Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 26

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORG UNBLAÐIÐ ERLENT Vinstrimaðurinn Ricardo Lagos kjörinn forseti Chile á sunnudag Ahersla á stöðug'leika og velferðarkerfí Santiago. AFP, AP. Reuters Ricardo Lagos, nýkjörinn forseti Chile, veifar til mannfjöldans eftir fréttamannafund í Santiago á sunnudag. VINSTRISINNINN Rieardo Lagos sigraði í síðari umferð forsetakosn- inganna í Chile á sunnudag, hlaut um 51,3% atkvæða. Andstæðingurinn, íhaldsmaðurinn Joaquin Lavin, hlaut 48,6%. Er þetta í fyrsta sinn sem vinstrimaður sest á forsetastól í land- inu síðan sósíalistanum Salvador Al- lende var steypt í valdaráni Augustos Pinochets hershöfðingja árið 1973. Kjörsókn var mikil, um 7,3 milljón- ir af alls átta milljónum atkvæðis- bærra mættu á kjörstað og fór allt vel fram. Lavin, sem er 46 ára og starfaði eitt sinn fyrir herforingja- stjóm Pinochets, viðurkenndi ósigur sinn og fór á fund sigurvegarans í að- alstöðvum hans á hóteli í höfuðborg- inni, Santiago, síðdegis á sunnudag. Hundruð stuðningsmanna Lagos fögnuðu ákaft er keppinautarnir birtust á svölum með eiginkonurnar sér við hlið og föðmuðust. Lavin sagði að væntanlegur forseti gæti treyst sér. „Ég er reiðubúinn að að- stoða hann við að takast á við vanda- mál landsins og vinna að einingu Chilemanna,“ sagði hann. Pinochet-málið skipti litlu Báðir frambjóðendurnir forðuðust eftir mætti að falla um mál Pinochets í kosningabaráttunni en vora sam- mála um að mótmæla því að hann skyldi vera handtekinn í Bretlandi. Heimildarmenn telja flestir að mál Pinochets hafi haft lítil áhrif á niður- stöður forsetakosninganna. Einræðisherrann fyrrverandi er þingmaður og álíta því stjómvöld í Chile að hann eigi að njóta friðhelgi sem slíkur. Á hinn bóginn hafa báðir frambjóðendur sagt að þeir myndu ekki reyna að hindra að mál Pin- ochets verði tekið upp í Chile eins og ættingjar þeirra sem létu lífið eða hurfu á stjórnaráram hans krefjast. Lagos hefur tekið skýrt fram að það sé dómstóla landsins að taka ákvörð- un um slík mál, ekki forsetans. „Ég mun ekki gleyma fortíðinni en mun horfa til framtíðar," sagði hann á útifundi með tugþúsundum fagn- andi stuðningsmanna á sunnudag. Lagos er 62 ára gamall, menntað- ur í hagfræði í Bandaríkjunum og var eindreginn stuðningsmaður All- ende, átti m.a. sæti í ríkisstjórn hans. Einnig hefur hann gegnt ráðherra- embættum eftir að Pinochet fór frá. Lagos hefur hins vegar fjarlægst marxíska hugmyndafræði og var nú frambjóðandi samsteypu mið- og vinstriflokka sem hafa farið með völdin eftir að Pinochet fór frá árið 1990. Er Lagos ræddi við fráfarandi forseta, miðjumanninn Edouardo Frei, í síma þegar úrshtin vora ljós sagði Lagos að samstarf þeirra tryggði jafnvægi og stöðugleika í Chile. Lagos tekur við embættinu 11. mars og er kjörtímabilið sex ár. Skæraliðar reyndu að myrða Pin- oehet árið 1986 og var Lagos einn af mörgum vinstrimönnum sem örygg- islögreglan handtók vegna grans um aðild að tilræðinu. Það virðist hann ekki hafa átt en var í fangelsi í nokkra daga, gerðist einn af at- kvæðamestu talsmönnum þess að lýðræði yrði endurreist og hefur lengi verið hetja í augum andstæð- inga hershöfðingjans. Lagos er nú hófsamur sósíalisti og talinn á svipuðum stað í hinu póli- tíska litrófi og boðberar svonefndrar Þriðju leiðar. Þekktastur þeirra er Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sem hefðbundnir vinstrimenn saka margir um svik við jafnaðar- stefnuna. Óánægja með velferðarkerfi Lagos hefur lagt áherslu á að kom- ið verði á atvinnuleysistryggingum, sem hefur hlotið góðan hljómgrann, enda hefiu- efnahagsástandið í Chile verið óvenjuslæmt síðustu árin þótt nú virðist vera að rofa til. Um 15 milljónir manna búa í Chile. Atvinnuleysi er um 10%, glæpatíðni há, einkum í stórborgunum, og vax- andi óánægja með lélegt ástand í mennta- og heilbrigðismálum, vel- ferðarkerfið er lítt þróað. Lagos hef- ur heitið að græða sár Pinochet- skeiðsins en einnig að 200.000 ný störf verði til á kjörtímabilinu, aðal- lega í opinbera geiranum. Á stjórnaráram Pinochets var fylgt kenningum róttækra frjáls- hyggjumanna í efnahagsmálum, rík- isfyrirtæki einkavædd og áhersla lögð á útflutning. Hefur grandvallar- þáttum í þessari stefnu í reynd verið fylgt áfram eftir 1990. Lavin, sem er hagfræðingur, hefur ritað nokki’ar bækur þar sem hann hælir stjórnar- fari Pinochets en hefur að undan- förnu sagt að tími Pinochets sé fortíð, nú verði að huga að framtíðinni. Verður kona forseti Finnlands? AP Tarja Halonen og Esko Aho á fréttamannafundi í Helsinki í gær. Þau munu takast á í síðari umferð forsetakosninganna 6. febrúar nk. Steve Norris frambjóðandi íhaldsmanna London. Morgunblaðið. ÍHALDSMENN í London hafa kosið Steve Norris, fyrram ráð- herra, frambjóðanda flokksins í borgarstjórnarkosningunum 4. maí n.k. Steve Norris beið upphaf- lega lægri hlut fyi'ir Jeffrey Archer í keppninni um fram- bjóðandasætið, en eftir að Árcher dró framboð sitt til baka, þegar upp komst að hann hafði beðið vin sinn að bera ljúgvitni fyrir sig, varð að kjósa aftur. Kjörnefnd íhaldsflokks- ins hafnaði þá Norris, en breytti svo þeirri afstöðu og var kosið á milli hans og Andrew Boff, fyrram forseta. Hjá Verkamannaflokknum berjast Frank Dobson, Ken Livingstone og Glenda Jackson um að verða frambjóðendur flokksins. Dobson nýtur stuðn- ings flokksforystunnar, en Liv- ingstone hefur um langt skeið notið mun meira fylgis í skoð- anakönnunum. Kjörseðlar verða sendir til 60.000 kjósenda í London 25. janúar, en einnig kjósa ráðherrar og þingmenn Verkamannaflokksins og verkalýðsfélög. Kjörseðlar verða að hafa borizt kjömefnd 15. febrúar og verða úrslit til- kynnt um viku síðar. Helsinki. Morgunblaðið. KOSIÐ verður á milli þeirra Törju Halonen, utanríkisráðherra og fram- bjóðanda jafnaðarmanna, og Eskos Aho, leiðtoga Miðflokksins, í síðari umferð forsetakosninganna í Finn- landi. í fyrri umferðinni, sem var á sunnudag, fékk Halonen 40% at- kvæða en Aho 34,4%. Þeir tveir frambjóðendur, sem næstir þeim komu, fengu innan við 13% hvor. Skoðanakannanir fyrir kosningar bentu til að þau Aho og Halonen stæðu næstum jöfn að vígi, hvort með um 38% atkvæða, og því komu úrslitin allmikið á óvart. Hafði Aho raunar yfirleitt vinninginn í könnun- unum og því var spáð að hann myndi sigra í síðari umferðinni, sem verður 6. febrúar nk. Tekist á um konu og karl Líkur á því að Tarja Halonen verði fyrsta konan til að gegna forsetaem- bætti í Finnlandi hafa stóraukist og margt bendir til að hún hafi hagnast á því í fyrri umferðinni að kosninga- baráttan snerist að sumu leyti upp í einvígi milli karls og konu. Stefna þeirra er nefnilega lík um flest. Bæði styðja þau aðildina að Evrópusam- bandinu og viija ekki hverfa frá þeirri hlutleysisstefnu sem Finnar hafa fylgt frá stríðslokum. Tvær konur lentu í þriðja og fjórða sæti í kosningunum, þær Riita Öosukainen, frambjóðandi Hægri- flokksins, sem fékk 12,8% atkvæða, og Elisabeth Rehn, fyrsta konan til að gegna embætti varnarmálaráð- herra á Vesturlöndum. Fékk hún 7,9%. Tapaði hún naumlega fyiir Martti Ahtisaari í kosningunum 1994. Á kjörskrá vora 4,2 milljónir manna og var kjörsóknin 76,9%. Var þetta aðeins í annað sinn frá því Finnar losnuðu undan rússneskum yfirráðum 1917 að þeir kjósa sér for- seta beinum kosningum. Áður fyrr Mowlam prófaði marijúana London. Morgunblaðið. MO Mowlam ráðherra, sem m.a. fer fyrir herferð brezku ríldsstjórnar- innar gegn eiturlyfjum, viðurkenndi í sjónvarpsviðtali á sunnudag að hún hefði á námsárum sínum í Banda- ríkjunum reykt marijúana, en ekki líkað og það hefði aldrei verið hluti af lífi hennar. Mowlam sagðist í samtalinu ekki myndu segja af sér vegna þessa máls og Andrew Lansley, sem fer með sömu málaflokka og Mowlam í skuggaráðuneyti íhaldsflokksins, neitaði því að íhaldsmenn myndu sækjast eftir afsögn Mowlam eftir yfirlýsingu hennar, en það vora ein- mitt íhaldsmenn sem kröfðust þess að hún gerði hreint fyrir sínum dyr- um. Mo Mowlam hefur til þessa varizt öllum spurningum um fíkniefnanotk- un, en hefur alltaf viðurkennt að hafa lifað dálítið villtu lífi á háskólaáran- um. Ihaldsmenn kröfðu hana um yf- irlýsingu nú í kjölfar þess að sam- nemandi hennar við Iowa State University kvaðst hafa séð Mowlam handleika fíkniefni í samkvæmi, en sagðist hins vegar ekki muna hvort Mowlam hefði reykt eða bara rétt efnið áfram til næsta manns. Ihaldsmenn sögðu eftir þessa frá- sögn að Mowlam yrði að segja allan sannleikann og Andrew Lansley orð- aði það svo, að sérhver sá er axlaði þá ábyrgð að leiða baráttuna gegn eiturlyfjum ætti að geta sagt með sann að hið eina sem gilti gagnvart eiturlyfjum væri að segja nei. Af orð- um hans nú má ráða að íhaldsmenn taki yfirlýsingu Mowlam góða og gilda og þegar leitað var eftir við- brögðum forsætisráðherrans sagði talsmaður hans að hann teldi Mo Mowlam réttu manneskjuna til að gegna þeim starfa sem hún hefur með höndum. Sjálf kvaðst Mowlam myndu berjast ótrauð áfram gegn eiturlyfjum sem gengju af fólki dauðu, eins og heróíni og kókaíni. Mowlam er fyrsti ráðherrann sem viðurkennir opinberlega að hafa neytt fíkniefna. Tony Blair forsætis- ráðherra og Jack Straw innanríkis- ráðherra hafa báðir neitað því að hafa neytt fíkniefna á háskólaáram sínum. var kosið til kjörmannaþings, sem aftur kaus forsetann. Áhersla á velferðarkerfíð Taija Halonen er 56 ára að aldri, lögfræðingur að mennt. I kosninga- baráttunni lagði hún áherslu á hið norræna velferðarkerfi og mann- réttindamál en margir Finnar, eink- um á landsbyggðinni, hafa það á móti henni að hún hefur barist fyrir rétt- indum samkynhneigðra og er ekki í finnsku þjóðkirkjunni. Á námsárun- um var hún raunar formaður í sam- tökum homma og lesbía í Finnlandi þótt hún sé ekki samkynhneigð sjálf. Á hún eitt barn frá fyrra hjónabandi og er nú í óvígðri sambúð. Halonen er mikil málamanneskja og hefur ástríðufullan áhuga á leiklist og garðyrkju. Fjölskyldugildin Esko Aho er 45 ára gamall, stund- um kallaður „Kennedy frá Kannus" vegna þess að hann er ekki ólíkur Kennedy heitnum í sjón. Er Aho þakkað það að Miðflokkurinn skyldi hafa fallist á Evrópusambandsaðild- ina 1995 en þótt hann styðji hlutleys- isstefnuna segist hann ekki vilja úti- loka NATO-aðild. I kosningabaráttunni lagði hann mikla áherslu á mikilvægi fjölskyld- unnar og á aukinn jöfnuð milli lands- byggðar og borgar. Hann er kvænt- ur og á þrjá drengi. Hefur hann stundum verið sakaður um hégóma- skap og þá meðal annars nefnt, að nýlega lét hann lýtalækni fjarlægja poka undir augunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.