Morgunblaðið - 19.01.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.01.2000, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN , Hvers hagur er í hættu? SÝKNUDÓMUR- INN, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vestfjarða, er að margra áliti hættuleg- ur. Hættulegur hverj- um? Líklega ekki litlu Gunnu og litla Jóni, ISem hokra við ysta haf og reyna að hafa ofaní sig og sína, af vinnu í fískvinnslu eða trillu- skaki. Ekki heldur þeim sem hafa þurft að yfirgefa þorpin víða um land vegna þess, að kvótinn var burtu seld- ur, að þeim forspurð- um. Nei, - dómurinn er líkast til einvörðungu hættulegur þeim, sem hafa verið þeirrar sérlegu velvildar aðnjótandi, að fá við hver mánaðamót, ágúst og september, lettersbréf frá skömmtunarstjóra ríkisins, hvar stendur, hversu mikið af óveiddum fiski þeir mega veiða eða höndla með, þetta „fiskveiðiár“. Einnig kvað dómurinn vera þeim skeinuhættur, sem lánað hafa ótæpi- lega af fé innleggjenda, til „kvótaeig- enda“ sem samkvæmt lögum eru einungis handhafar veiðiheimilda til eins árs í senn. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki praktis- erað varkárni, ekki flokkað slík lán sem áhættulán - í hæsta áhættu- flokki, heldur lánað við þægilegri vöxtu en venjulegum launamanni er gerlegt að fá hjá sömu. Stjórnendur lífeyrissjóða hafa einnig fallið í þenn- Hfi fúla pytt, þar sem þeir hafa talið að það sem höfðingjarnir hafast að, það líðist þeim einnig. Þannig hafa vörslumenn lífeyris fjölda manna, lagt þetta fé undir í rúllettu spekulantsins. Sfldarspekulantar fyrri tíma fóru að jafnaði eingöngu með sitt fé í darraðadans viðskipt- anna og guldu margir íyrir með aleigu sinni. Þessum mönnum hef- urhingað til ekki verið hampað, sem varkár- um og stabflum pen- ingamönnum, heldur hefur orðið „spekul- ant“ fengið niðrandi merkingu í málinu. Kvótakerfið er von- andi dautt eða í dauða- teygjunum. Eins og gegn Vestfirðingur sagði, þegar hann var spurður hvort breska heimsveldið myndi nú ekki áreiðan- lega vinna í síðari heimsstyrjöld, á hann að hafa svarað: „Það vinnur enginn sitt dauðastríð." Sama vona ég að verði um þetta sovésk-íslenska kerfi, sem nú er að engjast og æja. Margur verður til þess að rétta því hjálp til að braggast, annað væri ótrúlegt. Það eru svo margir, sem eiga mikið undir og geta ekki hugsað þá hugsun til enda, að kerfið hrynji og „eigur“ þeirra verði að hjómi einu. Þetta er afar mannlegt og því skiljanlegt. Verkurinn er sá, að lík- lega mun þetta farast núna - eða fljótlega. Ekkert kerfi, sem tekur mannlegt eðli út fyrir sviga, fær staðist til lengdar. Alræðiskerfi komma féll og svo mun einnig um kvótakerfið. Að sögn kerfispostula á frákast ekki að vera til, menn eiga ekki að skutla afla framhjá vigt, menn eiga ekki að fela afla sem ein- Bjarni Kjartansson MR-ingar OKKAR gamli skóli þarf á kröftum okkar að halda. Húsnæði skólans er fyrir löngu orðið úrelt en Lærði skólinn flutti til Reykjavíkur frá Bessa- tStöðum árið 1846. Það þarf að bæta m.a. íþróttaaðstöðu, lesað- stöðu og búa skólann nútíma kennslutækj- um. Stofnum Hollvina- samtök MR Gamlir nemendur Menntaskólans í Reykjavík ættu að stofna Hollvinasamtök MR til að styrkja uppbyggingu skólans á sín- um gamla stað. Gamla skólahúsið mætti gera að menntasafni um sögu Hollvinasamtök Gamlir nemendur Menntaskólans í Reykjavík ættu að stofna Hollvinasamtök MR, segir Kolbrún S. Ingólfsdóttir, til að styrkja uppbyggingu ^skólans á sínum gamla stað. Lærða skólans auk þess að vera kennslustaður fyrir 6. bekkinga. Það þarf að koma upp lesstofum með tölvuverum og góðum bókakosti. Nútímaskóli verður að búa nemend- jjjp sínum góða les- og vinnuaðstöðu. Bflastæðismál væri hægt að leysa með því að fá bflageymsluhúsið Bergstaði frá Reykja- víkurborg til afnota. Það á að hætta þess- um smáskammtalækn- ingum í málefnum skól- ans og gera hann að myndarlegu mennta- setri í takt við 21. öld- ina. Allir gamlir nem- endur skólans bera hag hans fyrir brjósti en það vantar sterkt afl til að koma húsnæði og tækjabúnaði skólans í viðunandi horf. Ég skora á alla fyrr- verandi bekkjarráðs- menn og kennara skól- ans að koma saman og stofna Hollvinasamtök skólans með átaki allra fyrrverandi og núverandi nemenda MR. MR á leið inn í þriðju öldina Þjóðfundurinn árið 1851 var hald- inn í Menntaskólanum fyrir tæpum 150 árum. Alþingi hafði aðsetur í skólanum í tæp 40 ár frá 1845-1881. Skólinn gengur brátt inn í sína þriðju öld og því væri vel til fallið að efla uppbygg- ingu nýs menntaseturs að baki gamla skólahúsinu. Bekkjarráðs- menn og nemendasamband skólans fyrir skólaárið 1999-2000 gætu kall- að saman undirbúningsfund m.a. með öllum núlifandi bekkjarráðs- mönnum. Útskriftardagurinn árið 2000 yrði þá væntanlega stofndagur Hollvina- samtaka Menntaskólans í Reykja- vík. Sýnum ræktarsemi við gamla skólann okkar með því að fylkja liði að baki honum og ljúka uppbygging- unni á lóðum skólans. Samtakamátt- ur um 8.000 nemenda ætti að duga til að reka smiðshöggið á verlrið. Höfundur er meinatœknir og fyrr- verandi nemanúi MR. Kolbrún S. Ingólfsdóttir hvern annan, svona mætti lengi telja. Nú heyri ég bergmál frá þeim tíma þegar fjöldinn allur af málsmet- andi mönnum þess tíma hrópuðu upp, að ef gjaldeyrir væri öllum til- tækur til ferðalaga og hvaðeina; yrði hér ekkert nema landauðn og gjald- eyrisforðabúrin tæmdust, þjóðin legðist í sukk á erlendri grundu og allt væri búið á örskotsstundu. Gjaldeyrisverslun var samt gefin frjáls og ekkert af upphrópunum gekk eftir, enda voru menn að reyna, að passa sín völd og sérhagsmuni - ekki þjóðarhag. Sama var þegar ut- anríkisverslunin var numin úr hönd- um örfárra sérgræðinga. Hver stórkarlinn á fætur öðrum vitnaði eins og trúboði um, að nú væri stutt í að sveitir aflegðust, bændur færu á vergang, þettbýlingar hefðu ekki til hnífs og skeiðar og að helvítis heildsalarnir myndu nú græða og pína neytendur. Verslunin var gefin Kvótinn Kvótakerfíð, segír Bjarni Kjartansson, er vonandi dautt eða í dauðateygjunum. nokkuð frjáls og hefur það skilað verulegum kjarabótum í hendur þeirra, sem lítið höfðu handa á milli, miklu meira en allt starf verkalýðs- félaga hefur megnað að eyðileggja með óbilgjörnum kröfum og óða- verðbólgu (sólstöðusamningarnir sem dæmi). Núna eru fulltrúar botn- vörpuskipaeigenda að virkja alla þá, sem þeir hafa áhrif á og þeir munu auðvitað einskis láta ófreistað til þess, að verja sérhagsmuni sína. Allt er þetta mannlegt en að sama skapi gegnsætt. Nú er tími til að hyggja að því hvemig best er komið stjórnun okk- ar miða. Auðvitað getur ekki verið rétt, að útlendingar geti komið hér í ríkari mæli en nú þegar er (í gegnum ýmis stærri og smærri fyrirtæki í sjávarútvegi með duldri eign-lepp- un), ef svo væri höfum við verið blekkt inn í EES og ættum þá að segja þeim samningi upp hið íýrsta. Ef gerlegt er á hinn bóginn að girða svo fyrir eign og áhrif erlendra manna á nýtingu okkar miða er rétt- ur tími til þess núna og væri þá búhnykkur í því, að einhenda sér í þá vinnu og segja þessari blessuðu nefnd, sem sett var á koppinn, að hætta nú öllu skrafi um kvóta (lesist skömmtun á lönduðum tonnum á hvert veiðiskip) því reynslan hefur nú þegar sýnt ljóslega, að menn fara ekki eftir neinu slíku og munu ekki fara að taka upp á þeim fjanda úr þessu. Alkunna er, hvað sem menn reyna að líta fermingardrengjalega út í fjölmiðlum, að brottkastfreist- ingin er til þess, að falla kylliflatur fyrir,- eðlilega Hin hliðin á núverandi kerfi er sú, að þarna fer fram einhver skefja- lausasta seðlaprentun seinni ára. Aðilar sem eru að selja kvóta „sinn“ háum upphæðum fá í hendur pen- inga sem ekkert stendur á bakvið, nema úthlutun hvers árs fyrir sig. Útgerðimar sem kaupa skuldsetja sig fyrir þessum upphæðum og leggja að veði skip, fasteignir og „kvótaeign" sína. Þannig myndast skuld í greininni, sem skekkir allar hagtölur um stöðuna. Einhvern tím- ann hefði gengið verið fellt, vegna minni skuldaaukningar. Önnur firra er hve stórvirkum veiðiskipum með botnvörpuveiðar- færi er leyfð veiði á grunnu vatni án tillits til gerðar botns og líffræði- legra aðstæðna. Seiðin virðast fá nægilegt æti þegar þau eru við yfir- borð sjávar en ekki þegar þau eru orðin botnlæg. Þetta getur ekki vitað á neitt annað en að framleiðslugeta lífríkisins við botninn sé orðin svona lítil. Þetta blasir við, þegar bornar eru saman tölur um seiðatalningu við yfirborð og nýliðun. Einnig er furðulegt að stór skata veiðist ekki lengur nema í litlum mæli fyrir vest- an. Gæti verið að péturskipin hafi verið mulin undir botnvörpunni - er slíkt hið sama um egg sprökunar? Höfundur er verkefnissljóri. Enn um fyrirsætu- störf í Mflanó! SÍÐUSTU vikur, í kjölfar heimild- arþáttar sem sýndur var á Stöð 2 er gekk út á það að varpa ljósi á líf fyr- irsætna í Mílanó á Ítalíu, hefur nokk- uð borið á umræðum og vangavelt- um um störf íslenskra fyrirsætna og umboðsmanna þeirra. í hitamálum eins og þessu vill fólk oft leið- ast út í það að gefa við- töl eða láta hafa eftir sér hluti, sem oft með- vitandi eða ómeðvit- andi geta haft mikil áhrif á almenningsálit á viðkomandi málefni. Ég hef greinilega aðra sögu að segja af minni reynslu af fyrir- sætustörfum, ef marka má ummæli starfs- systra minna. Það var einkum viðtal í jóla- blaði Séð & heyrt sem fór fyrir brjóstið á mér og fólki mér tengdu. Viðtal þetta var við fyrirsætu sem hafði verið að vinna á sama tíma og ég, einmitt í borginni Mflanó. Hún fer ófögrum orðum um dvöl sína þar og vefengi ég ekki það sem hún segir, því ég geri mér það Ijóst að ýmislegt mis- jafnt þrífst þar eins og annars stað- ar. Það er þó svolítill alhæfingarblær yfir frásögn hennar og því miður er reynt að gera ákveðna aðila ábyrga fyrir því sem miður fór. Mér finnst hinsvegar skjóta skökku við að hafa verið á sama stað og sama tíma, en kannist ekki við neitt af þessum at- riðum sem hún nefnir. Þessum alræmdu kynningarfull- trúum (PR-menn) sem hún talar um, kynntist ég ekki. Einn maður á veg- um umboðsskrifstofunnar keyrði okkur á milli staða og passaði vel upp á okkur og hvatti okkur ávallt til að fara vel með okkur og fara snemma að sofa. Ég hef einnig gerst svo fræg að fara á þennan margumtalaða Holly- wood-næturklúbb í tvö skipti, en ekki á vegum neins nema okkar stelpnanna og var mér aldrei boðið neitt misjafnt, hvorki eiturlyf né ég beðin um kynferðislega greiða. Það gerðist sjaldan eða nánast aldrei að mér væri sýndur óeðlilegur áhugi af hendi karlmanna í þessum bransa, frekar voru það bláókunnug- ir menn á götum úti sem höfðu ein- hverja tilburði í þá átt, en aldrei við- skiptavinir eða atvinnuveitendur. Síðast en ekki síst var mér aldrei, og ég tek það fram, aldrei, kennt að líta á líkama minn sem vöru, hvað þá að mögulega gæti ég notað hann til vöruskipta. Ég hef því ekki fundið fyrir þrýstingi eða óeðlilegum kröf- um, hvorki hér heima né ytra í þessu starfi. Ég geng svo langt að segja að mér finnist fulltrúar hér á landi hafa stað- ið sig með prýði og tek ennfremur fram að Kolbrún Aðalsteins- dóttir var mín stoð og stytta á þessum árum. Hún hefur ávallt verið á móti drykkju og reyk- ingum skjólstæðinga sinna og tók, að mér vitandi, aldrei þátt í „djamminu" með þeim, eins og það var orðað í umræddu viðtali. Hún var einnig frumkvöðull að því hér á landi að hvetja eindregið til virkni foreldra ungra fyrirsætna og mælti með því að þeir færu ytra með þeim yngstu. Ég naut þessarar lífsreynslu og hafði gagn og gaman af á þeim tíma er ég fór utan, þá 16 ára gömul, sumarið 1993. Mér finnst þó full- Fyrirsætur Staðreyndin er sú, segir Klara Isfeid Arnadótt- ir, að við erum margar sem höfum ekki orðið fyrir neinni áreitni og ekki leiðst út í eiturlyfjaneyslu eða aðra erfíðleika vegna fyrirsætustarfa. snemmt að senda 13-14 ára unglinga eina út í heim, hvort sem það er til fyrirsætustarfa eða einhvers annars. I framhaldi af því vil ég minna for- eldra á, að það eru engir aðrir en þeir sjálfir sem meta hvort þeirra börn séu fær um að axla þessa ábyrgð. Vonast ég nú til þess að eftir lest- ur þessa greinarkorns sjái fólk líf og störf fyrirsætna í betra ljósi en áður. Staðreyndin er nefnilega sú að við erum margar sem höfum ekki orðið fyrir neinni áreitni og ekki leiðst út í eiturlyfjaneyslu eða aðra erfiðleika vegna fyrirsætustarfa. Höfundur er fyrirsæta. Klara ísfeld Árnadóttir Skíðaforvarnir NÚ FER í hönd aðal skíða- og snjóbretta- tíminn. Flestir koma til með að hafa gagn og gaman af en allmargir munu því miður slas- ast. Hvernig getum við fækkað skíða- og snjó- brettaslysum og gert skíðatímabilið enn skemmtilegra? Skíðasvæðin Mestu máli skiptir að brekkurnar séu vel undirbúnar, því góðar brekkur fækka skíða- slysum. Brekkurnar þarf þó að vinna utan skíðatíma. Alvarlegustu slysin verða hins vegar ef lyftubúnaður er ekki í lagi, staurar illa eða óvarðir með höggdempandi dýnum og skíðaiðk- endur skíða utan brauta. Síðast en ekki síst verða starfsmenn skíða- svæðanna að vera árvökulir. Börnin og skíðahjálmarnir Það hefur vakið athygli mína hversu fá börn, á skíðum eða snjó- brettum, nota skíða- hjálma. Börn sem æfa og keppa á skíðum nota þó alltaf hjálma. Skíðahjálmar eru lang- besta vömin gegn al- varlegum höfuðáverk- um. Starfsmenn skíðasvæða þurfa að vekja athygli barna og foreldra á notkun skíðahjálma og í því sambandi mætti setja upp áberandi skilti á skíðasvæðum þar sem börn eru hvött til að nota hjálma. Fyrir 24 árum var ég á skíðum í Svíþjóð með 7 ára syni mínum, þegar maður vakti athygli mína á því að sonur minn væri eina barnið í brekkunni sem ekki hefði hjálm. Þetta var í Svíþjóð fyrir 24 árum. Á íslandi í dag notar minni hluti barna hjálm á skíðum eða snjóbrettum. Þessu tel ég nauðsynlegt að breyta. Skíðaiðkandinn Allir sem stunda skíði eða snjó- Brynjólfur Mogensen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.