Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVTKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk The doq knew if he could get to the top of the staírs before the re5t of the family,he could hold them off forever. Hundurinn vissi að ef hann yrði á undan fjölskyldunni upp stigann þá gæti hann varist þeim til enda veraldar. “The house should be mine anyway,” he thought. „Þetta ætti að vera mitt hús“, hugsaði hann. “The oldmanwanted metohaveít.I was n always hís favorite." „Gamli maðurinn vildi að það yrði mitt. Ég var alltaf uppáhaldið hans.“ “Oh.well,” he thought, “Where did 1 put my ball?” „En annars", hugsaði hann. „Hvar skildi ég við boltann minn“ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Afsakið, má hlera símann yðar? Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni: AKVÆÐI um símahljóðritanir í nýjum fjarskiptalögum hefur vakið athygli. Nýja lagaákvæðið hljóðar svo: „Sá aðili að símtali sem vill hljóð- rita símtalið skal í upphafi þess til- kynna viðmælanda sínum fyrirætl- un sína.“ Röksemdir samgöngu- ráðuneytisins, en þaðan er þessi setning komin, eru þær að ákvæðið sé tekið úr áður gildandi lögum um fjarskipti og að byggt sé á tilskip- unum sem gilda á Evrópska efna- hagssvæðinu. Morgunblaðið hefur þegar upp- lýst að fullyrðing í greinargerð frumvarps að þessum nýju lögum, þess efnis að ákvæðið sé úr fyrri lögum, sé skáldskapur. Þetta er nýtt ákvæði í íslenskum lögum. En - er ekki nauðsynlegt að fara eftir Evróputilskipunum? Samgönguráðuneytið vísar í tvær tilskipanir og hér er viðkomandi kafli úr þeirri sem er nýrri: „Aðild- arríkin skulu með landslögum tryggja trúnað í samskiptum sem fara um almenn fjarskiptakerfi, svo og í þjónustu sem býðst almenningi um slik fjarskiptakerfi. Einkum og sér í lagi skulu aðildarríkin banna öðrum en notendum hlerun, upp- töku, geymslu eða annars konar inngrip í eða eftirlit með fjarskipt- um, liggi ekki fyrir samþykki not- enda í hverju tilfelli, nema slíkt sé sérstaklega heimilað í lögum“ (til- skipun 97/66). Þetta þýðir á venjulegu máli, að það er bannað að hlera símtöl á Evrópska efnahagssvæðinu, nema sérstakar heimildir séu fyrir því í lögum eins og til dæmis heimildir til handa lögreglu um símhlerun. Sams konar lög eru í gildi í Banda- ríkjunum, þar er almennt bannað að hlera eða hljóðrita símtöl, nema lagaákvæði heimili það. Kveðið er á um sams konar meginreglu í 71. grein íslensku stjórnarskrárinnar. En ekki aðili að símtali Tækni fleygir fram og því þarf að breyta ýmsum lögum, þar á meðal lögum um fjarskipti. Það er mjög auðvelt núna að hlera samskipti, samtöl og símtöl. Þess vegna eru sett lög sem þrengja undanþáguheimildir síma- fyrirtækja, lögreglu og opinberra aðila. Almenna reglan er sú að þriðja aðila er bannað að njósna um persónuleg samtöl, þ.e.a.s. hlera þau eða taka upp. Undanþágur verða að vera mjög skýrar í lögum og háðar skýrum heimildum stjórn- valds, oftast dómara, til að veita undanþágu í ákveðnum tilfellum. En takið nú eftir. Bann við sím- hlerunum gildir beggja vegna Atl- antsála um þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem tekur ekki þátt í símtali. Samkvæmt ofangreindri tilskipun skulu Evrópuríki lögbjóða þetta bann með því að „banna öðrum en notendum" að hljóðrita símtöl. Þetta orðalag „öðrum en notend- um“ þýðir að aðili að símtali, sá sem tekur þátt í því, má hljóðrita það ef honum sýnist svo. Sams kon- ar lagaákvæði er að finna í banda- rískum hegningarlögum, þar sem lagt er blátt bann við hlerun, upp- töku og svo framvegis, en undan- þeginn sérhver aðili að símtali eða þeir sem hann hefur leyft að hljóð- rita það. Með öðrum orðum, það er enginn fótur fyrir lagagreininni sem sam- gönguráðuneytið smyglaði inn í ný fjarskiptalög. Tilskipun Evrópu- stofnana undanskilur sérstaklega aðila að símtali og það sama er gert í Bandaríkjunum. Beggja vegna Atlantshafsins má aðili að símtali taka það upp, ef honum sýnist svo. En í íslenskum lögum stendur nú þessi makalausa grein: „Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þess tilkynna við- mælanda sínum fyrirætlun sína.“ Fullyrðing samgönguráðuneytisins um að þessi tilkynningarskylda jafngildi ekki banni við því að annar aðili að símtali hljóðriti það er út- úrsnúningur. Islenska lagaákvæðið þýðir í raun að báðir aðilar símtals verði að samþykkja upptöku þess. Lagagreinin marklaus? Ef enginn veit að annar aðili að símtali tekur það upp, nema hann sjálfur, og enginn fréttir af því, þá skiptir upptakan nánast engu máli. Það er ekki fyrr en nota skal upp- tökuna sem sönnunargagn, sem reynir á hvort hún er lögleg og lög- mæt. Ef hún er gerð í trássi við lög, þá hefur hún ekkert gildi sem sönn- unargagn. Eða hvað? Yfirlýsing samgönguráðuneytisins sem birtist í Morgunblaðinu 6. janúar er vísast einstök, en í henni segir: „Viðmæl- andi þarf einungis að segja frá því að verið sé að taka samtalið upp, og þrátt fyrir að það færist fyrir skertist sönnunargildi slíkrar upp- töku ekki í einkamáli eða við lög- reglurannsókn frá því sem nú er.“ Ekki verður annað séð en sam- gönguráðuneytið ógildi hér með einu pennastriki þessa umræddu lagagrein. Ef manni sem er að tala í símann ferst fyrir að geta þess að hann sé að hljóðrita símtalið, skerð- ist sönnunargildi upptökunnar ekk- ert. Framvegis má sem sagt nota ólöglegar upptökur simtala sem sönnunargögn í dómsmálum! Á meðan þessi lagagrein lá fyrir í frumvarpsformi var ekkert rætt um hana í fjölmiðlum og ekki held- ur í almennum umræðum á Alþingi. Engin skynsamleg rök hafa komið fram fyrir henni. Það sæmir ekki löggjafarsamkundu þjóðarinnar að setja lög með þessum hætti. Jón Ásgeir Sigurðsson útvarpsmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.