Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 14

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ 100% aukning í sölu á endurunnum vörum milli Morgunblaðið/Kristján Sigurður VE kemur til hafnar í Krossanesi á laugardagskvöld með um 1400 tonn af loðnu. Sigurður VE með fyrsta loðnufarminn í Krossanes á árinu Norsku skipin angra Islendingana á miðunum NÓTASKIPIÐ Sigurður VE kom með fyrsta loðnufarminn í Krossa- nes sl. laugardagskvöld. Skipið var með tæplega fullfermi, eða um 1.400 tonn af stórri og fallegri loðnu, eins og Kristbjörn Árnason skipstjóri orðaði það. Alls kastaði Sigurður nótinni 12 sinnum en skip- ið fékk stærstan hluta aflans á einni nóttu. Þetta var jafnframt fyrsti loðnufarmur skipsins sl. hálft ár, eða frá því í júlí á síðasta ári og fannst skipverjum svo sannarlega kominn tími til að komast í slaginn áný. Kristbjörn sagði að veiðin hefði verið léleg á föstudagskvöld en ágæt veiði kvöldið áður. Hann sagði að mikill fjöldi skipa hefði verið á miðunum austur af Dalatanga og allt að 30 skip að reyna fyrir sér á innan við 6 mílna hring. Auk íslensku skipanna voru mörg norsk og færeysk skip á svæðinu og sagði Kristbjörn að Norðmennirnir væru bæði frekir og leiðinlegir á miðunum og að hann væri ekki sá eini sem kvartaði undan þeim. „Ég get ekki skilið hvernig stendur á því að Norðmenn hafa komist inn á að veiða þennan stofn og ég tel að það sé eitthvað sem menn ættu að skoða, sagði Kristbjörn og bætti við að hann hefði heyrt af því að enn íleiri norsk skip væru á leið á miðin. Kristbjörn sagðist sjálfur ekki hafa séð mikið af loðnu á svæðinu en þó hefðu aðrir skipstjórnarmenn orðið varir við töluvert magn. Hann sagði það slæmt að engin rannsókn- arskip væru á miðunum til að hjálpa skipunum við leitina. Engu síður var hann bjartsýnn á að fram- undan væri góð tíð og mikil veiði. UM 32 tonn af endurunnum vörum, millibobbingum og öryggisgúmmí- hellum voru afgreidd frá Gúmmí- vinnslunni á Akureyri í lok síðustu viku og er það langstærsta sending sem afgreidd hefur verið á einum degi hjá fyrirtækinu. Gúmmívinnslan samdi um sölu á 18,7 tonnum af millibobbingum í troll til Noregs nýlega og voru þeir hluti af hinni stóru sendingu og þá voru einnig sendar öryggisgúmmí- hellur upp í samning sem gerður var á liðnu ári við Keflavíkurverktaka, en þeir kaupa samkvæmt honum 8000 öryggisgúmmíhellur. Líkur eru á að hellurnar verði fleiri þegar upp verður staðið að sögn Stefáns Ant- onssonar markaðsstjóra Gúmmí- vinnslunnar. Stefán sagði að mikil aukning hefði verið í sölu á endurunnum vör- um frá fyrirtækinu, útflutningur hefði aukist milli ára og einnig salan innanlands. Um 100% aukning varð í sölu á þessum vörum milli áranna 1998 og 1999 og þá var um 40% sölu- aukning í stáldeild félagsins, en þar eru m.a. framleiddir bobbingar úr stáli. „Sú var tíðin að hér var yfirleitt til þokkalegur lager af endurunnum vörum úr gúmmí, en nú verðum við hafa okkur öll við að framleiða upp í samninga. Við eigum eftir að skoða hvernig við verður brugðist, t.d. hvort hagkvæmt sé að taka upp vaktavinnu í deildinni til að mæta sí- aukinni eftirspurn," sagði Stefán. A síðasta ári var bætt við vél sem pressar hellurnar og jókst afkasta- getan þá verulega, en vélin, sem þró- uð var og smíðuð hjá fyrirtækinu, pressar 100 gúmmíhellur á dag. Endurunnu vörurnar hjá Gúmmí- vinnslunni eru unnar úr nánast öllu því gúmmí sem til fellur á íslandi, en það dugar hvergi nærri til þannig að flytja þarf inn megnið af því gúmmí sem notað er í framleiðsluna, aðal- lega frá Svíþjóð og Hollandi. Hvað útflutning varðar eru helstu markaðslönd Gúmmívinnslunnar Morgunblaðið/Kristján Jakob Tryggvason, verkstjóri í endurvinnsludeild Gúmmfvinnslunnar, við nýja vél sem þróuð var og smíðuð frá grunni hjá fyrirtækinu, en afköst hennar eni 100 öryggisgúmmíhellur á dag. Noregur, Danmörk, Grænland og nú nýlega Færeyjar, en fyrr í þessum mánuði tók sölumaður til starfa þar í landi fyrir Gúmmívinnsluna og fjög- ur önnur fyrirtæki í samvinnu við Útflutningsráð. „Við bindum miklar vonir við að komast meira inn á markað í Færeyjum í kjölfarið, en fram til þessa höfum við ekki selt mikið til Færeyja," sagði Stefán. Hann sagði að eftir að farið var að sigla einu sinni í viku frá Akureyri til Færeyja hefðu opnast miklir mögu- leikar á frekara samstarfi milli fyrir- tækja á Akureyri og Færeyja. Þá er í burðarliðnum, að sögn Stefáns, að stofna fyrirtæki í Noregi í samvinnu við þarlent félag, en því er ætlað að framleiða öryggisgúm- míhellur til að byrja með og ef vel gengur verður bobbingaframleiðsl- unni bætt við síðar. Gúmmívinnslan hefur selt mikið af endurunnum millibobbingum til Noregs en ekki hafa áður verið seldar þangað ör- yggisgúmmíhellur. „Við teljum okk- ur vera með góða vöru sem á fullt er- indi inn á þennan markað,“ sagði Stefán. Þá má nefna að sundlaugarhellur sem framleiddar eru hjá Gúmmí- vinnslunni verða að líkindum seldar til Dubai í samvinnu við sænskt fé- lag, en fyrirtækið er, að því er Stef- án veit best, hið eina í heiminum sem framleiðir endurunnar sundlaugar- hellur úr gúmmí. Gúmmívinnslan keypti á síðasta ári Hjólbarðaverkstæði Einars við Dalsbraut og mun reka það í núver- andi húsnæði til vors, en þá hefjast framkvæmdir við byggingu verslun- armiðstöðvar þar. Forsvarsmenn Gúmmívinnslunnar eru nú að leita að heppilegu húsnæði á góðum stað til að starfrækja verkstæðið. Þá má nefna að á vegum fyrirtækisins er unnið að því að Akureyri verði naglalaus bær og hafa viðræður far- ið fram við bæjaryfirvöld um það hvernig best verið að slíku staðið, en bærinn eigi m.a. hagsmuna að gæta hvað varðar minna slit á malbiki. Stefna þeir Gúmmívinnslumenn að því að bærinn verði naglalaus á næstu tveimur árum og telur Stefán það raunhæft markmið. Hann sagði að á milli 80 og 90% þeirra vetrar- dekkja sem fyrirtækið seldi á síðasta ári hafi verið svonefnd loftbóludekk. Skólanefnd Akureyrar Þrjú sumar- leyfístíma- bil á leik- skólum MEIRIHLUTI skólanefndar Akureyrar hefur samþykkt að leikskólar bæjarins bjóði upp á þrjú sumarleyfistímabil í sumarið 2000 og geti foreldrar valið milli þeirra. Fyrsta tímabilið er frá 15. júní til 15. júlí, annað frá 1. jú- lí til 31. júlí og það síðasta er frá 15. júlí til 15. ágúst. Einn- ig geta foreldrar tekið sumar- frí fyrir börn sín utan þessara tímabila, þ.e. fyrir miðjan júní eða eftir miðjan ágúst ef þannig stendur á. Horft er á þetta sem tilraun sem gildir fyrir þetta ár og er fyrirhugað að leggja fyrir for- eldra könnun í haust til að meta viðhorf þeirra til þessa fyrirkomulags. Út frá niður- stöðu þeirrar könnunar verð- ur tekin ákörðun um fram- haldið. í tilefni þessarar samþykkt- ar skólanefndar mælist bæjar- ráð til þess að sumarleyfum barna á leikskólum Akureyrar verði sem kostur er beint inn á þau sumarleyfistímabil sem tiltekin eru í bókun nefndar- innar, en foreldrar geti þó tekið sumarfrí fyrir börn sín á öðrum tíma ef sérstaklega stendur á. Tilmæli bæjarráðs eru einkum vegna skipulags sumarafleysinga og þjónustu yfir sumartímann. Bæjarlög’maður Akureyrar Mælt með Hákoni BÆJARRÁÐ Akureyrar leggur til við bæjarstjórn að Hákon Stefánsson verði ráð- inn í stöðu bæjarlögmanns. Þrír sóttu um stöðuna; Ey- þór Þorbergsson á Akureyri, Hákon Stefánsson, Reykja- vík og Sigurður Eiríksson, Akureyri. Áður hafði Ráðgarður sem fór yfir umsóknir mælt með því að Hákon yrði ráðinn. Baldur Dýrfjörð sem gegnt hefur stöðu bæjarlögmanns lét af störfum í lok síðasta árs. Bæjarstjórn kemur saman til fundar í dag og verður málið afgreitt á fundinum. Lögreglan Brotist inn á Kaffi Akureyri BROTIST var inn á veit- ingastaðinn Kaffi Akureyri aðfaranótt sunnudags. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu lítið upp úr krafsinu, lítilræði af pening- um og eitthvað af áfengi. Þá unnu þeir óverulegar skemmdir við innbrotið, en rúða var brotin til að komast inn í húsið. Þá barst lögreglu tilkynn- ing um að brotist hefði verið inn í bifreið á sunnudags- kvöld og einnig var tilkynnt um stuld á bifreið til lög- reglunnar á Akureyri á sunnudag, en hún fannst aft- ur í gær. Bj örgunar s veit kölluð út í hvass- virðinu á Dalvík Garðhýsi og* plastkörum bjargað BJÖRGUNARSVEIT á Dal- vík var kölluð út til aðstoðar síðdegis á laugardag og svo aftur á sunnudagskvöld í hvassviðrinu sem þá gekk yf- ir. Að sögn lögreglu á Dalvík var þónokkur erill en engar stórvægilegar skemmdir urðu. Þakplötur fuku af einu húsi, en heimafólki í samvinnu við björgunarsveitarmenn tókst að hefta frekara fok og slíkt átti við í fleiri tilvikum þar sem lausamunir voru á ferð og flugi. Þá tókst að koma í veg fyrir að garðhýsi við hús eitt í bænum tækist á loft. Plastkör sem voru í stæðum niðri við höfn fóru af stað á laugardagskvöld og stefndu úr á sjó. Fyrir snarræði tókst að afstýra því að þau færu þangað. Lögregla á Akureyri fékk þónokkuð af tilkynningum um minniháttar tjón í hvassviðri helgarinnar. Engin slys urðu á fólki að sögn varðstjóra. Nokkuð var um að lausamun- ir lentu á ökutækjum, bæði kyrrstæðum mannlausum bíl- um og eins bílum á ferð. Tjón varð þó í öllum tilvikum lítið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.