegna svo sé.
Forvarnir þurfa að ná til
sem flestra áhættuþátta
Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir á geðdeild
Landspítalans, sem unnið hefur að rannsókn-
um á þessu sviði á íslandi, segir að miklu nýrri
tölur um tíðni sjálfsvíga hér á landi en að ofan
greinir séu ekki fyrirliggjandi ennþá vegna
þess að Hagstofan sé að endurskoða skráning-
arkerfi sitt að þessu leyti í samræmi við al-
þjóðlega staðla þar að lútandi. Hann leggur
áherslu á hversu flóknai- orsakir sjálfsvíga séu
og þó greina megi ákveðna áhættuþætti í því
sambandi segi þeir samt ekki nema hluta sög-
unnar, því sjálfsvíg séu í sjálfu sér óskiljanleg.
Aldrei sé hægt að spá fyrir um sjálfsvíg í ein-
staka tilvikum. Forvamir þurfi því að ná til sem
flestra þeirra áhættuþátta sem um sé að ræða
ef vel eigi að vera og þá sé hægt að vera von-
góður um að þær skili verulegum árangri.
Þannig hafi sænski læknirinn Jan Beskow sem
hafi náð góðum árangri í forvörnum á þessu
sviði áætlað að hægt væri að fækka sjálfsvígum
enn um 20-30% sé vel að forvörnum staðið.
Sigurður Páll segir að það séu nokkrir lykil-
þættir sem skipti máli í þessum efnum. I fyrsta
lagi fræðslu-, uppeldis- og menntakerfið í sam-
félaginu, sem þurfi að efla einstaklingsvitund
og samkennd þjóðfélagsþegnanna og búa ung-
menni þannig undir lífið að þau séu í stakk búin
til þess að takast á við vandamálin þegar þau
láti á sér kræla. Þarna séu óteljandi margir
þættir sem huga þurfi að. Svo dæmi sé tekið
geti verðlagning á tómstundastarfi barna og
unglinga skipt máli í þessu sambandi, því verði
það of dýrt fyrir fátækari fjölskyldur kunni það
að koma fram í aukningu vandamála síðar meir.
Það hafi nefnilega sýnt sig að tómstundastarf
eins og íþróttaiðkun skipti afar miklu máli fyrir
félagslegan þroska og samband við jafnaldra
og það starf sem þarna sé unnið sé því óhemju
mikilvægt fyrir þroska einstaklingsins. Þarna
sé um að ræða forvarnir á fyrsta stigi sem hann
vilji nefna svo, því það starf sem unnið sé á
þessum árum æviskeiðsins styrki vamir ein-
staklingsins og möguleika hans til að glíma við
vandamálin síðar meir
I öðru lagi skipti máli að heilbrigðiskerfið sé
öllum aðgengilegt. Þjónusta vegna vandamála
af þessu tagi þurfi að vera sem víðast fyrir
hendi til að hægt sé að bregðast fljótt og mark-
visst við, því lausnin hljóti að vera persónuleg
fyrir hvem og einn einstakling. Of mikil sam-
þjöppun þjónustu vegna geðrænna vandamála
sé þess vegna mjög varasöm. Þá sé uppfræðsla
heilbrigðisstarfsfólks mjög mikilvæg og að það
sé vel meðvitað um skilmerki sjálfsvígshugs-
ana. Það þurfi að hafa hugfast að mikilvægt sé
að grafast fyrir um það hvort sjálfsvígshugsan-
ir leiti á þá sem líði illa og komi af einhverjum
orsökum á heilbrigðisstofnanir til að leita sér
hjálpar. Af þessum sökum hafi kennsla og
fræðsla í þessum efnum verið aukin á geðdeild-
um undanfarin ár og nauðsynlegt sé að halda
áft-am á þeirri braut og útvíkka fræðsluna til
annarra sviða heilbrigðisþjónustunnar.
„Það er viss hætta á því að fólk sem á við erf-
iðleika að glíma sé aldrei spurt um þessa þætti
vegna þess að fólk veigrar sér við að ræða um
efnið. Það er ekkert sem bendir til þess að það
auki hættuna á sjálfsvígi að spurja, en það hlýt-
ur að skipta mjög miklu máli að átta sig á
ástandinu, því það er hægt að gera svo margt til
að hrekja þennan vágest á braut,“ segir Sigurð-
ur Páll.
Hann segir að allir heilbrigðisstarfsmenn,
hvort sem það séu geðlæknar, hjúkrunarfræð-
ingar, heilsugæslulæknar eða lyflæknar, þurfi
að temja sér það að velta þessari hlið mála fyrir
sér varðandi þá einstaklinga sem séu til með-
ferðar hjá þeim. Það sé ekki hluti af venju-
bundnum spurningum að spurja út í þessa
hluti, en það þurfi að vera og geti verið mikil-
vægur þáttur þess að koma í veg fyrir og fækka
sjálfsvígum.
I þriðja lagi þuifi síðan félagslega kerfið í
samfélaginu að vera undir það búið að taka við
fólki þegar meðferð lýkur eftir sjálfsvígstilraun
og að það sé aðstoðað við að komast á rétta
braut, því annars kunni það starf sem unnið
hafi verið með einstaklinginn áður að vera unn-
ið fyrir gýg. Þannig þurfi allir þessir þættir að
vinna saman og vera í lagi til þess að árang-
urinn af forvarnarstarfinu verði sem bestur.
Vekja upp sterkar
tilfínningar
Sigurður Páll segir að fátt sé eins ógnvekj-
andi og sjálfsvíg og þau veki upp sterkar til-
finningar, ekki bara hjá þeim sem eigi um sárt
að binda heldur einnig hjá heilbrigðisstarfs-
fólki. Það sé ekki hægt að sætta sig við að líf
glatist með þessum hætti, sérstaklega þegar
ungir einstaklingar eigi í hlut.
Hann bætir við að kannski sé dauðinn fjar-
lægari nútímanninum en áður hafi verið. Fólk
sé almennt ekki í nánum tengslum við hann þar
sem algengast sé að fólk á deyi á sjúkrahúsum.
Sumir hafi jafnvel upphafið hann og gert hann
draumkenndan og það kunni að eiga þátt í
þeirri aukningu sem orðið hafi á sjálfsvígum á
Vesturlöndum á síðustu áratugum. Fólk beri
ekki nægilega virðingu fyrir dauðanum og
hversu skelfilegur hann sé. Dauðinn sé aldrei
lausn á einu eða neinu og kenna þurfi fólki að
meta gildi lífsins. „Sjálfsvíg kemur í rauninni
inn á ótal þætti í mannlegu eðli og samspili þess
við umhverfið. Þau eru óskiljanleg í sjálfu sér,
en vitað er að margir þættii’ skipta máli í þeim
efnum. Þó vitað sé að flestú’ þeirra sem fremja
sjálfsvíg eigi við geðræna sjúkdóma að glíma af
einhverju tagi, þá er það samt ekki skýringin í
öllum tilvikum, því þegar allt kemur til alls þá
snýst þetta líka um persónuleika þess sem í
hlut á og óteljandi þætti í umhverfinu og sam-
spili þessara þátta,“ segir Sigurður Páll.
Hann segir að það sé samvinnuverkefni
magra aðila að ná árangri í þessum efnum og
þar gegni fjölskyldan, skólamir og heilbrigðis-
þjónustan lykilhlutverki. Það sé mikilvægt að
búa ungt fólk sem best úr garði þannig að það sé
heilsteypt og í stakk búið til þess að mæta áföll-
um lífsins á annan hátt en sækja í einhvem flótta i
og uppgjöf. Færa megi rök að því að þjóðfélags- j
breytingar undanfai'andi áratuga og rótleysið :
sem þeim hafi verið samfara sé veigamikill or-
sakaþáttur í aukinni tíðni sjálfsvíga. Dæmi um
það sé há tíðni sjálfsvíga á Grænlandi, þar sem
þjóðfélagið sé í upplausn vegna árekstra menn-
ingarhefðar eskimóanna og vestrænnar menn-
ingai’. Til samanburðar séu Færeyingar þar sem
tíðni sjálfsvíga sé einna lægst í heiminum.
Hann bætir við að þetta sýni með öðru að
gríðarlega flókið samspil margra ólíka þátta
hafi áhrif á sjálfsvíg og tíðni þeirra í einstökum
löndum. Þar sé bæði um persónulega þætti að
ræða, sálræna, félagslega og menningarlega,
sem allir geti haft áhrif. Forvarnir þurfi að taka
á öllum þessum þáttum ef vel eigi að vera og
bestar og öflugastar séu þær foi-varnir sem taki
á vandamálunum áður en þau komi upp. Til við-
bótar þurfi síðan að koma öflug þjónusta til að
bregðast við þeim vandamálum sem upp komi
og þar verði allar stofnanir þjóðfélagsins að
koma að málum hver með sínum hætti, heil-
brigðisstofnanir, meðferðarstofnanir, kirkjan
og félagslegt kerfi þjóðfélagsins í heild sinni,
því það kunni að koma fyrir lítið að hjálpa ein-
staklingi inni á stofnunum ef hann sé síðan sett-
ur á guð og gaddinn eftir að meðferðinni ljúki.
Varaforseti Landssambands íslenskra akstursfélaga
Stjórnsýslukæra byggð
á röngum forsendum
ÞÓRHALLUR Jósepsson, varafor-
seti Landssambands íslenskra akst-
ursfélaga, LÍA, segir stjórnsýslu-
kæru Jeppaklúbbs Reykjavíkur og
Bílaklúbbs Akureyrar á hendur LÍA
byggða á röngum forsendum og að
villur séu í öllum þremur kæruatrið-
um. Kveðst Þórhallur ekki sjá hvem-
ig hægt sé að krefja dómsmálayfir-
völd um það að taka ráðin af löglega
kjörinni stjórn í lýðræðislegum sam-
tökum vegna þess að einhverjir
menn séu óánægðir, kannski ein-
göngu vegna þess að þeir séu í
minnihluta í samtökunum.
LÍA er kært til dómsmálaráðu-
neytisins vegna framkvæmdar á
sviði akstursíþrótta og er kæran 1
þremur liðum. Sambandið er kært
fyrir þá ákvörðun að útiloka Jeppa-
klúbb Reykjavíkur og Bflaklúbb Ak-
ureyrar frá keppnishaldi á þessu ári,
þá ákvörðun að fela Keppnishaldsfé-
lagi LIA, KLÍA, keppnishald og eða
yfirstjórn á keppnishaldi á aksturs-
íþróttum, og að síðustu framsal LIA
á ákvörðunum um keppnishald til
KLÍA.
Um fyrsta lið kærannar segir Þór-
hallur að það sé einfaldlega rangt að
sú ákvörðun liggi fyrir að útiloka eigi
Jeppaklúbb Reykjavíkur og Bfla-
klúbb Akureyrar frá keppnishaldi á
árinu. Ekki sé búið að gefa út keppn-
isdagatal og þó að undanfarna mán-
uði hafi verið unnið að drögum að
slíku keppnisdagatali þá hafi ýmsar
útgáfur af því litið dagsins ljós og
það hafi þess vegna ekkert gildi.
Hafa kærendur, að sögn Þórhalls,
enga ástæðu til að halda að útiloka
eigi þá frá keppnishaldi, þeim hafi
margoft verið boðið að ganga til sam-
starfs við LIA og viðræðna um hugs-
anleg ágreiningsatriði.
Fyrirkomulag sem
ákveðið var á aðalfundi LIA
Um annan og þriðja lið kærunnar
segir Þórhallur það ekki rétt að LIA
hafi ákveðið að fela KLIA, keppnis-
hald og eða yfirstjórn á keppnishaldi
á akstursíþróttum, né hafi samband-
ið framselt ákvarðanir um keppnis-
hald til KLÍA. Þótt KLÍA sé verk-
taki við keppnir þá muni
keppnishald áfram verða í höndum
þeirra akstursklúbba, sem hafa til
þess leyfi.
Verksvið KLÍA sé hins vegar víð-
tækara, því sé ætlað að reka stjórn-
stöð, sjá um aðgöngumiðasölu þar
sem það á við, reka hljóm- og tölvu-
kerfi, veita upplýsingagjöf vegna
keppna og þar fram eftir götunum.
Þetta fyrirkomulag var ákveðið á
lýðræðislegan hátt á aðalfundi LÍA í
fyrra, að sögn Þórhalls. Jafnframt
var ákveðið að endunneta síðan
þetta fyrirkomulag í Ijósi reynslunn-
ai’ að afloknu keppnistímabUinu í ár.
Tilraun hafi verið gerð til að endur-
skoða fyrirkomulagið á fundi í haust
en þeirri umræðu hafi ekki lokið þá.
Hins vegar megi gera ráð fyrir að
hún muni fara fram áður en nokkrar
ákvarðanir um keppnishald í ár verði
teknar.
Þórhallur leggur því áherslu á að
aðeins sé um það að ræða að LÍA
framfylgi ákvörðunum sem aðal-
fundur sambandsins hafi tekið.
„Kjarninn er sá,“ segir Þórhallur,
„að við lítum svo á að það sé skylda
okkar að framfylgja aðalfundarsam-
þykktum og ef menn vilja breyta
þeim þá gerist það á næsta aðal-
fundi. Það gerist ekki með því að
vera með einhvern skæruhernað á
milli aðalfunda."