Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 48
*48 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Tamið á tungu- máli hestsins í Hindisvík Fræðslustarf er víða öílugt í hestamannafé- lögunum og nú um þessar mundir eru víða að hefjast námskeið ýmiskonar, reið-, tamn- "Inga- og járninganámskeið. Ingimar Sveins- son, fyrrverandi kennari á Hvanneyri, er nú farinn að halda námskeið vítt og breitt um landið og kíkti Valdimar Kristinsson inn í Hestamiðstöðina í Hindisvík þar sem hann kenndi „af frjálsum vilja“. INGIMAR hefur þróað þessa að- ferð upp úr frasðum Mounty Roberts „Join up“ og aðlagað ís- lenskum aðstæðum. Lengi vel var þessi aðferð kennd nær eingöngu á ’Hvanneyri en eftir að Ingimar fór í „úreldingu“ eins hann kallaði það hefur hann lagt land undir fót og kennt víða, bæði hérlendis sem er- lendis. Námskeiðið í Hindisvík stóð yfir í þrjá daga, föstudagurinn féll út vegna raddleysis kennarans sökum hálsbólgu en ekki var annað að heyra en hinn ákveðni rómur Ingi- mars væri kominn í samt lag og í staðinn var kennt á mánudags- kvöldið. Nemendur voru að fara á joak hrossunum á öðrum degi nám- ~ skeiðsins þegar blaðamann bar að garði og var Örn Ingólfsson að ríða brúnum mjúkbyggðum fola sem var þó ekkert sólginn í að halda áfram en allt hafði gengið vel og þegar hann fór af baki elti klárinn knapann eins og fylgispak- ur hundur. Rammslægur á 45 þúsund Næstur í röðinni var Sölvi Sig- urðarson kunnur tamningmaður en hann var með rauðan fola sem félagi hans Gunnar Valsson hafði keypt ásamt Páli Viktorssyni á uppboði í Hindisvík fyrr í vetur fyrir 45 þúsund krónur. Sá rauði var mjög kvikur að sjá Vóg greinileg slægð til í honum. Hann rétt náði að skrapa ysta byrðið á gallanum hjá Ingimari þegar hann og Sölvi reyndu að koma hnakknum á bak þess rauða. Ingimar lét engan bilbug á sér finna enda regla númer eitt að láta hestinn ekki finna fyrir hræðslu eða óöryggi - jafnvel þótt maður sé með hjartað í buxunum. En kunnugir segja að það sé reyndar óþekkt tilfmning hjá Ingimari. Hræðsla, hvað er nú það? Þegar hnakkurin var kominn á bak þeim rauða leit ekki vel út með að koma volkanum á reiðan- um á sinn stað undir taglinu. Þá gekk Ingimar aftan að honum þótt hann hefði rétt nýlega slegið til hans. Krækti hann písknum undir taglið og dró það að sér og hélt því þétt meðan Sölvi laumaði volkan- um undir taglið. Um leið sneri Ingimar sér að þeim sem á horfðu og sagði þetta óbrigðult ráð til að hafa þá rólega meðan reiðinn væri spenntur. Þá létu þeir þann rauða hlaupa nokkra hringi og ekki hrekkjaði hann hnakkinn og áhorfendur veltu vöngum yfír hvort hann myndi nú bera það við þegar Sölvi væri kominn í hnakkinn. Allt fór þetta vel sá rauði að vísu nokkuð kvikur og ljóst að lítið mátti út af bera svo hann reyndi að losa sig við knapann. Ingimar er hins veg- ar búinn að kortleggja rækilega hvað á að gera, hvað má gera og hvað má ekki gera þegar komið er í hnakkinn. Eitt sem hann lætur nemendur sína gera er að ríða hestunum með hringband um hestsins sem þeir L E T TA DANSSVEIFLU ÁTVEIM DÖGUMi ____ stu námskeið um helgina 557 7700 hringdu núna Áhugahópur um almenna dansþátttöku á íslandi Netfang: KomidOgDansid@tolvuskoli.is Heimasíða: www.tolvuskoli.is/KbmidOgDansid/ Gleraugnasalan, Laugavegi 65. VÖRN FYRIR AUGUN Gleraugu fyrir unga fólkið Sá rauði dansaði létt með Sölva sem heldur um hálsbandið en beislis- taumurinn notaður síðar þegar ljóst er að folinn svarar rétt. Ingimar heldur þétt í taglið á þeim rauða, hvergi banginn þótt hann hafi fengið snögga sendingu frá honum stuttu áður. Tamningamaðurinn Sölvi Sigurðarson laumar volkanum undir taglið. MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson Sá brúni orðinn vel hændur að tamingamanninum Erni Ingólfssyni og ekki annað að sjá en að hann sé tilbúinn til samstarfs. halda í áður en þeir fara að leiða hestinn með beislistaumnum. Allt gekk þetta vel og undravert var hvað sá rauði sótti stíft að mannin- um þegar hann var laus. A sama hátt og sá brúni elti hann Sölva um allt. Búið að byggja upp full- komið traust eða eins Magnús Þ. Lárusson hestafræðingur orðaði það svo skemmtilega að búið væri að ganga frá tryggum samstarfs- samningi. Og það er einmitt það sem þessi svokallaða græna hesta- mennska gengur út á, að spila út frá forsendum hestsins og tala það tungumál sem hann skilur. Sýningaskrá Bænda- samtakanna tilbúin BIRT hefur verið á heimasíðu Bændasamtakanna sýninga- áætlun fyrir kynbótasýningar ársins. Niðurröðun sýninganna er með nokkuð hefðbundnu sniði en efst á blaði er stóðhesta- sýning sem að þessu sinni er ekki staðsett en ljóst þykir að hún verði vart haldin í Gunn- arsholti eins verið hefur í fjölda ára. Er greinilegt að ekki hefur verið tekin endan- leg ákvörðun um staðsetningu, en Reykjavík þykir mjög lík- leg eða svæði Fáks í Víðidal. Stóðhestasýning verður haldin 3. til 6. maí. Víðidals- sýningin verður haldin 23. til 28. maí og strax í kjölfarið fylgir risasýningin á Gadd- staðaflötum sem hefur verið hrossflesta kynbótasýning um árabil. Hefjast dómar þar 29. maí og lýkur þeim 10. júní. A Vindheimamelum hefjast dóm- ar 30. maí og standa þeir til 3. júní. Vestur-Húnvetningar fá tvo daga hjá dómurunum, 5. og 6. júní og félagar þeirra í aust- ursýslunni fá jafnmarga daga í Húnaveri, 6. og 7. júní. Þessu næst bera dómarar niður á Melgerðismelum 8. til 10. júní. I Borgarnesi verða dómar 13. til 16. júní og á sama tíma verða hross metin á Stekk- hólma á Héraði en 19. júní á Fornustekkum í Hornafírði. Þann sama dag verður farin yfirreið um Vestfirði og kíkt á hross sem þar kunna að leyn- ast. Næst er röðin komin að landsmótinu sem haldið verður í Reykjavík 4. til 9. júlí. En hlé verður gert á sýningarhaldi fram í ágúst þar sem byrjað verður á Vindheimamelum 4. til 5. ágúst. Helgina eftir, 11. og 12. ágúst, verða tvær sýn- ingar, önnur á Vesturlandi, ekki nánar staðsett, en hin á Akureyri. Síðasta sýning árs- ins er svo að venju á Gadd- staðaflötum 17. til 19. ágúst. Mótaskrá Landssambands hestamannafélaga er að heita má tilbúin og er nú til yfir- lestrar hjá félögum víða um land. Lítill áhugi fyrir stóðhestauppeldi í Gunnarsholti Ekkert verður af stóðhestauppeldi á stóðhestastöðinni í Gunnarsholti eins og fyrirhugað var. Hrossarækt- arsamtök Suðurlands auglýstu fyrr í vetur að ungir folar yrðu teknir í fóð- ur og hirðingu á stöðinni í vetur. Við- brögð við auglýsingunni voru afar dræm, aðeins tveir aðilar höfðu pant- vashhuQi VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR > Fjárhagsbókhald l Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi I Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugiehf. Siðumúla 15-Sími 568-2680 að fyrir fimm fola um helgina. Að sögn Kristins Guðnasonar, formanns samtakanna, hefði þurft minnst 15 fola í fóður til að setja slíka starfsemi í gang. Hann sagði allt samkvæmt áætlun hvað varðar starfsemi sæðingastöðv- arinnar og gerði hann ráð fyrir að byrjað yrði að taka hesta í þeim er- indagjörðum inn á stöðina í febrúar en frysting sæðis myndi hefjast í febrúar. Kristinn sagði að úr því að fallið yrði frá að taka unga hesta í uppeldi á stöðinni skapaðist aukið rými fyrir hryssur sem væntanlega koma á stöðina í vor og væri nú hægt að hafa þær í einshestastíum meðan á dvöl þeirra í Gunnarsholti stæði. Þá sagðist Kristinn vonast eftir meiri ásókn í sæðingarnar en var á síðasta ári en mikilvægt væri að bjóða upp á eftirsótta hesta. Gerði hann sér vonir um að Orri frá Þúfu fengist í fersk sæðingar sem gerði það að verkum að einhver takmark- aður fjöldi hryssna gæti fengið við klárnum á því sem mætti kalla frjáls- an markað. Fákur á Netið HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fákur hefur nú opnað heimasíðu á Net- inu og fylgir þar með í kjölfarið á Herði í Kjósarsýslu. Síðan var opnuð með viðhöfn á sunnudag og lítur prýðilega út. Á henni er að sjálfsögðu forsíða eins og gengur og nafnalisti yfir stjórnar- menn og þá sem skipa nefndir fé- lagsins. Þá getur að líta lög félagsins og ein síða hefur að geyma dag- skrá í félagsstarfinu og er þar búið að dagsetja alla þá liði sem ákveðnir hafa verið allt til jóla- balls 30. desember á þessu ári. Sérsíða er fyrir mótaskrá sem hefur að geyma öll mót sem hald- in eru á félagssvæðinu á árinu og einnig er ágætt kort af félags- svæði Fáks. Sérsíða er fyrir landsmótið sem haldið verður á mótssvæðinu en þar er lítið komið inn enn sem komið er annað en það að mótið verði haldið tiltekna daga. Þar er gert ráð fyrir upplýsingum á ensku en reikna má með að lands- mótssíðan eigi eftir að blómgast á næstu vikum og mánuðum eftir því sem nær líður móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.