Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 50
550 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórir Símon Matthíasson mat- reiðslumeistari fæddist á Siglufirði 25. nóv. 1949. Hann lést á Landspítalan- um 6. jan. síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Matthías Sig- urður Biering Helga- son, sjómaður og verkamaður, f. 31. -'** des. 1910 í Hrísey, en ólst upp í Grímsey, d. 28. nóv. 1983, og Cecelia Heinesen Helgason húsmóðir, f. 15. maí 1921 í Klakksvík í Fær- eyjum. Systkini Þóris eru: a) Jak- ob, f. 16. jan. 1942, b) Henný, f. 10. okt. 1948, c) Guðrún, f. 25. apríl 1954, d) Helgi, f. 25. des. 1957, e) Henrý, f. 21. júní 1962, d. 6. febr. 1995. Þórir giftist Olgu Viktoríu Sig- urðardóttur 20. nóv. 1976, en hún fæddist að Skálafelli í Suðursveit 6. júní 1953 . Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Sigfússon kaupmaður á Höfn í Hornafirði, f. ' 13. ágúst 1923, d. 16. maí 1987, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 9. Nú ertu farinn til guðs, elsku pabbi minn. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri pabba en þig. Þeg- ar ég og systkini mín vorum yngri gerðuð þið mamma allt fyrir okkur. Við ferðuðumst mikið, meðal annars til Færeyja þar sem þú áttir marga góða að og við skemmtum okkur vel. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öll- ijm, sama hvað það var, og ég veit að margir eru þér þakklátir. Alveg síð- an ég man eftir mér hefur þú unnið mikið og mamma líka en ég hélt allt- af að þegar þið eltust gætuð þið byij- að að slaka á, ferðast og njóta lífsins. Fyrir rúmu ári veiktist þú alvar- lega, en þú, pabbi minn, lést það ekk- ert á þig fá, ferðaðist mikið og naust lífsins þrátt fyrir að vera svona mikið veikur. Þín síðasta ósk um að ferðast var að fara í heimsókn til fjölskyldu tengdasonar þíns í Senegal. Eins og við vitum ráðlagði læknirinn þér að fara ekki, en elsku pabbi minn, nú sérð þú alla sem þar eru af himnum ofan. Elsku besti guð, viltu hugsa vel um hann pabba minn því hann er svo stór hluti af mér og ég elska hann Iwomikið. Ég veit að þú verður ætíð mér við ágúst 1927, d. 27. jan. 1985. Böm Þóris og Olgu em: a) Cecil- ia Ingibjörg, f. 23. febr. 1977, maki: Helgi Már Hannes- son, f. 13. apríl 1972. Bam þeirra: Alda María, f. 24. febr. 1999, b) Kristjana Margrét, f. 4. mars 1979. Sambýlismað- ur: Daouda Mbaye, f. 15. maí 1977, c) Matthías Karl, f. 4. febr. 1980. Þórir og Olga hófu búskap í Reykjavík árið 1975, en fluttu til Hafnar í Horna- firði árið 1977 og síðan til Reykja- vikur árið 1990 og hafa búið þar síðan. Þórir hóf nám í matreiðslu árið 1969 á Hótel Sögu og vann alla tíð við þá iðn, bæði til sjós og lands. Árið 1993 festi hann kaup á Höfðagrilli í Reykjavík og rak það ásamt konu sinni af til 1. júní 1999, er hann seldi það vegna veikinda. Útför Þóris fer fram frá Selja- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hlið og ég hugsa mikið til þín, elsku pabbi minn. Ég vildi óska framar öllu að þú hefðir getað verið lengur hjá okkur, ég bað þess oft til guðs að þú myndir ekki deyja en guð einn ræður og ég veit að þú ert í góðum höndum, guðs höndum. Ég treysti honum. Ég elska þig, pabbi minn. Þín dóttir Kristjana. Elsku tengdapabbi. Nú ert þú kominn á þann stað sem er bestur allra staða, hjá guði almáttugum. Þú varst engum líkur. Þið Olga tókuð mér eins og ykkar eigin syni er ég kom inn í fjölskyldu ykkar og studduð mig alltaf í því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég dáist að þér fyrir hvað þú varst hjálpsamur og góður maður. Ég veit að betri tengdapabba hefði ekki verið hægt að fá. Því þakka ég guði fyrir þær stundir sem við fengum. Ég mun alltaf geyma minningu þína í hjarta mér. Þinn tengdasonur Daouda. Elsku pabbi og tengdapabbi. Það er erfitt að finna nógu stór orð tO að lýsa sársaukanum og söknuðinum í hjörtum okkar. Fyrir rúmu ári veiktist þú alvar- lega, en hélst þó alltaf í vonina um að þér væri að batna. Þú stóðst þig eins og hetja í veik- indum þínum og vildir aldrei láta neinn finna að þér liði illa. En það erum ekki við sem ráðum gangi lífsins og við vitum að Guð hef- ur ætlað þér stærra hlutverk hjá sér, því hann veit hvað þú varst duglegur að hjálpa öðrum. Hinlangaþrauterliðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæil er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku pabbi og tengdapabbi. Við vonum að þér líði vel núna og þú passir okkur öll á þessum erfiðu tímum. Cecilia og Helgi Már. Víst er þetta löng og erfíð leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr.) Kær bróðir er fallinn frá. Hann barðist í rúmt ár við þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Aður á lífsleiðinni lá hann einnig fyrir dauðanum vegna vinnuslyss á Höfn í Homafirði. Þetta var fyrir rúmum 20 árum. Konan hans, Olga, hafði þá fyrir skömmu fætt annað barn þeirra. Hún fylgdi manni sínum suð- ur ásamt litla barninu. Vegna þraut- seigju og sterks lífsvilja hafði hann betur í þeirri baráttu. Að þessu sinni varð bróðir minn að lúta í lægra haldi, en eitt er víst, hann stóð með- an stætt var. Ég held að fólk almennt hafi ekki gert sér grein fyrir þvi hve veikur hann var orðinn rétt áður en hann dó. Þórir var bjartsýnn að eðlisfari, maður framkvæmda og mikill kraft- ur í honum. Vegna veikindanna varð hann að selja fyrirtæki sitt, en þar höfðu þau hjónin starfað saman í nokkur ár. Á Höfn höfðu þau einnig rekið fyrirtæki. Þórir og Olga voru alla tíð mjög samrýnd, og hef ég dáðst að því í veikindum hans hve þétt hún stóð við hlið hans og studdi hann á allan hátt. Á síðasta ári ferð- uðust þau jafnt innanlands sem utan. Ég hélt stundum að þetta yrði of erf- itt fyrir hann, en hann vildi ferðast og nota þann tíma, sem eftir væri. Þetta eru dýrmætar minningar fyrir Olgu, nú þegar harmurinn er sárast- ur. Og Þórir ætlaði sér í fleiri ferða- lög, hann hélt að tími sinn væri ekki enn kominn. Fyrir rétt tæpum fimm árum lést yngsti bróðir okkar, aðeins 33 ára gamall. Þórir reyndist syni hans, sem þá var aðeins tveggja ára, sem besti faðir. Svona var Þórir, hann vildi hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda. Hann var móður okkar, sem hefur þjáðst af alzheimer-sjúkdómn- um í mörg ár, mjög góður sonur og heimsótti hana á hverjum degi, eins lengi og hann sjálfur gat. Minn hugur og samúð öll er hjá Olgu, börnum þeirra, Cillu, Kiddu og Matta, tengdasonunum Helga og David og afastelpunni litlu, henni Öldu Maríu, sem var augasteinn afa síns. Þórir talaði stundum um það að hann hefði ekki afborið þennan erf- iða tíma ef hann hefði ekki fengið að njóta samvista við litlu stúlkuna. Ennfremur votta ég fyi-ir hönd manns míns og sonar móður okkar, systkinum mínum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt, elsku bróðir minn, og hvíl í friði. Þín elskandi systir. Guðrún. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Okkur langar með fáeinum orðum að kveðja þig, kæri mágur og svili. Baráttu þinni við illvígan sjúkdóm er nú lokið. Sú barátta var hörð og þú barst þig ávallt vel meðan á henni stóð. Þess vegna vorum við kannski ekki undir það búin að þessu lyki svona fljótt. Það er samt ánægjulegt til að hugsa að þið Olga gátuð látið þann draum rætast að ferðast mikið á síðasta ári þrátt fyrir veikindi þín og við erum þakklát fyrir heimsókn- imar austur til okkar í vor og í sum- ar. Ekki gat orðið af ferðinni sem þið voruð búin að ákveða í vetur, en í stað þess fórstu í aðra og meiri ferð nokkrum dögum seinna. Það er von okkar og vissa að nú líði þér vel og þú sért laus við allar þrautir. Við munum ávallt minnast þín fyr- ir glaðlyndi þitt. Þú hafðir gaman af að spjalla við fólk og hafðir mikinn ÞÓRIR SÍMON MATTHÍASSON + Bárður ísleifsson fæddist á Akur- eyri 21. oktúber 1905. Hann lést á Landakotsspítala 6. janúar siðastliðinn. Bárður var sonur hjónanna ísleifs Oddssonar, trésmiðs, f. 1874, d. 1958, og Þórfinnu Bárðar- dóttur, f. 1876, d. 1957. Systkini Bárð- ar eru: Katrín, f. 1904, d. 1928; Ásta Gyðríður, f. 1914, búsett í Reykjavík, og María Guðrún, f. 1915, búsett í Bandaríkjunum. Bárður kvæntist árið 1938 Unni Amórsdóttur, píanókennara, f. 18. júní 1918. Þau eignuðust fjögur böm. 1) Amór, f. 15. september * 1939, d. 16.september 1939.2) Mar- grét, f. 28. febrúar 1944, d. 14. apríl 1963. 3) Leifur, f. 8. maí 1948, bamaskurðlæknir, forstöðumaður gæðaskorar Landspitalans, kvænt- ur Vilborgu Ingólfs- dóttur, f. 3. júm' 1948, hjúkrunarfræðingi, yf- irhjúkrunarfræðingi hjá Landlæknisem- bættinu. Börn þeirra era a) Margrét María, f. 31. júlí 1972, fiðlusm- iður, sambýlismaður hennar er Helgi Om Pétursson, f. 27. maí 1975, háskólanemi. Bam þeirra er Máni, f. 9. febrúar 1999. b) Inga María, f. 5. sept- ember 1977, nemi við Kennaraháskóla ís- lands. 4) Finnur, iðjuþjálfi, f. 5. ágúst 1953, yfiriðjuþjálfi á Land- spitalanum, kvæntur Iréne Jensen, f. 23. mars 1953, myndlistarmanni. Bárður las til stúdentsprófs á Akureyri en brautskráðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1927. Hann nam arkitektúr við Kunstakedemiet for de skonne kunster í Kaupmanna- höfn árin 1928 til 1935 og lauk það- an lokaprófi það ár. Hann hóf störf hjá Húsameistara ríkisins árið 1935, varð yfirarkitekt þar árið 1966 og starfaði þar til starfsloka árið 1975. í því starfi kom hann að teikningu og hönnun ýmissa bygg- inga svo sem Landspítalans, Fjórð- ungssjúkrahússins _ á Akureyri, Hjúkrunarskóla Islands, Flens- borgarskóla og ýmissa annarra skóla, stofhana og embættisbú- staða. Ásamt starfi sínu hjá Húsa- meistara ríkisins starfaði hann sjálfstætt að ýmsum verkefnum. Bárður teiknaði m.a. prófessora- bústaðina við Háskóla Islands, Sundlaug Vesturbæjar, Reykja- lund, kirkjuna á Svalbarðseyri, Landsbankahúsin á Akureyri, Isa- firði og Selfossi. Bárður var einn af stofnendum Akademíska arki- tektafélagsins árið 1936 og var for- maður þess árin 1944 og 1957. Bárður átti sæti í mörgum nefnd- um og ráðum á vegum opinberra aðila. Bárður hlaut oft viðurkenn- ingu og vann til verðlauna fyrir teikningar sínar. Hann hlaut ridd- arakross Hinnar íslensku fálka- orðu árið 1960 og Skálholtsorðuna árið 1963. Jarðarför Bárðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. BÁRÐUR ÍSLEIFSSON Tengdafaðir minn, Bárður ísleifs- son, hefur kvatt hinstu kveðju. Hann \5®.ldi sig hafa lifað löngu og góðu lífi og kvaddi lífið sáttur við Guð og menn. Lán mitt er einstakt að hafa fengið að eiga samleið með honum í þrjátíu og tvö ár. Hver samveru- stund var sérstök þar sem góðvild hans, umhyggja og jákvæði voru grunnurinn í öllum samskiptum. Ég hafði oft þá tilfinningu að hann vildi bera mig á höndum sér. Þessi ljúfi, hógværi, lítilláti og æðrulausi maður bar umhyggju fyrir öllu sem lifir. Þar vorum við sem næst honum stóðum ætíð í öndvegi. Hann gleymdi þó engum, gerði eng- ar kröfur fyrir sjálfan sig og varð við hverri bón sem hann var beðinn. Fengu þeir sem minna máttu sín og bágstaddir oft að njóta góðvildar hans og samhugar. Fáir áttu betra með að gleðjast yf- ir velgengni annarra og taka af heil- um hug þátt í gleði þeirra. Eftir Bárð standa mörg minnis- merki í formi bygginga sem hann teiknaði. Dýrmætustu minnismerkin mín um hann eru hins vegar dætur okkar Leifs sem bera svo mörg sérkenni hans. Margrét María og Inga María hafa báðar mildina hans og Inga María einnig augu hans. Þær komu sem perlur inn í líf hans og fylgdist hann af alúð með þroska þeirra og lífsskrefum og gladdist yfir hverjum áfanga. Bænir hans og hugsanir hafa frá fyrstu dögum þeirra snúist um þær. Á síðasta æviári Bárðar var Máni langafabamið hans gimsteinninn sem hann taldi glóa öðrum fremur. Vakti ekkert með honum jafnmikla gleði og nærvera við Mána. Bárður kvaddi jarðlífið á síðasta kvöldi jóla og bar með sér jólaljósin inn í dýrðina eilífu. Allar minningar mínar um Bárð ísleifsson eru sveipaðar himneskum ljóma. Vilborg Ingólfsdóttir. áhuga á að fylgjast með öllu sem gerðist hér fyrir austan eftir að þið fluttuð suður. Alltaf voru sömu hlýju góðu móttökurnar sem við, og aðrir Hornfirðingar, fengum hjá ykkur Olgu á Höfðagrilli. Þá var hjálpsemi þinni við brugðið þegar við, og aðrir í fjölskyldunni, héldum veislur svo sem við fermingar, afmæli og við ým- is önnur tækifæri. Við biðjum góðan Guð að styrkja Olgu, Sillu, Kiddu, Matta, Helga, Daouda og litlu Öldu Maríu í þeirra miklu sorg og óskum þeim alls hins besta. ' Vertu sæll, kæri Þórir. Guðbjörg og Sigurður. Ég ætla að kveðja æskufélaga minn og svila Þóri Matthíasson. Leiðir okkar lágu saman þegar ég flutti á Suðurlandsbraut 103 átta ára gamall. Mamma fékk stelpu á efri hæðinni, hana Henny, til að líta eftir mér og systkinum mínum. Ég stund- aði fiskrækt á þessum árum og var að hreinsa búrin. Þá sagði Henny að hún ætti bróður sem einnig ætti fiska og hefði örugglega gaman af að fá að sjá mína. Hún náði í bróður sinn hann Þóri og við ræddum fisk- rækt fram eftir kvöldi og þar með hófst okkar kunningsskapur sem varði alla tíð. Dagana þar á eftir var ég svo kynntur fyrir félögum hans Hjölla, Ottari og Nonna og síðar Sigga en hann hafði fiutt vestur. Og brölluðum við félagai-nir margt sam- an. 14 ára fórum við félagarnir að vinna, þá kom það í ljós að Þórir hafði fengið gott uppeldi hjá þeim heiðurshjónum Cillu og Matta. Það geta þeir vitnað um sem þeim kynnt- ust. Það var nefnilega þannig að launin hans Þóris entust alltaf betur og varð meira úr þeim en okkar hinna. Við vorum vissir um að pen- ingar okkar væru bara hálli eða þannig! En þannig var Þórir, það varð alltaf mikið úr öllu í höndunum á honum, sama hvort það var matur eða eitthvað annað. Á þessum tíma var bróðir minn á sjó á Skógafossi; kokkurinn fór í frí og Tryggvi bróðir tók við og ég fór sem annar kokkur og síðar sem há- seti, og Þórii- kom í eldhúsið sem annar kokkur og þar fann Þórir sitt lífsstarf, kokkinn. Við vorum til sjós þar um nokkurt skeið eða þar til við fórum að læra, hann kokkinn og ég þjóninn. Hann útskrifaðist frá Hótel Sögu 1973. Þaðan lá leið hans til Færeyja á Hótel Hafnía og var þar í nokkurn tíma en alla tíð ræktaði hann frændgarðinn sinn í Færeyjum vel. Margar góðar ferðir fórum við fé- lagarnir saman, eggjaferð á Akra- Léttstígur og beinn í baki, silfur- hærður með hátt enni, - það er bjart í kringum þennan höfðinglega mann. Þetta er Bárður ísleifsson. Það var eins og alltaf væri birta og sólskin í kringum Bárð. Hann var svo óvenjulega jákvæður og sá alltaf eitthvað gott og fagurt við allt og alla. Jafnvel veðrið lastaði hann ekki. „Ljómandi veður,“ sagði hann svo mildilega, þó rigningin byldi á glugganum. Hann var heiðursmaður af gamla skólanum, kurteis og skilningsríkur hlustandi, hlédrægur fyrir sjálfan sig og ávallt tilbúinn að hjálpa öðr- um. Heilladísin hans var Unnur, eig- inkonan hans, vinkonan hans, ást- konan hans, listakonan hans. Bárður var ljúfur höfðingi. Þegar ég hugsa um ljúfmennsku hans og kurteisina sönnu þá spyr ég sjálfa mig hvort svona heiðursmenn verði til í framtíðinni, á þessum breyttu og þreyjulausari tímum. Bárður átti langt líf og lífið hans varð gott því viðhorf hans voru slík að hann lét ekki hugfallast þótt dimmdi við barnamissi og alla erfið- leika bar hann prúðmannlega. Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinuraftansólarsértu, sonur morgunroðans vertu. Þessi orð Stephans G. gætu verið yfirskrift yfir lífið hans Bárðar. Glaður og reifur, hæverskur og sátt- ur bar hann birtu til okkar allra sem fengum að njóta nærveru hans og vináttu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.