Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 15. TBL. 88. ARG. MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Deilan um Gólanhæð- ir í hnút Damaskus, Washington. Reuters, AP. SÝRLENDINGAR kröfðust þess í gær að Israelar skuldbyndu sig skriflega til að láta allar Gólanhæð- irnar af hendi en Israelar sögðust ekki ætla að svara þeirri kröfu. „Það sem við þurfum núna er skriflegt loforð af hálfu fsraela þar sem þeir skuldbinda sig til að kalla allt herlið sitt frá Gólanhæðunum og landamærin verði eins og þau voru 4. júní 1967 [áður en ísraelar her- námu landsvæðið]" sagði embættis- maður stjórnarinnar í Sýrlandi. „Við neitum að svara þessari frétt frá Damaskus," sagði talsmaður Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels. Ráðgert hafði verið að Barak og Farouq al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, kæmu saman í Bandaríkj- unum í dag til að hefja nýja lotu frið- arviðræðna en fundinum var frestað vegna deilunnar um Gólanhæðirnar. Ákveðið var að lægra settir embætt- ismenn frá löndunum tveimur kæmu þess í stað saman í Banda- ríkjunum síðar í vikunni til að ræða hvernig haga ætti viðræðunum. Albright bjartsýn Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræddi í gær í síma við Hafez al- Assad, forseta Sýrlands, um hvernig hægt yrði að halda viðræðunum áfram. Talsmaður Clintons neitaði að svara því hvort hann hefði hvatt Assad til að sýna meiri sveigjanleika í deilunni um Gólanhæðirnar. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst von- góð um að friðarumleitanirnar bæru árangur þótt ráðherrafundinum hefði verið frestað. Hún sagði að deila ísraela og Sýrlendinga nú snerist einkum um hvaða mál ættu að hafa forgang í friðarviðræðunum. Reuters Isklumpa- regn á Spáni Madríd.AFP, AP. ISHNULLUNGAR á stærð við körfubolta hafa verið að falla til jarðar á Spáni síðustu 10 dagana og eru vísindamenn ekki á einu máli um uppruna þeirra. Telja sumir að þeir hafi komið utan úr geimnum en öðrum finnst það ólfldegt. Hér skoða tveir þeirra einn hnullunganna. Frá 8. janúar sl. hafa fundist 18 ísklumpar, allt að fjögurra kflóa þungir, og flestir í nágrenni Val- encia á Austur-Spáni. Aðrir hafa fundist við Sevilla í suðurhlutanum, við Saragossa í norðri og í gær fannst einn í úthverfi Madrid. Talsmaður spænsku veðurstof- unnar segir að útilokað sé að um sé að ræða risavaxið hagl en jarð- fræðingurinn Jesus Martinez Frias telur sennilegt að ísmolamir séu sending frá halasljömu. Marc Kid- ger, sem starfar hjá Stjarneðlis- fræðistofnuninni á Kanaríeyjum, vísar því á bug. Segir hann að þá hefði ísinn átt að falla til jarðar á sama tíma og ekki aðeins á Spáni. Á leiðinni í gegnum gufuhvolfið hefði leikið um ísinn 800 gráða hiti og því hefðu klumpamir orðið að vera nokkrir km í þvermál í upphafi. Þá hefðu þeir heldur ekki farið framhjá stjarnvísindamönnum. Flokksstjórn CDU í Þýzkalandi lýsir trausti á Schauble Kohl lætur af heið- ursformennsku Berlín. AP, Reuters. HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands, sagði í gær af sér heiðursformennsku Kristilegra demókrata (CDU), eftir að flokks- stjórnin setti honum þá úrslitakosti að láta uppi það sem þarf til að kveða niður fjármálahneykslið sem nú skekur flokkinn, eða ríkja sæti ella. í stuttri yfirlýsingu viðurkenndi Kohl að sér hefði orðið á, en stóð fast- ur á því að hann gæti ekki rofið trún- að við þá menn sem létu honum í té fé í flokkssjóðinn með því skilyrði að nafn þeirra kæmi ekki fram í bók- haldi, en slíkt er brot á gildandi lög- um um fjármögnun stjómmálaflokka í Þýzkalandi. Flokksstjórnarmenn CDU fylktu í gær liði að baki formanni sínum, Wolfgang Schauble, en snera bökum saman um að þiýsta á Kohl. Kohl hefur opinberlega viðurkennt að hafa tekið við allt að tveimur milljónum marka, andvirði um 75 milljóna króna, á síðustu valdaárum sínum. Scháuble sagði á blaðamannafundi eftir sérstakan aukafund flokks- stjórnarinnar í Berlín, að hún hefði beðið sig að sitja áfram og stýra að- gerðum til að upplýsa hneykslismál- in, þrátt fyrir að nokkrir áhrifamenn í flokknum hefðu látið í ljós þá skoð- un að Schauble væri sjálfur flæktur í hneykslið og ætti að víkja. Fleiri afsagnir óumflýjanlegar? Staða Scháubles sem flokksfor- manns hefur veikzt við að honum skyldi ekki takast að fá Kohl til að gera sitt til að hjálpa til við að binda enda á hneykslismálin. Hefur þetta orðið til þess að Schauble hefur virzt þurfa að láta í minni pokann í eins konar valdatogstreitu við fyrirrenn- ara sinn. : mitten im Leben, ’WL K Reuters Wolfgang Schauble, formaður CDU, kemur út af flokksstjórnarfundin- um í gær. Angela Merkel, framkvæmdastjóri flokksins, fylgir á eftir. Fyrir fundinn í gær höfðu nokkrir frammámenn í CDU látið þau orð falla að afsagnir í æðstu röðum flokksins væra óumflýjanlegar, en á mánudag sagði Manfred Kanther, sem var innanríkisráðherra í stjórn- artíð Kohls, af sér þingmennsku. Christian Wulff, héraðsleiðtogi CDU í Neðra-Saxlandi, hvatti til þess áður en flokksstjórnarfundurinn hófst í gær, að lagt yrði að þeim flokks- mönnum að víkja sæti, sem flæktir væra í fjármálahneykslið. Scháuble mun hafa boðist til afsagnar á fundin- um, en því boði var hafnað. Ekki þyk- ir blasa við hver gæti tekið við af hon- um undir þessum kringumstæðum. Kommúnistinn Gennadí Seleznjov endurkjörinn forseti dúmunnar Pútín fullyrðir að einræði sé útilokað í Rússlandi nútímans Moskvu. Reuters, AP. VLADIMÍR Pútín, forsætisráð- herra og settur forseti Rússlands, lýsti því yfir í gær að einræði yrði aldrei ofan á í Rússlandi nútímans og hvatti til uppbyggilegs samstarfs nýkjörins þings og framkvæmda- valdsins, ekki sízt í því skyni að koma nauðsynlegum efnahagsumbótum í framkvæmd. í Tsjetsjníu sagði Itar-Tass- fréttastofan að hersveitir Rússa hefðu brotið varnir uppreisnar- manna í miðborg héraðshöfuðborg- arinnar Grosní á bak aftur og hefðu nú stærstan hluta hennar á valdi sínu. Neðri deild rússneska þingsins, dúman, kom í gær saman í fyrsta sinn frá kosningunum í desember. Deilur um kjör nýs þingforseta ein- kenndu þennan fyrsta starfsdag hennar, en þeim lyktaði með endur- kjöri kommúnistans Gennadís Sel- Vladimír Pútín Gennadí Seleziyov eznjovs í embættið, eftir að þing- flokkur kommúnista náði samkomu- lagi við miðjumenn sem styðja valdhafa í Kreml um stuðning við hann. Yfir 100 þingmenn úr þremur þingflokkum gengu úr húsi áður en atkvæðagreiðslan fór fram, í mót- mælaskyni við samkomulagið. Sel- eznjov var svo kjörinn með 285 at- kvæðum gegn tveimur. Sjö sátu hjá. Áður en þingforsetakjörið fór fram ávarpaði Pútín dúmuna. Hvatti hann þingheim til að hætta að beita sér gegn framkvæmdavaldinu og leggjast þess í stað á eitt með ríkis- stjórninni um að leysa vandamál landsins. Sló Pútín með ávarpinu nýjan tón í samskiptum við þingið, í samanburði við það sem tíðkaðist í forsetatíð Borís Jeltsíns. En ávarpið er einnig ótvírætt innlegg í kosningabarátt- una fyrir forsetakosningarnar sem fara fram seint í marz og Pútín þykir langlíklegastur til að bera sigur úr býtum í. Sumir andstæðingar Pút- íns, sem um skeið var yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, gruna hann um að hafa tilhneigingu til ein- ræðistilburða. „Þá sem tala um mögulegt einræði dreymir sjálfa um það,“ sagði Pútín eftir ávarp sitt. „Þessi draumur þeirra er útilokaður í Rússlandi nú- tímans.“ Segja Grosní á valdi Rússa „innan fárra daga“ Itar-Tass hafði eftir höfuðstöðvum rússneska hersins í Tsjetsjníu að hersveitir hefðu náð alla leið inn í miðborg Grosní í gær, eftir mikla stórskota- og loftárásahríð í fyrri- nótt. Vladimír Rúshaíló innanríkis- ráðherra sagði það spurningu um ör- fáa daga hvenær mótspyrnu upp- reisnarmanna í borginni þryti. Varnarmálaráðherra Kína, í heim- sókn í Moskvu, lýsti fullum stuðningi við aðgerðir Rússa í Tsjetsjníu. En gagnrýni á hernaðinn þar kom úr óvæntri átt í gær; samtök rússn- eskra hermannamæðra sökuðu yfir- völd um að brjóta gegn viðteknum reglum um stríðsrekstur og hvöttu Pútín til að leita pólitískrar lausnar. Frétta- þula fram- tíðarinnar London. Reuters. NETNOTENDUR munu síðar á árinu geta fylgst með fréttum dagsins með aðstoð tölvuhann- aðrar fréttaþulu. Þulunni hef- ur verið gefið nafnið Ana- nova og er andlit hennar samsett úr andlitum Fína kryddsins eða Posh Spice, áströlsku söngkonunnar Kylie Minogue og bresku sjónvarpskonunnar Carol Vorderman. Hægt verð- ur að hlýða á fréttir í flutningi Ananovu og eins má óska eftir sérstakri umfjöllun um íþróttir, ferðalög, veðrið og stöðu verð- bréfamarkaða. „Ananova mun breyta frétta- flutningi,11 var haft eftir einum starfsmanni fyrirtækisins sem þróar sýndarþuluna. Henni er ætlað að vera 28 ára einhleyp fegurðardís, sem stundai’ fjör- ugt félagslíf auk þess að vera aðdáandi hljómsveitarinnai- Oasis og Simpson-teikni- myndafjölskyldunnar. Hönnuð- ir Ananovu telja að hún muni eignast fjölda aðdáenda, sér- staklega á meðal karlmanna. „Ananova“ MORGUNBLAÐIÐ19. JANUAR 2000 690900 090000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.