Morgunblaðið - 19.01.2000, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
■
FRÉTTIR
Ungmenni frá 25 skólum tóku l)átt í Nefþingi
Þing-
starfið
á spj all-
rásum
ÍSLENSK ungmenni á aldrinum
12 til 15 ára hófu í gær þingstörf
á svokölluðu Netþingi, sem er
unglingaþing skipulagt af emb-
ætti umboðsmanns barna. Það var
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
sem formlega setti þingið á skrif-
stofu umboðsmanns barna.
Að sögn Þórhildar Líndal, um-
boðsmanns barna, er markmið
Netþingsins að gefa fulltrúum
ungu kynslóðarinnar tækifæri á
að ræða saman sín á milli á lýð-
ræðislegan hátt, um málefni er á
þeim brenna og koma þannig
skoðunum sínum á framfæri.
Líkt og á Alþingi eru fulltrúar á
Netþingi 63 talsins, þ.e. 32 piltar
og 31 stúlka og koma þeir frá 25
grunnskólum víðsvegar að á land-
inu. Skipting þingfulltrúanna er
hin sama og í drögum að nýrri
kjördæmaskipan á Islandi, en það
var í valdi hvers skóla að ákveða
hverjir yrðu fulltrúar hans á þing-
inu. Fulltrúarnir koma saman á
fimm fundum og mun starfíð fara
fram í 7 nefndum sem í var skipað
í gær. Nefndirnar eru: Hamingja
og framtíðarsýn, skólamál, ofbeldi
og vímuefni, tíska og auglýsingar,
tómstundir og félagsstarf, menn-
ingarmál og starfsnefnd, en hún
hefur það hlutverk að fylgjast
með starfi þingsins.
Á rætur að rekja til Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna
Þórhildur sagði að þar sem Net-
ið og tölvur væru það tækniundur
sem ungmenni í dag heilluðust
hvað mest af hefði þótt tilvalið að
nota það í þessum tilgangi.
Fundarstarfið mun að mestu
fara fram á 7 lokuðum spjallrás-
um, en einnig verða aðrir hlutar
Netsins nýttir, eins og t.d. póstl-
istar og heimasíður. Starfsmaður
Þingfulltrúar Hagaskóla hófu störf á svokölluðu Netþingi í gær. Þau eru: Kristín Svava Tómasdóttir, Teitur
Skúlason, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Hjörvar Ólafsson.
Morgunblaðið/Porkell
Davíð Oddsson setur Netþing, unglingaþing skipulagt af
embætti umboðsmanns barna.
umboðsmanns barna mun fylgjast
með gangi mála á spjállrásunum.
ÞingfuIItrúarnir munu ekki hitt-
ast augliti til auglitis fyrr en í
marsmánuði er lokafundurinn
verður haldinn í Reykjavík, en á
þeim fundi verður farið yfir
starfshætti þingsins og gengið frá
niðurstöðum, en einnig munu
þingfulltrúar þiggja veitingar hjá
forseta Alþingis.
Þórhildur sagðist vonast til þess
að Netþingið væri komið til að
vera, en sagði að það ylti á því
hvernig þetta fyrsta þing myndi
takast.
Að sögn Þórhildar hefur þetta
verkefni verið í undirbúningi í
nokkra mánuði, en hugmyndina
sagðist hún hafa fengið fyrir
tveimur árum. Hún sagði hug-
myndina eiga rætur að rekja til
12 gr. Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna, þar sem kveðið er á um
réttindi barna. Sagðist hún vonast
til þess að þingið myndi leiða til
aukinna áhrifa barna og unglinga
í samfélaginu, enda væri ekki
nema eðlilegt að þriðjungur þjóð-
arinnar fengi að hafa áhrif á þau
mál er hann varðar.
85% fall í
almennri
lögfræði
RÚMLEGA 85% nemenda í laga-
deild Háskóla íslands sem tóku
haustmisserispróf í almennri lög-
fræði í desember náðu ekki lág-
markseinkunninni 7. Alls þreyttu
148 prófið og náðu 22 nemendur til-
skilinni lágmarkseinkunn, eða
14,8%, skv. upplýsingum Kolbrúnar
Lindu ísleifsdóttur, kennslustjóra
lagadeildar. 17 nemendur fengu ein-
kunnina 7, einn fékk 7,5, þrír ein-
kunnina 8 og einn 8,5.
Að sögn Kolbrúnar er hlutfall
þeirra sem ekki náðu prófi í al-
mennri lögfræði nú svipað og verið
hefur á undanfömum 10 til 15 árum
þar sem fallhlutfallið hefur yfirleitt
verið á bilinu 85-90%. Samtals
skráðu um 170 nemendur sig í prófið
en 22 mættu ekki á prófstað og til-
kynntu ekki forföll.
Stúdentaráð mótmælir
Stjórn Stúdentaráðs sendi í gær
frá sér yfirlýsingu vegna þessa máls
þar sem segir að nú sé ljóst að aðeins
14% þeirra sem þreyttu próf á 1. ári í
lögfræði hafi náð inn. „Hér er greini-
lega á ferðinni fjöldatakmörkun inn í
greinina. Ef ekki þá hlýtur skipulagi
námsins, kennslu eða prófum að vera
verulega ábótavant og þá rétt að
lagadeild líti í eigin barm.
Stjórn Stúdentaráðs mótmælir
harðlega fjöldatakmörkunum af
þessu tagi og áréttar afstöðu gegn
öllum fjöldatakmörkunum innan Há- j
skóla Islands. Háskóli er þjóðskóli
og á að vera öllu ungu fólki opinn.“
Formaður Orators undrast
yfirlýsingu Stúdentaráðs
Skarphéðinn Pétursson, formaður
Orators, félags laganema, er ekki
sammála yfirlýsingu Stúdentaráðs
og segir það ekki liafa haft samband
við Orator áður en yfirlýsingin var
send út. Hann segir að hlutfall þeirra
sem náðu ekki prófinu að þessu sinni
sé ekkert stærra en verið hafi á und-
anförnum árum. í fyrra hafi 23 náð
prófinu og 24 á árinu þar á undan.
„Útkoman úr þessu prófi kemur
okkur ekkert á óvart. Þetta hefur
verið svona síðustu þrjú ár. Auðvitað
finnur maður til með þeim sem náðu
ekki en þetta er mjög erfitt próf.
Þetta er bara hörku púl,“ sagði hann.
Fyrsti fundur
um orkusamning
FULLTRUAR Landsvirkjunar og
Reyðaráls hf. áttu í gær fyrsta
samningafund um gerð raforku-
samnings vegna álvers sem fyrir-
hugað er að reisa á Reyðarfirði. Á
fundinum var rætt um form og upp-
byggingu orkusamnings. Stefnt er
að næsta fundi í fyrstu viku febrúar-
mánaðar.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að þessi fund-
ur hafi verið merkur að því leyti að
þetta sé fyrsti fundur Landsvirkj-
unar við þann aðila sem áformar að
kaupa raforku af fyrirtækinu vegna
reksturs álvers á Reyðarfirði. Hing-
að til hafi Landsvirkjun átt viðræð-
ur við Norsk Hydro og síðan Hæfi
hf., en þessi tvö félög hafa nú stofn-
að Reyðarál, sem áformar að reisa
og reka álver á Reyðárfirði.
Fulltrúar Hydro Aluminium í
stjórn Reyðaráls hf. eru hér á landi
þessa dagana að vinna að undirbún-
ingi mála. Einhverjir þeirra verða
fram eftir vikunni. Engra sérstakra
tíðinda er að vænta af þessum fund-
um, að sögn Geirs A. Gunnlaugsson-
ar stjórnarformanns Reyðaráls hf.
Friðrik segir að á fundi Lands-
Samnmgurinn
við Norðurál
fyrirmyndin,
segir Friðrik
Sophusson
virkjunar og Reyðaráls hafi verið
rætt um drög að uppbyggingu orku-
samnings og þá aðferðafræði sem
menn vildu viðhafa í viðræðunum.
Hann segir að Landsvirkjun eigi til
'drög að orkusamningi, en fyrirtækið
leiti eðlilega fyrirmyndar í nýlegum
orkusamningi við Norðurál á
Grundartanga. Það séu hins vegar
margar spurningar sem Landsvirkj-
un þurfi að fá svör við áður en menn
fari að ræða sjálft orkuverðið.
Stefnt að niður-
stöðu í vor
Meðal annars þurfi að fást svör
við því hvort Reyðarál ætli að kaupa
alla orku sem það þarf á að halda á
forgangsverði eða hvort það sætti
sig við einhverja skerðingarmögu-
leika ef til orkuskorts komi hjá
Landsvirkjun.
Friðrik segir að stefnt sé að því að
niðurstaða liggi fyrir í viðræðunum í
vor. Ekki hafi verið gengið frá nein-
um ákvörðunum varðandi orkuaf-
hendingu, en samkvæmt þeim tíma-
ramma sem lagður var á síðasta ári
sé miðað við að orkuafhending geti
hafist á síðari hluta ársins 2003, en
til þess að það gangi eftir verði
framkvæmdir að hefjast í sumar.
Mikil vinna eftir við
undirbúning
Þar sem lengri tíma tekur að
byggja virkjanir en álver þarf
Landsvirkjun að hefja framkvæmd-
ir ári á undan Reyðaráli. Friðrik
segir að Landsvirkjun geti hins veg-
ar ekki hafið framkvæmdir nema að
hafa áður náð samkomulagi við
Reyðarál um tryggingar, þ.e.
greiðslur fyrir kostnað ef hætt verði
við byggingu álvers. Hann leggur
áherslu á að mikil vinna sé óunnin í
sambandi við þetta mál og því alls
ekki víst að samningar takist um
orkuverð, fjármögnun og annað sem
málinu tengist.
Skipað í
stjórn Byggða-
stofnunar
í SAMRÆMI við lög um Byggða-
stofnun frá síðasta ári hefur iðnað-
arráðherra skipað sjö menn í stjórn
Byggðastofnunar og
sjö til vara frá og með
18. janúar. Kristinn H.
Gunnarsson alþingis-
maður tekur við for-
mennsku í Byggða-
stofnun, af Agli Jóns-
syni, sem verið hefur
formaður stjórnar
undanfarin ár.
í fréttatilkynningu
frá Byggðastofnun
segir, að eitt af megin-
verkefnum nýrrar
stjómar verði að móta
starfsemi Byggða-
stofnunar í samræmi
við lög sem Alþingi
samþykkti um starf-
semi hennar skömmu
fyrir jóL Hin nýskipaða stjórn mun
sitja fram að næsta aðalfundi sem
verður haldinn fyrir 1. júlí nk.
I stjórninni sitja: Kristinn H.
Gunnarsson alþingismaður, Bolung-
amk, formaður, Arnbjörg Sveins-
dóttir alþingismaður, Seyðisfirði,
Einar K. Guðfinnsson alþingismað-
ur, Bolungarvík, Guðjón Guðmunds-
son alþingismaður,
Akranesi, varaformað-
ur, Gunnlaugur Stef-
ánsson sóknarprestui’,
Heydölum, Karl. V.
Matthíasson sóknar-
prestur, Grundarfirði,
og Orri Hlöðversson
framkvæmdastj óri,
Sauðárkróki.
Varamenn: Anna
Kristín Gunnarsdóttir
skipulagsstjóri, Sauð-
árkróki, Drífa Hjartar-
dóttir alþingismaður,
Keldum, Elísabet
Benediktsdóttir,
afgi’eiðslustjóri Spari-
sjóðs Norðfjarðar,
Reyðarfirði, Kristján
Pálsson alþingismaður, Reykjanes-
bæ, Svanhildur Árnadóttir bæjar-
fulltrúi, Dalvík, Ólafía Ingólfsdóttir,
bóndi og skrifstofumaður, Vorsabæ
2, og Örlygur Hnefill Jónsson, lög-
maður, Húsavík.
Kristinn H.
Gunnarsson