Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 52

Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 -T-------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Örlygur Aron Sturluson fædd- ist í Keflavík 21. maí 1981. Hann lést af slysforum í Njarðvík sunnudaginn 16. jan- úar siðastliðinn. For- eldrar hans eru Sæ- rún Lúðvíksdóttir, f. 17. október 1961, og Sturla Örlygsson, f. 17. september 1961, en þau slitu samvist- um. Annað barn þeirra er Elvar Þór Sturluson, f. 11. maí 1983. Móðurforeldr- ar Örlygs voru þau María Guð- mannsdóttir, f. 19. febrúar 1924, d. 4. júní 1996, og Lúðvfk Kjart- ansson, f. 20. apríl 1924, d. 15. september 1994. Föðurforeldrar Örlygs eru þau Erna Agnarsdótt- ir, f. 11. nóvember 1934, og Örlyg- ur Þorvaldsson, f. 4. apríl 1926. Særún, móðir Örlygs, er í sam- Sú nótt gleymist aldrei, þegar allir voru að leita að þér, elsku ömmu- og afadrengurinn. Fannst látinn, angist- rin, söknuðurinn og sorgin sem heltók alla. Af hverju, Guð? spyijum við en fáum engin svör. Við huggum okkur og segjum: Honum var ætlað annað og stærra hlutverk hinum megin. Okkur langaði svo til að hjálpa þér og leiðbeina eins og amma og afí eiga að gera. Þegar þú varst að koma af æfing- um var sama hvað amma hafði í mat- inn, þér fannst allt gott sem gert var fyrir þig. Ég get ekki skrifað meira því sorgin er svo mikil hjá okkur, en við munum minnast þín sem yndis- 'Tdgs fyrirmyndarpilts sem var allra hugljúfi. Guð geymi þig og taki þig í faðm sinn, elsku vinur. Ég læt hér vísu fylgja sem afi þinn- skrifaði kl. 10 morguninn 17. janúar: Vinur minn, þú ert farinn frá mér. Ég sakna þess að vera eigi hjá þér. Ég elska þig af öllu hjarta. M ert hjá Guði, í ríkinu bjarta. Guð blessi okkur öll og styrki. Amma og afi. Elsku frændi. Þá er komið að leið- arlokum, alltof fljótt, ekki átti ég von á því að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn er ég hitti þig uppá Lágmóa, itveimur dögum áður en þú fórst frá okkur. Þú varst að koma inn með EIv- ari bróður þínum sem var þinn besti vinur. Þú tókst upp litla nafna þinn og sagðir: „Magga, ósköp er gaman að eiga einn Utinn nafna.“ Og brostir svo innilega. Ölli, þú varst einstakur, það er ekki hægt að lýsa þér öðruvísi. Síð- asta fyrirsögnin um þig í einu bæjar- blaðinu hér var svona: „Örlygur er í sérflokld." Þessi orð lýsa þér best. Ég man eftir því þegar ég passaði þig oft, lítinn, sætan, ljóshærðan hnokka, full- an af lífi. Síðan kom Elvar bróðir þinn í heiminn og þá var sko fjör á bænum. Síðan liðu árin og þú dafnaðir og varst orðinn að yndislegum og góðum dreng. Algjör námshestur með allt á Areinu, en áttir tímann í boltann. Þú varst efiiilegur bæði í fótbolta og körfúbolta þegar þú varst bara smá- gutti. En síðan tekur þú þína ákvörð- un, að karfan skuli eiga hug þinn allan. Er það nokkuð skrýtið? Bæði pabbi þinn og frændur spiluðu körfúbolta og meira að segja við frænkur þínar líka. Þú tókst þína ákvörðun og körfubolta- æfingarnar voru iðkaðar af miklum krafti í Njarðvík. Þú áttir svo sannar- lega framtíðina fyrir þér í þessari íþrótt, vonandi heldur þú áfram hin- um megin. Pabbi þinn var svo stoltur af þér. Alltaf var gaman að heyra frá ■^tonum fréttimar, hvemig þú „briller- aðir“ í hinni stóm Ameríku. Hann kom með myndbandsspólur sem þú sendir honum frá Ameríku af leikjum sem þú varst að keppa í. Við horfðum á þig spila. Ósköp var ég stolt af litla frænda mínum. Þegar þú varst 12,13 og 14 ára tókst þú við og passaðir rnína boltastráka, þú varst svo þrosk- Ifcffur og bamgóður, en alltaf gleymdir búð með Valdimar Bjömssyni, f. 24. júní 1965, og dóttir þeirra er Matthildur Lillý, f. 12. október 1999. Þau búa í Garðabæ. Sturla, faðir Ör- lygs, er í sambúð með Andreu Gunnarsdótt- ur, f. 24. nóvember 1964, og þeirra börn eru Margrét Kara, f. 2. september 1989, og Sigurður Dagur, f. 15. júní 1994. Fyrir átti Andrea Elenu Underl- and, f. 18. maí 1984. Þau búa í Njarðvfk. Fyrir átti Sturla dótturina Lindu Maríu, f. 5. febrúar 1980, og soninn Ölaf Darra, f. 4. mars 1988. Örlygur ólst upp hjá foreldrum sínum og síðan móður sinni í Keflavík og Njarðvík. Hann lauk grunnskólanámi við Gmnnskóla Njarðvíkur og stundaði siðan nám þú einhveiju heima hjá mér eftir hveija pössun, húfunni þinni eða peysu. Já, Ölli, þú gast verið gleym- inn, það var líka allt í lagi, þessar gjaf- ir sem þú gleymdir að færa ömmu þinni og Gunna frænda þínum eru komnar til skila. Hann Elvar bróðir þinn, þinn besti vinur, sá til þess. En veistu hvað? Þú varst besti frændi sem ég hef átt. Ég var svo montin af þér, kominn í A-landsliðið aðeins 18 ára gamall, ég var svo stolt af þér. All- ir litu upp til þín, ungir sem aldnir. Þú talaðir aldrei illt um neinn og þú varst góðmennskan uppmáluð. Þú varst sá besti með Teita bróður, frænda þínum í körfunni, elsku vinur. Það er stórt skarð höggvið í mína fjölskyldu og eins í Njarðvíkurliðið. Þú varst sannur vinur, kraftmikill, léttilega kærulaus og elskaðir boltann og laxveiðitúrana með pabba þínum á sumrin. Elsku Ölli minn, hver er tilgangur þess að þú þurftir að fara frá okkur svona snemma? Hvað bíður þín hin- um megin? Þetta eru spumingar sem ég velti fyrir mér. En innst inni eru svörin. Það er tilgangslaust að spyija af hveiju þú, og hvers vegna núna. Lífið er bara svona. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Þinn tími var bara kominn en okkar hinna kemur seinna. Ég veit bara eins og ég sit héma, elsku vinur, og skrifa þér þessa kveðju með sorg í hjarta að ég á eftir að hitta þig með boltann aftur, vittu til. En á meðan verðum við hin að lifa, það er eini möguleikinn. Við verðum að halda áfram að vera til og njóta lífsins, rétt eins og þú gerðir alltaf. Elsku frændi, ég kveð þig nú og bið Guð að blessa þig og geyma. Litli nafni þinn mun hafa nafn þitt í heiðri. Ég þakka samferðina, elsku vinur, og ég mun geyma minninguna um góðan frænda og félaga. Sjáumst síðar, elsku Ölli minn. Sárt er frænda að sakna, sorginercjúpoghljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, iýsir upp myrkrið svarta, frændi þó félli frá. Góðar minningar geyma gefursyrgjendumfró, til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Elsku Elvar, Guðný, Sturla, And- rea og fjölskylda. Særún, Valdimar og fjölskylda. Mamma, pabbi og systkini. Megi Guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Margrét Örlygsdóttir og fjölskylda. Sá hræðilegi atburður sem átti sér stað aðfaranótt 17. janúar sl. þegar þú fannst látinn, gleymist aldrei. Þú varst allt í einu farinn frá okkur og við Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tíina. íþróttaáhugi var Örlygi í blóð borinn og lagði hann stund á körfuknattleik með Ungmennafé- lagi Njarðvíkur, UMFN, líkt og faðir hans hafði gert og fleiri frændur hans í föðurætt. Hann varð íslandsmeistari með UMFN árið 1998. Örlygur reyndist afburða íþróttamaður og var valinn til að leika með drengja- og unglinga- landsliði íslands og loks A-lands- liðinu á síðastliðnu ári þrátt fyrir ungan aldur. Auk þess var hann valinn til að leika með stjörnuliði og úrvalsliði Reykjanesbæjar í Evrópukeppni. Körfuknattleikurinn átti hug Örlygs allan og til að ná enn frek- ari árangri í íþrótt sinni hélt hann til Bandaríkjanna í ágúst 1998 og var þar við keppni og nám við góðan orstír þar til í júní 1999 að hann kom aftur heim og hóf að leika á ný með félögum sfnum í UMFN. Útför Örlygs fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Unnt verður að fylgjast með athöfninni í íþróttahúsinu í Njarðvík. við fáum engin svör. Þú sem varst í blóma lífsins og áttir svo miklu ólokið með okkur. En það er eitthvað sem segir mér að þín hafi beðið annað mikilvægara verkefni annars staðar og því hafir þú þurft að fara frá okk- ur. í þau 18 ár sem ég þekkti þig, frændi minn, varstu alltaf svo kurteis og góður og varst fyrirmynd annarra í þeim efnum. Sorgin hér á Lágmóa 1 er ólýsanleg, eins og annars staðar. En sorgin er ekki slæmt fyrirbæri, hún sýnir bara það hvað okkur þótti vænt um þig, vinur minn. Sorgin fær- ir fjölskylduna saman og hún lærir að lifa með henni. Þú sem varst bjart- asta vonin í körfubolta gefur örugg- lega öðrum körfuboltamönnum styrk í framtíðinni. Ég efast ekki um það, það er bara svo erfitt að sætta sig við að þú sem ég leit á sem yngri bróður minn og varst farinn að búa á Lág- móa 1, sért farinn frá okkur. Ég mun minnast þín sem kurteiss og góðs manns sem sýndi öllum mikla virð- ingu. Guð styrki okkur öll í sorginni. Þinn frændi, Stefán Örlygsson. Eins skjótt og veður skipast í lofti hefur sorgin bankað uppá og eftir stendur fjölskyldan öll harmi slegin og syrgir ungan og hraustan dreng sem átti alla framtíðina fyrir sér. Stórt skarð hefur myndast sem nú læðast um dimmir skuggar sorgar. Minningarnar bera mig aftur til þess tíma er hann var lítið bam með glóbjart hár og glampa í augum á jól- um. Þær fara líka til þess tíma er hann sem bam fékk ólýsanlegan áhuga á veðrinu. Ég sé hann fyrir mér sitja við glugga heima hjá ömmu og afa með hönd undir kinn og spá fyrir veðri næsta dags. Ég man er áhuginn á körfubolta vaknaði hjá honum og hvað manni leið illa fyiir hönd Ölla er Njarðvík tapaði leik; þótt hann væri bara bam og ekki far- inn að heyja baráttuna sjálfur á vell- inum þá var hart barist innra með honum. Ég minnist ferðanna í Galtalæk er litli, feimni strákurinn sýndi á sér nýja hlið og dansaði svo mikið að erf- itt var að fá hann niður af danspallin- um. Ég man hversu fallegur hann var á fermingardaginn, dáh'tið spekings- legur með gleraugun sín, sem hann var alltaf í vandræðum með þar til hann fékk linsumar. Ég man hve gaman var að fá þá bræður í mat til sín, þá var hraustlega tekið til matar síns. Ég man hógværðina er ein- kenndi hann. Ég man tímann sem ég gaf mér í að klippa út allar íþrótta- greinar og myndir þar sem Ölli kom við sögu. Ég man hversu ánægð ég var er ég sendi honum úrklippubók- ina til Bandaríkjanna þess fullviss að fljótlega þyrfti hann nýja bók. Ég man hversu hann og Elvar vora stolt- ir yfir að fá að vera skímarvottar litlu systur sinnar og hversu finn hann var í nýju jakkafötunum sínum um ára- mótin síðustu. Elsku Særún systir. Það hefur ver- ið aðdáunarvert að fylgjast með þér síðustu daga. Syrgjandi son þinn hef- ur þú huggað öll ungmennin í fjöl- skyldunni og vini Ölla á sama tíma og litla ljósið þitt nærist við brjóst þitt. Mundu að við eram ávallt öll þín. Elsku Elvar, missir þinn er mikill. Megi Guð vaka yfir þér og styrkja. Þú veist að þú átt stórar fjölskyldur sem elska þig. Elsku Stulli og fjölskylda, Ema og Ölli. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Þið eruð stór og samhent fjöl- skylda og það hefur verið huggun að fá að dvelja með ykkur í sorginni. Skarðið sem hefur myndast verður aldrei fyllt og mun stöðugt minna á sig en geislar sólar munu fá að brjót- ast í gegn og smátt og smátt verður gott að oma sér við góðar minningar um góðan og fallegan dreng. Guðrún. Elsku Ölli minn. Ég á svo bágt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Fyrstu dagana beið ég í sífellu eftir að vakna upp af þessari hræðilegu mai- tröð en loks áttaði ég mig á að þetta væri hinn nístingskaldi raunveruleiki. Söknuðurinn er svo mikill og sorgin svo djúp að það virðist ómögulegt að fá sálarró á ný. Það er erfitt að sætta sig við dauðann og jafnvel enn erfið- ara að sætta sig við lífíð, en maður verður víst að halda áfram. Það mun ég gera og ég ætla að reyna að geyma allar fallegu minningamar um þig hjá mér og varðveita þær í hjarta mínu að eilífu. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Þér hefur án efa verið ætlað mikilvægt hlutverk annars staðar og ég er þess fullviss að þú munt leysa það vel af hendi. Þú varst frábær frændi og vinur. Þú varst alltaf svo hress og skemmti- legur og ég mun sakna þess að sjá ekki brosið þitt og heyra hláturinn þinn. Þær era ófáar minningamar um þig þar sem þú lékst á als oddi, sagðir brandara og sögur og hermdir eftir Fóstbræðram eða öðrum grínistum. Þú komst mér alltaf til að hlæja. Ég var svo hreykin af þér, bæði sem körfúboltamanni og sem vini og frænda. Þú varst einstök manneskja og sannkölluð hetja í mínum augum. Eg man eitt kvöldið þegar bankað var á dymar heima og þegar ég opnaði stóðst þú þar skælbrosandi, nýkominn heim frá Bandaríkjunum. Ég vai- svo undrandi því ég vissi ekki að von væri á þér heim. Þetta var dæmigert fyrir þig, þú hugsaðir alltaf svo vel um þína nánustu vini og ættingja. Vinsældir þínar era því auðskildar. Þú varst vin- ur allra og þó þú værir einn harðasti Njarðvíkingur sem ég þekki áttir þú mjög góða vini úr hinum körfuboltal- iðunum hér á Suðumesjum og eflaust víðar. Þar sem ég er Keflvfldngur var ætíð erfitt fyrir mig að gera upp á milli Keflavíkur og Njarðvíkur í körfunni, en til að auðvelda mér það sagðist ég alltaf halda með ÖUa frænda. Ég var alltaf jafn glöð þegar þér gekk vel þvi þá vissi ég að þú værir ánægður. Karf- an var þitt líf og yndi og þar varstu svo sannarlega á réttri hillu. Síðasta kvöldið þitt sendir þú mér skilaboð á símann og ég var svo ánægð að heyra frá þér. Svo hittumst við á Skothúsinu, þú tókst utan um mig og svo dönsuðum við saman. Þú varst svo ánægður og skemmtir þér svo vel. Ég er svo ólýsanlega þakklát fyrir að hafa hitt þig þetta kvöld og dansað við þig einn af síðustu dönsun- um, því margar af mínum bestu minningum um þig era af dansgólf- inu. Við dönsuðum svo oft saman í gegnum tíðina að stundum komu sögusagnir um að við væram par. Ég veit að við munum hittast seinna og dansa saman og hlæja og það verða ánægjulegir endurfundir því ég sakna þín svo mildð. Guð geymi þig, elsku Ölli minn. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, hjá ömmu og afa. Ég bið Guð um að gefa okkur öllum styrk til þess að lifa með sorginni og minnast góðu stundanna sem þú gafst okkur. Þín frænka, Ásdís. Elsku besti vinur minn, það er erf- itt að trúa því að þú sért farinn frá mér. Maður skilur stundum ekki al- veg hvað Hann þarna uppi er að ÖRLYGUR ARON STURLUSON hugsa, en ég veit að hann hefúr virki- lega þurft á þínum kröftum að halda. Þú varst alltaf svo líflegur og glaður og þú kunnir sko að njóta lífsins. Það er svo hræðilega erfitt að þú skulir vera farinn svona snöggt en þá hugsa ég til allra góðu stundanna sem við áttum saman og þá brosi ég breitt. Ég gleymi þessum stundum aldrei, t.d. þegar við vorum báðir í skóla í Bandaríkjunum, ég í New Jersey og þú í Norður-Karólínu. Þá hringdum við hvor í annan á hveijum degi, töluðum og hlógum saman til að vinna á heimþránni sem við fengum stundum. Það var gott að vita af besta vini sínum svona nálægt sér þótt við töluðum ekki saman nema í síma, vita að ég var ekki sá eini sem var í burtu frá fjölskyldu minni og þannig styrktum við hvor annan. Ég man þegar við hringdum á kvöldin, settum á sömu sjónvarpsstöð. og horfðum á körfuboltaleik eða hlóg- um saman að einhverjum grínþætti þótt við væram bara í símanum. Ég mun aldrei gleyma því þegar við unnum okkar fyrsta og eina Is- landsmeistaratitil saman með Njarð- vík árið 1998. Það var sérstakt að vinna minn fyrsta titil í meistara- flokki með þér, besta vini mínum, sem ég hafði spilað með frá upphafi. Alltaf þegar ég kom á æfingu vissi ég að ég þyrfti að leggja mig 100% fram því ég var að æfa með þér. Við hertum hvor annan upp og gáfum allt í æfingamar. Ég viðurkenni að það sauð af og til upp úr hjá okkur og við rifumst stundum en það sýndi hvað okkur langaði mikið til að vinna. Eftir æfinguna fóram við saman brosandi út eins og ekkert hefði í skorist. Þú gerðir mig að betri leikmanni inni á vellinum og betri persónu utan hans. Þú ofmetnaðist aldrei þótt þér gengi vel og talaðir aldrei um velgengni þína. Ef mér gekk illa á æfingu var gott að fara út úr íþróttahúsinu með þér og heyra þig segja: „Hvað er þetta, maður, það er önnur æfing á morgun og þá bætirðu mistökin bara upp.“ Ég man líka svo vel eftir öllum keppnisferðunum okkar með Njarð- vík og unglingalandsliðinu. Þar vor- um við óaðskiljanlegir og áttum ógleymanlegar stundir saman. Við töluðum alltaf um að láta drauma okkar rætast saman, það er erfitt að sætta sig við að ég get ekki séð þig aftur en ég stefni enn á sömu drauma og veit að þú verður alltaf með mér. Elsku Ölli, ég þakka þér fyrir að hafa verið vinur minn og ég mun aldrei gleyma þér. Guð geymi þig. Þinn vinur Logi. Hann Ölli vinur okkar er dáinn. Hörmulegt slys, eitt augnablik og þessi yndislegi drengur sem okkur öllum þótti svo vænt um er tekinn frá okkur. Ölli lék allan sinn körfubolta- feril með Njarðvík. Hann átti ekki langt að sækja hæfileika sína, Sturla faðir hans og föðurbræður, þeir Teit- ur og Gunnar, eru allir þekktii- körfu- boltakappar. Skjótur frami Ölla var með ólfldndum, allt frá því að vera góður leikmaður í yngri flokkum fé- lagsins til þess að vera máttarstólpi eins sterkasta körfúboltaliðs landsins aðeins 18 ára gamall. Auk þess spilaði hann fjölda unglingalandsleikja og einnig með A-landsliði Islands. Ölli var ein bjartasta von Njarðvíkur og Islands í körfubolta og hlökkuðum við öll til að fylgjast áfram með þess- um fjölhæfa og skemmtilega strák í framtíðinni. Við öll sem tengjumst körfuboltanum í Njarðvík og í allri körfuboltahreyfingunni stöndum agndofa þegar ungur glæsilegur drengur er kvaddur burt frá okkur í blóma lífsins. Við eigum ekki eftir að sjá þennan skemmtilega félaga okkar þeysast um körfuboltavöllinn eða hitta hann brosandi á fömum vegi aftur. Minningamar hrannast upp í huga mér þegar ég hugsa um þennan ljúfa dreng sem var daglegur gestur á heimili mínu um margra ára skeið. Ölli og Logi sonur minn voru saman öllum stundum frá því að þeir byrj- uðu í minnibolta og allt þar til þeir spiluðu saman í meistaraflokki fé- lagsins. Öll þessi ár vora þeir óað- skfljanlegir félagar sem gættu hvor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.