Morgunblaðið - 19.01.2000, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fjármálahneyksli CDU í Þýskalandi vindur æ meir upp á sig
Flokksdeildin í Hessen fór
skipulega á svig við lög
Héraðsleiðtogar CDU í
Hessen hafa upplýst að
flokksdeildin hafí um
árabil notast við leyni-
lega bankareikninga í
Sviss og Liechtenstein
og brotið þannig lög um
fjármögnun stjórnmála-
flokka. Að sögn Davíðs
Kristinssonar, fréttarit-
ara í Berlín, er þetta
nýjasti angi eins mesta
fjármálahneykslis í sögu
þýskra stjórnmála.
Eitt mesta fjármálahneyksli í sögu
þýskra stjómmála tók á sig nýja
mynd í kjölfar óvæntrar uppljóstr-
unar í Hessen síðastliðinn fóstudag.
Á blaðamannafundi viðurkenndu
kristilegir demókratar (CDU) í sam-
bandslandinu Hessen að flokkurinn
hefði notast við leynilega reikninga
erlendis, sótt þangað tugmilljónir
marka um árabil og sniðgengið
þannig lög um fjármögnun stjóm-
málaflokka. Þetta tilkynntu fyrrver-
andi formaður CDU í Hessen, Man-
fred Kanther, og núverandi
formaður flokksins og forsætisráð-
herra í Hessen, Roland Koch.
Kanther greindi frá því að lands-
samband CDU í Hessen hefði í upp-
hafí 9. áratugarins, þegar hann var
framkvæmdastjóri kristilegra
demókrata þar, komið sjö til átta
milljónum marka fyrir á banka-
reikningum í Liechtenstein og Sviss.
Upphæð þessi hafí ávaxtast ört og
orðið á nokkrum árum að rúmum 30
milljónum marka. Markmiðið hafi
verið að nota varasjóð þennan í
kosningabaráttu í kjölfar þess að lög
um fjármögnun stjómmálaflokka
vora hert árið 1984 vegna „Flick-
málsins" svonefnda. Lagabreyting-
ar þessar, sem kváðu á um opnara
bókhald stjómmálaflokka, gerðu
það að verkum að flokkurinn átti
erfitt með að nálgast upphæðimar á
erlendu reikningunum án þess að
gera þessum færslum skil í skýrslu
sinni til sambandsþingsins. Fyrir
nokkram vikum kom þó í ljós að á
áranum 1989 til 1996 hefðu tæplega
þrettán milljónir marka rannið aftur
inn á reikning flokksins í Frankfurt.
I kjölfar þessarar afhjúpunar reyndi
fyrrverandi gjaldkeri CDU í Hes-
sen, Casimir prins af Sayn-Wittgen-
stein, að róa almenning með þeirri
skýringu að hér væri um að ræða
Þingmenn og blaðamenn í Berlin fylgjast með sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi Wolfgangs Scháuble,
formanns Kristilegra demókrata (CDU), um fjárrnálahneyksli flokksins í gær.
Manfred Roland
Kanther Koch
erfðafé frá óþekktum styrktaraði-
lum og að allt hefði farið fram með
löglegum hætti. Hann gat þó hvorki
nefnt styrktaraðilana á nafn né gefið
nánari upplýsingar um það hvernig
staðið hefði verið að þessum fram-
lögum. Eftir þrýsting frá fjölmiðlum
sagðist Wittgenstein telja að hér
hefði verið um að ræða erfðafé frá
ríkum gyðingum sem ættaðir væra
frá Frankfurt en flust hefðu vestur
umhaf.
Á föstudaginn kom síðan í ljós að
saga gjaldkerans fyrrverandi var
smekklausasta lygin í fjármála-
hneykslinu fram til þessa. Kanther
leysti frá skjóðunni: Wittgenstein
vissi betur en nokkur annar að
stærsti hluti þeirra 14,5 milljóna
sem flokkurinn tók út af reikningun-
um erlendis á fyrrnefndu tímabili
vora ekki erfðafé, líkt og skráð hafði
verið, heldur peningarnir sem upp-
haflega komu frá landssambandi
CDU í Hessen.
Koch sagði að það léki enginn vafi
á því að almenningur hefði verið
blekktur með sögum um erfðafé.
Goðsögnin um hina ónafngreindu
styrktaraðila átti að hylja flutning
fjármagsins aftur inn í Þýskaland,
hún átti með öðram orðum að leiða
athyglina frá „peningaþvætti" sem
landssamband CDU í Hessen stund-
aði um árabil. Uppljóstran föstu-
dagsins var endanleg staðfesting á
því að kristilegir demókratar hafa
sniðgengið lög um fjármögnun
stjómmálaflokka með skipulögðum
hætti. Enn era um sautján milljónir
marka á fyrrnefndum reikningum
flokksins. Landssamband CDU í
Hessen gæti nú þurft að endur-
greiða allt að 39 milljónir marka
sem samsvarar þrefaldri upphæð
þess fjármagns sem ekki var gefið
upp í skýrslu flokksins.
Talsmaður
laga og reglu
Sem fyrr reynir eldri kynslóð
kristilegra demókrata að telja al-
menningi trú um að yngri kynslóðin
hafi ekki haft neina vitneskju um
hina leynilegu reikninga. Þannig
sagði Kanther á blaðamannafundin-
um að Roland Koch, eftirmaður sinn
í stöðu héraðsleiðtoga CDU í Hess-
en, hefði ekki fengið upplýsingar um
hina leynilegu reikninga þegar hann
tók við stöðunni fyrir tveimur áram.
Kanther sagði það ekki tíðkast að
upplýsa nýkjöma formenn um slík
mál. Sjálfur sagðist Koch ekki hafa
frétt af tilvist þessara reikninga fyrr
en á miðvikudaginn var. Kanther
hefur fram til þessa verið ótrauður
talsmaður laga og reglu. Hann var á
vissan hátt fyrirmynd CDU í slíkum
málefnum enda leggur flokkurinn
mikla áherslu á lög og reglu. í emb-
ætti innanríkisráðherra Þýskalands
barðist Kanther af miklu harðfylgi
gegn glæpastarfsemi í landinu. Nú
þegar í ljós hefur komið að Kanther
vissi af þessum leynireikningum í
rúma tvo áratugi gæti orðið erfitt
fyrir flokkinn að endurheimta ím-
ynd flokks sem berst fyrir lögum og
reglu. Ákvað Kanther að segja af
sér þingmennsku á mánudag vegna
málsins.
Kröfur um að kosningarnar
verði endurteknar
Nú þegar ljóst er orðið að CDU í
Hessen hafi fjármagnað starfsemi
sína með ólöglegum hætti hefur
komið fram hörð gagnrýni frá
stjómarandstöðunni, jafnaðarmönn-
um (SPD) og græningjum. Á laugai--
daginn krafðist Hans Eichel, for-
maður landssambands SPD í
Hessen og fjármálaráðherra Þýska-
lands, þess að kosningamar í Hess-
en yrðu endurteknar á þeim for-
sendum að hann hafi tapað gegn
CDU í febrúar 1999 í kjölfar þess að
Koch hafi fjármagnað kosningabar-
áttu sína með ólöglegum hætti.
Spumingin er með öðram orðum
sú hvort Koch hafi „keypt“ kosn-
ingasigur sinn. Til stóð að möguleg
vantraustsyfirlýsing á Koch yrði
rædd innan SPD í byrjun vikunnar.
Koch segir flokk sinn hafa fjár-
magnað kosningabaráttuna með lög-
legum hætti og að hún hafi verið
fjármálahneykslinu ótengd. Ef kosið
yrði á ný má telja næsta víst að
Koch tapaði kosningunum. Því er
líklegra að CDU grípi til þess ráðs
að skipta út mönnum í Hessen.
Næstu vikur munu leiða í Ijós hvort
það eigi við rök að styðjast að Koch
sé ekki viðriðinn fjármálahneykslið.
Komi annað í ljós verður erfitt fyrir
Koch að halda stöðu sinni sem for-
sætisráðherra og héraðsleiðtogi
flokksins.
Mikilvægi rannsókna
fjölmiðla
I kvöldfréttum ríkissjónvarpsins
á föstudaginn fór ekki á milli mála
að formaður CDU, Wolfgang
Schauble, var sleginn yfir þessari
nýjustu uppljóstran. Hann sagði
þetta þó til marks um að flokkurinn
gerði allt til að upplýsa málið þó svo
að slíkt væri sársaukafullt og ýtti
undir enn fleiri gransemdir. Al-
menningur er þó farinn að efast um
að kristilegir demókratar vinni
hörðum höndum að upplýsingu
málsins og þá sérstaklega eftir að
upp komst um hina markvissu
blekkingu í Hessen.
Ef einhver vinnur að raunveru-
legri upplýsingu málsins era það
einna helst þýskir fjölmiðlar sem
þvinga kristilega demókrata til að
uppljóstra því sem þeir hefðu helst
viljað halda leyndu. Frammámenn
flokksins kannast einungis við það
sem orðið er óhjákvæmilegt að við-
urkenna. Þannig sagði Scháuble
skyndilega frá þeim 100.000 mörk-
um í reiðufé sem hann fékk frá
vopnasalanum Karlheinz Schreiber
árið 1994 eftir að fjölmiðlar skýrðu
Frönskunámskeið
Ný tungumálanámskeiö
- !íka fyrir byrjendur
Upplýsingar í
síma 552 3870
www.ismennt.is vefit af
frá því að „milljón marka skjala-
taskan" hefði ekki verið eina fjár-
framlagið til flokksins frá vopnasal-
anum.
Með sama hætti þagði Kanther
vikum saman og sagði síðan skyndi-
lega frá málavöxtum þegar í ljós
kom að tímaritið Der Spiegel var ná-
lægt því að afhjúpa sannleikann.
Fyrrnefnt tímarit hefur einnig hald-
ið því fram að peningar þeir sem era
á reikningum CDU í Liechtenstein
séu upphaflega peningar úr „Flick-
málinu“ svokallaða sem upp kom
1983 og snerist einnig um peninga-
þvætti á fjárframlögum. I því máli
gegndi iðnjöfurinn Friedrich Karl
Flick sambærilegu hlutverki og
vopnasalinn Karlheinz Schreiber
gegnir í nýjasta fjármálahneykslinu.
Sé það rétt er núverandi mál óbeint
framhald Flick-málsins. Aðspurður
sagðist Koch ekki geta útilokað
þessi tengsl. Sérskipuð rannsóknar-
nefnd sambandsþingsins, sem tekur
til starfa á fimmtudaginn, hefur
kallað til sín 26 vitni, þ.á m. Helmut
Kohl, Scháuble og frambjóðendur
CDU í komandi kosningum í
Schleswig-Holstein og Nordrhein-
Westfalen, Volker Ruhe og Jurgen
Rúttgers, svo og vopnasalann Karl-
heinz Schreiber, sem búsettur er í
Kanada.
Nefnd þremenninganna
Á föstudaginn var tilkynnti
Scháuble um myndun nefndar sem
skipuð yrði af „háttsettum og óháð-
um einstaklingum" og ætlað væri að
veita flokknum ráð við því hvemig
taka bæri á afleiðingum fjármála-
hneykslisins og hvernig auka mætti
gagnsæi í bókhaldi flokksins.
Scháuble sagðist hafa beðið fyrrver-
andi forseta Þýskalands, Roman
Herzog, fyrrverandi bankastjóra
þýska seðlabankans Bundesbank,
Hans Tietmeyer, og Paul Kirchhof,
fyrrverandi dómara við stjórnlaga-
dómstólinn, að starfa í nefndinni
sem skila á áliti sínu á landsþingi
CDU í apríl.
Með myndun þessarai- nefndar er
ætlunin að reyna að endurvinna
traust kjósenda. Ólíklegt verður þó
að teljast að nefnd þessi leysi vanda
CDU. Markmiðið með því að kalla til
sín þessa þrjá óumdeildu einstakl-
inga er líklegast að vinna tíma fram
að flokksþinginu í aprfl og virðist
þetta jafnframt vera örvæntingar-
full tilraun Scháubles til að halda ut-
an um CDU. Óvíst er hvort
Scháuble verður endurkjörinn for-
maður á komandi flokksþingi og
ljóst er að naumur sigur myndi gera
stöðu hans enn erfiðari.
Sex vikur
í kosningar
Á laugardaginn var hóf CDU
kosningabaráttu sína í Schleswig-
Holstein fyrir kosningarnar sem
haldnar verða 27. febrúar. í kjölfar
atburða föstudagsins féll athöfnin
óhjákvæmilega í skuggann af fjár-
málahneykslinu. Volker Rúhe, efsti
maður á lista CDU í Schleswig-Hol-
stein, hefði vafalaust kosið að hefja
kosningabaráttu sína við aðrar
kringumstæður. Viðstödd voru
Scháuble og Angela Merkel, fram-
kvæmdastjóri flokksins. Óvíst er
hvort viðurvist Scháubles hafi verið
stuðningur fyrir Rtihe eftir að í ljós
kom að flokksformaðurinn er viðrið-
inn fjármálahneykslið.
Fyrir nokkram mánuðum þótti
næsta víst að CDU myndi bera sigur
úr býtum í komandi kosningum í
Schleswig-Holstein. Sex vikum fyrir
kosningar virðist nú útilokað að
kristilegir demókratar sigri og allir
aðrir flokkar era líklegir til að hagn-
ast á fjármálahneyksli CDU. Það er
þó áhyggjuefni að hægri öfgaflokkar
gætu einnig aukið fylgi sitt en CDU
hefur yfirleitt haldið slíkum flokkum
í skefjum með þjóðlegri stefnu sinni.
Jafnframt má búast við því að kosn-
ingaþátttakan verði minni en áður.
I kjölfar atburða föstudagsins
takmarkast áhyggjur kristilegra de-
mókrata ekki lengur við heiður
Kohls eða framtíð Scháubles. Fram-
tíð flokksins virðist standa á ótrygg-
um granni.
Ef það sem þegar hefur komið í
ljós er aðeins toppurinn á ísjakanum
gæti það stofnað stöðugleika þýskra
stjórnmála í hættu.