Morgunblaðið - 19.01.2000, Side 25

Morgunblaðið - 19.01.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 25 ERLENT Einvíg'i milli þéttbýlis og landsbyggðar Forsetaslagurinn milli Esko Ahos, fyrr- verandi forsætisráðherra, og Törju Halon- en utanríkisráðherra getur orðið að tákn- ______rænni „borgarastyrjöld“ milli_____ landsbyggðar og þéttbýlis, skrifar Lars Lundsten, fréttaritari Morgunblaðsins í Finnlandi. Halonen þarf að ná miklu fylgi meðal hægri kjósenda í Suður-Finnlandi en Aho reynir að höfða til þeirra, sem vilja koma í veg fyrir, að þriðji jafnaðarmaður- inn verði kjörinn forseti. AP Tarja Halonen, frambjóðandi jafnaðarmanna í forsetakosningunum í Finnlandi, horfir á Esko Aho, leiðtoga Miðflokksins, þegar úrslit fyrri umferðar kosninganna á sunnudag voru tilkynnt. Önnur umferð forsetakosninganna í Finnlandi verður líklega nokkurs konar einvígi þéttbýlis og lands- byggðar eða fúlltrúa þeirra, Törju Halonens, forsetaefnis jafnaðar- manna, og Esko Ahos, forsetaefnis Miðflokksins. Miðflokkur Ahos hefur barist fyr- ir hagsmunum sveitanna og dreif- býlisins allt frá byrjun síðustu aldar og lengi gat Bændabandalagið, eins og flokkurinn hét áður, reiknað með lykilhlutverki í stjórnmálunum. Vai' þetta einkum áberandi í forsetatíð Urhos Kekkonens á árunum 1956 til 1981. Síðustu tveir forsetar hafa verið úr flokki jafnaðarmanna, þ.e. þeir Mauno Koivisto (1982-1994) og Martti Ahtisaari (1994-2000). Þótti það tíðindum sæta en nú virðist Tai'ja Halonen geta orðið þriðji for- setinn úr þeim flokki. Það er ekki aðeins flokkspólitík sem sker úr um fylgi þeirra Ahos og Halonens. Sumir telja að kosninga- baráttan geti orðið táknræn „borgarastyrjöld“ milli suðurs og norðurs en það vekur upp slæmar minningar meðal margra Finna því að fyrri hluta ársins 1918 geisaði blóðug borgarastyrjöld einmitt á sömu víglínunni. Frambjóðendumir tveir skýrðu frá því strax á sunnu- dagskvöldið að kosningabaráttan yrði málefnaleg eins og hún hefur verið hingað til en segja má, að fátt eða ekkert hafi skyggt á samskipti og kappræður frambjóðenda frám að þessu. Esko Aho hefur lagt áherslu á mikilvægi fjölskyldunnai' og krist- innar trúar og fylgi hans er mikið og langmest í norðurhluta landsins enda á fjölskyldan heima í Hels- ingjabotni. Heimilið, trúin og ættjörðin eru kjörorð Ahos en svo vill til að þessi orð voru áður notuð til að auðkenna stefnu hægrimanna. Hann mun líka keppa að því að ná til hægrisinnaðs fólks í Suður-Finnlandi en fylgi hans í Helsinki var ekki nema rúmlega 17 prósent í fyrri umferðinni. Halonen - mannréttindamál og réttlæti Tarja Halonen reynir að höfða til þeirra, einkum kvennanna, sem kusu Heidi Hautala (Græningjar), Riitu Uosukainen (Hægrifl.) og El- isabeth Rehn (Sænska þjóðarfl.) í fyrri umferðinni, og hún leggur áherslu á að stefna sín í mannrétt- indamálum og utanríkismálum sé mjög lík þeirri sem Rehn og Hautala fylgdu. Uosukainen hefur hins vegar sagt ýmislegt um flóttamenn sem Halon- en mun seint skrifa upp á. Það er því ekki ólíklegt, að þeir sem kusu Uos- ukainen muni fremur kjósa Aho. Næstu vikur verður Halonen lík- lega að reyna að höfða enn betur en áður til kvenna í þéttbýlinu og einn- ig að auka fylgi sitt á landsbyggð- inni. Aho verður hins vegar að safna saman öllum þeim lgósendum, sem vilja koma í veg fyrir, að þriðji jafn- aðarmaðurinn verði kosinn forseti. Ekki er víst að það dugi til því að hægrimenn, sem eru í stjóm með jafnaðarmönnum, hafa oft verið heldur tregir tO samstarfs við mið- flokksmenn. Skítkast að gömlum sið? A kosningavöku ríkisfjölmiðlanna vom þau Aho og Halonen fljót að lýsa því yfir að ekki yrði verið með neitt skítkast þær þrjár vikm-, sem eftir lifa fram að síðari umferðinni. Það var þó algengt hér áður fyrr, ekki síst í kosningunum 1956 þegar síðast vai' kosið milli jafnaðarmanns og miðflokksmanns. Þá sigraði Urho Kekkonen með einu atkvæði á kjörfundi. I þá daga vora ekki bein- ar kosningar heldur kusu 300 þjóð- kjömir menn forseta í þremur um- ferðum. Fréttaskýrendur telja þó, að síð- ari umferðin verði ekki jafn prúð- mannleg og sú fyrri, og einkum ef skoðanakannanir sýni að mjótt verði á mununum. Miðflokkurinn og Jafn- aðarmannaflokkurinn ráða yfir virk- ustu flokksvélunum og því er búist við mjög harðri rimmu næstu þrjár vikurnar. F(u$fre (si 1 Á ÍSLANDI! Salan er hafin! Flugfrelsi er bylting 10 áfangastaðir í Evrópu Engin lágmarksdvöl Engin hámarksdvöl Engar kvaðir um hvaðan þú flýgur heim Ótrúlegt verð Þú getur bókað þig í Flugfrelsi og fengið frekari upplýsingar hjá Netferðum á www.visir.is, í síma 569 1010 eða hjá þjónustufulltrúum okkar. Næstu fjórar vikurnar fá nokkrir heppnir ferðalangar sem bóka sig á Netinu miðann sinn endurgreiddan! Verð frá: 7.400 kr. til eða frá íslandi I - auk flugvallarskatts sem er breytilegur eftir brottfararstað vísir.is net^pferðir Samvinnuferðir Landsýn Á veröi fyrir þig!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.