Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
S kri f stof u tækn i
250 stundirl
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Heistu námsgreinar eru:
■ Handfært bókhald
■ Tölvugrunnur
■ Ritvinnsla
■ Töflureiknir
■ Verslunarreikningur
■ Glærugerð
■ Mannleg samskipti
■ Tölvubókhald
■ Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Steinunn ^Rósq, þjonustu-
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól. ís|enska útv^p'sfé|aginu
Öll námsgögn innifalin
Opið til kl. 22.00
Tölvuskóli íslands
Bíldshöfða 18, sími 567 1466
Misvísandi frásagnir af morðinu á „Arkan“ um helgina
Æsilegar vanga-
veitur um hver stóð
að baki tilræðinu
Belgrad. AFP, AP, Reuters.
LÖGREGLA og stjórnvöld í Serbíu
létu í gær enn ekkert hafa eftir sér
um morðið sem framið var um helgi-
na á hinum alræmda „Arkan“, sem
var eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, en
sögusagnir og vangaveltur um hver
hefði staðið að baki tilræðinu gengu
fjöllunum hærra.
Arkan, eða Zeljko Raznatovie eins
og hann hét réttu nafni, lét lífið í
kúlnahríð síðdegis á laugardag í hlið-
arherbergi móttökunnar í Inter-
Continental-hótelinu í miðborg Bel-
grad. Umfram þetta hefur lítið feng-
izt staðfest um aðstæður morðsins.
Tveir lífvarða hans eru einnig sagðir
hafa beðið bana í tilræðinu. Júgó-
slavneska lögreglan og talsmenn
stjómvalda myndu að öllu jöfnu ekki
gefa út yfirlýsingar strax eftir at-
burði af þessu tagi, en með tilliti til
þess hve þekktur Arkan var furða
margir Belgrad-búar sig á þögn yfir-
valda.
Vegna þess að Arkan var eftirlýst-
ur af stríðsglæpadómstól Sameinuðu
þjóðanna í Haag (ICTY) fyrir voða-
verk framin á dögum borgarastríð-
anna í Króatíu og Bosníu eru uppi
vangaveltur um að ýmsir aðilar, þar
á meðal að sumra sögn stjórnin í
Belgrad, vildu hann feigan.
Serbnesk dagblöð birtu misvís-
andi lýsingar vitna á morðinu, t.d.
var ekki Ijóst hvort einn byssumaður
hefði verið að verki eða fleiri, og
hvort hann/þeir báru grímur, svo
nokkuð sé nefnt.
Opinber minningar-
athöfn á morgun
Opinbera Tanjug-fréttastofan
greindi frá því í gær, með tilvísun í
stjómmálaflokk Arkans, Einingar-
flokk Serbíu, að ákveðið hefði verið
að halda opinbera minningarathöfn
um Arkan á morgun, miðvikudag, en
útfórin færi fram á fimmtudag.
„Fleiri leyndarmál en byssukúlur"
var fyrirsögn óháða dagblaðsins
Vecernje Novosti, sem að öllu jöfnu
hefur góðan aðgang að heimildum.
Sagði blaðið 38 skothylki hafa fund-
izt á vettvangi.
Dagblaðið Danas hafði eftir
glæpafræðingnum Dobrivoje Radov-
anovic að hér væri um að ræða
„dæmigert verk atvinnumanna“. En
hann sagði erfitt fyrir árásarmann
Zeljko Raznatovic, öðru nafni Arkan, heldur hér á tígrisunga, tákni al-
ræmdrar sérsveitar sem hann fór fyrir í borgarastríðunum í Króatíu og
Bosníu. í baksýn hafa menn hans tekið sér stöðu á skriðdreka sem þeir
tóku herfangi í króatíska bænum Erdut árið 1991.
að sleppa án þess að kennsl yrðu bor-
in á hann vegna öryggismyndbands-
upptakna hótelsins.
Sagði Radovanovic að morðið
markaði vatnaskil í Júgóslavíu.
„Morðið á Arkan sýnir að stjómvöld
eru að missa stjórn á undirsátum
sínum, þannig að margir undir-
heimamenn, sem hafa verið stjórn-
inni nánir, munu byrja að snúa við
henni baki í því skyni að reyna að
forðast sömu örlög,“ sagði hann.
Sagt mögulegt að Arkan hafi
sett morðið á svið
Ríkisrekna dagblaðið Politika
sagði að morðið á Arkan væri frá-
brugðið öðrum áberandi morðum
tíunda áratugarins en flest þeirra
hefðu verið framin er fómarlömbin
stigu inn eða út úr bíl sínum. Nokkuð
á annan tug þekktra blaðamanna,
Spádómar Biblíunnar
Námskeið um efni Opinberunarbókarinnar hefst
19. janúar í samkomusal Omega að Grensásvegi 8,
Reykjavík og verður hvern miðvikudag kl. 20.
ðunarkirkjan
Leiðbeinandi verður
Dr. Steinþór Þórðarson.
Námskeiðið verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Omega.
Allir velkomnir á staðinn!
Daníelsbók - Námskeið
Námskeið um efni spádómsbókar Daníels hefst 23. janúar
í Boðunarkirkjunni að Hlíðasmára 9, Kópavogi. Það verður
á sunnudögum kl.17. Þátttaka og námsgögn eru ókeypis.
Leiðbeinandi verður
Dr. Steinþór Þórðarson.
Allir eru velkomnir!