Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hart deilt á rfldsstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi
Flensan hækkar hitann
í heilbrigðismálunum
London. Morgunblaðið.
FLENSAN hefur hleypt miklum
hita í stjómmálaumræðuna í Bret-
landi. Svo hart var sótt að ríkisstjórn
Verkamannaflokksins fyrir bágt
ástand í heilbrigðiskerfinu að Tony
Blair forsætisráðherra fór í sjón-
varpsviðtal á sunnudag til þess að
bera blak af ríkisstjóm sinni. Setti
hann þá Bretum það markmið að
koma heilbrigðiskerfinu á næstu sex
ámm til jafns við það sem gerist með
nágrannaþjóðum.
Flensa lagðist á Breta sem aðra
undir áramótin og þegar hún hafði
herjað um hríð þótti bera á því að
heilbrigðiskerfið annaði ekki þeim
sem þangað sóttu. Þegar svo fréttir
fóm að berast af langri bið eftir
læknum, frestun aðgerða og biðlist-
um, sem ekki styttust í samræmi við
íyrirheit Verkamannaflokksins,
hljóp pólitíkin fyrir alvöm í málið.
Reyndar var ríkisstjómin sökuð um
það fyrst að gera meira úr flensunni
en efni stóðu til og gera hana að
blóraböggli þess að sjúkrarúmum
hefði ekki fjölgað og biðlistar ekki
stytzt í takt við kosningaloforð
Verkamannaflokksins. Talsmenn
ríkisstjómarinnar bára allt slíkt af
sér og bentu á, að sjúkrarúmum hefði
fjölgað, þótt talsmenn lækna og ann-
arra heilbrigðisstétta lýstu þvi hrein-
lega yfir, að þeir fyndu bara ekki
þessi nýju sjúkrarúm. Og ekki batn-
aði ástandið þegar Winston lávarður,
sem er læknir og þingmaður Verka-
mannaflokksins, sagði í blaðasamtali
að heilbrigðiskerfið væri mun veik-
ara en ríkisstjómin vildi vera láta.
Hann var svo tekinn á teppið í Down-
ingstræti 10 og dró eftir það strax úr
ummælum sínum; sagði að það sem
hann vildi sagt hafa, væri að það mið-
aði alft í rétta átt í heilbrigðiskerfinu
fyrir tilstilli ríkisstjómarinnar. Jafn-
vel þeir, sem flensan Iá þyngst á, gátu
ekki annað en kímt yfir sinnaskiptun-
um. En þrátt fyrir þau mun Winston
ekki eiga upp á pallborðið hjá Blair-
hjónunum á næstunni, því í leiðinni
mun hann hafa brotið trúnað og sagt
frá því, að væntanlegt bam forsætis-
ráðherrahjónanna verði tekið með
keisaraskurði, þegar þar að kemur.
Alvarlegar brotalamir
Þannig var Tony og Claire ekki
skemmt, ráðherranum var ekki
skemmt, þingmönnum Verkamanna-
flokksins var ekki skemmt. Almenn-
ingi, sem ýmist var með flensu eða
þurfti á heilsugæzlu að halda af öðr-
um ástæðum, var heitt í hamsi. En
íhaldsmönnum, þeim var skemmt,
þrátt fyrir alvöra málsins og þeir not-
uðu það til hins ýtrasta að berja á rík-
isstjóminni.
En hvað sem leið deilum um hvort
flensufaraldur væri stór eða lítill,
hvort sjúkrarúm væra fleiri eða
færri, eða hvort biðlistar væra lengri
eða styttri, sýndu sig svo ekki varð
um villzt ýmsar brotalamir í heil-
brigðiskerfinu. Og sumar mjög alvar-
legar. Fjóram sinnum var skurðað-
gerð vegna krabbameins í hálsi
Mavis Skeet frestað, m.a. vegna
skorts á sjúkrarúmum í gjörgæzlu,
þar sem allt var fullt af öldraðum
flensusjúklingum. Nú hafa læknar
tílkynnt Mavis, að krabbameinið hafi
breiðst svo út að skurðaðgerð sé
óframkvæmanleg. I Richmond, kjör-
dæmi William Hague, formanns
Ihaldsflokksins, lést lítil telpa,
Hanna þriggja ára, en hjartaaðgerð á
henni var frestað nokkrum sinnum,
m.a. vegna stjómunarmistaka og
einu sinni vegna skorts á gjörgæzlu-
rúmi. Þótt enginn vilji eftir á segja að
Hanna hefði lifað ef aðgerðin hefði
farið fram fyrr, varpaði mál hennar
samt skugga inn í umræðuna um
heilbrigðiskerfið. Og Alan Milbum
heilbrigðisráðherra hefur fyrirskipað
rannsókn á Skeetmálinu. Samkvæmt
opinberam tölum veija Bretar 6,8%
þjóðartekna til heilbrigðismála en
ESB-meðaltalið er 8%. Frakkar
verja hins vegar 9,6% tíl þessa mála-
flokks og Þjóðverjar 10,7%.
Vilja hætta við skattalækkun
Um helgina var svo komið að öll
spjót stóðu á ríkisstjóminni og skoð-
anakönnun sem T7ie Observer birti
sýndi almenna reiði í garð ríkis-
stjómarinnar fyrir slæmt ástand
heilbrigðiskerfisins. Þar sögðust
menn hvorki sjá betrambætur, þrátt
fyrir yfirlýsingar um auknar fjárveit-
ingar til heilbrigðismála, né trúa orð-
um ráðherra um að biðlistar hafi
stytzt. Tæp 60% aðspurðra, og kjós-
endur Verkamannaflokksins vora í
meirihluta þar, sögðu að ríkisstjómin
ætti að veita fólki skattaafslátt ef það
leitar með veikindi sín tíl einkageir-
ans, en á það mega ráðherrar ekki
heyra minnzt. Það er hins vegar eitt
af baráttumálum íhaldsflokksins,
sem hefur þó enga ástæðu til að
fagna niðurstöðum skoðanankönnun-
arinnar vegna þeirrar miklu van-
trúar á flokkinn, sem þar kom fram.
The Observer segir íhaldsmenn hug-
leiða að setja Michael Portillo í heil-
brigðismálin í skuggaráðuneytinu til
að undirstrika mikilvægi málaflokks-
ins. En það sem upp úr stendur í nið-
urstöðum þessarar skoðanakönnun-
ar er að mikill meirihluti fólks vill að
ríkisstjómin láti af fyrirhugaðri
skattalækkun í apríl nk. og veiti
skatttekjunum til heilbrigðismála.
Þetta aftók Tony Blair með öllu í
sjónvarpsviðtali á sunnudaginn.
Hann sagði skattalækkunina eitt af
meginstefnumálum ríkisstjómarinn-
ar og stjómin myndi ná fram betra
heilbrigðiskerfi án hennar.
Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar
sögur af fólki, sem ekki hefur getað
eða viljað bíða eftir aðgerð hjá opin-
bera heilbrigðiskerfinu og hefur
bragðið á það ráð að verðsetja hús sín
upp á nýtt eða taka önnur lán til þess
að gangast undir aðgerðir á einka- f
reknum sjúkrastofnunum. Skozki
heilbrigðisráðherrann, Susan
Deacon, hefur fyrirskipað rannsókn
á máli Graham Milne, 25 ára Aber-
deenbúa, sem greindist með krabba-
mein í lungum og borgaði 4000 pund
fyrir aðgerð strax, en annars hefði
hann orðið að bíða í mánuð eftir að
komast á skurðarborðið í opinbera t
kerfinu. En það sem tekur steininn
úr, er að aðgerðin var framkvæmd á |
sama sjúkrahúsinu og Graham Milne P
leitaði til og af sama sérfræðingnum
og greindi krabbamein Milne í upp-
hafi!
Bretar aftarlega á merinni
Forsætisráðherrann sagði margt
hafa verið gert til að bæta úr heil-
brigðiskerfinu, en viðurkenndi að
enn væri víða pottur brotinn, tiltók .
m.a. skort á menntuðu starfsfólki í
heilbrigðisþjónustunni og sagði að |
ekki yrði úr honum bætt svona einn, P
tveir og þrír. En hann sagði ríkis-
stjórnina myndi veita auknu fé til
þessara mála og setti takmarkið svo,
að brezka heilbrigðiskerfið ætti á
næstu fimm árum að ná því marki að
standa heilbrigðiskerfum nágranna-
þjóðanna á sporði.
Samkvæmt The Observer er einn
læknir á hveija 625 Breta (í Frakk- ,
landi einn á 344), árið 1997 eyddu j
Bretar 869 pundum á íbúa til heil-
brigðismála, meðan Hollendingar j
eyddu 1245 pundum og Þjóðverjar
1490 pundum á íbúa (í Bandaríkjun-
um er talan 2559 pund á mann). Gjör-
gæzlurúmum hefur fækkað í Bret-
landi um 25000 á síðustu tíu árum og
lífslíkur krabbameinssjúklinga eru til
muna verri en samanborið við Frakk-
land, Spán, Holland og Svíþjóð. Þá
deyja mun fleiri Bretar úr hjarta- .
sjúkdómum en gerist með þeim þjóð-
um, sem þeir bera sig helzt saman við
og loks tínir The Observer til að færri |
hjartaaðgerðir séu gerðar í Bretlandi
en nokkra öðra þróuðu ríki.
Hvortsem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á
hálendið eða upp í Breiðholt er Honda CR- V rétti ferðafélaginn.
Honda CR-Ver velbúinn og sprækursportjeppi á mjög
hagstæðu verði og sameinar bestu kosti jeppa og borgarbíls. JL JLJUEtSL
- betri bíll
Vatnagörðum 24 ■ Slmi 520 U00- www.honda.is
3000. Egilsstadlr Bíla- og búvélasslan hf„ slmi 4712011. Kefíavlk: Bilavlk, slmi 421 7800. Vestmannaeyiar: Bllaverkstæðið Bragginn. simi 481 1535.