Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 44
-í84 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA STEFÁNSDÓTTIR + Helga Stefáns- dóttir fæddist í Neskaupstað 8. októ- ber 1911. Hún lóst á Landakotsspitala 11. janúar síðastliðinn 88 ára að aldri. Foreldr- ar hennar voru Stef- án Guðmundsson, f. 14.12. 1881, d. 21.8. 1955, og Sesselja Jó- hannesdóttir, f. 9.8. 1889, d. 10.4. 1974. Helga var elst átta systkina. Systkini hennar eru: Jóhann- es, f. 9.3.1913, látinn; Ólöf Jóna, f. 6.5.1915, látin; Svein- björg, f. 23.7. 1916; Karl, f. 9.11. 1919, látinn; Garðar, f. 29.2. 1924, látinn; Auðbjörg, f. 27.7. 1925; og Hreinn, f. 20.5.1929. Hinn 14. nóvember 1936 giftist Helga Finni Magnússyni, f. 5.10. 1909 á Flateyri við Önundarfjörð, d. 8.4. 1991, fyrrverandi kaup- maður á Isafirði. Börn þeirra eru: 1) Elsa, f. 7.1. 1938 á Isafírði, rit- ari, gift Erni Arnari Ingólfssyni. Börn þeirra eru a) Karl Amar, f. 4.11. 1963, sambýliskona Rakel Ólafsdóttir, börn þeirra Öm Am- ar, Thelma og Elsa Rún. b) Finnur Araar, f. 25.12. 1965, sambýlis- kona Áslaug Thorlacius. Börn þeirra em: Salvör, Kristján Thorlacius og Hallgerður. 2) Magnús Elías Finns- son, f. 17.1. 1946, viðskiptafræðingur, maki Bergljót Da- víðsdóttir. Barn með Birnu Ketilsdóttur er Ketill Berg, f. 9.1. 1969, kvæntur Örnu Schram, barn þeirra Birna. Var kvæntur Jarþrúði Hafsteins- dóttur, börn þeirra: a) Finnur, f. 14.6. 1971, kvæntur Östu Henriksdóttur, barn þeirra Magnús Hen- rik. b) Helga Guð- rún, f. 2.3. 1973, sambýlismaður Per Gustavsson. c) Jarþrúður, f. 6.9. 1982. 3) Stefán, f. 13.10. 1947 á ísafirði, læknir, kvæntur Ein- fríði Þórunni Aðalsteindóttur, börn þeirra: Stefán Ari, f. 6.5. 1975, Torfi Steinn, f. 18.2. 1978, Jón Ólafur, f. 5.3. 1981, og Helgi Finnur, f. 3.10.1986. Helga var á Hússtjórnarskólan- um Ósk á ísafirði veturinn 1933- 1934. Hún var húsmóðir á Isafirði til 1975 er Finnur lagði niður verslun sína, Finnsbúð, á ísafirði. Eftir það bjuggu þau lengst af í Stóragerði 24 í Reykjavík. Útför Helgu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Eftir því sem árin líða færast endalokin nær. Dauðinn verður ekki eins fjarlægur og við eigum betur með að sætta okkur við hann. Það er þó svo að þegar á reynir og dauðinn Jcveður dyra er það okkur ávallt erf- vFc og hugurinn fyllist söknuði og trega. Trega vegna þess að við vitum ekki hvar hann kann að banka uppá næst og söknuði eftir þeim sem hverfur. Svo er mér innanbrjósts nú þegar ég kveð mína yndislegu tengdamóður, Helgu Stefánsdóttur. Helga var falleg kona sem bjó yfir mikilli reisn og sterkum persónu- leika. Hafði fallegt bros sem náði til skarpra og kvikra augna sem tóku eftir öllu sem fram fór. Hún var þétt- vaxin og í meðallagi há en bar sig því betur. Höfðingleg í allri framgöngu og myndarleg til allra verka. Alltaf glæsilega klædd og vel snyrt. Hún hafði einstakt skap og mikla sjálf- stjórn og var eðlislægt að sætta and- "SStæður og bera klæði á vopn ef svo bar undir. Þau ár sem við höfum fylgst að t ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 ^stAtlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ 3iómabúðirt öaúðskom v/ T-ossvocjsUirLjwcjaeð Símii 554 0500 man ég aldrei eftir að hún skipti skapi eða reisti rödd. Ef að henni var vegið varð hún sár en ekki reið og mælti þá ekki orð. Helga hafði stórt og kærleiksríkt hjarta og mátti ekki aumt sjá og vildi öllum gott gera. Hún var hins vegar lítið fyrir faðm- lög og kossa og tilfinningar sínar bar hún ekki á torg. Hún lét verkin tala og það þekkja þeir og nutu, sem henni stóðu næst og reyndar langt út fyrir það. Þá var hún í meira lagi vönd að virðingu sinni og var ákaflega annt um mannorð sitt og sinna. Allar göt- ur frá okkar fyrstu kynnum kom hún fram við mig af gæsku. Ef eitthvað orkaði tvímælis í okkar samskiptum var það rætt af hreinskilni. Þar bar aldrei á fordómum. Hún hafði fullan skilning á að manneskjan gæti brugðist misjafnlega við áreiti og jafnan var það ég sem naut vafans. Það er góðra gjalda vert að hlaða fólk kostum þegar þess er minnst en þegar aftur er snúið í huganum minnist ég þess ekki að nokkuð í fari Helgu hafí verið neikvætt. Vísast hefur hún haft sitthvað sem flokka má undir ókosti en þeir hafa þá jafn- framt falist í kostunum. Og ekki er ómögulegt að svo lánsöm hafi hún verið að geta sniðið þá af með aldr- inum og ég því aldrei fengið að kynn- ast öðru en hennar góðu kostum. Margar á ég myndimar af Helgu. Hún var ákaflega félagslynd og hafði gaman af að umgangast fólk. Hún sat jafnan í öndvegi í boðum fjöl- skyldunnar og naut sín til hins ýtr- asta í hópi fólksins síns. Bömum sín- OSWALDS simí 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADALSIR/I II íll* 101 RI-VKJAVÍK I )//i>í() h/gcr Ól/ifir Utfnnmtj. Ú/ft/nmtj. UtJ/intvstj. l.ÍKKISTUVINNUSTOI A KYVINDAR ÁRNASONAR w>yi 1899 um var hún mikilvæg og þau virtu hana að verðleikum. Að öðrum ólöst- uðum á Elsa dóttir hennar þar stærstan hlut og var það aðdáunar- vert hve vel hún hugsaði um móður sína þegar aldurinn færðist yfir. Aldrei leið sá dagur að þær töluðu ekki saman eða hittust og var vinátta þeirra heil og sönn. Tengdamóðir mín átti góða ævi og gifta fylgdi öllum hennar störfum. Hún var svo lánsöm að vera vel gift og ísafjörður þar sem þau bjuggu lengstum var henni ákaflega kær. Þar fæddust bömin hennar og þar átti hún sínar auðnustundir. A Isa- firði eignaðist hún sína bestu vini sem hún hélt sambandi við alla tíð. Mér er sagt að þeir séu ófáir sem hafi lagt ieið sína upp í eldhúsið hennar Helgu fyrir ofan Finnsbúð og þaðan hafi enginn farið svangur. Síðustu daga hefur hugurinn leit- að til baka. Og aftur og aftur dreg ég fram sömu myndina; myndina þar sem hún situr á rúminu sínu yndis- legt janúarkvöld fyrir örskömmu. Ég hafði ákveðið um morguninn að líta til hennar þann daginn, en af ein- hverjum ástæðum ekki komist fyrir kl. fimm. Ég ákvað því að láta það bíða fram yfir kvöldmat. Þegar ég steig út úr bílnum fyrir framan Landakot var veðrið yndislegt; kyrrt og stjömubjart. Ró hvfldi yfir öllu og þegar inn var komið var notaleg hlýja í herberginu hennar sem var fallega og smekklega skreytt í anda jólanna. Hún sat á rúminu sínu og var að dunda við að notera í dagbók- ina sína atburði dagsins. Hún var fal- lega klædd að vanda í grænni peysu með gylltum hnöppum og við bar hún lokka í stíl. Hún var glaðleg og hress og spurði frétta. Það var fátt sem ég gat sagt henni en því meira sagði hún mér. Fréttir af öllum hinum í fjölskyldunni og spjall um daginn og veginn. Þegar liðið var á tíunda tímann þetta fyrsta fimmtudagsköld á nýrri öld kvaddi ég hana með klappi á öxl og þeim orðum að ég kæmi aftur um helgina. Sú heimsókn varð ekki eins og ég hafði ætlað. Maðurinn áætlar en guð ræður. Og eftir á að hyggja er ég óendanlega þakklát íyrir þessa síð- ustu kvöldstund sem við áttum sam- an. Helga Stefánsóttir var mikil manneskja sem skildi eftir sig spor sem greypt eru í lífshlaup afkom- enda hennar. Ég kveð hana með virðingu og vil þakka alla þá elsku sem hún ávallt sýndi mér og dætrum mínum. Börnum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Bergljót Davíðsdóttir. Amma Helga í Tröllanesi í faðmi stórfjölskyldunnar. Fjölskyldan flutt í Svalbarð, amma ung og falleg að flétta hár Ólu systur sinnar, það er fermingardagur Ólu og langamma Sesselja er að fæða áttunda og yngsta barnið, Hrein frænda. Amma á Akureyri býr hjá móðurbróður sín- um og lærir að sauma en Jóhannes bróðir hennar í Menntaskólanum. í sfld á Siglufirði, býr í bragga og legg- ur fyrir pening. Leiðin liggur í Hús- stjómarskólann Ósk á Isafirði. A ísafirði eru örlögin ráðin, ungur pilt- ur lítur hana hýru auga. Amma út- skrifast og fer heim í Neskaupstað. Afi Finnur lætur ekki þar við sitja, fram undan er ævintýraför. Asamt Þóri vini sínum leggur hann upp í bfl- ferð árið 1934, yfir heiðar og veg- leysur aka þeir frá ísafirði til Norð- fjarðar og þótti þetta afrek á þeim tíma. En hvað gera menn ekki fyrir ástina? Amma og afi ganga í hjóna- band 14. nóvember 1936, hún í nýsa- umuðum kjól, stígur í faldinn og ríf- ur kjólinn. Henni er brugðið, þetta veit ekki á gott en sr. Sigurgeir hug- hreystir: Fall er fararheill. Það reyndust orð að sönnu, farsælt hjónaband í 56 ár. Húsmóðir í risinu í Hafnarstræti 8 á ísafirði, afi í Finns- búð á jarðhæð. Eignast þrjú börn sem eiga góðar minningar um æsku í skjóli elskandi móður. Amma og afi flytjast til Reykjavíkur til að vera samvistum við börn og barnaböm. Minningar okkar tengjast þeim í Stóragerði 24 þar sem okkur var allt- af tekið opnum örmum, afi brosandi út að eyrum, en amma spjallar við okkur og á alltaf eitthvað gott og leysir okkur helst út með nammi í poka. Allt í einu er afi orðinn veikur, amma stendur eins og klettur bak við hann í erfiðum veikindum. Amma býr áfram í Stóragerði og alltaf er notalegt að sitja í eldhúskróknum. Nýliðið ár er erfitt, amma fer að missa heilsuna og dvelst meira og minna á sjúkrastofnunum, er alltaf æðrulaus, kvartar ekki og heldur reisn sinni. Gamlárskvöld, amma hjá okkur eins og svo mörg undanfarin ár. Hún á aðeins ellefu daga eftir ólifaða en það vitum við ekki, gleðj- umst yfir að dvelja með henni á þess- um tímamótum, árið 2000 gengur í garð en amma er þreytt og vill hvfl- ast. Og eins og bamið rís frá svefnsins sæng, eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng. Er tunga kennir töfra söngs og máls, þá teygir hann sinn hvíta svanaháls. Nú fljúga mínir fuglar góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (D.Stef.) Elsku amma, við biðjum guð að- geymaþig. Stefán Ari, Torfí Steinn, Jón Ólafur og Helgi Finnur. Amma mín Helga fór ekki víða, en var þó víðsýnni en flestir sem ég þekld. Hún sótti ekki oft mannfagnaði en bjó samt yfir einstakri mannþekk- ingu. Þessa varð ég snemma áskynja af heimsóknum mínum til afa og henn- ar og hennar eftir að hún varð ein. Umræðurnar við eldhúsborðið voru aldrei yfirborðskenndar eða til mála- mynda heldur beindi hún umræðun- um strax að því sem henni fannst skipta mestu máli: fólki, aðstæðum þess, tilfinningum, ógnunum, vænt- ingum og vonum. Þetta voru alvöru mál sem vora krafin niður í kviku. Og þótt umræðan beindist sjaldan að mér sjálfum vakti hún mig til um- hugsunar og hvatti mig til að rækta eigin garð. Amma Helga fylgdist vel með því sem gerðist og var umhugað um að fólki liði vel. Eitt sinn sagði ég henni að tengdapabbi minn hygðist kaupa húsið í Vesturbænum sem hann hafði alist upp í. Viku síðar þegar ég heimsótti hana sagðist hún vel skilja hve húsið væri honum kært, en það væri nú full ástæða til að skoða þakið vel, það ætti nefnilega til að leka í sterkri suðaustanátt. Þegar ég spurði hana hvemig í ósköpunum hún vissi þetta úr því hún hefði aldrei komið þangað eða þekkti nokkuð til þama sagði hún bara: „0, jæja, ég frétti nú ýmislegt." Ég minnist samverastunda okkar með miklu þakklæti og gleði. Þitt ljós, ljós trygglyndis, skilyrðislaus- rar ástar og góðmennsku, hfir áfram með okkur. Hvfl í friði. Þinn vinur, Ketill. Kynslóðir koma og kjmslóðir fara og hver er með sínum brag. En hvað er góð kona? Samkvæmt femínísk- um viðmiðum dagsins í dag er það kona sem skarar fram úr í sinni starfsgrein, helst í viðskiptalífinu. Aflar svo mikilla peninga og hefur svo mikil völd að hún slær karlpen- ingnum við. Auðvitað segja slík við- mið meira um menningu og hugarfar kynslóðarinnar, sem mótar þau, heldur en þær konur sem dæmdar era eftir þeim. Kynslóð Helgu frænku minnar notaði aðra mæli- stiku. Góð kona var sú sem var til staðar á heimili, hlúði að, kunni til verka, uppfyllti jafnt andlegar sem líkamlegar þarfir þeirra sem þar bjuggu og gengu um garð. Og hvflíka ágætiseinkunn sem Helga Stefáns- dóttir hlýtur á þeim kvarða. Góð ein- kunn byggist auðvitað bæði á eðlis- kostum og menntun. Það fyrra hlaut Helga frá sínu góða fólki í Neskaup- stað og það síðara úr Húsmæðra- skólanum Ósk á ísafirði. Skólanum sem ungir menn á ísafirði kölluðu í gríni en með sérkennilegum spenn- ingi í röddinni „vetrarhjálpina" og stuðlaði að því að endurnýja blóðið í nokkram kynslóðum Isfirðinga. Hvort sem um orsakasamband er að ræða eður ei fór hag ísafjarðar held- ur hrakandi eftir að þeiiTai- stofnun- ar hætti að njóta við. Helga var ein af fyrstu námsmeyjunum sem komu til Isafjarðar úr öðrum landshluta haustið 1933 gagngert til að stunda nám í þessum skóla, sem þá var til húsa í Salem við Fjarðarstræti. Þennan vetur kynntist hún mann- sefninu, Finni Magnússyni, síðar kaupmanni á Isafirði. Finnur lést ár- ið 1991. Heimili þeirra Helgu og Finns stóð lengst af í Hafnarstræði 8 á Isafirði, myndarlegu þrflyftu stein- húsi í hjarta bæjarins. Finnsbúð á neðstu hæðinni og sneri út í sólríkt Hafnarstrætið í suðri, en íbúðin þeirra á efstu hæð og var í gegnum sund að fara. Utvaldir fengu þó stundum að sleppa við sundið og stytta sér leið í gegnum hlýja búðina þegar vel lá á kaupmanni. Sundið lá inn í port sem vissi í norður. I þessu porti leysti snjóa einna seinast á vor- in í ísafjarðarbæ og lagði oft kaldan norðangjóst á mót þeim sem sundið gekk. Eftir hvoragu tók ég þó fyrr en ég var kominn vel á fullorðinsár, enda var ég ávallt á leiðinni upp í hlýjuna til hennar Helgu. Er inn kom tóku við tveir brattir og fremur kaldranalegir hringstigar, sem lét hátt í og ætluðu aldrei að taka enda. Þá gangur, og inn af honum eldhúsið hennar Helgu. Ég man Helgu best _ standandi í þessu eldhúsi veitandi jafnt fjölskyldu sem gestum og gangandi frá morgni til kvölds. Hvorki brattir stigarnir né næðings- samt portið nægðu til að halda aftur af gestum og koma í veg fyrir að þetta eldhús var oft einna líkast kaffistofu í félagsmiðstöð. Slíkt var aðdráttarafl húsfreyjunnar. Kynleg- ir kvistir, oftar en ekki hálfgerðir einstæðingar í bænum, vora sendir upp úr Finnsbúð með orðunum: „Blessaður drífðu þig upp til hennar Helgu og fáðu þér kaffisopa." Og við- tökumar vora slíkar að þeir komu aftur og aftur og urðu að heimagöng- um. Myndir af nokkrum fastagestum koma í hugann. Lágvaxinn maður, alltaf í svörtum jakkafötum, sat lengst af þögull yfir kaffibollanum en lét fjúka í kviðlingum þegar minnst varði, gott ef sá var ekki skyggn líka. Annar var svo mikill sjálfstæðismað- ur að hann neitaði að horfa upp í himinhvolfið eftir að Rússar höfðu sent Spútnik á loft árið 1957. Sá þriðji hafði á hraðbergi greindarvísi- tölu flestra samtíðarmanna sinna á ísafirði á sérhönnuðum kvarða sem náði frá „rétt stumparagreindur" upp í „miklu meira en í meðallagi greindur". Menn gátu þó bætt greind sína til dæmis með því að standa betur í skilum. Þessir ólíku menn og miklu fleiri áttu sér vísan griðastað hjá Helgu. í kaffifrímínút- um á morgnana fylltist litla eldhúsið af háværam krökkum. Vinum og vin- konum Elsu, MaggElla og Stefáns úr Barnaskólanum sem var spölkorn frá. Öll urðu þau óðara að vinum Helgu. Ástæðuna þarf varla að út- skýra. Helga var vinmörg og vinsæl af því að hún hafði einlægan áhuga á fólki og naut þess svo innilega að hafa það í kringum sig - það fundu bæði börn og fullorðnir. Helga var opin, hlý og skemmtileg, hnyttin í til- svöram og sagnakona í besta lagi. Hún var í einu orði „hress“ eins og unga fólkið kallar það í dag. Og hún var alltaf til staðar, söm og jöfn. Sem ung stúlka var Helga um skeið í vist á Akureyri hjá iðnmeistara nokkram og konu hans. Þetta var áður en hún gekk í Húsmæðraskólann á ísafirði. Helga hafði meðal annars þann starfa að skammta iðnsveinum, sem bæði voru lærlingar húsráðanda og um leið kostgangarar á heimilinu. Helst til þótti húsfreyju unga mat- seljan að austan skammta sveinun- um stórt á krepputímum, og gaf það mildilega í skyn með orðunum: „Ja, þú verður einhvern tíma rausnar- kona.“ Það gekk eftir. Til Helgu sótt- um við sem hana áttum að vini bæði andlega og líkamlega hressingu og var hvort tveggja veitt af rausn, hvort sem var í Hafnarstrætinu á ísafirði eða Stóragerði í Reykjavík. Það er mikil gæfa að hafa átt athvarf hjá svo góðum manneskjum sem Helgu og Finni í gleði og sorg frá barnæsku. Fyrir það þakka ég nú að leiðarlokum. Þúrir Þúrisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.