Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR um ári skrifaði ég grein í
Mbl. sem hét „Stjórnarskráin og
fískveiðistjórnin". Greinin endaði á
þessari setningu: „Þeim, sem
margsinnis hafa reynt að vara við
eins og greinarhöfundi og fleirum,
verður tæplega kennt um þegar
Hæstiréttur kveður upp fleiri
dóma yfír því fúski og hrossakaup-
um sem látið hefur verið viðgang-
ast hvað eftir annað við setningu
laga í mikilvasgustu atvinnugrein
þjóðarinnar."
Nú er undirréttardómur fallinn
aftur og réttaróvissa um löggjöfína
staðreynd þar til dómur Hæsta-
réttar verður kveðinn upp.
Af þessu tilefni vil ég minna á:
Allir kjörnir alþingismenn skrifa
undir drengskaparheit um að halda
stjórnarskrá landsins, þegar þeir
taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn.
Æðstu embættismenn þjóðarinnar,
þar með taldir ráðherrar, skrifa
einnig undir drengskaparheit um
að halda stjórnarskrá landsins. Því
eru það ótvíræðar skyldur um-
ræddra aðila að gæta þess að lög-
gjöf um skerðingu á atvinnufrelsi í
mikilvægustu atvinnugrein þjóðar-
innar standist ákvæði
stjórnarskrár. Vafa-
atriðum sem upp
kunna að koma á að
túlka einstaklingi í
hag. Núverandi
stjórnkerfi hefur
reynst vonlaust sem
stjórntæki við fisk-
veiðar. Nægir að
nefna ástand í fjölda
sjávarþorpa og brott-
kast afla. Þá kemur
upp sígild spurningin
um „hvað á að taka
við?“ Hvernig væri að
byrja upp á nýtt?
Hvernig?
Við getum notað stjórnarskrána.
Sjávarútvegsnefnd Alþingis hefur
fullt umboð til að starfa af meira
sjálfstæði. Alþingi er löggjafarvald
og ráðuneyti framkvæmdavald. Al-
þingi á að semja lög og ráðuneyti
að framkvæma fyrirmæli laganna.
Það stendur hvergi í stjórnar-
skránni að framkvæmdavaldið eigi
að ráðskast með löggjafarvaldið.
Sjálfstæði sjávarútvegsnefndar er
mikilvægt. í nefndinni
eiga sæti þjóðkjörnir
fulltrúar sem einir
hafa umboð þjóðarinn-
ar til að semja ábyrga
löggjöf sem takmark-
ar atvinnufrelsi í sjáv-
arútvegi. í 76. gr.
stj órnarskrárinnar
segir:
„Öllum er frjálst að
stunda þá atvinnu sem
þeir kjósa. Þessu
frelsi má þó setja
skorður með lögum,
enda krefjist almanna-
hagsmunir þess.“
Stjórnarskráin
kveður því skýrt á um
að ekki megi skerða atvinnufrelsi
nema almannahagsmunir krefji.
Því er eftirfarandi vönduð, fagleg
undirbúningsvinna forsenda þess
að takmarka megi atvinnufrelsi í
sjávarútvegi:
1. Gera umhverfis- og áhættu-
mat fyrir hvern flokk veiðarfæra.
Tilgangur væri að láta meta - á
faglegan hátt - helstu áhættuþætti
sem fylgja veiðum með tilteknum
Fiskveiðistjórnun
Með faglegri vinnu á
vegum löggjafarvalds-
ins telur Kristinn Pét-
ursson að mögulegt sé
að semja nýja löggjöf
sem stenst ákvæði
stjórnarskrár.
veiðarfærum við fiskveiðar. Verk-
fræðistofa, eða ráðgjafarfyrirtæki,
myndi henta vel til að vinna slíkt
verkefni fyrir sjávarútvegsnefnd.
Slíkt faglegt mat er grundvallar-
forsenda þess að hægt sé að semja
vandaða löggjöf í þessari mikil-
vægu atvinnugrein. Atvinnufrelsi
er tæplega heimilt að takmarka
eftir hugdettum frekar en fangelsa
fólk eftir geðþótta. Skerðing á at-
vinnufrelsi varðar stjórnarskrár-
vörð grundvallarmannréttindi.
2. Þegar faglegt mat liggur fyrir
um helstu áhættuþætti tiltekinna
veiðarfæra þá getur sjávarútvegs-
nefnd - á grundvelli faglegs mats -
fjallað um hugsanlega valkosti við
veiðistjórnun. Samkvæmt 76. gr.
stjórnarskrár verður atvinnufrelsi
einungis takmarkað ef almanna-
hagsmunir eru í húfi. Áhættuþætt-
ir við fiskveiðar verða að vera ótví-
ræðir og án vafaatriða með vísan
til stjórnarskrár. Vafaatriði á að
túlka einstaklingum í hag, enda
mannréttindaákvæði sett til vernd-
ar einstaklingum en ekki stjórn-
völdum.
Með faglegri vinnu á vegum
löggjafarvaldsins er mögulegt að
semja nýja löggjöf sem stenst
ákvæði stjórnarskrár um atvinnu-
frelsi, eignarrétt, jafnréttisreglu og
án framsals á valdi frá Alþingi til
ráðherra. í núverandi löggjöf er
framsal á valdi frá Alþingi til sjáv-
arútvegsráðherra. (Álitsgerð Sig-
urðar Líndals 1992 og hæstaréttar-
dómar 1988, bls. 1532 og 1535)
Slíkt samrýmist ekki stjórnarskrá
eins og Hæstiréttur hefur túlkað
hana. Á það atriði hefur enn ekki
reynt fyrir dómstólum en telja má
líklegt að Hæstiréttur túlki fram-
sal á svipaðan hátt þó um sé að
ræða framsal til að skammta at-
vinnufrelsi með reglugerð.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Nýtum stjórnarskrána
Kristinn
Pétursson
KÓPAVOGSBÆR
FÉLAGSHEIMILIÐ GULLSMÁRI
LEIÐBEINANDI í HANDMENNT
Laus er til umsóknar 25% staða
leiðbeinanda í handmennt í félags-
heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13 í
Kópavogi.
Hæfniskröfur:
• leikni í samskiptum
• frumkvæði og fjölhæfni
• skipulagshæfileikar
Starfssvið:
• að leiðbeina eldra fólki í handmennt
• að annast innkaup og endursölu á
handmenntavörum
Hér er um nýtt starf að ræða og þarf
viðkomandi að geta hafið störf sem
fyrst.
Laun skv. kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga. Upplýsingar veitir forstöðu-
maður 18.-20.janúar í síma 554 3400 frá kl.
10 - 11. Umsóknum skal skila í afgreiðslu
félagsheimilisins Gullsmára, Gullsmára 13
fyrir kl. 17.00 þ. 21. janúar.
Félagsheimilið Gullsmári er starfsvett-
vangur eldra fólks í Kópavogi þar sem
starfsmenn vinna með fólkinu í heimilis-
legu umhverfi að skapandi og þroskandi
verkefnum.
Starfsmannastjóri
Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf.,
Melabraut 23—25, 220 Hafnarfjörður
^ Rennismiður óskast
A/ið óskum eftir að ráða rennismið eða nema
í rennismíði. í starfinu felst öll alhliða renni-
vinna, bæði á rennibekk, venjulega og hálfsjálf-
virkan CNC-bekk, fræsivélar og borverk. Mikil
og fjölbreytt vinna í boði.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Unnar í síma
&93 3844.
Afgreiðslustarf
50 - 80% starf
Snyrtivöruverslunin
Libia óskar eftir að
ráða starfsmann til
afgreiðslu- og
þjónustustaifa.
Um er að rxða
STARFSSVIÐ
► Almenn þjónusta og ráðgjöf við
viðskiptavini
HÆFNISKRÖFUR
hlutastarf í góðu
starfsumhverfi.
Æskilegt er að
viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst.
► Snyrtifræðimenntun
► Hæfni í mannlegum samskiptum
► Þjónustulund
Nánari upplýsingar veittar hjá Gallup.
Umsókn ásamt mynd þarfað berast
Ráðningarþjónustu Gallupfyrir
föstudaginn 21. janúar n.k.
- merkt „Afgreiðslustarf 133294".
CtAT ,T IIP
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Smiöjuvegi 7 2, 200 Kópavogi
Sfmi: 540 1000 Fax: 564 4166
Netfang: r a d n i n g a r @ g a I I u p . i s
í samstarfi við
RAÐGARÐ
Atvinna í boði
Ábyggilegur laghentur maður óskast. Þarf að
hafa meirapróf bifreiðastjóra. Má gjarnan vera
iðnlærður, „þúsundþjalasmiður" en ekki skil-
yrði. Æskilegt er að hlutaðeigandi geti hafið
störf sem fyrst. Áhugasamir leggi inn nafn og
símanúmer og upplýsingar um fyrri störf á
auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 21. janú-
ar merkt: „Fjölbreytt starf — 9145".
Tara heildverslun
■
Vegna aukinna umsvifa óskum við
eftir snyrtifræðingi til sölu- og
kynningastarfa
Allar upplýsingar fást í
síma 564 5200
Tara heildverslun
tara@isgatt.is
Blaðbera vantar
Flókagötu
Garðabær - Flatir
Hafnarfjörður - Iðnaðarhverfi
Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Mjólkurfræðingur
Óskum eftir að ráða mjólkurfræðing til starfa
í framleiðsludeildum fyrirtækisins. Um er að
ræða framtíðarstarf fyrir duglegan, áhugasam-
an og samstarfsfúsan einstakling. Góð vinnu-
aðstaða.
Skriflegar umsóknir sendist okkur fyrir 20. janú
ar nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif
stofunni á annarri hæð. Upplýsingar um starfic
veitir starfsmannastjóri.
Hlutastarf
Vantar konu í þrif á morgnana.
Upplýsingar á staðnum eftir hádegi.
Skólflbrú.
Veitingahús, Skólabrú 1
Rafeindavirki óskast
í spennandi framtíðarstarf hjá framsæknu fyrir
tæki. Reynsluleysi engin fyrirstaða.
Þeir, sem hafa áhuga, skili upplýsingum til
auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Rafeinda-
virki — 9148" og haft verður samband.