Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR 1P 1|SÍ '.®V m 1 V>TO iNls 1! Hj s LÚý WfM Trevor Stubley: Blaðasalinn Bernadette William selur Huddersfield Daily Examiner hvernig sem viðrar í sölubás sínum á móti ráðhúsinu. Hluti af málverki Jeff Sultiens af áhöfn björgunarbátsins í Fowey í Comwall. Þessir kappar em ávallt viðbúnir: Hvenær, sem kallið kemur, stefna þeir bát sínum til hafs að bjarga öðrum. Andlit ár- þúsundsins ✓ A tímum áður rötuðu andlit almúgafólks 7 ekki svo auðveldlega á léreftið. A portrett- um gaf helzt að líta fyrirfólk, en síður leir- kerasmið, fatafellu eða bónda svo dæmi séu tekin af sýningunni Andlit fólksins sem nú er í Mall Galleries í London. Freysteinn Jóhannsson fór og barði þetta fólk augum. ÞAD er Konunglegt félag portrettmála, sem stendur að sýningunni, en málar- amir fengu frjálsar hendur um val viðfangsefnanna. Tilgangur- inn var að sýna þá fjölbreytni, sem þróazt hefur í andlitsdráttum óbreyttra Englendinga á tuttugustu öld. Afraksturinn er 46 málverk, sem fæst eiga sinn líka, alla vega hvað myndefnið varðar. Meðal listamanna, sem þarna eiga myndir, er Robbie Wraith, sem sagð- ur er vera í miklu dálæti hjá kon- ungsfjölskyldunni. Hann kaus samt að leita langt út fyrir höllina eftir sín- um andlitum og endaði með að mála fatafellu og þjóf. Hvorug fyrirsætan var viðstödd, þegar sýningin var opn- uð, fatafellan bar við feimni, en þjóf- inn sá Wraight aldrei aftur eftir tvær tveggja tíma vinnutarnir. Viðkynn- ingin var þó ekki slæm eftir því sem Wraith segir í sýningarskránni, en þjófurinn er nafnlaus á sýningunni, eins og reyndar kolakarlinn, sem Tom Coates málaði, þegar hann átti leið hjá. Jane Bond leitaði ekki langt yfir skammt að sínum andlitum. Hún málaði Fran Maranzi sendingar- stjóra, sem vinnur á mótorhjólastöð næst vinnustofu hennar, og David Goldberg, rabbía sem hún hitti f sam- kvæmi. June Mendoza hefur málað mynd af drottningunni, en framlag hennar á þessari sýningu er Chris McCann, sérfræðingur í vinnupöllum, og söng- konan Madeline Bell. Mendoza seg- ist hafa kynnzt McCann í gegnum glugga á Konunglega verkfræðiskól- anum. Hún var þar að mála portrett af skólanefndinni, þegar brosandi andlit McCann blasti ailt í einu við henni og hann gaf til kynna að honum líkaði málverkið. Gleðin í andliti hans snart málarann og hún skilar honum á léreftið sem kóngi í sínu ríki, á vinn- upallinum, langt fyrir ofan okkur hin, sem um götuna fara. Madeline Bell er jafnvíg á margar tegundir tónlist- ar, þótt blues og rokk standi ef til vill hjarta hennar næst. Á sínum tíma söng hún með hljómsveit sem Blue Mink hét og eitt laga þeirra, Melting Pot, var í fimmtán vikur á vinsælda- listanum og komst í þriðja sætið. Hvar sem hún fer, er Madeline Bell alltaf beðin um Melting Pot og henni finnst alltaf jafngaman að syngja þetta lag, þótt því fari fjarri að hún lifi á fornri frægð. Arthur Gathercole var flakkari, en leið hans lá oft í nágrenni við vinnu- stofu Howard Morgan í Battersea í suðurhluta London. Stundum ýtti hann innkaupakörfu með gömlum fatnaði á undan sér og stundum birt- ist hann í jólasveinabúningi blásandi í lúður. Morgan stöðvaði hann eitt sinn á götu og bað hann að leyfa sér að mála mynd af honum. Á endanum urðu þær nokkrar og kunningsskapur tókst með málaran- um og fyrirsætunni; nóg til þess að málarinn fékk að heimsækja flakka- rann í kytru hans, þar sem ekki varð þverfótað fyrir alls konar dóti, sem Gathercole hafði borið heim. Svo leið langur tími að ekkert fréttist af flakkaranum. Dag nokkurn var hringt í málarann frá sjúkrahúsi, þar sem Arthur var þá niðurkominn, en í vasa hans hafði fundizt miði með símanúmeri Howard. Arthur var langt leiddur og Howard flýtti sér til hans og tíu mínútum eftir að hann settist hjá sjúkrarúmi hans var Art- hur Gathercole allur. En vinalaus skildi hann ekki við þennan heim. Ekki langt frá flakkaranum trónir andlit John Caine. Hann er listunn- andi mikill og hefur reyndar hönd í bagga með árlegri sýningu, sem haldin er í Mall Galleries. Hann hóf starfsferil sinn sem sjónvarpsmaður, en átti sér alltaf þann draum að ger- ast rithöfundur. Honum tókst að láta þann draum rætast og skrifaði leikr- it, sem öfluðu honum viðurkenninga og verðlauna og fyrsta skáldsaga hans, sem kom út 1992, var verðlaun- uð. Skömmu seinna tók hann að sér verkefni fyrir byggingafyrirtæki, sem seinna þandist út í banka og þar var honum boðin framkvæmda- stjórastaða. Nú verður Caine minna June Mendoza: Vinnupallasérfræðingurinn Chris McCann birtist listakonunni gegnum glugga á Konunglega verk- fræðiskólanum þar sem hún var að mála portrett. i Daphne Todd: Trevor Taskett tæmir rot- þrær fólks í East Sussex. Hann hefur svo sem dottið ofan í endrum og sinnum. Keith Breeden málaði Helen konu sína með barn þeirra. Hún er lærð hjúkrunarkona en segir móðurhlutverkið kröfuharðara. úr skriftunum, en hann er ánægður með sinn hlut. „Það eru forréttindi að hafa fengið að nýta rithæfileika mína á svo mörgum sviðurn," segir hann. Þannig á sérhvert andlit sína sögu; þama eru líka lögreglukonan, menn- irnir, sem smíða húðkeipa og hús- gögn, blaðamaðurinn, kennarinn og námsmaðurinn, hjúkrunarkonan, slátrarinn, húsmóðirin, kirkjuvörð- urinn, leikhúsmaðurinn, járnsmiður- inn, barnfóstran, fangavörðurinn, ræðarinn, diplómatinn og áhöfn björgunarbátsins í Fowey. Þau eru hvert með sínu sniði, sérstök, eins og sjá má í portrettunum og lesa í sýn- ingarskránni, en þó greinar á sama meiði. Það er eins og að kjaga með- fram þverskurði ensku þjóðarsálar- innar að rölta um sýningarsalinn í Mall Galleries. Og menn geta svo sem bætt á sig, ef þeir vilja, og komið við í National Portrait Gallery, sem ekki er langt undan. Þar hangir enn drjúgur hluti sýningar, sem ég sagði frá í fyrra; Ándlit á andlit ofan, málverk af máls- metandi fólki ensku. Öfugt við al- múgann í Mall Galleries eru andlitin á gangi National Portrait Gallery þjóðþekkt. Þarna er drottningin, þama eru Thateher, Ted Hughes, Paul McCartney, Alec Guinnes, Joan Sutherland, Arthur Scargill o.s.frv. o.s.frv., allt kunnugleg andlit. En fyr- ir enda gangsins er komin ný sýning, sem er kennd við andlit aldarinnar. Þar em sýndar 100 myndir valdar af tíu einstaklingum, m.a. David Bowie, Stephen Hawking, Sainsbury lávarði og sjónvarpsfréttaþulunum Önnu Ford og Trevor Philips. Þau hafa hvert um sig valið tiu andlit, sem þau telja að hafi skipt mestu fyrir Eng- land á þeirri öld sem er að líða. Allt era þetta einstaklingar og atburðir, sem velflestir þekkja til. Gestir geta svo tekið þátt í sérstakri atkvæða- greiðslu um andlit aldarinnar ogþeg- ar ég átti þama leið um, var stjórn- málamaðurinn Winston Churchill í efsta sæti, baráttukonan Emmeline Pankhurst í öðra og þriðja sætið skipaði Díana prinsessa. Fyrst menn era á annað borð komnir inn í National Portrait Gall- ery er ástæða til að skoða þar í hlið- arherbergjum sýningu á ljósmynd- um, sem kepptu um verðlaun kennd við John Kobal. Til keppninnar bár- ust 2500 portrettljósmyndir frá 1000 ljósmynduram, flestum brezkum, en einnig af meginlandi Evrópu, Rúss- landi, Japan, Bandaríkjunum, Kan- ada, Venezúela, Finnlandi og Noregi. Verðlaunahafinn er þýzkur; Heiko Tiemann, sem sigraði með mynd sinni af fimm ára gamalli telpu. Sýningamar í National Portrait Gallery standa út janúar, en sýningin í Mall Galleries, sem era snertispöl frá Trafalgartorgi, í átt að höllinni, stendur aðeins til 21. janúar og legg- ur þá land undir fót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.