Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 59

Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 59 lendingar börðust við að jafna leik- inn. Þeir áttu í erfiðleikum með vöm hávöxnu Rússanna og þegar Einar Magnússon skaut langt utan af velli voru möguleikarnir nánast engir. En hinn hái Islendingur stökk beint upp í loftið og boltinn fór efst í homið fjær. Rússneski markmaðurinn, Isj- enko, náði ekki enu sinni að lyfta höndum. Það eina sem hann gat gert var að líta aftur fyrir sig og sækja boltann í netið. Þetta var gríðarlega nákvæmt skot og ótrúlega fast.“ Þetta dæmi lýsir vel glæsilegum tilþrifum Einars á handknattleiks- vellinum. Fjölskyldu Einars sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur. Sturla R. Guðmundsson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víkingi Við óvænt fráfall Einars Magnús- sonar setti alla Víkinga hljóða. Með Einari er genginn góður drengur og einn af mestu afreksmönnum félags- ins frá upphafi. Einar æfði og keppti frá unga aldri undir merkjum Vík- ings, bæði knattspyrnu og hand- knattleik, þar sem afrekshæfileikar hans komu fljótt í Ijós. Einar hóf að leika með meistaraflokki Víkings í handknattleik á unglingsaldri, þá yngstur allra, auk þess sem hann var unglingalandsliðsmaður í knatt- spyi-nu. Einar átti stóran þátt í að gera Víking að stórveldi í handknatt- leik og var liðsmaður í meistara- flokksliði Víkings sem varð Islands- meistari árið 1975 í fyrsta skipti í sögu félagsins. Einar lék á ellefu ár- um 70 landsleiki í handknattleik fyrir Islands hönd og skoraði í þeim 138 mörk. Árið 1973 var Einar valinn handknattleiksmaður ársins, auk þess sem hann var markakóngur fs- landsmótsins. Einar lék handknatt- leik í Þýskalandi á árunum 1975 til 1978 við góðan orðstír. Einar var mjög hógvær að eðlisfari og lét ekki mikið yfir afrekum sínum, eins og þeirra er háttur sem ekki þurfa að sanna umheiminum ágæti sitt með mörgum orðum. Þeim mun betur lét hann verkin tala þegar á þurfti að halda og mikið lá við. Einar lagði með afrekum sínum mikið af mörkum til að skapa innan Víkings tiltrú og sjálfstraust sem nauðsyn- legt er, til að komast í fremstu röð. Víkingar lúta höfði í virðingu við Einar Magnússon og þakka fyrir minnisstæða og viðburðaríka sam- fylgd. Víkingar senda eiginkonu, syni og allri fjölskyldu Einars innilegar sam- úðarkveðjur. Knattspyrnufélagið Víkingur, Þór Símon Ragnarsson, formaður. Hann Einar er látinn. Þegar mér barst þessi harmafregn varð það mér sem og öðrum vinum hans mikið reið- arslag. Ótímabær og svo óraunveru- legur dauði svo langt um aldur fram. Ég hef átt því láni að fagna að þekkja Einar frá því við vorum smá- pollar í Bústaðahverfinu, að stíga okkar fyrstu skref með Vfldngi. Við urðum samferða með Víkingi og gegnum alla skóla frá Breiðagerðis- skóla, Réttarholtsskóla, MR og Há- skólann þar sem við útskrifuðumst báðir frá viðskiptadeild. Einai’ var mikill mannkostamaður á besta aldri, gjörvilegur bæði á lík- ama og sál. Hann átti að baki fræki- legan íþróttaferil, ekki aðeins á ís- lenskan mælikvarða heldur í heimsklassa. Einar var engin undantekning annarra drengja á sínum uppvaxtar- árum, hann lék í öllum flokkum Víkngs bæði í handbolta og fótbolta. Það var árið 1959 að við félagamir urðum fyrstu meistarar Vfldngs þá í 5. flokki, eftir að Víkingur hafði hasl- að sér völl í Bústaðahverfinu. Það var og er ekki algengt að margir drengir sem leika saman í 5. flokki haldi áfram og nái þeim árangri að leika síðan saman í meistaraflokki síns fé- lags. Fjórir drengir sem voru í þessu 5. flokks liði léku þann leik og léku síðan saman í meistaraflokki Vfldngs og unnu þar stóra sigra, einn þeirra var Einar. A þessum árum æfðu fé- lagarnir allir bæði handbolta og fót- bolta. Sérstakir hæfileikar Einars komu fljótt í Ijós, sérstaklega í hand- boltanum. Einar var einn af bestu handknattleiksmönnum landsins og landsliðsmaður með meiru. Þeir fé- lagamir og bekkjarbræðurnir Einar og Jón Hjaltalín léku þá báðir með Vfldngi og landsliðinu. Hafði maður alltaf á tilfinningunni að þeir gætu skorað hvenær sem þeir vildu, þvílík- ar skyttur sem þeir vom. Var ekki árennilegt að vera markvörður í liði andstæðinganna þar sem þeir léku. A hátindi ferils síns sem handknatt- leiksmanns stefndi hugur Einars ut- an, fluttist hann með eiginkonu sinni síðan til Þýskalands og lék þar með Hamburger SV í nokkur ár. Lenti hann í meiðslum, sem hann náði sér aldrei fullkomlega af og kom heim og lauk ferh sínum hjá sínu gamla félagi. Einar var mikill ljúflingur, hann var ekki allra og lítið fyrir að trana sér fram, hann lét verkin tala. Alltaf var stutt í húmorinn hjá honum. Ein- ar var ávallt góður félagi. A síðari ár- um hafði sambandið farið minnkandi en hvenær sem við hittumst bárust samræðurnar alltaf að félaginu okk- ar, hvort sem um var að ræða hand- bolta eða fótbolta. Vil ég með þessum fátæklegu orð- um fá að þakka Einari fyrir vinskap- inn og að hafa fengið að vera sam- ferðamaður hans um skeið, hans verður ávallt minnst sem mikils af- reksmanns og góðs drengs. „En orð- stír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“ (Úr Hávamálum.) Ég vil votta Stefaníu og syni þeirra, Davíð, ásamt foreldrum Ein- ars, þeim Magnúsi og Hrefnu, og systkinum innilegustu samúð í sorg þeirra. Það er vel við hæfi að jarð- arförin fer fram í Áskirkju sem gnæf- ir yfir Laugardalinn. Öm Guðmundsson. Fallinn er frá Einar Magnússon, langt fyrir aldur fram. Einari kynntist ég fyrst þegar ég spilaði handknattleik í Vfldngi á sjöunda áratugnum. Hann var þá efnilegasti drengurinn í yngri flokk- um félagsins og biðu menn með óþreyju eftir því að hann næði aldri til að byija leik með meistaraflokki. Fljótlega eftir að Einar byrjaði að leika í meistaraflokld Víkings varð hann máttarstólpi liðsins og var það alla tíð síðan þar til hann hætti að leika með liðinu árið 1975. Á handknattleiksferli sínum lék Einar með íslenska landsliðinu 70 leiki og skilaði hlutverki sínu mjög vel með liðinu. Einar skoraði alltaf mörg mörk í þeim leikjum sem hann lék og varð markakóngur Islands- mótsins árið 1973 og var þá einnig valinn handknattleiksmaður ársins. Árið 1975 var viðburðaríkt í sögu Víkings. Það ár varð Víkingur Is- landsmeistari í handknattleik í fyrsta skipti og má segja að það hafi orðið til þess að blása nýjum vindum í segl fé- lagsins og árangur keppnisliða þess varð mun betri. Það var einmitt Ein- ar sem bar uppi íslandsmeistaralið Víkings og hefði saga félagsins ef- laust orðið fátæklegri hefði hans ekki notið við. Eftir þennan farsæla feril hjá Vík- ingi hélt Einar til Þýskalands og lék handknattleik í þýsku úrvalsdeildinni sem þá var sterkasta deild heims. Hann byrjaði að leika með Hambur- ger Sportverein og síðan með Poilzei Hannover í nokkur ár. Einar meidd- ist á hendi með þeim afleiðingum að hann varð að hætta að leika hand- knattleik og var það mikið áfall íyrir hann. Horfinn er af sjónarsviðinu Einar Magnússon, drengur góður, einn mesti afreksmaður Víkings og góður félagi sem við öll söknum og þökkum samfylgdina. Eiginkonu Einars, Stefaníu, svo og öllum aðstandendum óska ég velfam- aðar og sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Rósmundur Jónsson. Þegar ég frétti lát frænda míns og æskuvinar streymdu æskuminning- arnar fram. Myndir sem geymdar voru en ekki gleymdar, þrátt fyrir að samskipti okkar hafi verið allt of lítil gegnum árin. Þegar við Einar vorum lítil vorum við mjög mikið saman þar sem mamma og systur hennar hafa aUtaf verið miklar vinkonur og hittust næstum daglega, annað hvort hver hjá annarri eða þá hjá ömmu Huldu. A bamaskólaaldrinum fannst honum allt í lagi að vera með mér, ég ári yngri og leit upp til hans sem hetju. Hann kynnti mig fyrir leyndarmálum Fossvogsdalsins, sem mér fannst æv- intýralegur. Það var lítil byggð í dalnum þá og þar var hægt að renna sér á skíðum eða á afklippum af gólf- dúki í hlíðunum Kópavogsmegin. Svo var hægt að fara niður í sumó, en það var sumarbústaður hinum megin við Bústaðaveginn og var af- girtur og bannsvæði eftir því sem ég best man. Einar var ekki eins duglegur að heimsækja mig og ég hann, nema þegar verið var að byggja háu blokk- imar í Sólheimunum. Þá laumuðumst við inn í þær, hann með vasablokk og blýant og teiknaði og reiknaði eitt- hvað voða spennandi að mér fannst. Hann kenndi mér að standa úti á götuhorni og skrifa niður bflnúmer svo tímunum skipti. Ég man að ég óskaði þess oft að vera strákur og vera eins og hann. Ekki síst þegar hann fór nú að læra á klarinett og spila í lúðrasveit. Hann gat allt. Síðan skildi leiðir eins og eðlilegt er en þegar við hittumst fann ég allt- af fyrir væntumþykju í minn garð. Ég fylgdist með honum og safnaði úrklippum úr dagblöðunum sem fjöll- uðu um afrek hans í handboltanum. Mikið var ég montin af honum, þess- um fríða og föngulega frænda mín- um. Ég á ennþá úrklippur úr dag- blöðunum frá 1973 þar sem hann náði 100 marka takmarkinu í 1. deildinni og var kosinn handknattleiksmaður ársins. Við nokkur frændsystkinanna höfðum ákveðið að hittast á þrettánd- anum heima hjá Halla bróður af því að Gummi og Aðalheiður voru að fara út til Svíþjóðar aftur eftir jólafrí. Þegar við fréttum hin hörmulegu tíð- indi ætluðum við að hætta við en ákváðum að hittast og samhryggjast og minnast hans saman. Því skrifa ég þessar línur til minningar um ljúfan frænda sem mikiil er missir að og votta Deddu og Davíð, Ebbu og Magga, Ása og Auði og öllum öðrum ástvinum innilegustu samúð okkar frændsystkinanna og megi minning- ar um ljúfan dreng sefa sorgir þeirra. Hulda Halidórsdóttir. Þegar ég hugsa um Einar Magn- ússon sé ég fyrir mér Víkingslitina í sinni skærustu mynd, eins og birtu af mjöll í sól. Einar var einn af fyrstu íslands- meisturum Vfldngs í meistaraflokki í handknattleik árið 1975. Það var eng- in tilviljun að liðið varð Islandsmeist- ari, Einar Magnússon var innan- borðs, einhver snjallasti handknatt- leiksmaður sem ísland hefur alið. Sannarlega mjög óvenjulegur hand- boltamaður, einkum og sér í lagi vegna sinnar óvenjulega Ijúfu fram- komu. Hann var allra, kom eins fram við alla og gerði aldrei greinarmun á fólki, hvort sem það voru andstæð- ingar eða félagar í boltanum. Hann beitti aldrei hörku en var samt einn okkar besti varnarmaður, liðsins sem síðar varð stórveldi og gullaldarlið Vfldngs næsta áratuginn. Einari var illa við athygli og vildi alls ekki vera í sviðsljósinu. Hann var hæglátur svo af bar og drengur góð- ur. Það var okkur félögum hans afar eftirminnilegt þegar Einar gat brotið 100 marka múrinn í Laugardalshöll, orðið fyrsti leikmaður sögunnar til að gera 100 mörk í 1. deild. Við lékum gegn Ármenningum og Einar vantaði sex mörk til að ná metinu áður en leikurinn hófst. Hann var fljótlega í fyrri hálfleik kominn með fimm mörk og spennan var í hámarki, aðeins eitt mark vantaði, sem var okkur Víking- um ekki síður mikilvægt tilfinninga- lega. En Einar hreinlega hætti að skjóta á markið. Við gáfum á hann aftur og aftm-, en hann gaf til baka. Ég spurði: „Af hverju skaustu ekki á markið áðan?“ „Þú varst í betra færi og áttir því sjálfur að skora,“ svaraði Einar að bragði, á sinn hæverska, yf- h-vegaða hátt. Þetta var Einar Magn- ússon í hnotskurn. Auðvitað skoraði hann 100. markið, sem var svo fagnað með viðeigandi hætti, og segja má að hann hafi þar með gefið Vfldngi tón- inn, gefið félaginu það sjálfstraust sem vantaði og kannski það sjálfs- traust sem hann mátti hafa meira af, þessi frábæri drengur og snjalli leik- maður. Einar gerðist síðar svo einn okkar fyrstu atvinnumanna í handknattleik, þegar hann fluttist með sinni elsku- legu eiginkonu Deddu til Þýskalands þar sem hann lék við frábæran orð- stír með Hamburger Sportverein í þýsku Bundesligunni. Það má segja að við höfum kynnst upp á nýtt þegar Einar og Dedda heimsóttu okkur Evu í nokkur skipti til Leverkusen. Þá voru sannarlega gleðidagar, þar sem Einar Magnús- son fór á kostum og reytti af sér_ brandarana sem þessi duli maður átti nóg af, þegar við átti. Einar Magnússon er einhver fal- legasta og besta persóna sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann er okkur Víkingum mikill harmdauði, lést óvænt eftir venjulegt flensukast að því er virtist, sem reyndist vera heila- himnubólga. Blessuð sé minning hans og guð blessi Deddu og Davið í þeirra miklu sorg. Viggó Sigurðsson. t Ástkær eiginkona mín, SHIRLEY ANN SIGFUSSON, lést á heimili okkar föstudaginn 14. janúar. Haraldur Sigurðsson. t Faðir okkar, EMIL SAMÚEL RICHTER, sem lést mánudaginn 10. janúar, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 21. janúar, kl. 13.30. Börn hins látna. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR PORSTEINSSON, Engjaseli 70, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 6. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. janúar kl. 13.30. Reynir Ragnarsson, Halldóra Gísladóttir, Anna Nína Ragnarsdóttir, Þorsteinn Hreggviðsson, Þorsteinn Ragnarsson, Svava Sigurðardóttir, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, Ingimundur Einarsson, Snorri Ragnarsson, Elínborg Ragnarsdóttir, Michael Clausen, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Valdimar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs, ÓLAFS BALDURS ÓLAFSSONAR framkvæmdastjóra, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alira, sem sinntu honum og studdu í veikindum hans. Hildur Guðmundsdóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir, Magnús Eyjólfsson, Tómas Óli Magnússon, Jón Ægir Ólafsson, Guðbjörg Ólöf Bjarnadóttir, Gunnar Þór Ólafsson, Sigríður Haraldsdóttir, Ásgeir Bragi Ólafsson, Katla Helgadóttir, Guðlaug Nanna Ólafsdóttir, Eggert Árni Magnússon og aðrir ástvinir. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNARINGVARSDÓTTUR, Tómasarhaga 38. Sérstakar þakkir til starfsfólks, lækna og hjúkr- unarfólks deildar 7-B, Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ingvar Guðmundsson, Kirsten Fredriksen, Erla Guðmundsdóttir, Stefán Ólafsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Ásgeir Sigurbergsson, Bjarni Þór Guðmundsson, Matthildur Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.