Morgunblaðið - 19.01.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.01.2000, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR María Huld nýfædd á sjúkrahúsi í Phoenix í Bandaríkjunum. Dafnar vel og farin að geta drukkið úr pela „HENNI líður bara vel,“ segir Ingibergur Ragnarsson, faðir litlu stúlkunnar sem flogið var með til Islands um helgina eftir að hafa fæðst í Phoenix í Banda- ríkjunum þremur mánuðum fyrir tímann. „Hún er orðin tæpar sex merkur og þarf Ifklega að vera að minnsta kosti fjúrar vikur í viðbút á spítalanum," segir faðir- inn ennfremur i samtali við Morgunblaðið. Stúlkan, sem hlot- ið hefur nafnið María Huld, er átta vikna gömul og var tæpar fjúrar merkur þegar hún kom í heiminn í núvember sl. Til sam- anburðar er fæðingarþyngd ís- lenskra barna um fjúrtán merk- ur. Faðir stúlkunnar var að Ijúka námi í Phoenix er hún kom í heiminn og segir hann að þau séu nú alkomin heim. Atli Dagbjartsson, barnalæknir á Landspitalanum, segir að vel hafi verið séð um stúlkuna í Bandaríkjunum og staðfestir í samtali við Morgunblaðið að hún dafni vel á spítalanum. Hún sé nú í hitakassa, fái mat sinn í gegnum slöngu en sé aðeins farin að drekka úr pela. Þegar hún fer að geta drukkið alveg sjálf og hefur náð að minnsta kosti tvö þúsund grömmum að þyngd fær hún leyfi til að fara heim. Þangað til er fylgst með henni allan súlar- hringinn á spítalanum en for- eldrarnir fá að vera hjá dúttur sinni eins mikið og þau vilja. Fjórtán fyrirburar Aðspurður segir Atli að auk Mariu Huldar séu um þrettán fyr- irburar á barnadeild Landspít- alans. Hann segir misjafnt hvað Morgunblaðið/Golli Vigdís Ásmundsdúttir og Ingibergur Ragnarsson huga að dúttur sinni Maríu Huld á bamadeild Landspítalans í gær. margir fyrirburar séu á spvtalan- um en síðasta sumar þegar mest hafi verið að gera hafi verið um 24 til 26 börn á deildinni. Hann segir að fyrirburar hér á landi spjari sig yfirleitt vel enda fái þeir gúða meðferð. Aðalsýning kvikmyndahúsa verður klukkan 20 í stað 21 KVIKMYNDAHÚSIN hyggjast breyta sýningartímum sínum á næstunni. Verður öllum sýningar- tímum dagsins breytt frá því sem nú er og verða nú að jafnaði fjórar sýningar á dag, kl. 16,18, 20 og 22 á kvöldin. Um helgar er gert ráð fyrir barnasýningum kl. 14 og miðnæt- ursýningum. Þorvaldur Arnason, formaður Félags kvikmyndahúsa, segir að breytingarnar taki mið af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. „Við höf- um lengi fundið að kvikmyndahúsa- gestum finnist kvöldsýningarnar vera of seint á ferðinni, einkum þó sýningar kl. 23 eða seinna. Svo virð- ist sem breyting sé að verða í þjóð- félaginu í þessum efnum, allt er að færast aðeins fram, eins og sést t.d. á fréttatímum ljósvakamiðlanna. Fólk virðist vilja fara fyrr á fætur á morgnana og fyrr að sofa á kvöldin. Þessi breyting kvikmyndahúsanna er einfaldlega hluti af þessari þró- un.“ Þorvaldur segir að fyrirfram hafi kvöldsýning kl. 21 verið talin nán- ast heilög, en í könnun sem Gallup gerði fyrir kvikmyndahúsin hafi komið í ljós að mikill viljí var fyrir slíkum breytingum. „Sýningar kl. 9 á kvöldin hafa löngum verið vin- sælastar, oft er þá uppselt og mikill troðningur. Hins vegar hefur að- sókn að ellefusýningum verið mun minni. Við teljum að með kvöldsýn- ingum kl. átta og tíu megi ná jafnari aðsókn á báðar sýningar og fólk fái þannig betri þjónustu,“ segir Þor- valdur. Hann bendir á að breyting- arnar henti ekki síst barnafólki sem hefur átt erfitt með að fá pössun seint á kvöldin. Erlendis er vel þekkt að síðustu kvöldsýningar kvikmyndahúsa séu um kl. 21 á kvöldin og Þorvaldur segir að hvergi þekkist að sýna myndir jafn seint á virkum dögum og gert sé hér á landi. „Kvikmyndir hafa lengst hin síðari ár og nú er al- gengt að þær séu ríflega tvær klukkustundir. Þess vegna hefur ekki verið óalgengt að síðustu sýn- ingar séu á bilinu frá ellefu til hálf- tólf á kvöldin og teygist þannig jafnvel fram á þriðja tímann á virk- um kvöldum. Það segir sig sjálft að slíkt hentar ekki fólki sem þarf að vakna morguninn eftir,“ segir hann. Samstaða var meðal kvikmynda- húsaeigenda um breytingarnar sem Þorvaldur segir að verði kynntar rækilega með markaðsherferð á næstunni. Salmonella greinist í hrossum í Fjárborg SALMONELLUSÝKING er komin upp í hesthúsabyggðinni í Fjárborg- um við Rauðhóla í Reykjavík. Um skeið var óttast að hrossin væru sýkt af hitasóttinni, sem fyrst kom upp í byrjun árs 1998 og olli miklum skaða, en rannsóknarmenn á Keldum kom- ust að þeirri niðurstöðu í gærmorgun að salmonella væri orsök veikinda hrossanna. Gunnar Öm Guðmundsson, hér- aðsdýralæknir í Reykjavík, segir að enn hafi þó ekki verið greint af hvaða tegund salmonellan er, og því er ekki fullljóst hversu alvarlegt vandamálið er. Gunnar segir að vel verði fylgst með hrossum í hesthúsabyggðinni og kannað hvort sýkingin hafi borist víð- ar. Ekki verður gripið til einangrunar vegna salmonellunnar, en yfirdýra- læknir tekur ákvörðun um ráðstafan- irvegnahennar. Að sögn Halldórs Runólfssonar yf- irdýralæknis var sett af stað væg við- bragðsáætlun um síðastliðria helgi sem miðar m.a. að því að koma í veg fyrir flutning aðkomuhrossa í hesthús í Fjárborgum og eins flutning hrossa þaðan annað á meðan salmonellusýk- ingin gengur yfir. Halldór segir að ekki hafi þótt ástæða til að grípa til einangrunar þar sem slík ráðstöfun beri takmarkaðan árangur þegar ekki sé útilokað að salmonellusýking geti verið víðar en í Fjárborgum. Háskólinn í Reykjavík Enska heitið einnig- utan á skólanum ENSKA heiti Háskólans í Reykjavík - Reykjavík Uni- versity - hefur verið sett fyr- ir neðan íslenska heitið á hús- næði skólans við Ofanleiti og segir Guðfinna Bjarnadóttir rektor að enska heitið sé hluti af vömmerki skólans. „Þetta er í takt við nýja tíma,“ segir Guðfinna þegar hún er innt eftir skýringum á þessu. Hingað til hefur það ekki tíðkast að fyrirtæki eða stofn- anir haldi enska heitinu á lofti hér á landi en Guðíinna telur að það eigi eftir að breytast í framtíðinni með aukinni alþjóðavæðingu. „Ég á von á því að fleiri íslensk fyrirtæki, sem hyggjast vinna alþjóðlega, eigi eftir að gera hið sama,“ þ.e. að minna einn- ig á enska heitið. Guðfinna bendir á að þrjú meginleiðarljós séu höfð í huga við rekstur Háskólans í Reykjavík. Hið fyrsta sé ný- sköpun, annað tölvu- og tækniþróun og hið þriðja al- þjóðavæðing. Enska heitið á byggingu Háskólans í Reykjavík sé því í takt við þriðja leiðarljósið um alþjóða- væðingu. Með alþjóðavæð- ingu á hún m.a. við að skólinn komi til með að starfa tölu- vert með erlendum skólum og þekkingarmiðstöðvum auk þess sem hingað eigi væntan- lega eftir að koma nemendur víða að. Guðfinna segir aukinheldur að enska heitið sé einnig haft fyrir neðan íslenska heiti skólans á öllum skjölum svo sem bréfsefnum frá skólanum og segir að með því felist einnig ákveðin hagræðing þar sem allt rekstrarumhverfi sé meira og minna að verða al- þjóðlegt. „Við áttum heilu bréfsefnin á ensku annars vegar og svo íslensku hins vegar en mér finnst hins veg- ar eðlilegra að hafa þetta allt Andlát LÁRUS SVEINSSON LÁRUS Sveinsson, trompetleikari í Sin- fóníuhljómsveit Is- lands, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í gær, 58 ára að aldri. Lárus fæddist í Neskaupstað 7. febr- úar 1941. Foreldrar hans eru Þórunn Lár- usdóttir húsmóðir og Sveinn Sigurjónsson vélstjóri. Lárus lauk prent- námi frá Iðnskólan- um í Reykjavík árið 1961 og prófi frá Tónlistarháskólanum í 1966. Hann var trompetleikari í Sin- fóníuhljómsveit Islands og ís- lensku óperunni frá 1967. Hann var tónlistarkennari við Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar frá 1970 og við Tónlistarskóla Reykjavíkur 1978 til 1979. Lárus var kórstjóri Vínarborg hjá Karlakórnum Stefni og Starfs- mannakór Reykjalund- ar. Hann var kennari og trompetleikari hjá Nýja tónlistarskólan- um í Þessaloniku í Grikklandi 1985 til 1986. Lárus sat um tíma í stjórn starfs- mannafélags Sinfóníu- hljómsveitar íslands og í verkefnavalsnefnd hljóm sveitarinnar. Hann stofnaði ásamt fleirum Kammersveit Reykjavíkur og var í stjórn hennar.JÞá starfaði hann í hestamannafélaginu Herði í Kjós- arsýslu. Kona Lárusar var Sigríður Þor- valdsdóttir léikari en þau slitu samvistir. Hann lætur eftir sig þrjár uppkomnar dætur en þær eru Ingibjörg, Þórunn og Hjördís Elín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.