Morgunblaðið - 19.01.2000, Page 24

Morgunblaðið - 19.01.2000, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 ERLENT MORGUNBL.flDIÐ Ný tilræði á Sri Lanka ÖFLUG pakkasprengja var gerð óvirk í Colombo, höfuð- borg Sri Lanka, í gær. Daginn áður hafði bréfsprengja, sem ætluð var forseta landsins, Chandrika Kumaratunga, verið gerð óvirk. Embættismaður sem átti leið hjá heimilum hátt- settra lögreglumanna í gær, tók eftir grunsamlegum götusópara með plastpoka og gerði lögreglu viðvart. Menn óttast nú að skæruliðar tamíla hyggi á nýja herferð en 52 fórust í sjálfsvígs- árásum þeirra í liðnum mánuði. Skæruliðar vilja sakar- uppgjöf UM 4.200 liðsmenn vopnaðra öfgasamtaka múslima í Alsír hafa notfært sér tækifæri til að gefast upp og fara fram á sakar- uppgjöf. I hópnum eru um 2.400 félagar Islamska frelsunarhers- ins, AIS. Skæniliðamir fengu frest frá því sl. sumar fram til 13. janúar og þeir sem ekki hafa tekið þátt í morðum, nauðgun- um eða sprengjutilræðum, geta fengið algera sakaruppgjöf. Blóðbirgðir mengaðar lifrarbólgu ÞÚSUNDIR Norðmanna geta ekki gefið blóð næstu sex mán- uði vegna þess að birgðir fund- ust sem mengast höfðu lifrar- bólgu C og hafði blóð úr áðumefndu fólki blandast birgðunum. Erfitt er að greina hverjir úr hópnum era sýktir en þeir hafa allir fengið blóð úr áð- umefndum birgðum. Blóð- birgðirnar sem nú verður að fleygja era andvirði rúmlega 70 milljóna íslenskra króna. Hlutu lífstíð- arfangelsi TVEIR Svíar, sem talið er að hafi tengst samtökum nýna- sista, vora í gær dæmdir í líf- stíðarfangelsi í Stokkhólmi fyrir að myrða tvo lögreglumenn í maí sl. Morðin vora framin í kjölfar þess að sakbomingamir tveir frömdu bankarán. Héraðs- dómstóll í Linköping úrskurð- aði að morðin hefðu ekki verið af pólitískum toga en nasista- tengsl þeirra hefðu samt haft áhrif á gerðir þeirra. Mennirnir tveir, Tony Olsson og Andreas Axelsson, hafa þrjár vikur til að áírýja niðurstöðunni. Kommún- istaleiðtogar í fangelsi EINN af æðstu mönnum kommúnistastjómarinnar í gamla Austur-Þýskalandi, Gúnther Kleiber, hóf í gær að afplána þriggja ára fangelsis- dóm í Berlín. Kleiber er 69 ára gamall og var talinn bera ábyrgð á því að Austur-Þjóð- veijar sem vora á flótta yfir múrinn til vesturs vora skotnir. Fyrir era í fangelsinu þeir Gúnther Schabowski, sem einn- ig var meðal æðstu manna og Egon Krenz, síðasti leiðtogi kommúnistastjómarinnar. Morðið á Arkan, einum illræmdasta strfðsmanni Serbíu Vitorðsmaður morð- ingja sagður fundinn Belgrad. AFP, AP. VITORÐSMAÐUR morðingja Arkans liggur al- varlega særður á sjúkrahúsi í Belgrad eftir skot- árásina á laugardag að sögn serbnesku blaðanna Politika og Vecernje Novosti. Júgóslavneska lög- reglan eða starfsfólk sjúkrahússins hefur hins vegar ekki fengist til að staðfesta þessar fréttir. Reynist þær sannar kann það að vera fyrsta vísbendingin um það hver, eða hverjir, stóðu á bak við morðið á Arkan á hóteli í Belgrad á laug- ardag. Að sögn ríkisrekna dagblaðsins Politika bíður lögreglan þess að maðurinn fái meðvitund þannig að hægt verði að yfirheyra hann um morðið. Morðingi Arkans er hins vegar enn sagður ganga laus. Politika, sem sagt er hliðhollt Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, segir handtöku vitorðs- mannsins hrekja fullyrðingar stjórnarandstöð- unnar og annarra þeirra sem segja morðingja Skotárás á fínnsk- um bar TVEIR menn biðu bana og nokkr- ir særðust í skotárás á bar í bæn- um Lahti í suðurhluta Finnlands í gær. Þrír menn, vopnaðir skamm- byssum, réðust inn á barinn og hófu skothríð, að sögn lögreglunn- ar. Tveir þeirra voru handteknir. Grunur leikur á að skotárásin tengist máli félaga i bifhjólagengi sem voru sóttir til saka í Lahti í vikunni sem leið fyrir aðra skot- árás. Lögreglumenn setja hér plast á glugga barsins. Mál Pinochets Akvörðunar að vænta í næstu viku London. AP, Reuters. AMNESTY International og nokk- ur önnur mannréttindasamtök lögðu í gær fram formleg mótmæli gegn því að Augusto Pinochet, fyrr- um einræðisherra Chile, yrði send- ur heim. Heimkoma hans er þó undirbúin í Chile og er herflugvélar frá Chile að vænta til Bretlands í dag, en vélin hefur fengið leyfi breskra yfirvalda til að bíða eftir að geta flutt einræð- isherrann fyrrverandi heim á nýjan leik. Yfirmenn flughersins í Chile sögðu þó í gær að þeir biðu enn eftir því að stjórn Chile samþykkti flugið til Bretlands. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, hefur hins vegar gefið til kynna að niðurstaða liggi ekki fyrir strax og Geoffrey Bindman, einn lögfræðinga Amnesty, segist hafa góðar heimildir fyrir því að ákvörð- unar verði ekki að vænta fyrr en í næstu viku. í mótmælum sínum draga Amne- sty skýrslu læknanna varðandi heilsufar Pinochets í efa. „Pinochet á rétt á að vekja máls á heilsu sinni,“ sagði Pierre Sane, ritari Amnesty, „en fórnarlömb hans og fulltrúar þeirra eiga líka rétt á að skoða læknaskýrslurnar ef þeir vilja.“ Belgía og Frakkland era í hópi þeirra landa sem mótmæla því að Pinochet verði látinn laus, en Straw hefur einnig borist beiðni um nýja læknisskoðun frá spænsku lögfræð- ingunum.sem fóru upphaílega fram á framsal Pinochets. Týnda efnið á Watergate- spólunum endurheimt? AP. Rose Mary Woods, einkaritari Nixons, er hér að sýna hvernig það gat hugsanlega gerst, að 18,5 mínútur voru þurrkaðar út af band- inu. Myndin er tekin 1973. Washington. Daily Telegraph. STARFSMENN bandaríska Þjúð- skjalasafnsins ætla að reyna að endurheimta efni á Watergate- upptökunum, þær 18,5 mínútur, sem Richard heitinn Nixon og samstarfsmenn hans létu þurrka út. Til þessa hefur verið talið að þær væru að eilífu glataðar. Fram kemur á minnisblaði, sem John Carlin, bandaríski þjúð- skjalavörðurinn, hefur skrifað og lekið hefur verið til fjölmiðla, að með nýrri tækni sé hugsanlega unnt að greina það sem þurrkað var út. Var þar um að ræða við- ræður Nixons og H.R. Haldemans, starfsmannastjúra hans, þremur dögum eftir að brotist var inn í Watergate-bygginguna, höfuð- stöðvar Demúkrataflokksins, í Washington. Klúðurslegt og ástæðulaust innbrot Watergate-málið og örlög Nix- ons eru meðal eftirminnilegustu stjúrnmálaviðburða 20. aldarinnar og ekki síst vegna þess hvað þeir voru tilefnislausir. Fáir Banda- ríkjaforsetar hafa haft jafn mik- inn þingstyrk að baki sér og Nix- on á þessum tima og við honum blasti nýr og glæsilegur kosninga- sigur. Þrátt fyrir það fyrirskipaði hann eða samþykkti klúðurslegt innbrot í Watergate-bygginguna í júní 1972. Tveimur árum síðar varð hann eini Bandaríkjaforset- inn sem neyðst hefur til að segja af sér. Það var Nixon sjálfur sem ákvað að sjálfvirkum upptöku- tælyum skyldi komið fyrir á laun í forsetaskrifstofunni og það sem fyrir honum vakti var að varð- veita samtöl, sem þar fúru fram, sagnfræðingum og síðari tíma mönnum til frúðleiks. Hann átti eftir að iðrast þess. Afdrifarík ummæli Á upptökunum, sem gerðar voru opinberar sl. haust, heyrist Nixon segja við Haldeman 9. apríl 1973, að komin sé timi til að eyða upptökunum. Var það daginn eftir að John Dean, einn ráðgjafa Hvíta hússins, sem tekið hafði þátt í að hylma yfír Watergate-málið, túk upp samvinnu við saksúknarana sem höfðu það til rannsúknar. Á þessum tíma vissu þingmenn ekkert um upptökurnar og það var Iíklega Alexander Butterfield, lágtscttur ráðgjafi forsetans, sem varð til þess að innsigla örlög Nixons. Var hann kallaður fyrir þingnefnd og án þess að hann væri um það spurður nefndi hann upptökurnar. Hefði hann ekki gert það er eins líklegt að Nixon hefði sloppið með skrekkinn. Ai'kans aldrei munu nást því hann hafi verið drepinn svo hann vitnaði ekki gegn Milosevie fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. En Zeljko Raznatovic, eða Arkan, einn ill- ræmdasti stríðsmaður Serbíu, var sjálfur eftir- lýstur af dómstólnum fyrir voðaverk framin á dögum borgarastríðanna í Króatíu og Bosníu. Sagður hafa snúist gegn Milosevic Lögreglan í Júgóslavíu hefur enn ekkert látið hafa eftir sér vegna málsins og hafa dagblöð í Belgrad verið full af tilgátum um orsakir árás- arinnar. Hið óháða Vecernje Novosti segir Ark- an hafa þekkt morðingja sinn því þeir hafi tekist í hendur áður en hann var skotinn og Politika segir öryggismyndavélar hótelsins ekki hafa myndað atburðinn. Eins hafa verið leiddar líkur að því að Arkan, einn ríkasti maður Serbíu, hafi verið myrtur af keppinautum sínum úr undirheimum landsins. Víða eru þó uppi vangaveltur um að einhverjir úr röðum Milosevics hafi staðið fyrir morði Ark- ans til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við stríðsglæparannsókn. Frekari vísbendingar þess efnis að Arkan hafi snúist gegn Milosevic hlaðast síðan upp að sögn breska dagblaðsins Daily Telegraph. Arkan er sagður hafa hafið samningaumleitanir við and- stæðinga Milosevics og eins á hann að hafa vakið máls á því að flytja til Svartfjallalands því hann óttaðist um líf sitt. Þá staðfesti Paul Risley, talsmaður stríðs- glæpadómstólsins, að tveir lögfræðingar sem báðir sögðust vera fulltrúar Arkans hafi haft samband við réttinn hvor í sínu lagi og sagt Ark- an hafa áhuga á að semja við dómstólinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.