Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 43

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 43 --------------------------- Einokunarstaða o g for- sjárhyggja Flugleiða EINN af helstu forsvarsmönnum Flugleiða hefur látið þau orð falla að „Island sé eiginlega ekki til skipt- anna“ í flugþjónustu. (Einar Sigurðs- son í Speglinum í Ríkisútvarpinu 10. janúar sl.) Þetta hljóta að teljast tíð- indi í íslenskri ferðamálasögu því loksins hafa stjórnendur Flugleiða opinberað þá skoðun sína að íslenski markaðurinn sé þeirra. En hvað þýða þessi orð fyrir íslenska neytendur? Þau þýða að enn um sinn verða þeir að búa við það að ferðalög og flugfar- gjöld hér á landi séu dýrari en það sem gengur og gerist annars staðar í heiminum. Þau þýða að enn um sinn verða neytendur að miða ferðalög sín við heimatilbúnar reglur Flugleiða og annarra flugfélaga um að dvelja verði einn laugardag á áfangastað til að halda megi verði niðri og að það skuli kosta meira að fara aðra leið en báðar. Og þau þýða að vegna einok- unaraðstöðu Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli verða íslenskir neytendur enn um sinn að lúta forsjárhyggju fyrirtækisins um aðstöðu erlendra flugfélaga í flugi hingað til lands. Það er engum blöðum um það að fletta að Flugleiðir hafa oft gert at- hyglisverða og gagnlega hluti fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það er hins vegar jafn ljóst að skilningur félags- ins á hugtakinu frjáls samkeppni er mjög á skjön við almennan skilning manna innan ferðaþjónustunnar og þó víðar væri leitað. Það mætti hafa um það langt mál hvemig Flugleiðir standa heilbrigðri samkeppni mark- visst fyrir þrifum með lögvernduðum rétti sínum, en ég læt nægja að nefna fjögur dæmi þar um hér að neðan. 1. Sölulaun hvata- tengd nema hér Frá upphafi hafa ferðaskrifstofur á íslandi þurft að byggja á því að selja farseðla með Flugleiðum gegn umboðslaunum, þar sem ekki hefur verið boðið upp á neitt annað. Flug- leiðir höfðu lögvemdaðan rétt á flugi til og frá landinu. En nú þegar þetta er að breytast og aðrir kostir gætu hugsanlega boðist þá lækka Flugleiðir sölu- launin með nánast eng- um fyrirvara. Einar Sigurðsson upplýs- ingafulltrúi og aðstoð- arforstjóri Flugleiða heldur því fram að ver- ið sé að fylgja eftir þró- un sem eigi sér stað hvarvetna í heiminum. Hið rétta er að af um 250 fyrirtækjum sem Samvinnuferðir-Land- sýn vinnur með hafa einungis þrjú boðað lækkun sölulauna. Ef flugfélög í Þýska- landi eða annars staðar era að lækka sölulaunin, en em ekki í viðskiptum við íslenska endursöluaðila, þá breyt- ir það engu fyrir rekstur SL eða fyrir íslenska neytendur. SL hefur ekkert á móti því að milliliðum sé fækkað. Við gerum hins vegar athugasemdir við þá aðferð sem Flugleiðir kjósa að nota við lækkun sölulauna. Hún nær ekki til erlendra ferðaskrifstofa sem era að selja og kaupa ferðir af Flug- leiðum. Og hvers vegna ekki? Vegna þess að ef Flugleiðir beittu þessum ákvæðum á þessa stóra ferðaheild- sala þá hætta þeir einfaldlega að selja ferðir til íslands því þeir hafa aðra valkosti. Hvarvetna í þessu al- þjóðlega umhverfi era í gangi sér- stakir samningar um sölulaun, sk. „partner agent agreement", þar sem 7%-9% era grannþóknunin. Þessir samningar era hins vegar hvata- tengdir, þ.e. því meiri sem salan er þeim mun meiri sölulaun. A Islandi geta ferðaskrifstofur einungis skipt við eitt félag sem skammtar þeim sölulaunin óháð því hversu mikið þær seJja. 2. Úrval/Útsýn og FÍ eign Flugleiða Auðvitað bitnar lækkun sölulauna ekki jafnt á ferðaskrifstofunum. Úr- val/Utsýn og Ferðaskrifstofa íslands era í eigu Flugleiða og ef sölulaunin lækka hjá þeim aukast tekjurnar hjá Flugleið- um. Vöm Flugleiða er sú að félagið eigi ein- ungis hlut í þessum ferðaskrifstofum og auðvitað séu gerðar arðsemiskröfur til þeirra. Því er hinsvegar vandlega stungið undir stól að nefna hversu stóran hlut Flugleiðh- eiga í Úrval/Útsýn og Ferðaskrifstofu ís- lands. Líklega er það vegna þess að_80% hlut- ur í Úrval/Útsýn og Flugþjónusta Loksins hafa stjórnend- ur Flugleiða opinberað þá skoðun sína, segir Helgi Jóhannsson, að íslenski markaðurinn sé þeirra. 100% hlutur í Ferðaskrifstofu ís- lands er stærri en svo að eðlilegt sé að kalla Flugleiðir „hluthafa" í félög- unum, nær væri að kalla Flugleiðir „eiganda" þeima. Skyldi það vera einskær tilviljun að stjórnarformað- ur þessara fyrirtækja er Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða? Hvor- ugt þessara fyrirtækja birtir árs- reikninga heldur era þau hluti af heildarappgjöri Flugleiða. Svo allt tal um að lækkun sölulauna bitni jafnt á ferðaskrifstofunum er einung- is ámátleg tilraun til að kasta ryki í augu almennings. 3. Heljartök Flugleiða á Keflavíkurflugvelli Ég get nefnt dæmi um heljartök Flugleiða á umferð um Keflavíkur- flugvöll: Helgi Jóhannsson „Til hamingju með mistökin“ HOSKULDUR Jónsson er ekki kátur þessa dagana. Þannig er að Höskuldur hefur eitthvert magnaðasta ver slunarstj órahlut- verk landsins. Enginn má selja vín nema hann því að vegna þess að hann er opinber starfs- maður er honum betur treystandi en okkur hinum. Okkur hinum er náttúrulega ekki treystandi til að selja vín því við erum bara einka-eitthvað og ef við mættum selja vín væru Islendingar alltaf á fylliríi. Hér væri ekki hægt að halda uppi lögum og reglu því allir væra meira og minna í því alla daga, nema náttúralega op- inbera starfsmennirnir því þeim er náttúralega treystandi. Sigurganga ríkisvaldsins En aftur að Höskuldi. Hann er sem sé óhress þessa dagana. Þannig er að hann hefur ekki aðeins einka- leyfi. Ónei! Höskuldur hefur líka hlutverk. Sem opinber starfsmaður hefur Höskuldur það hlutverk að draga úr sölu á þeirri vöra sem hann hefur einkaleyfi á að selja. Maður hefði nú haldið að þetta væri rétta verkefnið fyrir hið opinbera, ha! Að klúðra markaðssetningu! Draga stöðugt úr sölu! Klúðra blússandi markaði! Svo virðist sem hér sé hið opinbera á algjörum heimavelli. En áfengi er mögn- uð vara. Ekki einu sinni opinberir starfs- menn geta klúðrað þessu einkaleyfi. Það var blússandi sölu- aukning hjá ÁTVR á árinu og allar bjartsýn- ustu spár sem fyrir- tækið gerði um minnk- andi áfengissölu era að engu orðnar. ÁTVR selur sem aldrei fyrr og virðist vera að upp- götva alveg nýja gerð af markaðssetningu sem útlendingar gætu öragglega lært mikið Áfengi Það var blússandi sölu- aukning hjá ATVR, seg- ir Viggó Örn Jdnsson, og allar bjartsýnustu spár um minnkandi áfengissölu eru að engu orðnar. af: að gera neytendum erfitt fyrir, auglýsa ekkert, hafa aðgengi erfitt og úrval lítið. Þessa gullnu formúlu ættu íslensk fyrirtæki að apa upp eftir hinu opinbera og fá Höskuld Viggó Örn Jónsson svo í fyrirlestrarúnt um landið. Til hamingju með söluaukninguna, Höskuldur. Það geta mai'gir lært af þessu. Til þingmanna Við hæstvirta þjóðkjörna yftrboð- ara þína vil ég segja þetta: Losið okkur við þetta bákn sem hækkar bara vöruverð. Eina ástæðan sem þið hafið fært fram fyrir tilvist ÁTVR er sú að draga úr áfengis- neyslu þjóðarinnar. Enn og aftur hefur þessi málflutningur verið sýndur sem sú endaleysa sem hann er. Ástæðan er einföld. Fólk drekkur og til þess að drekka þarf fólk að kaupa áfengi. Þið getið ekkert breytt því. Ef þið leggið á okkur höft þá bregðumst við við því. Ef áfengi er óeðlilega dýrt eykst landasala og smygl. Ef ríkið lokar snemma förum við í hádeginu. Fyrir hverja einustu kjánalegu reglugerð og tilskipun er til mótleikur sem er yfirleitt lögbrot. Þannig er það bara. Það er ekki nóg með að áfengisdrykkja okkar komi Alþingi ekki við. Álþingi getur ekkert gert í henni. Ef þið ætlið að halda þessari stefnu til streitu skuluð þið gera það almennilega. Hafið bara opið milli 10 og 2 og þá bara á þriðjudögum og miðvikudögum. Seljið bara íslenskt brennivín og rússneskt léttvín og neitið að seija fólki sem getur ekki sannað að það geti drakkið sjálft það magn sem það ætlar að kaupa. Þetta væri a.m.k. ekki síður í takt við stefnu ykkar en núverandi fyrir- komulag og mundi um leið sýna ÁTVR í réttu ljósi; sem stofnun sem hefur þann eina tilgang að gera fólki lífið leitt. Höfundur er formaður Heimdallar, f.u.s. íReykjavfk. Canada 3000 fékk í janúar 1996 leyfi frá samgönguráðuneytinu til að flytja hingað, í samstarfi við kana- díska ferðaskrifstofu, farþega til dvalar en ekki einungis til millilend- ingar. Félagið setti upp ferðir og bauð þær frá 23. maí fram í október en eftir nokkurra mánaða flug til ís- lands gafst félagið upp vegna hárra afgreiðslu- og lendingargjalda. Kev- in Kalbfleich, sölustjóri Canada 3000, staðhæfði að þau væra miklu hærri hér á landi en annars staðar og þar af leiðandi yrði félagið að leita nýrra áfangastaða. Það er alveg Ijóst að Canada 3000 naut ekki sömu kjara og Flugleiðir á Keflavíkurflugvelli. Til að mynda þurfti Canada 3000 að borga jafnmikið fyrh' þjónustu og afgreiðsla 4 farþega og farangurs þeirra og 200 farþega og farangurs þeirra. Það gefur augaleið að félag sem er að hefja markaðssetningu á áfangastað eins og íslandi og flytur þai' af leiðandi fáa farþega fyrst í stað getur ekki til langs tíma greitt sama verð og um fulla vél af farþegum væri að ræða. Canada 3000 er sjálfsagt stór við- skiptavinur Keflavíkurflugvallar um þessar mundir. Þó fækkaði ferðum þeirra á milli áranna 1998 og 1999. Félagið hefur notið hagstæðra lend- ingarkjara en eingöngu vegna þess að fyrirtækið kemur ekki með far- þega sem vilja dvelja hér heldur not- ar völlinn einungis til millilendinga. Flugleiðir hafa nýtt stöðu sína til þess að hrekja félagið úr raunvera- legri samkeppni um dvalarfarþega til íslands og þannig skaðað heildar- hagsmuni íslenskrar ferðaþjónustu. Ef Keflavíkurflugvöllur væri rek- inn af hlutlausum aðila má telja næsta víst að hér yrði þróunin sú sama og á flugvöllum víðast hvar annars staðar í heiminum. Þar eru nýjum flugfélögum beinlínis boðin afsláttarkjör fyrir það að vilja reyna að hefja reglubundið flug á flugvell- ina. SL naut þessa m.a. þegar fyrir- tækið hóf ferðir til írlands. 4. Sölulaun í vasa Flugleiða Ég hef haldið því fram að Flugleið- ir tækju ófijálsri hendi sölulaun sersf með réttu ættu að falla í hlut ferða- skrifstofa. Ég hef sett upp eftirfar- andi dæmi til þess að skýra málið: SL selur ferð með Flugleiðum til Lon- don og þaðan með áströlsku flugfé- lagi til Ástralíu. Þar sem SL hefur ekki heimild frá ástralska flugfélag- inu til að gefa út farmiða þess er sá hluti leiðarinnar einnig gefinn út á Flugleiðamiða þar sem Flugleiðir hafa gert samning við ástralska fé- lagið um slíkt. Flugleiðir borga SL þeirra sölulaun af allri leiðinni, nú 7% og borga ástralska félaginu andvirði miðans mínus sölulaun þess - 9%. OgF hvar halda lesendur að þau 2% lendi sem þarna ber á milli? Auðvitað í vasa Flugleiða. Flugleiðir verja sig með því að mismunur af þessu tagi „nettist al- veg út í veltunni" hjá Flugleiðum vegna þess að í gangi séu samningar á milli flugfélaga og þau geri upp sín á milli. Ekki sé verið að svipta neinn umboðslaunum. Það er fullyrðing sem ekki stenst skoðun. Þessi dæmi sem ég hef tekið sýna að Flugleiðii- nota yfirburðastöðu sína og ítök til þess að hamla ftjálsri samkeppni í flug- og ferðaþjónustu til tjóns fyrir íslenskan ferðaiðnað. Það er nauðsynlegt að hefja opinbera umræðu um óeðlilegar samkeppnis-t aðstæður í ferðaþjónustu á f slandi og ég skora á forráðamenn Flugleiða að hitta mig í umræðu um þetta mál hvar og hvenær sem er. Við hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn trúum því að heilbrigð samkeppni í ferða- og flug- þjónustu til og frá landinu muni stækka og efla markaðinn þannig að meira verði til skiptanna fyrir alla. Höfundur er framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar. *? Jiugheilar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöjum og skeytum á 75 ára afinœli mínu þann 30. desember sl. Lifið heil. Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Garði. 10-40% afsláttur af verkfæmm HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Hitachi 12V hleðsluborvél Skrúfbitasett, vasaljós, auka- rafhlaða og taska fylgir. 14.695 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.