Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Te lenor lætur í minni pokann fyrir BT Samstarf í stað ráðandi hlutar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NORSKA fjarskiptafyríi'tækið Tel- enor hefur samþykkt tilboð British Telecom, BT, um að eignast 49,9 prósent í Esat, írska símafyrirtæk- inu, sem Telenor hafði reynt að eignast meirihlutaeign í. Lærdóm- ur Telenor af þessari misheppnuðu tilraun til meirihlutaeignar og öðr- um óförum nýlega þvingar fyrir- tækið til að hugsa málin upp á nýtt. Tilboð BT kom fram eftir að fyr- irtækið hafði yfírboðið Telenor um kaup á Esat. Denis O’Brien stofn- andi og framkvæmdastjóri Esat barðist gegn kauptilraun Telenor og hafði sagt tilboðið mestu árás síðan víkingaferðimar voru og hétu. BT hefur starfað með Telenor á öðrum vettvangi og tilboð þeirra þykir bera vott um að þeir vilji gjarnan halda í velvilja Telenor. Samkvæmt tilboði BT getur Tele- nor skipt á 49,9 prósenta hlut sínum í Digifone, dótturfyrirtæki Esat, á 33 prósenta hlut í Esat. Með viðbót upp á fimm milljarða norskra króna getur Telenor síðan eignast í allt 49,9 prósenta hlut í Esat. Það er sama verð á hvern hlut og BT borg- ar fyrir hlutabréf í Esat. Telenor hafði áður lýst því yfir að boðið í Es- at væri merki um vilja fyrirtækisins til að eignast ráðandi hlut í fyrir- tækjum erlendis, en ekki bara vera meðleikendur þar. Eftir þessa mis- heppnuðu tilraun og aðra mis- heppnaða tilraun tU að kaupa síma- fyrirtæki í Króatíu verður Telenor hins vegar að horfast í augu við hversu erfitt það er að ná fótfestu á mörkuðum, þar sem samkeppnis- aðUarnir eru margfalt stærri. Forráðamenn Telenor hafa nú lýst því yfir að þeir stefni á að kom- ast inn á markaði, þar sem síma- væðing er enn í lágmarki, en gæti vaxið. Með því að koma fljótt tU sög- unnar eigi lítið fyrirtæki eins og Telenor möguleika á að ná fótfestu áður en stóru fyrirtækin beina þangað athygli sinni og fjármagni. Rýmislausn # 7 Er lagerinn sprunginn? Það er algengt vandamál að lagerhúsnæði fýllistvegna aukinna umsvifa. Hefðbundin lausn erað byggja nýtt lagerhúsnæói. Slfkar framkvæmdir eru þó oft á tíðum óþarfar. Við hjá Rými erum með lausnina á þessu vandamáli. Með MOVO brautarekkum getum við hannað lausnir sem eru bæði þægilegar og henta núverandi húsnæði. Með MOVO getur þú frestað nýju lagerbyggingunni og náð hámarksnýtingu út úr núverandi húsnæði. Háteigsvegi 7 Reykjavík Sími 511 1100 Rými ehf er nýtt dótturfyrirtæki HF. Ofhasmiðjunnar Forstjóri Sony veldur fjaðrafoki á japönskum fjármálamarkaði Hlutabréf Sony of hátt verðmetin? FORSTJÓRI Sony-fyrirtækisins, Nobuyuki Idei, olli uppnámi nýlega á japönskum fjármálamarkaði þeg- ar hann lýsti því yfír að gengi hlutabréfa í Sony væri orðið of hátt. „Þegar litið er til hagnaðarstigs fyrirtæksins væri eðlilegt verð kringum 20.000 jen á hlut. Verð fyrir ofan það myndi vera bóla,“ sagði Idei fréttamanni Reuters- fréttastofunnar, að því er fram kemur í Financial Times. Ummæli Ideis höfðu tilætluð áhrif, og í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa Sony um hámark þess sem leyft er á einum degi, eða úr 27.700 jenum í 25.700 jen, og var þetta nefnt „Sony-sjokkið“ meðal greiningaraðila á markaði. Hluta- bréf í Sony höfðu sveiflast mjög dagana á undan á japönskum hlutabréfamarkaði, eða frá 18.430 jenum í 32.250 jen á hlut. Svo virðist sem þetta sé í fyrsta sinn sem að forstjóri stórfyrirtækis segir að hlutabréf í því fyrirtæki sem hann stýrir séu of hátt verð- lögð, en áður hafði Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, valdið tauga- titringi á hlutabréfamörkuðum með yfirlýsingu um að hlutabréf tæknifyrirtækja væru almennt of hátt verðlögð sem leiddi til lækk- ana í þeim geira. I dálki Lex á baksíðu sama blaðs FT segir m.a. að þegar forstjórar stórfyrirtækja leggja til að hluta- bréf þeirra séu of hátt verðlögð sé rétt að leggja við hlustir. Þar segir einnig að hlutabréf Sony hafi tvö- faldast í verði gagnvart Topix-vísi- tölunni á undangengnu ári og hafi verð þeirra verið orðið 75% yfir verðstuðli annarra stórra rafeinda- fyrirtækja eins og Matsushita og Pioneer. Því sé erfitt að mótmæla ummælum Nobuyuki Ideis. Sony-fyrirtækið vinnur nú að því að þróa nettengdar viðskiptalausn- ir og -vörur, og fjárfestar virðast hafa haft þá tiltrú á því sem sést í þróun hlutabréfaverðsins. En í dálki Lex er varað við því að það muni taka allnokkurn tíma að koma slíkum lausnum á markað og fá þær til að skila hagnaði. A með- an komi tekjur Sony mikið til frá sölu á rafeindatækjum, og í ljósi samdráttar í japönsku efnahagslífi og hás gengis á jeninu sé það ekki auðveld leið til auðlegðar. Loks segir í dálki Lex að athuga- semdir forstjóra Sony veki ekki að- eins upp spurningar um samsetn- ingu viðskipta Sony-fyrirtækisins, heldur einnig um hvernig japansk- ir fjárfestar hafa verðlagt fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á Net- inu. Sá hluti hækkana sem orðið hafa á Topix-hlutabréfavísitölunni sem tengist netfyrirtækjum hefur verið að aukast mjög, og muni gengi japanskra hlutabréfa ef til vill þurfa leiðréttingar við í fram- tíðinni. AV!S< Bílaleiga Sérstök fyrirtækjaverð Lækkið rekstrarkostnað AVIS býður fyrirtækjum sérkjör innanlands sem erlendis. AVIS mælir með Opel (we \harder S:568-8888 DugguvogurlO - 104 Reykjavik -/elína Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 Nú býður Nýherji viðskiptavinum sínum ekki einungis aukin þægindi á vinnu- stað - heldur líka utan hans. Með fjarvöktunarþjónustu Nýherja er tölvuvinnsla og öryggi tækja vaktað með sjálfvirkum hætti allan sólarhringinn. Notuö er nýjasta tækni til að fylgjast með tækjum og hugbúnaði og er öllu kerfinu stjórnað frá vöktunarmiðstöð Nýherja. Þegar þörf krefur eru SMS skilaboð og tölvupóstur send á tækni- menn viðkomandi fyrirtækja. Fjarvöktunarþjónusta Nýherja tryggir þér og starfsmönnum þínum áhyggjulausar frístundir - og ánægjulegan vinnudag! Hafðu samband í sima 569 7827 eöa sendu póst á fjarvoktun@nyherji.is. NÝHERJI Skaftahliö 24 • Sími 569 7700 SIÓÖ: www.nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.