Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 4 L + Sonja Björg Dor- en fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1945. Hún lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Peter Doren yngri, f. 21.8. 1912, og Hlíf Doren, f. 30.4. 1930 í Vest- mannaeyjum. Systk- ini Sonju eru Ronald Doren, f. 1.11. 1959, Diana Doren, f. 22.6. 1961, Lisa Doren, f. 22.8. 1963, og Elisa- beth Doren, f. 4.11.1967. Sonja fluttist þriggja ára til Bandarfkjanna og ólst þar upp hjá foreldrum sínum t.il 19 ára aldurs, en þá kom hún til íslands og vann ýmis verkamannastörf. Útfór Sonju fór fram frá Foss- vogskapellu 17. janúar. Elsku Sonja mín. Það fá engin orð því lýst hversu mikið ég elskaði þig, né heldur hversu mikið ég sakna þín nú þegar. Þú varst besta systir sem nokkur bróðir gæti nokkum tíma óskað sér. Ég mun alltaf muna og segja öllum frá því þegar þú barst mig um á bakinu, upp og niður stig- ann, enda þótt þér væri illt í bakinu. Ég man hvernig þú varst vön að búa til hin ýmsu kynjamynstur með síg- arettunni þinni, þegar það var dimmt í herbergi mínu, um leið og þú sagðir mér sögur fyrir svefninn. Ég man enn þann dag í dag eftir þessum sögum eins og um hana Rauðhettu, Grísina þrjá og Grýlu og Leppalúða, og einnig um risann fyrir utan gluggann minn sem verndaði mig fyrir öllu illu. Ég man hve mikið þú verndaðir mig og varðir, og sagð- ir við mig að ef einhver væri að aþb- ast upp á mig, þá myndir þú sjá rækilega um þá. Éins man ég það að þegar ég var óþekkur, eða hafði gert eitthvað af mér, þá kallaðir þú alltaf á mig fullu nafni; „Ronald Gary Dor- en!“ Ég man hversu mikið þér h'kaði að lesa teiknimyndasögur og horfa á hryllingsmyndir. Ég man hversu stolt þú varst af mér og hvað þér fannst ég vera myndar- legur, og þegar ég yrði eldri þá sagðist þú þurfa að „halda stelp- unum frá mér með hafnaboltaky!fu!“ Ég man að bæði þú og mamma sögðuð að þeg- ar hún kom með mig heim af spítalanum þá mættir þú okkur við dyrnar heima og sagðir að þú ættir mig! Én mín skýrasta minning er hversu mik- ið þú elskaðir okkur, mömmu, pabba, ömmu, Diönu, Lisu, Lizzy, og öll hin börnin. Sonia mín, ég mun alltaf verða litli bróðir þinn, hann Ronnie, og þú munt alltaf verða Sonja, stóra systir mín. Þú munt allaf verða í hjarta mínu eins og ég veit að ég var í þínu. Ég mun alltaf elska þig. Ronald. Það var fyrir u.þ.b. fimm árum að ég kynntist Sonju Doren fyrst, í gegnum móður mína og systur. Það er mér minnisstætt að um leið og hún vissi hver ég var tók hún utan um mig og heilsaði með orðunum: „Sæll, elsku Addi minn,“ eins og hún hefði þekkt mig í mörg ár. Og það var með eindæmum hversu hlýtt og stórt hjarta hún Sonja hafði og hverSu nánu sambandi hún náði við börn. Alla tíð er ég hitti hana heils- aði hún með þessum hlýlegu orðum og spurði svo hvernig börnin mín hefðu það. Það var síðan eftir að Hrafnhildur systir mín lést á sviplegan hátt um mitt árið 1998 sem ég gerði mér fulla grein fyrh- því að Sonja var með hjarta úr gulli og það einstaka sam- band sem hún náði við systursyni mína, þá Axel Ola og Úlfar Hrafn, var með eindæmum. Þegar ég var að keyra með Axel Óla aðeins sex ára gamlan, tveimur dögum eftir andlát móður hans, óskaði hann heitt eftir því að fá að hitta Sonju eins og hann var vanur. Ég samþykkti það og dvaldi hann einn hjá henni í nokkrar klukkustundir. Þegar ég sótti hann aftur var hann allur annar drengur, það var kraftaverki líkast hvernig hún studdi drengina í gegnum þenn- an tíma. Aldrei hef ég vitað hvað þeim fór á milli, en engin mannleg vera hefur náð til barna eins vel og Sonja gat. Það var ævintýri líkast að fylgjast með samskiptum hennar við börn á öllum aldri, einlægnin og framkoma hennar gerðu þau að jafn- ingjum. Hvort sem þau vantaði huggun, að deila gleði sinni eða bara að tala við einhvern sem skildi mann, þá var beðið um fund með Sonju. Það er sár missir, elsku Axel og Úlf- ar, að missa svona traustan vin og bið ég Guð að styrkja ykkur í sorg- inni og fylgja ykkur alla tíð. Milli Sonju og móður minnar Rannveigar myndaðist einstaklega gott og traust vináttusamband og allt frá upphafi var Sonja ávallt ein af fjölskyldunni. Það er þannig með sárum söknuði en þakklæti sem ég kveð þessa hjartgóðu konu - þakk- læti fyrir alla þá hlýju sem hún bar með sér og allt það sem ég lærði af henni. Mamma, Gulla, Axel og Úlfar, megi Guð vera með ykkur og styrkja og sýna ykkur Ijós í myrkrinu. Aðalsteinn. Það er alltaf erfitt að kveðja. Og með mikilli sorg og söknuði þarf ég að kveðja mjög kæra vinkonu, og það allt of snemma. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast Soniu, að ég og sonur minn hafi fengið að kynnast gæsku hennar og hlýju.Og ég veit að Úlfar, sonur minn, mun njóta góðs af því, alla sína ævi, að hafa upplifað svo einstaka vináttu. Þegar ég sagði Úlfari frá andláti Soniu, þá hugsaði hann sig um og sagði svo: „Þá er hún hjá Guði núna og líður vel, er það ekki?“ Alveg eins og hún kenndi honum þegar frænka hans dó fyrir einu og hálfu ári. Þegar við hittumst síðast ræddum við mikið um væntanlegt barn mitt og lögðum á ráðin um langa göngu- túra með barnavagninn. Hún hlakk- aði svo mikið til að fá annað barn að dekra við og dúllast með. Frá því að ég kynntist Soniu fyrst var hún strax hluti af minni fjöl- skyldu bæði í gleði og sorg. Ég vona að Guð styrki alla þá, sem þekktu hana, í sorg sinni. Elsku Axel Óli og Úlfar Hrafn, sárastur er missir ykkar. Megi Guð ávallt vera með ykkur. Guðlaug og ijölskylda. SONJA BJÖRG DOREN JÓN BJARNASON + Jón Bjarnason fæddist á Fjalla- skaga í Mýrarhreppi í Dýrafirði 29. sept- ember 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 27. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Ilvalfjarð- arströnd 7. janúar. Að morgni 28.12. hringdi síminn og var það Rúna frænka. Er- indið sem hún átti var að segja að Jón frændi í Hlíð væri látinn, en hann er faðir hennar. Ég hafði deginum áður hringt í móð- ursystur mína, en hún sagði mér þá að Jón hafði verið fluttur á sjúkra- húsið á Akranesi í bráðainnlögn. Svona er lífið. Einn fæðist og annar kveður. Sumir ungir og aðrir aldn- ir. Jón frændi var maður kominn á níunda áratuginn, vinnulúinn og búinn að skila sínu lífsstarfi. Það þarf engan að furða þó að maður í hans stöðu sé farinn að þrá hvíld- ina, en söknuður fylgir alltaf láti góðra frænda og vina. Jón var löngu farinn að þrá að komast burt úr þessum. Hann var trúmaður mikill og vissi það að hann mátti vænta góðrar heimkomu. Hann átti duglega og góða konu sem hann missti og var því búinn að vera ekkjumaður um alllangt skeið. Mér fannst hann aldrei verða samur eftir konumissinn. Þau voru bæði vinnusöm og dugmikið fólk, enda hefði annað ekki geng- ið. Fjölskyldan var fjölmenn og margir munnar að metta auk þess sem býlið lá vel við umferð og gest- risnin í hávegum höfð. Gestakomur voru miklar og voru þar bæði ættingjar og kunningjar á ferð. Alltaf var jafngaman að koma í Hlíð og alltaf var maður jafn velkominn, hversu mikið sem annríkið var og hvernig sem á stóð. Alltaf var tími til að sinna gestum og segja nokkur hlýleg orð. Jón frændi var skrafhreyfinn og gaman var að spjalla við hann, bæði um trúmál og heimsmálin. Ég hlakkaði alltaf til á sumrin að koma í Hlíð, fyi-st með móður minni, síðar með félögum, eigin- manni og börnum. Það heimili hef ég heimsótt frá því fyrst ég man eftir mér. Jón og Veiga kona hans áttu það sameiginlegt að taka vel á móti gestum og vilja allt fyrir alla gera, ekki síst ættingjana. Það er eiginlega ekki hægt að minnast Jóns án þess að Veiga sé líka nefnd. Hún var svo kærleiksrík og þau unnu svo vel saman. Ég man heldur ekki eftir honum nema með henni, þangað til við misstum hana, en sá missir var mikill eins og ég hef áð- ur nefnt í þessari kveðju minni. Þeim hjónum varð fimm barna auð- ið, sem öll eru mesta myndarfólk. Þau hjónin áttu myndarbú. Hest- ar voru á heimili þeirra. Mér þótti gaman að koma á hestbak, en það var auðfengið þó kunnáttan væri ekki mikil. Eitt sinn fór ég með vin- konu minni í heimsókn. Sú var alin upp í sveit og langaði til að spretta úr spori á hesti. Ég sagði bara við hana: „Við tölum við Jón frænda og biðjum hann að sjá um málið." Hestarnir voru falir og við fórum í útreiðartúr. Mikið var nú gaman. Hestarnir voru fljótir að finna hver var vanur og var sú óvana alltaf á eftir þeirri vönu, sama hvorn hest- inn hún sat. Margar eru minningarnar frá bernskuárum barna minna, þegar við hjónin komum um sauðburðar- tímann með drengina okkar. Það var svo spennandi að vita hvort ein- hver ærin væri að bera. Stundum sáu þeir sauðburð. Þá var glatt á hjalla og gaman. Það mætti lengi telja góðar og gleðilegar minningar frá góðum vini og kærum frænda sem kveður nú í hinsta sinn, en þetta læt ég nægja. Ég kveð minn kæra frænda og vin með söknuði og versinu eftir Valdimar Briem: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Við vottum aðstandendum dýpstu samúð. Hanna Kolbrún og fjölskylda. ÞÓREY GUÐJÓNS + Þórey Guðjóns fæddist í Vest- mannaeyjum 1. ágúst 1944. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 31. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 8. janúar. Um hug okkar streyma minningar góðar. Það var glaður og fjörugur hópur, fullur af lífskrafti, sem hóf nám við Hús- mæðraskólann Ósk á ísafirði fyrir 35 árum. Þessar ungu meyjar voru víða að af landinu og komnar til þess að búa sig sem best undir líf og starf í framtíðinni. Hún Þórey okkar var einn af þessum lífsglöðu og jákvæðu ein- staklingum sem alla tóku með sér í gleði sinni. Nú hefur hún verið köll- uð á brott í blóma lífsins úr okkar jarðvist, við trúum því, til annarra starfa. Við vitum að nú er hún eitt af ljósum Guðs sem lýsa á altari hans. Gegnum sorgarinnar ský, skín vonarinnar stjarna. Nú þú gleði þína átt á ný, í hópi drottins bama. Inn í eilífðarinnai' lönd- um ert þú nú í guðs höndum. við hið himneska ljós. Þakkarkenndin nú vaknar upp og gagntekur mig yfír því að þekkja þig. (Einar Öm Ein.) Við sendum fjölskyldu Þóreyjar innilegustu samúðarkveðjur okkar. Blessuð sé minning þín. Skólasystur frá Hús- mæðraskólanum Ósk á ísafirði. SOFFÍA VALGEIRSDÓTTIR + Soffía Valgeirs- dóttir fæddist í Norðurfirði í Strandasýslu árið 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 20. desember síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Digraneskirkju 28. desember. Elsku frænka mín. Mig langar að kveðja þig með nokkr- um orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þér fannst það aldrei vera neitt því allt var svo sjálfsagt hjá þér. Ég man eftir fyrstu jólunum mínum i Reykjavík. Ég komst ekki heim vegna vinnunnar og þú vissir það og bauðst mér að vera hjá ykkur Jó- hannesi, Dódó og frænkunum mín- um tveimur yfir hátíðina. Leiðin yfir að komast ekki heim hvarf að mestu. Ég veiktist líka þennan vetur, en vissi ekki alveg hvað að mér var, en eitt vissi ég að ég gat ekki verið ein í herbergi án þess að einhver hugsaði um mig. Ég fór því upp á loft og bað um að hringt væri á bíl fyrir mig, tók sængina mína og fór í Hvammsgerði til þín. Hringdi dyrabjöllunni og þú komst til dyra og ég sagði: „Ég er veik og er með sængina mína, Sof- fía“. Ég þarf ekki að orðlengja það hvernig þú tókst á móti mér. En oft vitnaðir þú í það hve veik ég hefði verið og einnig þegar ég stóð með sængina mína í dyrunum, þegar við töluðum um liðna tima því oft bar hann **- góma. Það var orðinn fastur liður síðustu ár- in að ég hringdi til þín á Þorláksmessu til að óska þér gleðilegra jóla. Síðasta Þorláks- messa var ekki sú sama og síðustu árin því ég gat ekki hringt og heyrt hressilega rödd þína og hláturinn sem hljómaði svo vel því þú varst alltaf svo hress og kát og mér leið alltaf svo vel þegar við vorum búnar að tala saman eða ég kom til þín.. Kæra frænka mín, nú er komið að ferðalokum. Þetta eru aðeins kveðj- uorð sem ég ætla ekki að hafa fleiri þótt það væri alveg hægt. Þau lýss^, bara hversu mikla hjartagæsku þú hafðir. Ég vona að þér líði vel núna og ég veit að Jóhannes hefur tekið á móti þér og að þið eruð saman á ný. Guð blessi þig, elsku frænka mín, og þakka þér allt. Þín frænka, Þórstína Benediktsdóttir (Stína). + Föðursystir okkar, ÁSTA JÓNASDÓTTIR, frá Litladal, sem andaðist miðvikudaginn 12. janúar, verð- ur jarðsungin frá Neskirkju í dag, miðvikudag- inn 19. janúar, kl. 15.00. Elín Ólafsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Birna K. Ólafsdóttir, Efín Bjarnadóttir, Jónas Bjarnason, Kolfinna Bjarnadóttir, Ólafur Bjarnason. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og dóttir, GUÐRÚN ÞORBJÖRG SVANSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 17. janúar. Danfel Árnason, Árni Svanur Daníelsson, Guðrún Harðardóttir, Davíð Már Daníelsson, Tinna María Emilsdóttir, Álfhildur Kristjánsdóttir, Svanur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.