Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 33

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 33 LISTIR Rauðar ástarsögur ÖPERA IVemendaópera Söng- skólans í Smáranum vlð Veghósastfg RAUÐA TJALDIÐ Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flutti óperudagskrána Rauða tjaldið; atriði úr óperum eft- ir Puccini, Mozart, Verdi, Cimarosa og Otto Nicolai. Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir, píanóleikari og stjórnandi: Claudio Rizzi. Laugar- dag kl. 16.00. SÚ staðreynd að íslendingar eiga óvenju marga úrvals söngvara miðað við höfðatölu hefur vakið at- hygli langt út fyrir landsteinana. Auðvitað hljómar þetta eins og hver annar gorgeir, en er engu að síður satt. Það er varla fréttnæmt lengur þótt tveir og jafnvel þrír ís- lenskir söngvarar starfi við sama óperuhús erlendis, og langt er síðan tveir íslenskh’ söngvarar sungu saman í Parsifal-uppfærslu á Scala. Maður hlýtur því að spyrja sig hvort íslendingar séu söngvinnari en aðrar þjóðir. Það finnst manni nú harla ólíklegt, en vera má þó, að sakir smæðar okkar og fæðar, þá fái hver og einn sem á annað borð sýnir hæfileika í þá veru að syngja, meiri athygli, meiri hvatningu og tækifæri til að þroska hæfíleikana. Það má vel ímynda sér að nýting söngstofnsins sé góð, þar sem flest- ir sem á annað borð sýna viðleitni fá að spreyta sig. En varla væri söngmenningin svona vel á sig komin, ef ekki væri hlúð að hæfi- leikafólkinu af kunnáttu. Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík skipuð sautján ung- mennum flytur um þessar mundir óperudagskrána Rauða tjaldið, óp- eruslettur úr ýmsum áttum, eins og það er kallað í efnisskrá. Dagskráin er byggð upp af sungnum óperuat- riðum og leiknum, þar sem fléttað er saman íslenskum þýðingum á sungnum atriðum, söng, spaugi og gríni. Hópurinn setti þetta sjálfur saman undir stjórn leikstjóra síns Asu Hlínar Svavarsdóttur. Hvað dagskrána sjálfa varðar og upp- byggingu hennar, þá verður að segjast eins og er að varla gat mað- ur ímyndað sér að óreyndu, að svo ólíkar glefsur úr ýmsum áttum gætu fallið svo vel saman í eina heild. Atriðin voru tengd saman með þeim þráðum sem voru þeim sameiginlegir, og rauði þráðurinn í fléttunni var auðvitað ástin. Þannig runnu atriðin saman í eina allsherj- ar ástarsögu sem brotin var upp af ýktum og farsakenndum ærslaleik sem rímaði vel við sungnu óperu- atriðin. Það sem einkenndi sýning- una var gleði, innileiki og fjör. Krakkarnir gerðu þetta virkilega vel og af mikilli einlægni. Söngur- inn var undantekningarlaust skin- andi góður og vísbending um að margir af þessum krökkum gætu átt eftir að láta til sín taka í söng- listinni. Hafsteinn Þórólfsson söng ísmeygilega galdrakarlinn Colas úr Bastian og Bastienne og Linda P. Sigurðardóttir var kátbrosleg, ást- sjúk Bastienne. Jónas Guðmunds- son og Kristín R. Sigurðardóttir voru skínandi fín Rodolfo og Mimi úr La bohéme. Söngur Kristínar í aríunni Donde lieta usci var virki- lega góður. ívar Helgason og Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir voru fyndin og skemmtileg í hlutverkum Marcellos og Músettu. Ingibjörg Aldís söng einnig aríu greifafrúar- innar úr Brúðkaupi Fígarós Dove sono, og sýndi að mikils er af henni að vænta. Hún söng einnig dúett með vinnukonunni Súsönnu, sem sungin var af Magneu Gunnarsdótt- ur og það var músíkalskur og fal- legur söngur. Kristveig Sigurðar- dóttir og Nanna María Cortes sungu frábærlega atriði úr Kátu konunum frá Windsor efth- Nicolai, þar sem þær hafa nýverið báðar fengið eins ástarbréf frá John nokkrum Falstaff. Efniviðurinn er auðvitað sá sami og í óperu Verdis, og fléttuðust atriðin saman, þar sem þær Ragnheiður Hafstein, Guðríður Þóra Gísladóttir, Auður Guðjohnsen og Þóra S. Guðmanns- dóttir sungu samsvarandi ástar- bréfsatriði úr Falstaff. Þessi flétta var skemmtileg söngkonurnar allar voru mjög fínar. Óllu illskeyttari voru þær Sigurlaug Jóna Hannes- dótir og Þóra S. Guðmannsdóttir í hlutverkum systranna Karólínu og Elísettu úr gamanóperunni Leyni- brúðkaupinu eftir Cimarosa. Þær sungu af mikilli innlifun og drama- tík og Áslaug H. Hálfdánardóttir í hlutverki friðelskandi föðursystur þeirra Fidölmu var einnig mjög góð. Guðríður Nanna Helgadóttir og Bryndís Jónsdóttir luku dag- skránni með dúett Marcellinu og Súsönnu úr Brúðkaupi Fígarós og skiluðu þvi skínandi vel. Heldarsvipur dagskrárinnar var fínn. Söngvararnir voru allir svart- klæddir, en sviðsmyndin, rauða tjaldið var í senn táknræn fyrir þær sögur sem þarna voru sagðar, fal- legur bakgrunnur og andstæða svartra leikara og hvitra veggja salarins; - rauður þráður ástarinn- ar í svarthvítum veruleika. Ása Hlín Svavarsdóttir náði miklu út úr þessum ferska söngvarahópi og upp vakna spurningar hvort svona dag- skrár vel valdra óperuatriða saman settar af listfengi og góðum smekk yrðu ekki vel fallnar til vinsælda. Enn er ónefnt stærsta hlutverkið í sýningunni og það langerfiðasta; - hlutverk hljómsveitarinnar, sem Claudio Rizzi lék á píanóið af mikl- um þrótti. Claudio studdi vel við söngvarana, fylgdi framvindunni og stjórnaði af skörungsskap. Það virtist honum ekkert mál að vippa sér úr einni óperu yfír í aðra, úr einum stíl yfir í annan. Og þetta gerði hann listavel, og dró fram þá stemmningu sem hæfði hverju at- riði af mikilli fagmennsku. Bergþóra Jónsdóttir Verð frá Tegund Avensis Vectra Passat Laguna Vélarstærð 1600 16v 1600 16v 1600 8v 160016v Hestöfl 110 101 101 107 ABS já já já já Ilnakkapúðar 5 5 5 5 CD nei nei nei já Fjarstýrð hljómtæki nei nei nci j« Hátalarar 4 6 4 6 Þokuljós nei nei nei já 1.680.000 kr. 1.660.000 kr. 1.690.000 kr. 1.678.000 kr. Loftpúðar 4 2 4 Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Laguna kostar frá 1.678.000 kr. Það er mikilvægt að gera vandlegan samanburð úður en ákvörðun er tckin um bflakaup. Eins og taflan hér að ofan sýnir er Renault Laguna betur búinn en aðrir bflar í sambærilegum verðflokki. Ilafðu gæðin að leiðarljósi. Prófaðu Renault Laguna. RENAULT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.