Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 35
Litríkt og skemmtilegt
TOIVLIST
Akurejrarkirkja
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Málmblásaratónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands.
Stjórnandi Guðmundur Óli Gunn-
arsson. Sunnudagur 16. janúar
2000.
Á ÞRIÐJU tónleikaefnisskrá Sin-
fóníuhljómsveitar Norðurlands á
þessu starfsári voru einvörðungu
verk fyrir málmblásara. Þrátt fyrir
að eingöngu ein deild úr hljómsveit-
inni hafi verið þarna að verki þá sýn-
ir fjölbreytni í vali tónverka og túlk-
un að tónleikarnir voru engan
veginn einhæfir, þeir voru bæði lit-
ríkir og skemmtilegir. Það er mikil-
vægur þáttur í þjálfu sinfóníuhljóm-
sveita að sem flestir
hljóðfæraflokkar og deildir fái að
spreyta sig í krefjandi og leiðandi
hlutverkum. Þannig er mikilvægt að
strengjadeildin komi fram sem
strengjasveit og blásarar þá gjarn-
an, annaðhvort sem tréblásarasveit,
oft í kvintett, eða eins og á þessum
tónleikum sem málmblásarasveit. Á
þann hátt verður samræmi betra í
færni hljóðfæraleikara hinna ýmsu
hljóðfæragerða og þetta fyrirkomu-
lag ætti einnig að auka ánægju
þeirra hljóðfæraleikara sem þátt í
þeim taka. Hins vegar finnst mér
álitamál hvort slíkir tónleikar eigi að
vera auka- eða viðbótartónleikar á
tónleikaskrá vetrarins og á aðaltón-
leikum verði lögð áhersla fyrst og
fremst á sinfóníska skipan hljóm-
sveitarinnar. Ég þykist vita að þá sé
komin upp sú augljósa staða að
miklu betur þurfi að búa að hljóm-
sveitinni til þess að svo megi verða,
bæði þyrfti að ráða hljóðfæraleikara
í hlutastarf og sjá hljómsveitinni fyr-
ir betri starfs- og tónleikaaðstöðu.
Er ekki mál að þessi 20. aldar vandi
verði leystur og honum verði ekki
breytt í 2000 vanda?
Mikilvægt liðsinni bættist málm-
blásurum Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands á tónleikunum í Akur-
eyrarkirkju sl. sunnudag, en það
voru fólagar úr Serpent í Reykjavík.
Hljóðfæraleikarar, sem kenna sig
við blásturshljóðfæri sem líktist lög-
un nöðru, með fjórum sveigjum, og
var mikilvægt hljóðfæri með sínum
djúpa og mjúka tóni í blásaraflokk-
um Evrópu frá miðri 16. öld. Heim-
ildir gi-eina frá notkun serpents í
byrjun 19. aldar. Hljóðfærið serpent
var yfirleitt smíðað úr hnotu og
klætt með leðri, ekki málmblásturs-
hljóðfæri í þess orðs fyllstu merk-
ingu. Serpent-hljóðfæraflokkurinn
einskorðar sig heldur ekki við málm-
blásturinn eingöngu, heldur tekur
skipan flokksins mið af þeirri stefnu
að skapa svið fyrir þá tónlistarmenn,
sem flytja vilja aðra tónlist en þá
sem ákveðnir aðilar sinna nú þegar,
s.s. sinfóníu- og lúðrahljómsveitir,
kvartettar og kvintettar svo dæmi
séu nefnd. Einnig leggur Serpent
sig fram um að flytja íslenska blás-
aratónlist og vera til taks fyrir tón-
skáld sem semja vilja fyrir óhefð-
bundna hljóðfæraskipan. Þessu
hlutverki var Serpent-hópurinn trúr
í samvinnu sinni við Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands á sunnudaginn og
með því vali tónverka sem þar
hljómuðu. Á tónleikapalli voru 20
hljóðfæraleikarar, sem léku á
trompeta, horn, básúnur, túbur,
kontrabassa og slagverk.
Hljómsveitarstjóri var Guðmund-
ur Oli Gunnarsson, aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Efnisskráin spannaði yfir tónverk
allt frá Sónötu áttunda tónsins eftir
hið feneyska víðfræga barrokk-tón-
skáld gullna hornahljómsins, Giov-
anni Gabrieli, til eins af okkar upp-
rennandi tónskáldum Tryggva
Baldvinssonar (f. 1965), sem átti
fyrsta nýja tónverkið („í tilefni
dagsins11) sem frumflutt var á tón-
leikum árið 2000 á Akureyri. Jafnt
var í liði tónskálda frá Bretlandi og
Bandaríkjunum, eitt heimsþekkt og
annað minna þekkt í hvoru liði, þeir:
Benjamin Britten (1913-1976) og
Arthur Bliss (1891-1975) frá Bret-
um, en Aaron Copland (1900-1990)
og Raymond Premru (f. 1934) fyrir
hina. Tónlistin er hafin yfir landa-
mæri þannig að þessari líkingu verð-
ur ekki fylgt frekar. Nema ég get
ekki sleppt Einojuhani Rautavara
(1928), einu fremsta tónskáldi Finna
á þessari öld, en á efnisskránni var
„Sálumessa okkar tíma“, mikilfeng-
legt og áhrifamikil sálumessa án
orða. A því ári þegar haldið er upp á
að eitt þúsund ár séu liðin frá
kristnitöku á íslandi var einstaklega
vel til fundið að flytja á tónleikunum
útsetningu Einars Jónssonar á upp-
hafi tíðarsöngs heilags Þorláks. Ein-
ar Jónsson, básúnuleikari og tónsm-
iður, byggir útsetningu sína á
nótnaafritun séra Bjarna Þorsteins-
sonar, eins og þær birtast í þjóðlaga-
safni hans. Frumgerðin er varðveitt
í einu merkasta fornskinnhandriti
okkar og er hún trúlega alíslenskrar
gerðar bæði hvað hætti texta og lag-
gerð varðar. Einar notar aðeins
hluta úr upphafinu, en efni þess
texta gefur björt fyrirheit, eða „Há-
tíð ber að höndum bjarta...“. Einari
Jónssyni hefur tekistfrábærlega vel
að skila nútímalegri miðalda-
stemmningu með úrvinnslu sinni á
upphafi Þorlákstíða; notar þar
einkar fagleg vinnubrögð fjölrödd-
unar, sem færa áheyrendur nær
þessum gamla tíma á sinn sértæka
hátt. Hann lék reyndar gullfallega
einleik á básúnu sína í hinu nýja
verki Tryggva Baldvinssonar, „I til-
efni dagsins". Það tónverk er af fjör-
ugra taginu, sver sig í ætt leikhús-,
dans- og kabarettónlistar, með sín-
um vals- og polkasveiflum. Gáska-
fullt og skemmtilegt verk; leikandi á
yfirborði dagsins.
Val verkefna og vandaður flutn-
ingur og hljómsveitarstjórn tókst
með ágætum sem varð áheyrendum
til óblandinnar ánægju. Tónverkin
gerðu miklar kröfur til flytjenda,
sem mættu þeim með hreinum og
þéttum samhljómi og einnig snerpu
og lipurð í hröðum leik. Þó fannst
mér helst ljóður á að ekki náðist að
leika nægilega mjúkt og veikt (lág-
vært) á vissum stöðum t.d. í verki
Gabrielis, sérstaklega í bassahljóð-
færum. Verk Rautavaara, Requiem
in our time, er dramatískt umbrota-
verk, sem skilur eftir djúpstæð
áhrif. Að lokinni „stórstyrjöld" á
„degi reiðinnar" (Dies Irae) skapaði
„tára“-þátturinn (lacrimosa) and-
stæð áhrif angurværðar og viss
trega. Ég vil gjarnan að andstæð-
urnar í þessu ágæta verki megi lýsa í
hnotskurn breidd og spennuvídd
þessara tónleika. Markið var strax
sett hátt í upphafi tónleika með hinni
magnþrungnu lúðrahyllingu Aarons
Coplands, en því verki var ætlaður
sá tilgangur að blása trú og kjarki í
bandaríska þegna á stríðsárunum.
Verkið nær slíkum áhrifum einnig
á friðartímum á Akureyri.
Jón Hlöðver Áskelsson
Stór og þekkt fyrirtæki
öfum óvenjumikið úrval af stórum og landsþekktum fyrirtækjum
sem við ekki auglýsum að staðaldri og veitum aðeins upplýsingar
um í einkaviðtölum og í fullum trúnaði.
Hér er um að ræða heildsölur, stórverslunarfyrirtæki, framleiðslufyrir-
tæki, veitingastaði, verksmiðjur o.fl. Húsnæðið fylgir oft með.
Við tökum að okkur að kanna hvort ákveðin fyrirtæki séu til sölu og
er það eins og annað hjá okkur, unnið í fullum trúnaði.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
SUÐURVERI
SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRIMSSON.
Léttnr og ineðfærilcgur
GSM posi
með innbyggðuin prenlara
Les allar tegundir greiöslukorta
®point * sem notuð eru á íslandi.
HlíðasmáralO
sími 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort.
Fax 544 5061
Hraövirkur hljóðlátur prentari.
nuhlíð sími: 462