Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUD AGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmálaráðherra og öll sýslumannsembættin hafa gert árangursstjórnarsamning Landlæknir segir gagnagrunn geta verið mikilvægt rannsóknatæki Samskiptin mark- vissari um leið og sjálfstæði eykst Morgunblaðið/RAX Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra eftir undirritun árangursstjórnarsamningsins. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra og Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, undirrituðu í gær árangurstjórnarsamning milli dómsmálaráðuneytisins og Sýslu- mannsembættisins og hefur ráðu- neytið þá gert slíkan samning við alla sýslumenn landsins, alls 26. Við undirritun samningsins sagði dómsmálaráðherra að samningar af þessu tagi hefðu gefið góða raun. Starfsramma embættisins væri lýst og stefnt að markvissari samskipt- um þess og ráðuneytisins. Hún sagði einnig að með því að skilgreina hlut- verk sýslumannsins og samskipti hans við ráðuneytið væri sjálfstæði hans, um stjómun og rekstur emb- ættisins, fest í sessi. í samningnum felst að sýslumað- ur geri áætlun til þriggja ára um helstu verkefni, forgangsröðun og áherslur, sem ráðuneytið fer svo yfir og samþykkir. Jafnframt skal gerð ársáætlun og ársskýrsla þar sem markmið og árangur eru borin sam- an. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, sagði samninginn marka tímamót í samskiptum ráðuneytisins og embættisins og benti á að góður árangur í stjórn stofnana og fyrir- tækja væri eðlileg krafa nútímans. Hann sagði samninginn mjög í anda nýs stjómskipulags sýslumannsem- bættisins sem tekið var upp í ár- sbyrjun 1999, þar sem áhersla er lögð á að embættið komi fram sem heildstæð eining og að viðskiptavin- um sé veitt góð þjónusta og móttaka þeirra og afgreiðsla gerð aðgengileg. Rúnar benti á að fólksfjöldi í um- dæminu hefði aukist um 9% frá ár- inu 1992 og væri nú liðlega 120.000 manns. Því hefði málum hjá sifja- og skiptadeild fjölgað, sem og hjóna- vígslum, umgengnis- og meðlags- málum, lögræðismálum og málum sem tengjast dánarbúum. Hann benti einnig á að þinglýstum skjölum hefði fjölgað úr rúmlega 49.000 árið 1994 í tæplega 58.000 ár- ið 1999 og það væri bæði vegna fólksfjölgunarinnar og einnig vegna þenslu á fasteignamarkaðnum. Nauðungarsölum á fasteignum hefði hins vegar fækkað úr 365 árið 1994 í 162 árið 1999 og sagði hann það væntanlega skýrast af bættu efna- hagsástandi sem geri fólki auðveld- ara að standa í skilum. Stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Lægsta tilboð 86% af kostnaðaráætlun DANSKA fyrirtækið Hpygaard og Schults og Miðvangur ehf. áttu lægsta tilboðið eða 86% af kostnað- aráætlun í fyrsta áfanga stækkunar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Is- lenskir aðalverktakar hf. áttu lægsta tilboð í flughlöð við bygging- una eða 75% af kostnaðaráætlun. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga, uppbyggingu og frágang ut- anhúss, er rúmur 1,1 milljarður og kostnaður við flughlöð 113,4 milljón- ir króna. Byggingin verður á tveim- ur hæðum, um 6.900 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir að þessum verkþætti verði lokið í desember nk. Að sögn Ómars Ingvarssonar að- stoðarflugvallarstjóra hefur flug- vélastæðum þegar verið fjölgað við flugstöðina vegna stækkunarinnar og verða þau tekin í notkun í vetur. Stæðin liggja meðfram byggingar- svæðinu við suður- og austurenda núverandi landgangs. „Það er í raun búið að steypa upp flugvélastæðin ásamt olíudreifíngarkerfinu,“ sagði hann. Tíu stæði eru við flugstöðina þar af fjögur án beinnar landgöngu og er farþegum ekið í sérstökum rút- um, sem teknar voru í notkun í nóv- ember sl. frá flugstöðinni að vélun- um. „Yfirleitt eru það minni vélamar sem eru úti á vellinum en þær stærri leggja að flugstöðinni," sagði hann. V arnarmúr um persónu- vernd fólks SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir segir enn vera skiptar skoð- anir um ágæti gagnagrunns á heil- brigðissviði og það hafi ekki breyst þrátt fyrir að Islensk erfðagreining hafi nú fengið rekstrarleyfi. Nokkr- ir læknar hafa lýst þeirri skoðun sinni að þeir muni ekki afhenda upplýsingar í gagnagrunninn nema sjúklingar samþykki skriflega, en í rekstrarleyfinu er gert ráð fyrir að leyfishafí semji við heilbrigðisstofn- anir og sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmenn um afhendingu gagna. „Gagnagrunnurinn getur verið mjög mikilvægt rannsóknatæki og mjög spennandi sem slíkur og ef vel tekst til getur hann verið mjög áhugaverður til faraldsfræðilegra rannsókna, lýðheilsurannsókna og ættartengsla sjúkdóma," segir landlæknir og minnir á að búið sé að setja mjög háar girðingar um- hverfis grunninn til persónuvernd- ar. „Ég held að óvíða hafi jafn mikl- ar girðingar verið settar og mikill varnarmúr reistur um persónu- vernd fólks,“ segir hann ennfremur. Landlæknir sagði ekki í ráði að embættið fengi sérstakt lögfræðiál- it um afhendingu upplýsinga, fólk hefði þann rétt að segja sig í grunn- inn og úr honum. Landlæknir segir lækna áður hafa lýst þessum skoð- unum að þeir muni ekki afhenda upplýsingarnar og bendir á að í reglum um sjúkraskrár sé kveðið á um ábyrgð yfirlæknis á aðgangi rannsóknarmanna að sjúkraskrám. Varsla sjúkraskráa sé í höndum stofnana en yfirlæknir, lækninga- forstjóri eða yfirlæknir deildar eða sviðs, beri ábyrgð á þessum að- gangi. „Það er skilningur manna að það sé stjórn stofnunar sem fari með umboð til samninga um upp- lýsingar í grunninn. Gert er ráð fyr- ir samráði framkvæmdastjórnar viðkomandi stofnunar um þetta mál við fagfólk," segir Sigurður Guð- mundsson og bendir á að í tilviki Ríkisspítala sitji lækningaforstjóri og hjúkrunarforstjóri í fram- kvæmdastjórn. „Það verður að telj- ast mjög ólíklegt að framkvæmda- stjórn gangi í berhögg við vilja og skoðanir þessa fagfólks í þessu máli, ég sé varla fyrir mér að það geti gerst.“ í rekstrarleyfinu er gert ráð fyrir að sjúklingur geti óskað eftir því að upplýsingar um hann verði fluttar í gagnagrunninn þrátt fyrir að heil- brigðisstofnun eða sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmaður hafi ekki samið um slíkan flutning upp- lýsinga. Skal hann þá senda land- lækni þessa ósk og segir Sigurður að embættið muni sjá til þess að þeirri ósk verði mætt. Segir hann sérstakt eyðublað í smíðum vegna þessarar óskar og það verði jafn að- gengilegt og eyðublað sem nota má til úrsagnar úr gagnagrunninum. Vakti landlæknir athygli á því að enginn lokadagur væri á úrsögnum og myndi embættið auglýsa það sérstaklega á næstunni. Þá sagði hann að allmargir mánuðir myndu líða þar til vinna við flutning upp- lýsinga í gagnagrunninn hæfist. „Það skiptir máli að okkur takist að setja niður þessar deilur og leita lausna. Við erum að leita leiða til þess. Friður verður að ríkja um rannsóknatæki sem þetta og það verður að ríkja friður um vísindi og það er á ábyrgð okkar að leita lausna,“ segir landlæknir. Formaður Læknafélagsins segir að sátt verði að nást um gagnagrunninn Leita mætti eftir opnu sam- þykki sjúklinga FORMAÐUR Læknafélags ís- lands, Sigurbjörn Sveinsson, segir að engin samtök séu meðal lækna né á vegum Læknafélagsins um að fara í hugsanlegt dómsmál um rétt lækna til að neita að afhenda upp- lýsingar um sjúklinga sína í gagna- grunn á heilbrigðissviði. Hann seg- ir nauðsynlegt að leita sátta í málinu og ein leiðin geti verið sú að fá hér eftir nokkuð opið samþykki sjúklinga fyrir því að upplýsingar um þá megi fara í gagnagrunninn. Vonandi verður unnt að fara sáttaleið Sigurbjörn segist vita til þess að læknar hafi rætt saman og athugað ýmsa fleti á málsókn, rætt við lög- fræðinga og reynt að meta hver kostnaður af þvi gæti orðið. For- maðurinn segir lækna vera í þeirri klemmu að vera annars vegar lög- hlýðnir borgarar og hins vegar að brjóta ekki trúnaðarskyldu sína við sjúklinga. Læknar hefðu búið við að þurfa að afhenda upplýsingar um sjúklinga ef dómari krefjist. Hann sagði lögin um réttindi sjúkl- inga kveða á um að skylt sé að afla samþykkis sjúklinga vegna afhend- ingar upplýsinga en því hafi i grundvallaratriðum verið breytt með lögunum um gagnagrunn. Sigurbjörn kvaðst vona að unnt verði að fara sáttaleiðina og sagði Læknafélagið ekki vera í krossferð gegn gagnagrunninum. Hann sagði unnt að tryggja eðlilegri og vand- aðri vinnubrögð ef sátt næðist og benti á að hætt væri við að upp- lýsingar yrðu ekki nákvæmlega færðar í sjúkraskrár ef menn vissu að þær færu í gagnagrunninn og hvert gagn væri þá að slíkum gagnagrunni. Hann sagði lausmna hugsanlega felast í því að leitað yrði framvegis eins konar opins samþykkis sjúklinga þess efnis að upplýsingar um þá og jafnvel lífsýni mætti nota í rannsóknar- skyni og setja í gagnagrunninn. Þar væri þá ekki um upplýst sam- þykki að ræða fyrir einni sérstakn rannsókn heldur opin heimild, að sjúklingurinn fengi að ráða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.