Morgunblaðið - 19.01.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.01.2000, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Andlát * Gjaldþrot Sæunnar Axels í Olafsfírði ÞORSTEINN DAVÍÐSSON ÞORSTEINN Davíðs- son, fyrrverandi verk- smiðjustjóri á Akur- eyri, lést mánudaginn 17. janúar síðastliðinn á 101. aldursári. Heilsa hans var almennt góð en hann lést eftir skamma legu. Þorsteinn fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 7. mars ár- ið 1899 og ólst hann upp í Fnjóskadal. For- eldrar hans voru Arn- dís Jónsdóttir og Davíð Sigurðsson. Þorsteinn gekk í bamaskóla og lauk prófi með ágætiseinkunn frá unglingaskólanum á Ljósavatni ári fyrir fermingu. Árið 1917 hóf hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk búfræðiprófi þaðan tveimur áram síðar. Árið 1920 bauðst honum að fara til Bandaríkjanna að læra það sem þá var kallað „gærurotun“. Eftir að heim var komið reisti hann ásamt öðram Gæraverksmiðjuna í Grófargili og starfaði við hana um árabil, aðallega yfir vetrarmánuðina, en að sumarlagi starfaði hann sem skógarvörður á Vöglum í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Síðar sigldi Þorsteinn til Noregs og kynnti sér skógrækt sem alla tíð var honum hugstæð, en m.a. kom hann sér upp skógarreit í landi Hróarsstaða í Fnjóska- dal. Hann kynnti sér einnig sútun skinna í Þýskalandi _ og Banda- ríkjunum. I framhaldi af síðari Bandaríkjaför Þorsteins var skinna- verksmiðja reist á Gler- áreyrum á Akureyri og var hann verksmiðju- stjóri þar alla sína starfsævi. Þorsteinn kynnti sér einnig skó- gerð í Svíþjóð og var slík verksmiðja einnig reist á Glerár- eyrum. Starfaði Þorsteinn óslitið sem verksmiðjustjóri Skinnaverk- smiðjunnar Iðunnar og skógerðar- innar þar til hann varð 70 ára að aldri árið 1969, en hélt áfram störfum við verksmiðjurnar til ársins 1981 og hafði þá starfað þar í sextíu ár. Þorsteinn hafði alla tíð áhuga á ferðalögum, hann ferðaðist mikið og tók virkan þátt í störfum Ferðafé- lags Akureyrar. Þorsteinn dvaldi síðustu ár á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri eða frá árinu 1993. Eiginkona hans var Þóra Guð- mundsdóttir frá Arnarnesi, en hún lést árið 1957. Þau eignuðust þrjá syni, Ingólf, Guðmund og Héðin. Freyvangsleikhúsið æfír Fló á skinni Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið FREYVANGSLEIKHÚSIÐ æfir son. Leikendur era 14 en alls koma nú af fullum krafti gamanleikinn Fló um 30 manns að sýningunni. Leikrit- á skinni eftir Georges Feydeau. ið verður framsýnt föstudaginn 4. Leikstjóri er Oddur Bjami Þorkels- febrúar í félagsheimilinu Freyvangi. LEIGUSKIPTI 5-6 herbergja einbýlishús til leigu á Akureyri vorið 2000 í skiptum fyrir sambærilega eign á stór- Rey kjavíku rsvæði n u. Upplýsingar gefa Hreinn/Þórunn í síma 462 5743 eða 897 5743 Blaðbera Olíufélagið hf. leysir til sín Kristián OF GENGIÐ hefur verið frá sölu á fiskiskipinu Kristjáni ÓF, sem er kvótalaust skip úr þrotabúi Sæunnar Axels í Ólafsvík. Að sögn Ólafs Birgis Árnasonar skipta- stjóra leysti Olíufélagið hf. skipið til sín fyrir 50 milljónir króna en Olíufélagið var veðhafi skipsins. Fiskvinnslufyrirtækið Sæunn Axels ehf. var úrskurðað gjald- þrota í byrjun desember sl. og stendur skiptameðferð yfir. Að sögn Ólafs Birgis er nú unnið að því að koma út birgðum og kvaðst hann gera ráð fyrir að boða til veð- hafafundar vegna fasteigna þrota- búsins fljótlega. Hann sagði að enn sem komið er hefðu engar fyrir- spurnir borist um kaup á fasteign- unum til áframhaldandi fiskverk- unar. Kröfulýsingarfrestur er ekki lið- inn en samkvæmt milliuppgjöri í bókhaldi fyrirtækisins á seinasta ári námu heildarskuldir fyrirtækis- ins rúmlega 830 milljónum króna, skv. upplýsingum Ólafs. Gamanleikur eftir Aðalstein Bergdal settur upp á Melum Morgunblaðið/Kristján Aðalsteinn Bergdal, höfundur leikritsins „Allt á síðasta snúningi", sem hann jafnframt leikstýrir í uppsetningu Leikfélags Hörgdæla. Allt á síðasta snúningi AÐALSTEINN Bergdal leikari hef- ur skrifað leikritið „Allt á síðasta snúningi" og eru æfíngar á því nú að hefjast hjá Leikfélagi Hörgdæla undir sljórn Aðalsteins. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sér hann einnig um leikmynd og búninga. Um er að ræða gamanleik, allt að því farsa sem þó hefur sinn undir- tón. Tólf leikarar koma fram I sýn- ingunni, en fleiri veita aðstoð vegna uppsetningar verksins. Æft verður og sýnt í félagsheimilinu Melum í Hörgárdal, en frumsýning er áætl- uð um miðjan marsmánuð næst- komandi. Leikritið gerist á elliheimili fyrir Ieikara, en þar kemur eitt og annað spaugilegt upp. „Ég var búinn að skrifa þetta leikrit og sagði stjómendum Leik- félags Hörgdæla frá því þegar ég var beðinn um að leikstýra hjá fé- Iaginu. Þeir fengu send nokkur handrit til yfirlestrar frá Bandalagi íslenskra leikfélaga svo sem títt er og lásu einhvem slatta, en leist svo þegar upp var staðið best á mitt verk,“ sagði Aðalsteinn um tildrög þess að Hörgdælir setja nú upp þetta nýja íslenska gamanleikrit. Gleyma aldrei gömlu rullunum „Ég vissi ekki fyrr en ég var búinn að skrifa leikritið að það er til svona elliheimili fyrir leikara. Ámi Tryggvason sagði mér af einu slíku sem hann hafði heimsótt í Kaupmannahöfn en þar kenndi ým- issa grasa líkt og er í mi'nu leikriti.“ Aðalsteinn sagði að á sínu ímynd- aða elliheimili leikara væru menn misjafnlega á sig komnir, sumir komnir meira út úr heiminum en aðrir líkt og gengur, en þótt minni margra þeirra væri gloppótt þegar kæmi að ýmsu sem hent hefur í daglega lífinu hefðu menn stálm- inni þegar að gömlu rullunum þeirra kæmi. Þannig fljóta ýmis gullkom úr leikbókmenntunum með íleikritinu. „Það stendur til þarna á elli- heimilinu að setja upp leikrit og fenginn er ungur leikstjóri til að leikstýra en það gengur nú á ýmsu,“ sagði Aðalsteinn. „Af- brýðisemin og öfundin blómstrar." Aðalsteinn kvaðst hafa sem farar- sljóri á ámm áður punktað hjá sér frásagnir af atvikum og fleygar setningar, en m.a. var hann farar- sljóri í þremur ferðum eldri borg- ara til útlanda. „Þar gerðist inargt spaugilegt sem ég var svo heppinn að skrifa niður. Sumt af því nota ég stílfært í þessu leikriti." Leikfélag Hörgdæla hefur starf- að undir þessu nafni frá árinu 1997, en áður var leikið undir nafni Ung- mennafélags Skriðuhrepps. Ung- mennafélagið og nú Leikfélag Hörgdæla hafa sett upp stærri leiksýningar að jafnaði annað hvert ár frá árinu 1967, en hitt árið er minna umleikis, þá er sett upp söngdagskrá eða brugðið upp létt- um sögum úr sveitinni á skemmti- dagskrá. Það eru því 33 ár frá því regluleg Ieikstarfsemi hófst á Melum og það eru einnig jafnmörg ár frá því leik- stjórinn og höfundurinn, Aðal- steinn Bergdal, hóf sinn leikferil. vantar í eftírtalin hverfi: Eyrina norðurhiuta Borgarsíðu og Móasíðu Gerðahverfi Keilusíðu og Kjalarsíðu Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Góður göngutúr sem borgar sig Morgunblaðið ► Kaupvangsstræti 1, Akureyri sími 461 1600 Morgunblaðiö leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavik þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðíð kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. ' !•' w ; Morgunblaðið/Kristján Oktavía Jóhannesdóttir, formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar, lengst til hægri á myndinni, afhendir Ottó Sverrissyni, formanni Félags einstæðra foreldra á Akureyri, styrkinn, en til hliðar við þau eru Inga Lóa Birgis- dóttir, formaður Hetjanna, Félags langveikra bama, og þá þær Unnur Huld Sævarsdóttir og Ingunn Þórólfs- dóttir frá Sjálfshjálparhópi foreldra en með þeim í stjóm félagsins er einnig Kolbrún Ævarsdóttir. Þrjú félög fá styrk FÉLAGSMÁLARÁÐ Akureyrar- bæjar hefur veitt þremur félögum styrk og er hann veittur vegna framkvöðlastarfsemi. Félögin sem um ræðir era Félag einstæðra for- eldra á Akureyri, Hetjur, Félag foreldra langveikra barna og Sjálfs- hjálparhópur foreldra á Akureyri og nágrenni. Öll hlutu félögin 50 þúsund krónur í styrk. Oktavía Jóhannesdóttir, formað- ur félagsmálaráðs, sagði við af- hendingu styrkjanna að öll störfuðu félögin á sviði sem snerti starfsemi félagsmálaráðs. Félögin ættu það öll sameiginlegt að vera ný, en þau voru stofnuð á síðasta ári. Oktavía sagði starfsemi félaganna þriggja miða að því að styðja við bakið á foreldrum í uppeldishlutverki þeiiTa og stuðla þannig að bættum hag fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þau ynnu einnig að því að efla rétt- indi barna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.